Dagur - 05.12.1992, Side 10

Dagur - 05.12.1992, Side 10
10 - DAGUR - Laugardagur 5. desember 1992 DÝRARÍKI ÍSLANDS Fuglar 11. þáttur FáJki íslenski fálkinn, eða valurinn, er af ránfuglaættbálkinum, en svo af fálkaættinni, og er ásamt þeim síberíska og grænlenska stærsti fulltrúi sinnar ættkvíslar, fálka- ættkvíslarinnar. Þessi kraftmikli og ófélagslyndi fugl er hánorrænn. Utan Islands verpir hann á Grænlandi, í N- Skandinavíu, norðurhéruðum Sovétríkjanna og Kanada, og í Alaska. Auk þess er einangraður stofn í háfjöllum M-Asíu. Kjör- lendið er freðmýrar, heiðar og fjalllendi. Á íslandi verpir hann um allt land, er hvergi algengur, en einna mest af honum í Þingeyjar- sýslum og á Vestfjörðum. Giskað hefur verið á, að verpandi pör í landinu séu um 200. Meðal ránfugla er kvenfuglinn yfirleitt stærri heldur en karlfugl- inn. Þetta á við um fálkann. Kvenfuglinn er að meðaltali 1.800 g að þyngd, og 56-60 sm að lengd, en karlfuglinn ekki nema tæp 1.200 g, og 51-56 sm að lengd. Vænghafið er 130-160 sm. Fálkinn getur verið breytilegur á lit, eftir heimkynnum. íslenskir fálkar eru Ijósblágráir á baki, en ljósgulleitir á bringu, og með ílöngum dílum. Vængir eru hvassyddir, og stélið langt, alsett ljósum og dökkum þverrákum. Nefrót og klær eru gular, nema á ungfuglum; þar bláleitar. Augu dökkbrún. Til er, einkum í grænlenska stofninum, hvítt litarafbrigði fálkans, og sést það nokkuð hér á landi. Þá eru skandinavískir fuglar mun dekkri en aðrir. Undirbúningur fyrir varp byrj- ar snemma árs. Hjónin, sem talið er að lifi í ævilöngum hjúskap, eru oft mætt á varpstöðvarnar um mánaðamótin febrúar-mars, karlfuglinn þó yfirleitt á undan. Sé næg fæða á svæðinu allan árs- ins hring, eru fuglarnir báðir, stundum þó karlinn einn, þar all- an veturinn. Hreiðrið er yfirleitt í skúta eða á syllu í bröttum hömrum, eða í djúpum árgljúfrum, þar sem erf- itt eða ómögulegt er fyrir mann- inn eða aðrar skepnur að komast að. Átthagatryggðin er mikil, en á hverjum varpstað þó yfirleitt nokkur hreiðurstæði, sem notuð eru til skiptis. Hreiðurgerð er engin. Annað hvort verpir kvenfuglinn í dæld á syllunni, eða þá að gamalt hrafnshreiður er numið. Varp- tíminn er í apríl, og eru eggin venjulega 3-4, einstaka sinnum 2 eða 5. Þau eru ljósgulleit eða föl- rauðbrún á lit, alsett rauðum dílum. Kvenfuglinn einn sér um að liggja á. Útungun tekur rúman mánuð, og eru ungarnir þaktir (Falco rusticolus) hvítum dún, er þeir skríða úr eggi. Þeir eru í hreiðrinu í 6-7 vikur, eða uns þeir verða fleygir. Næstu daga og vikur þar á eftir halda þeir sig í námunda við hreiðrið, og sjá foreldrarnir þeim fyrir mat. Þegar ungarnir eru orðnir færir um að bjarga sér, yfirgefa þeir varpstöðvarnar og leggjast á flakk. Leita þeir oft til strandar. Fyrsti veturinn er þeim býsna erfiður, og afföll geta orðið mikil. Eftir það aukast lífslíkurn- ar. Tveggja ára gamlir hafa þeir klæðst búningi fullorðinna. Kjörfæða fálkans hér á landi er rjúpa, (á vorin einkum karrar, sem eru hvítir og mjög áberandi þá; á haustin nýfleygir ungar) og