Dagur - 05.12.1992, Blaðsíða 6

Dagur - 05.12.1992, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Laugardagur 5. desember 1992 m ! 1 i ^ I , ýA,', '* ■ ' I í ) WHHÉl ■PMBBb ,: ■■ ' -.||||n| * 'í S?T >■'V' '.ðá **v>?" ^@5 >C1'A «&*§|Í / 5 . v- eignast raunverulegt guðshús - þá réttu umgjörð sem fólk er vant að skilji kirkjustarfið frá hinu veraldlega amstri. Frágangur suðurálmunnar var næstur á dagskrá eftir að sjálf aðalbygging kirkjunnar varð fokheld. Við það verk lögðu margir hönd á plóginn. Allt að 300 manns, að því að talið er, komu þá til starfa við byggingu Glerárkirkju með einhverjum hætti. Sá fjöldi er á þann hátt lagði kirkjubygging- unni lið sýnir betur en annað þann áhuga sem íbúar hins unga hverfis hafa fyrir kirkjunni sinni og safnaðarstarfi. Frá þeim tíma hefur Glerárkirkja í raun verið til í vitund manna - ekki aðeins sem hús á brekkubrún, sem bíður þess að verða fullsmíðað, heldur raunveruleg kirkja, þótt megin- hlutinn væri enn á byggingarstigi. Vígsla og notkun suðurálmunnar voru því stór skref í þá átt að festa Glerárkirkju í sessi og auka safnaðarvitund fólksins. Hin merkustu tímamót Á sunnudaginn verða þó merk- ustu tímamótin í sögu hins unga safnaðar. Megináfangi kirkju- byggingarinnar er að baki. Sjálf- ur aðalsalur kirkjunnar er tilbú- inn til notkunar og helgihaldið hefur fengið samastað til framtíð- ar. Safnaðarheimili kirkjunnar er einnig tilbúið til notkunar og nú á einungis eftir að ganga frá suður- álmunni til endanlegra nota og hluta þess mikla húsrýmis, sem er á neðri hæð kirkjubyggingarinn- ar. Pótt kirkjur hafi um aldir ver- ið reistar Drottni til dýrðar, og séu enn, hefur byggingarstíll þeirra tekið breytingum á síðari tímum. Einkum hefur verið hug- að að auknu notagildi þeirra kirkjubygginga er risið hafa og er svo einnig um Glerárkirkju. Litið björtum augum til framtíðarinnar Þegar horft er til framtíðar opn- ast safnaðarstarfinu margvíslegir möguleikar er eiga munu sér skjól í Glerárkirkju. Gunnlaugur Garðarsson, sóknarprestur í Glerársókn, kvaðst líta björtum augum til komandi tíma. Veröld- in taki stöðugt stakkaskiptum og ljóst að ef kristin trú eigi að hafa þau ítök er hún hafi haft með þjóðinni verði kirkjan að laga sig að breyttum aðstæðum. En sama verði ætíð hversu hæfileikaríkt fólkið sé og nýjungarnar margar, ekkert af því nægi ef fólkið sjálft skynji ekki ábyrgð sína. Okkur beri að líta á það sem heilaga skyldu að styðja við hið trúarlega uppeldi. Kirkjan sé í raun ekki annað en fólkið sjálft og við eig- um að nýta okkur þann fjársjóð sem Guð hafi gefið - hann megi ekki rykfalla. í hugleiðingu í Safnaðarblaði Glerárkirkju segir Gunnlaugur Garðarsson meðal annars: „Að byggja kirkju er táknræn athöfn, því hún er heilagt, frátekið hús, með ákveðið hlutverk og skýrt markmið. Þá er hún einnig tákn um samfélag allra sem henni til- heyra. Eins er því varið með orð- ið sjálft, kirkja. Það merkir í senn ákveðna byggingu, en einnig samfélag þeirra manna sem tilheyra Jesú Kristi og eru frátekin hans eign.“ ÞI Glerárkirkja vígð á morgun: Margvíslegir möguleikar opnast Glerárkirkja verður vígð á morgun. Hátíðisdagur í Gler- árhverfí og raunar á meðal allra íbúa Akureyrar. Lang- þráðum áfanga í kirkju- og safnaðarstarfí er náð. Með kirkjubyggingunni hefur hús verið reist Drottni til dýrðar. Með húsinu hefur söfnuðinum opnast margvíslegir möguleik- ar til félagslífs og starfs á þeim grunni er kristin kirkja byggir á. Saga kirkjubyggingarinnar er ekki löng. Aðeins er áratug- ur frá því hugað var að fyrstu verklegu framkvæmdum. Hug- myndir manna um Guðshús í Glerárhverfí eru þó öllu eldri. Næstum aldarfjórðungur