Dagur - 12.11.1992, Blaðsíða 13

Dagur - 12.11.1992, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 12. nóvember 1992 - DAGUR - 13 Cheerios- og Cocoapuffspakkarnir frá General Mills hafa nú verið færðir í íslenskan búning í tilefni af 50 ára inn flutningsafmælinu. Cheerios Cheerios á Íslandí í 50 ár - nýir íslenskir pakkar komnir á markaðinn Um þessar mundir eru liðin 50 ár frá því Nathan & Olsen hf. hóf innflutning á Cheerios hringjum frá General Mills en þá hafði þetta vinsæla morgunkorn aðeins verið eitt ár á borðum Banda- ríkjamanna. Cheerios hringjunum hefur frá upphafi verið afar vel tekið af íslenskum neytendum og í dag er Cheerios eitt söluhæsta morg- unkornið á íslenskum markaði. Af þessu tilefni hafa Cheerios pakkarnir verið færðir í íslenskan búning og er lýsing á innihaldi og næringargildi á íslensku sem og textar sem eru bæði til fróðleiks og ánægju. Einnig hafa pakkarnir fyrir Cocoa Puffs og Honey Nut Cheerios verið íslenskaðir og er að finna á þeim myndskreytingar og leiki fyrir börn á öllum aldri. Ungir jafnaðarmenn: Vilja að íslendingar sæki tafarlaust um aðlld að EB Ungir jafnaðarmenn telja að Islendingar eigi nú þegar að sækja um aðild að Evrópu- bandalaginu og ísland verði þannig í samfloti með öðrum ríkjum í samningaviðræðum um inngöngu í bandalagið frá upphafi. Með þeim hætti eigi Islendingar meiri möguleika á að ná fram betri samningum um ýmis mikilvæg málefni, svo sem í sjávarútvegi. Þetta kem- ur fram í stjórnmálaályktun 40. þings Sambands ungra jafnaðarmanna, sem haldið var um síðustu helgi. Samband ungra jafnaðar- manna telur að aldrei hafi verið jafn brýnt og nú að skera upp staðnað og úr sér gengið kerfi á flestum sviðum þjóðlífsins. í því sambandi benda þeir á hætturnar Safnahúsið Hvoll, Dalvík. Opið á sunnudögum frá kl. 14-17. □ St.: St.: 599211127 VIII MH Tjarnarkirkja, Svarfaðardal. Messa sunnudaginn 15. nóvember kl. 14. Bjarni Guðleifsson predikar. Allir velkomnir. Sóknarprestur. Akureyrarprestakall: Fyrirbænaguðsþjónusta verður í dag, fimmtudag, kl. 17.15 í Akur- eyrarkirkju. Allir velkomnir. Sóknarprestur. sem stafa af auknu atvinnuleysi er leitt geti til þjóðfélagsböls sem aldrei megi festa rætur hér á landi. Því verði að leggja áherslu á virka atvinnustefnu þar sem rannsókna- og þróunarstörf sitji í fyrirrúmi. Þá leggja ungir jafn- aðarmenn áherslu á skattkerfis- breytingar þannig að virðisauka- skattur verði innheimtur af allri vöru og þjónustu án undanþága en skattfrelsismörk hækkuð á móti þannig að í raun verði aðeins greiddur tekjuskattur af hátekjum. Þá bendir 40. þing Sambands ungra jafnaðarmanna á að fjöl- hæf menntun sé góð fjárfesting og vara við niðurskurði í mennta- málum er muni aðeins leiða til fábreyttara atvinnulífs og verri lífskjara. Sambandið ítrekar stefnu sína í málefnum Lána- Minningarkort Heilaverndar fást f Blómahúsinu Glerárgötu 28. Minningarspjöld Hríseyjarkirkju fást í Bókabúð Jónasar. Vinarhöndin, Styrktarsjóður Sól- borgar, selur minningarspjöld til stuðnings málefna þroskaheftra. Spjöldin fást í: Bókvali, Bókabúð Jónasar, Möppudýrinu í Sunnuhlíð og Blómahúsinu við Glerárgötu. Minningarspjöld Zontaklúbbs Akureyrar (Eyjusjóður), fást hjá Hannyrðaverslun Önnu Maríu og í Blómabúðinni Akri. Minningarspjöld Styrktarsjóðs Kristnesspítala fást í Bókvali og á skrifstofu Kristnesspítala. sjóðs íslenskra námsmanna og hvetur til breytinga á lögum um sjóðinn. Þá lýsir 40. þing Sam- bands ungra jafnaðarmanna van- þóknun á skoðunum ráðherra fjármála og menntamála sem komi fram í tillögum um lagningu skólagjalda á nemendur fram- haldsskóla og krefst þess að öll- um slíkum hugmyndum verði hafnað nú þegar en þess í stað lögð áhersla á bætt skipulag skólamála og ábyrgð einstakra stofnana aukin hvað varðar nýt- ingu fjármagns. Pá fagna ungir jafnaðarmenn þeim sprungum sem myndast hafa í stofnanir landbúnaðarins og benda á að löngu sé kominn tími til að sú stefna sem Alþýðu- flokurinn hafi barist fyrir í land- búnaðarmálum nái fram að ganga. Ungir jafnaðarmenn hafna einnig núverandi kvóta- kerfi í sjávarútvegi og