Dagur - 12.11.1992, Blaðsíða 7

Dagur - 12.11.1992, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 12. nóvember 1992 - DAGUR - 7 Fjöldi grunnskólanema á Akureyri á skákmóti: Þátttaka stúlkna eykst ár frá ári Árlegt Kiwanisskákmót var haldið í Lundarskóla sl. laug- ardag, en rétt til þátttöku höfðu allir grunnskólanemend- ur á Akureyri. Mótið var á vegum Kiwanisklúbbsins Kald- baks sem einnig gaf verðlauna- peninga og auk þess fengu allir þátttakendur sérstaka þátt- tökuviðurkenningu. Skákfélag Akureyrar sá um framkvæmd mótsins. Þátttakendur hafa aldrei verið fleiri en nú, eða 144, og eins hafa stúlkur aldrei verið eins fjöl- mennar, eða 22, og er það ánægjuleg þróun. Sigurvegarar í einstaka aldursflokkum voru eftirtaldir; 1.-3. bekkur: Þorgeir Rúnar Finnsson, 4. bekkur: Egill Jónsson, 5. bekkur: Sverrir Ari Ólafía Krístín Guðmundsdóttir. Þorgeir Rúnar Finnsson. Margur er knár þótt hann sé smár. Arnarsson, 6. bekkur: Ingvar Þór Jónsson, 7. bekkur: Steingrímur Sigurðsson, 8. bekkur: Halldór Ingi Kárason, 9.-10. bekkur: Baldur Sigurðsson og stúlkur: Ólöf K. Guðmundsdóttir. Sigurvegari í yngsta aldurs- flokki var Þorgeir Rúnar Finns- son nemandi í Barnaskóla Akur- eyrar og hann var spurður að því hvenær hann hefði lært mann- ganginn: „Ég held að ég hafi ver- ið fimm ára og það var pabbi sem kenndi mér að tefla. Ég tefli svo- lítið við aðra stráka, sérstaklega Jóhann, en hann er í mínum bekk.“ Umræddur Jóhann hlaut silfurverðlaunin í sama aldurs- flokki. Verðlaunaafhending fyrír 7. bekk, f.v.: Þór Valtýsson form. Skákfélags Akureyrar, Loftur Baldvinsson sem varð í 2. sæti, sigurvegarinn Steingrímur Sigurðsson, Bjöm Finnbogason sem varð í 3. sæti og Kjartan Kolbeinsson form. framkvæmdanefndar Kaldbaks. Sigurvegari í stúlknaflokki var Ólafía Kristín Guðmundsdóttir, nemandi í 7. bekk Lundarskóla, en hún sigraði alla sína andstæð- inga. Um það hver hefði kennt henni mannganginn sagði hún: „Það var frændi minn, Sindri, sem býr á Möðruvöllum í Hörgár- dal. Eg tók líka þátt í Kiwanis- mótinu í fyrra og fékk þá önnur verðlaun. Ég tefli stundum við pabba heima en hann er ennþá betri en ég. f vetur hef ég tekið þátt í haustmóti Skákfélagsins og um næstu helgi er Sveinsmótið sem fram fer á Dalvík. Ég hef iíka hugsað mér að mæta vel á skákæfingarnar í vetur“. GG FiMMTUDÆ EUR KJALLARIIVIV SÍÐA5TA UiMDAIMIJRSLITA- KEPPIMIIM í KARAQKE Módelsamkeppni í Sjallanum: Stífar æfingar í Stúdíó Púls 180 fram að keppninm Þessa dagana æfír hópur fólks af báðum kynjum undir modelkeppni sem fram fer síð- ustu helgina í þessum mánuði og þá fyrstu í desember, en það er Kolbrún Aðalsteins- dóttir sem hefur allan veg og vanda af þeirri keppni. Hópur- inn hefur að undanförnu verið í stífum æfíngum hjá Studio Púls 180 í KA-húsinu og þar var svo sannnarlega tekið á þegar blm. leit þar við nýlega. Kristín Steindórsdóttir er ein þeirra sem taka þátt í módel- keppninni, en stúlkurnar keppa 28. nóvember og þar verður hóp- urinn með „show“ sem og strák- arnir viku seinna. „Hluti af keppninni er að við Það er ekki tekið út með sitjandi sældinni að verða módel. þurfum að myndast sæmilega, hafa góða framkomu, göngulag og fleira sem tengist módelstörf- um. Mér finnst þetta mjög áhugavert og spennandi og hlakka til. Ef mér gengur vel þá verður kannski framhald á þessu hjá mér en sigurvegararnir úr keppninni hér keppa síðan í Reykjavík við önnur módel víðs vegar af landinu. Ég hef lítillega komið nálægt þessu áður, kom fram f auglýsingu þar sem aug- lýstar voru gallabuxur.“ Karlmennirnir keppa í Sjallan- um 4. desember og einn þeirra er Brynjar Þórisson. Brynjar segir að haft hafi verið samband við hann og hann beðinn um að taka þátt í keppninni og sér finnist þetta bæði vera spennandi og gaman. En eru módelstörf ekki fyrst og fremst fyrir kvenfólk? „Nei, þetta er ekki síður fyrir karlmenn, en ég ætlað að reyna að nýta mér þá reynslu sem ég fæ hér í framtíðinni. Það voru fleiri stelpur en strákar sem gáfu sig fram til þessarar módelsamkeppni, enda eru karlmenn á Akureyri feimnir að eðlisfari. Af hverju það stafar hef ég hins ekki minnstu hugmynd um.“ GG Puðað í tækjunum. Myndir: GG KK-BAIMD ÓKEYPIS AÐGAIMGUR LAUGARDAGUR Iurzm::m:m.im/a I w ■ '.W.V.V.V.V.V.V.W.V'.WAWV.'.W.'.W.V.V, FIMMTLIDABS,- FOSTUDAGS- OG LAUGAROAGSKVfiLO '.W.VW.V.W.W.WSV.V.W.W.W.WWW.WWW.W.V.WAVASW.W.SSW.VW/AW.W^VW.WW.TOVV •SSSSV.SSSSVSSSV.SSSV.SW.SSSSSSVSSSSSSSSSSSSV '.VSVSSSSSSV.SSSSSSSSSSW.SSSSSSSSSSSSSSSSSSSSV

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.