Dagur - 12.11.1992, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 12. nóvember 1992 - DAGUR - 15
ÍÞRÓTTIR
Halldór Arinbjarnarson
íslandsmótið í handknattleik, 1. deild:
Naumur Stjömusigur í jöftium leik
- KA lék einn sinn besta útileik
Bikarkeppnin í körftiknattleik:
Leikur KA og Stjörnunnar var
nokkuð vel leikinn af báðum
liðum. Jafnræði var með þeim
nær allan leikinn en úrslitin
réðust á 5 mínútna kafla í byrj-
un seinni hálfleiks, þegar
Stjarnan skoraði 4 mörk í röð
og náði KA aldrei að vinna
þann mun upp, þrátt fyrir
hetjulega baráttu. Litlu mátti
muna að KA næði að jafna
undir lok leiksins en Stjarnan
náði að hanga á boltanum út
leiktímann og voru KA-menn
mjög ósáttir við dómarana að
dæma ekki leiktöf.
Allan fyrri hálfleik var jafnt á
flestum tölum, en Stjarnan þó
oftast á undan að skora. KA átti
mun betri leik en í útileikjum
liðsins til þessa. Vörnin var leik-
Frestun áleik
Þórs og ÍBV
- verður í kvöld kl. 20.00
Fresta þurfti leik Þórs og ÍBV
sem vera átti í gærkvöldi í 1.
deild íslandsmótsins í hand-
bolta. Að öllu forfallalausu fer
hann fram í Iþróttahöllinni í
kvöld og hefst kl. 20.00.
Veðurguðirnir settu strik í
reikninginn í gærkvöldi. Ekki var
flugfært til Eyja og handknatt-
leiksmenn ÍBV komust því
hvergi. Verði veðrið skaplegra í
kvöld munu liðin eigast við í
Höllinni. Athygii er vakin á því
að leikurinn hefst kl. 20.00 en
ekki 20.30 eins og venja er með
heimaleiki Akureyrarliðanna. í
stað leiksins tóku Þórsarar létta
æfingu og vonaðist Jan Larsen
þjálfari liðsins til þess að áhorf-
endur mundu mæta og hvetja
Þórsara til sigurs.
Iiðin úr síðasta úrslita-
leik drógust saman
Nú hefur verið dregið í 16 liða
úrslit í bikarkeppni KKÍ fyrir
meistaraflokk karla og nú voru
úrvalsdeildarliðin með í hatt-
inum. Liðin sem áttust við í
úrslitaleik keppninnar í fyrra,
Haukar og Njarðvík, drógust
saman í 16 liða úrslitum.
Aðeins einn annar úrvalsdeild-
arslagur verður í þessari umferð.
Grindvíkingar heimsækja Tinda-
stól á Krókinn. Þórsarar drógust
á móti Skallagrímsmönnum og
munu því fara til Borgarness.
Leikirnir munu fara fram 20.-22.
nóvember, en endanlegar tíma-
setningar eru ekki komnar á
hreint. Þessi lið munu leika
saman:
UMFN-Haukar
KR-ÍA
Tindastóll-Grindavík
ÍBK-ÍS
UBK-Grindavík b
Snæfell-Haukar b
Valur-ÍR
UMFS-Þór
Stigahæstur „Stólanna"
sem skoraði 25 stig.
í leiknum gegn Grindavík var Ilaraldur Leifsson
inn af miklum krafti og sóknar-
leikurinn góður á köflum, þó allt
of margar sóknir hafi farið for-
görðum vegna sendinga sem ekki
rötuðu rétta leið. Fyrri hálfleikur
var fremur tilþrifalítill af beggja
hálfu en ekki illa leikinn. KA-lið-
ið virðist nú vera farið að skora
mörk utan af velli, en í staðinn
kom aðeins 1 mark úr horninu og
markvarslan var ekki upp á
marga fiska.
KA tapaði leiknum á fyrstu 5
mínútum seinni hálfleiks. Staðan
var 12:10 í leikhléi en Stjarnan
skoraði 4 fyrstu mörkin og breytti
stöðunni í 16:10. KA-menn gáf-
ust þó ekki upp og náðu að sýna
mjög góðan leik og minnkuðu
muninn í 1 mark, 21:20 þegar 6
mínútur voru eftir. Staðan var
22:21 þegar 2 og hálf mínúta var
eftir. Stjörnumenn héngu á bolt-
anum það sem eftir var af leikn-
um og vildu ýmsir fá dæmda
leiktöf.
Alfreð Gíslason sagði lið sitt
hafa haft a.m.k. annað stigið í
hendi sér. „Það var allt of mikið
af hrikalegum sendingum sem
Körfuknattleikur, úrvalsdeild:
rötuðu ekki rétta leið. Við lékum
betur í dag en oft áður á útivelli
en það er ekki nóg þegar við rétt-
um andstæðingnum alltaf boltann
þegar við eigum möguleika á að
komast yfir.“ í sama streng tók
Ármann Sigurvinsson. „Við spil-
uðum nokkuð vel en byrjuðum
síðari hálfleik mjög illa. Síðan
gerðum við allt of mikið af tækni-
legum sendingarvillum í fyrri
hálfleik. Við hefðum átt að vera
yfir í hálfleik að öllu eðlilegu.
Gangur leiksins: 3:3, 7:4, 8:6, 9:9,
12:10, 16:10, 19:13, 20:17, 21:20 og
23:21.