er liðinn frá því fyrst var hugað að þeirri framkvæmd og fyrsta byggingamefndin var skipuð um áramótin 1969-70 - fyrir nær 23 árum. Á þeim tíma hefur Glerár- hverfi tekið miklum breytingum. Við upphaf sjöunda áratugarins var hverfið sem við þekkjum í dag að miklu leyti óbyggt; þar hefur allt stækkað - húsin, skólinn, hverfið og kirkjan - eins og Pétur Þórarinsson, fyrrum prestur í Glerársókn, kemst að orð í nýútkomnu safnaðarblaði Glerárkirkju. Byggðin er að miklu leyti ný og stofnanir mann- legs samfélags verið að þróast og festast í sessi á undanförnum árum. Þar er kirkjan engin undantekinng. Úr skólastofu í íþróttasal - úr íþróttasal í kirkju Margir íbúa hverfisins eru að- fluttir - aldir upp í þeirri byggð Akureyrar, sem er sunnan Glerár og áttu því sína kirkju á brekku- brúninni fyrir ofan miðbæinn. Alþekkt eru tilfinningaleg tengsl fólks við þá kirkju sem það hefur alist upp við. Gengið í með for- Tilkoma suðurálmunnar - mikilvægur áfangi Með tilkomu suðurálmu Glerár- kirkju breyttist öll aðstaða Gler- ársafnaðar til mikilla bóta. Herra Pétur Sigurgeirsson, þáverandi biskup íslands, vígði þann hluta kirkjubyggingarinnar, sem í framtíðinni er ætlað að hýsa skrifstofu sóknarprests og aðra almenna starfsemi, 15. febrúar 1987, en þar hafði þá verið inn- réttuð kirkja til bráðabirgða. Við þann atburð hafði söfnuðurinn Bráðabirgðakirkjan í suðurálmunni. Þetta húsnæði hefur þjónað Glerársöfnuði sem kirkja um hríð og á sinn þátt í að byggja upp ímynd eigin kirkju í augum íbúa Glerárhverfis. Gunnlaugur Garðarsson, sóknar- prestur. eldrum sínum sem börn - fermst, jafnvel staðfest vegi ástarinnar og fylgt nánum ættingjum og vinum hinstu sporin. Af þeim ástæðum er ekki að undra þótt nokkurn tíma hafi tekið að skapa nýja kirkjusókn í því gróna umhverfi sem Akureyri er. Og ekki hefur auðveldað það starf að engin kirkja var til staðar. Að flytja þær stundir, sem fólk kýs að eiga í kirkjunni sinni, í skólastofu eða íþróttasal er erfitt verk sem eng- inn er öfundsverður af. En braut- ryðjendum í safnaðarstarfi Gler- ársóknar tókst það með ágætum. Söfnuðurinn hefur skynjað um- hverfi sitt og kirkjusókn og á morgun fagnar hann nýrri kirkju. Kvíðinn var ástæðulaus - íþróttahúsið fylltist í hugleiðingu í nýútkomnu safn- aðarblaði rifjar fyrsti prestur Gler- árprestakalls, Pálmi Matthías- son, upp eitt og annað frá starfs- árum sínum í Glerárhverfi. Hann minnist þess að á meðan engin kirkja var í hverfinu hafi ýmist verið messað í gömlu kirkjunni í Lögmannshlíð eða í Glerárskóla. Á báðum stöðum hafi verið þröngt Mörg handtök liggja að baki byggingu Glerárkirkju. Myndin var tekin er verið var að steypa neðri hæð kirkjunnar. Undirstöður kirkjuturnsins eru fremst á myndinni. Á innfelldu myndinni, sem tekin er frá líku sjónarhorni, sést framan á kirkjuna fullbyggða. og oft þétt setið. Og skólastofan hafi fljótt orðið of lítil fyrir hinn vaxandi söfnuð. Reynt hafi verið að messa á gangi skólans en allt komið fyrir ekki. Er liðið hafi að fyrstu jólum í hinum unga söfn- uði hafi hann lagt til að jólaguðs- þjónusturnar yrðu haldnar í Iþróttahúsi Glerárskóla. Mörg- um hafi þótt sú hugsun líkjast skrýtlu en forráðamenn skólans strax viljað reyna hugmyndina. „En skyldi nokkur koma þangað í jólamessu?“ Pálmi rifjar upp að nokkurn kvíða hafi sett að sér skömmu fyrir klukkan sex á aðfangadagskvöld þegar aðeins nokkrir af þeim 700 stólum, sem bornir voru í íþróttahúsið, hafi verið setnir. Kvíðinn hafi þó reynst ástæðulaus - húsið hafi fyllst; ekki aðeins á aðfangadags- kvöld, heldur einnig á jóladag og iá annan dag jóla.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.