Dagur - 12.11.1992, Blaðsíða 11

Dagur - 12.11.1992, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 12. nóvember 1992 - DAGUR - 11 Stórskemmtun í „GryfjimnT suimudagiim 22. nóvember Margir tónlistarmenn, kórar, hljóðfæraflokkar og einstak- lingar leggja Kammerhljóm- sveit Akureyrar lið er efnt verður til skemmtunar í nýjum og rúmgóðum sal Verk- menntaskólans á Akureyri, „Gryfjunni“, sunnudaginn 22. nóvember kl. 16. Leitast verður við að höfða til breiðs áheyrendahóps, enda verður slegið á glaðværa og lit- ríka strengi. Auk Kammerhljóm- sveitarinnar sjálfrar verða á með- al flytjenda: Christopher A. Thornton, sópransaxófónn, Helga Bryndís Magnúsdóttir, píanó, Hólmfríður Benedikts- Hvítasunnukirkjan á Akureyri: Helga Zidermanis predikar um helgina Um helgina, frá fímmtudags- kvöldi til sunnudags, heimsæk- ir predikarinn og kennarinn, Helga Zidermanis, Hvíta- sunnukirkjuna á Akureyri. Helga Zidermanis er fædd í Lettlandi, en býr nú í Bandaríkj- unum. í lok síðari heimsstyrjald- ar, eftir að maður hennar hafði verið kallaður í herinn, flúði hún ásamt börnum sínum undan nas- istum, en síðan Rauða hernum og komst til Pýskalands og þaðan til Bandaríkjanna. Til eigin- manns hennar spurðist aldrei. í Bandaríkjunum varð hún fljótt virk í kirkjulegu starfi. Hún hef- ur komið til íslands oft áður, en er nú í fyrsta skipti á Akureyri. Helga mun hafa Biblíukennslu Bændaklúbbs- fundur á Hótel KEA nk. mánu- dagskvöld Bændaklúbbsfundur verður á Hótel KEA á Akureyri nk. mánudag, 16. nóvember og hefst kl. 21. Framsögumenn verða Ólafur G. Vagnsson, ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar og Jóhannes Ríkharðsson, ráðu- nautur hjá Búnaðarsambandi Skagfirðinga. Rætt verður um starfsemi Sauðfjársæðingastöðvarinnar á Möðruvöllum og kynntur hrúta- stofn hennar. Auk þess munu þeir segja frá ferð sauðfjárrækt- armanna til Englands í síðasta mánuði. Eru allir áhugamenn um sauð- fjárrækt hvattir til að mæta. (Fréttatilkynning) Skák: 10 mín. mót 10 mínútna skákmót hefst í skákheimilinu, Þingvallastræti 18 í kvöld kl. 20 og er öllum heimil þátttaka. Um næstu helgi munu skákmenn frá Akureyri sem af Eyjafjarðar- svæðinu fjölmenna til Dalvik- ur á Sveinsmótið. Áriega heldur Sparisjóður Svarfdæla svokallað Sveinsmót, sem haldið er til minningar um Svein Jónsson, fyrrverandi spari- sjóðsstjóra, sem var mikill áhuga- maður um skák. Keppt er um far- andbikar, og er núverandi hand- hafi hans Akureyringurinn Rún- ar Sigurpálsson. GG í Hvítasunnukirkjunni í kvöld- og annað kvöld kl. 20 svo og laugardag kl. 10.30. Vakninga- samkomur verða með henni á laugardagskvöld kl. 20 og sunnu- dag kl. 15.30. Allir eru hjartan- lega velkomnir á þessar samkom- ur meðan húsrúm leyfir. (Úr fréttatilkynningu) dóttir, sópran, Jacqueline F. Simm, óbó og Tom Higgerson, píanó, Jennifer Spear, gítar og Moira Lang, sópran, Kór Akur- eyrarkirkju, Kór Glerárkirkju, óbókvartett Tónlistarskólans á Akureyri, Óskar Pétursson, tenór, Pálmi Gunnarsson, söngv- ari og bassaleikari, Stórsveit Lúðrasveitar Akureyrar og tvö- falt djasstríó. Kynnir og upplesari verður Sigurður Hallmarsson, leikarinn góðkunni frá Húsavík. Kammerhljómsveit Akureyrar hefur átt auknum vinsældum að fagna á undanförnum árum og hefur efnt til margra metnaðar- fullra tónleika með 40-50 hljóð- færaleikurum ásamt mörgum ein- söngvurum og einleikurum. Með þessari skemmtun hefst 7. starfs- ár Kammerhljómsveitarinnar og er það von forráðamanna hennar að sem flestir komi í Verk- menntaskólann 22. nóvember og njóti góðrar tónlistar með lista- mönnum sem fram koma. (Fréttatilkynning) IHI KFNE 37. kjördæmisþing framsóknarfélag- anna í Norðurlandskjördæmi eystra, verður haldið á lllugastöðum í Fnjóskadal dag- ana 13. og 14. nóvember 1992. Dagskrá Föstudagur 13. nóvember kl. 20.30 1. 2. 3. 4. 5. Setning þingsins. Kosning starfsmanna þingsins. Skýrsla stjórnar og reikningar. Umræöur um skýrslur stjórnar og afgreiðsla reikninga. Framlagning mála - Guðmundur Bjarnason, drögð að stjórnmálaályktun. - Halldór Ásgrímsson, ályktun atvinnumálahóps, - Guðmundur Stefánsson, ályktun byggðamálahóps, - Daníel Árnason, ályktun umhverfismálahóps, Ávarp Steingríms Hermannsonar, Umræður. Laugardagur 14. nóvember kl.8 kl. 9 til 12 kl. 12 til 13 kl. 13 til 16 kl. 16 til 16.30 kl. 16.30 kl. 17 kl. 17.15 kl. 18 morgunverður, nefndarstörf, matarhlé, afgreiðsla mála, kaffihlé, kosningar, ákvörðun um gjald til KFNE, önnurmál, þingslit. / / / é / / J r/j / / Fimmtudagur Sprengitilbað / Föstudagur kl. 16.30 laugardagur kl. 10.30 6(? Löggurnar úr Línu longsokk kama í heimsókn og gefa 20 heppnum krökkum miða á Línu langsokk, Kodak mgndaválar, Cnca Cnla, útvarpstæki og fleira Sprengitilbað föstudag, laugar- dag og sunnudag %Ur ^<9 i/A Öta/ ð//Q atony Nettó allra hagur - Ddýr mkaður Opið mánudaga til föstudaga 12.00-18.30 Laugardaga kl. 10.00-16.00 - Sunnudaga kl. 13.00-17.00

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.