Mörk KA: Alfreð Gíslason 6, Ósk-
ar E. Óskarsson 6/3, Erlingur Krist-
jánsson 5/2, Ármann Sigurvinsson
2, Pétur Bjarnason 1 og Jóhann
Jóhannson 1.
Mörk Stjörnunnar: Patrekur
Jóhannson 6, Hafsteinn Bragason 6,
Magnús Sigurðsson 4, Skúli Gunn-
steinnson 3, Hilmar Hjaltason 2 og
Einar Einarsson 2.
Grindvíkingar sýndu góðan
leik er þeir unnu Tindastól á
Sauðárkróki síðastliðið þriðju-
dagskvöld í úrvalsdeildinni í
körfubolta. Jafnræði var með
liðunum lengstum, en í síðari
hálfleik náðu gestirnir heldur
undirtökunum og skoruðu sig-
urkörfuna þegar leiktíminn var
að renna út. Lokatölur urðu
84:86.
Tindastólsmenn byrjuðu betur
en létu síðan Grindvíkinga ráða
ferðinni fram yfir miðjan fyrri
hálfleik og var staðan þegar um
10 mínútur voru til leikhlés,
26:27 fyrir Grindavík. Þrjár
mínútur liðu án þess að liðunum
tækist að skora stig, en þá kom-
ust Tindastólsmenn yfir og héldu
forskotinu til loka hálfleiksins.
Fyrri hálfleikurinn einkenndist af
hraða, sem og hörku. Staðan í
leikhléi var 44:39 fyrir Tindastól.
í byrjun seinni hálfleiks virtust
Tindastólsmenn ætla að ná góðu
forskoti. Þegar 2 mínútur voru
liðnar af seinni hálfleik var stað-
Dómarar: Gunnar Viðarsson og
Sigurgeir Sveinsson og voru lélegir.
Jóhann Jóhannson og félagar byrjuðu síðari hálfleik mjög illa og náðu ekki
að bæta fyrir það.
vtoore 17, Pétur V. Sigurðsson 9,
Björgvin Reynisson 6, Ingi Þ. Rúnarsson
4, Karl Jónsson 2 og Hinrik Gunnarsson
2.
Stig Grindavíkur: Daniel Krebbs 20,
Guðmundur Bragason 15, Bergur
Eðvaldsson 12, Helgi Friðfinnsson 11,
Hjálmar Hallgrímsson 10 og Marel Guð-
laugsson 10.
Dómarar: Víglundur Sverrisson og Jón
Bender og hafa báðir dæmt betur.
- unnu Tindastól með tveggja stiga mun
an 41:42 fyrir Tindastól, en þá
settu Grindvíkingar í 2. gír eftir 2
þriggja stiga körfur Pálmars Sig-
urðssonar. Grindvíkingar náðu
þar með forskotinu og náðu mest
9 stiga forystu þegar 8 mínútur
voru til leiksloka. Meðan Grind-
víkingar spiluðu af skynsemi,
virtust Tindastólsmenn hálf ráð-
villtir. Það var svo Dan Krebbs
sem reyndist Tindastól erfiðastur
á lokamínútunum með góðum
leik. Þegar 3 sekúndur voru til
leiksloka, skoraði Helgi Guðna-
son síðustu körfu Grindvíkinga
og tryggði þeim sanngjarnan
sigur, 86:84.
Besti maður Tindastóls var án
efa Haraldur Leifsson. Christofer
Moore var geysisterkur hjá
Tindastól, en félagar hans virðast
ekki nota krafta hans nógu vel.
Greinilegt var að Tindstólsmenn
söknuðu Páls Kolbeinssonar og
Ingvars Ormarssonar mikið. Hjá
Grindavík var Daniel Krebbs
bestur og einnig var Guðmundur
Bragason sterkur. Eftir leikinn
sagði Pálmar Sigurðsson: „Þetta
var langþráður sigur. Við höfum
verið í mikilli lægð, sem ég vona
að sé að enda.“ GBS
Gangur lciksins: 2:2, 6:7, 14:13, 22:23,
30:29, 44:39, 47:42, 51:42, 53:54, 60:66,
63:72, 72:73, 76:79, 82:84 og 84:86.
Stig Tindastóls: Haraldur Leifsson 25,
Valur Ingimundarson 19, Christofer
Handbolti
Úrslit í 9. umferö:
Fram-Valur 18:24
FH-Selfoss 26:28
Stjarnan-KA 23:21
V í kingur-Haukar 18:19
IR-HK 26:17
Staðan í 1. deild
Valur 9 5-4-0 207:186 14
Selfoss 9 5-2-2 235:216 12
FH 9 5-2-2 233:219 12
Stjarnan 9 5-2-2 224:222 12
Haukar 9 5-1-3 236:213 11
ÍR 9 4-2-3 216-207 10
Víkingur 9 5-0-4 207:198 10
Þór 8 3-2-3 196:207 8
HK 9 2-1-6 211:229 5
KA 9 2-1-6 199:215 5
ÍBV 8 1-2-5 176:203 4
Fram 9 1-1-7 204:229 3
Körfubolti
Úrslit:
Tindastóll-Grindavík 84-86
KR-Haukar 65-78
Staðan:
A-riðilI:
ÍBK 8 8 0 834:695 16
Haukar 9 7 2 795:732 14
Njarðvík 844736:734 8
Tindastóll 94 5 808:875 8
UBK 8 1 7 678:746 2
B-riðill
Valur 8 5 3 665:665 10
Snæfell 844 705:684 8
Skallagrímur 835 692:706 6
Grindavík 93 6746:747 6
KR 93 6 722:797 6
Smingjarn sigur Grindvíkmga