telja að leiga á veiðileyfum eða aflagjald eigi að vera sá grundvöllur sem fiskveiðistjórnunin byggist á. Auk þess telja ungir jafnaðar- menn að róa verði öllum árum að því að skapa aðstæður fyrir full- vinnslu sjávarafurða, er fari beint á neytendamarkaði - slíkt muni skila þjóðinni bættum lífskjörum á komandi tímum. Samband ungra jafnaðar- manna leggur áherslu á tillögur samstarfsnefndar sveitarfélaga um sameiningu þeirra og telur brýnt að þeim tillögum, sem þar koma fram verði hrint í fram- kvæmd. Á þinginu var Sigurður Pétursson endurkjörinn formað- ur sambandsins og Magnús Árni Magnússon í Kópavogi kjörinn varaformaður. ÞI WÝJAR bækur Ritgerðasafn Þórarins Þórarinssonar komið út Út er komin bókin Svo varstu búinn til bardaga og fleiri ritgerðir eftir Þórarin Þórarinsson fyrrverandi alþingismann og ritstjóra. Er hún að meginmáli að viðbættum myndum, heillaóskaskrá og formála eftir Ingvar Gíslason samtals 280 blað- síður að stærð. í ritinu eru 50 greinar og ritgerðir, þar sem höfundur kemur víða við um almenn þjóðfélagsmál, bók- mennta- og sagnfræðileg efni og lýs- ir persónulegum kynnum af mörg- um mönnum og málefnum á löngum ferli sínum sem stjórnmálamaður, blaðamaður og ritstjóri. Að útgáfunni hafa unnið ýmsir vinir Þórarins, en útgefandi er Tím- inn hf. Prentsmiðjan Oddi hf. sá um prentun og annan frágang ritsins og annast útsendingu þess til áskrif- enda. Grágás, lagasafn þjóðveldisins Mál og menning hefur gefið út bók- ina Grágás, lagasafn íslenska þjóð- veldisins. Umsjónarmenn eru Gunnar Karlsson sagnfræðiprófess- or, Kristján Sveinsson sagnfræðing- ur og Mörður Árnason málfræðing- ur. * Bókin er fyrsta prentútgáfa Grá- gásar á íslandi og jafnframt fyrsta útgáfan fyrir almenning ekki síður en fræðimenn. Hún kom síðast út í Kaupmannahöfn á 19. öld í fræði- legri stafréttri útgáfu. * Grágás geymir lagasafn þjóðveld- isins, og er samsteypa tólf Iögþátta sem voru í gildi þangað til landið gekk undir Noregskonung á ofan- verðri 13. öld. Einn af þeim, Víg- slóði, fjallar um víg og áverka, hefnd og refsingar, er það elsta sem vitað er með vissu að fest var á bók á íslandi. Það var gert veturinn 1117-18 hjá Hafliða Mássyni goða á Breiðabólstað. * Grágás lýsir stjórnarháttum íslendinga og daglegu lífi frá land- námi til ofanverðrar 13. aldar. Lagasafnið er eitt helstu undirstöðu- rita í íslenskri réttarsögu og mikil- væg heimild til skilnings á þjóðveld- inu og sígildum íslenskum bók- menntum. Grágás er ein af upp- sprettum íslensks ritmáls, skrifuð á kjarnyrtu máli og svipmiklu, stíllinn tær og orðfæri sérstætt og athyglis- vert. * f útgáfunni er texti aðalhandrit- anna felldur saman þannig að safnið myndar eina heild. Grágás fylgir inngangur um aldur og sögu, skýr- ingarmyndir og ítarleg atriðisorða- skrá. Textinn er gefinn út með nú- tímastafsetningu og orðskýringum. Grágás er 603 síður, prentuð i prentsmiðjunni Odda. Barnadagar í KEA Nettó: Stórlækkað verð •• a ymsum vorum Dagana 8. nóvember til 15. nóvember eru „Barnadagar“ í KEA Nettó. Þar gefst fólki kost- ur á að kaupa á hagstæðu verði fjölmargar vörur sem börn nota og neyta. Sem dæmi má nefna að verð á mjólkurvörum var lækkað í tilefni „Barnadaganna“ og hið sama má segja um ost og morg- unmat af ýmsu tagi. Á laugardag koma löggurnar úr Línu í heimsókn kl. 10.30 og þær verða í versluninni til 12.30. Löggurnar ætla að spjalla við krakkana og gefa þeim gott í munninn. Auk þess verða þær með aðrar smágjafir sem án efa koma á Óvart. (Fréttatilkynning) Jazztónleikar Bandaríski jazzgítaristinn Paul Weeden leikur ásamt hljómsveit á Fiðlaranum, 4. hæð, í kvöld kl. 21. Innilegar þakkir til ykkar allra sem glöddu mig á sjötugsafmæli mínu þann 7. nóvember með heimsóknum, blómum og gjöfum. Guð blessi ykkur öll! RAGNAR GEIRSSON. iti Frænka okkar, GUÐFINNA JÓNSDÓTTIR, Dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, sem lést föstudaginn 6. nóvember, verður jarðsungin frá Akur- eyrarkirkju föstudaginn 13. nóvember kl. 13.30. F.h. aðstandenda Guðný Aðalbjörnsdóttir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.