hafa menn þóst sjá tengsl á milli stofnstærðar rjúpunnar annars vegar og afkomu fálkans hins vegar, en eins og kunnugt er verða ákveðnar sveiflur í rjúpna- stofninum, er ná hámarki á 10 ára fresti að jafnaði. Þegar vel árar gæti fálkastofninn því e.t.v. náð að verða 300 verpandi pör. Þrátt fyrir mikilvægi rjúpunn- ar, veiðir fálkinn einnig mikið endur, sjófugla og mófugla, og veltur það kannski fremur á stað- háttum en öðru, hvert fæðuvalið í raun er. Þannig að fálkar, sem verpa inn til landsins gætu byggt afkomu sína nær eingöngu á rjúpu, en þeir sem verpa nær auðugum votlendissvæðum, eins og t.d. Mývatni eða Laxá, eða þá sjó, á fuglum, sem þar eru. Veiðiaðferðin er sú, að fljúga í lítilli hæð og reyna að koma bráðinni á óvart. Er hún gripin á jörðu niðri, eða slegin með klónum. Þá kemur fyrir, að hann noti steypiflug. Erlendis lifir fálk- inn mikið á læmingjum. Veiðar fálkans hafa löngum þótt áhrifamiklar, og það reyndar svo, að þær vöktu snemma athygli margra höfðingja. Komst Fálki, hvíta litarafbrigðið. (Brian P. Martin: World birds. London 1987.) brátt í tísku á miðöldum að ná honum og temja, og nota til fuglaveiða. Varð hann skjótt mikilvæg útflutningsvara héðan, og telja menn, að árlega hafi ver- ið fluttir út á þeim tíma á bilinu 50-100 fálkar. Síðar lagði Danakonungur hald á þessa verslun, eins og aðra, og var fálkum m.a. safnað til útflutnings í svokölluð Valhús, t.d. á Seltjarnarnesi. Þá er talið að árlegur útflutningur hafi kom- ist upp í 200 fugla. Við hnignun einveldis komust fálkaveiðar úr tísku; þóttu aðals- sport. En þá fóru safnarar að ágirnast þennan tignarlega fugl og egg hans. Árið 1919 var hann friðaður, enda talinn vera að deyja út. Árið 1930 var lögunum aflétt, og þá fóru menn brátt aftur á stúf- ana til að ná í hami til uppstopp- unar. Eftir gegndarlaust dráp voru friðunarlög sett að nýju árið 1940, og hefur svo verið upp frá því. íslenski fálkinn er trúlega staðfugl, en flækingar, sem hafa sést á Bretlandi og írlandi, og jafnvel allt suður til Portúgals, Spánar, og N-Ítalíu, að líkindum komnir frá Grænlandi um ísland, eða frá Kanada, enda flestir af hvíta litarafbrigðinu. Talið er, að fálkinn geti orðið yfir 30 ára gamall. Matarkrókurinn Einfalt en gott - Jórlaug Valgerður Daðadóttir í Matarkrók Jórlaug Valgerður Daðadóttir er í Matarkrók helgarinnar. Hún er búsett á Grenivík ásamt manni sínum Jóni Stef- áni lngólfssyni og tveimur börnum. Saman reka þau hjón verslun á Grenivík og einnig vinnur Jórlaug hjá Leðuriðjunni Teru. „í matarkróknum ætla ég að grípa til einfaldra uppskrifta. í sjálfu sér þarf ekki að hafa mörg orð um matargerð þessa, en hún líkar vel á mínu heim- ili,“ segir Jórlaug og hér koma uppskriftirnar. Kjúklingapottréttur 1 stór kjúklingur (má vera ung- hœtia) 1 lítil dós ananasbitar 1 laukur salt, pipar og season all 'A l rjómi 4-6 msk. tómatsósa. Kjúklingurinn soðinn eða steiktur. Kjötið tekið af beinun- um, skorið í bita og sett í eld- fast mót. Laukurinn skorinn smátt og brúnaður á pönnu, ananasinn brúnaður með síðast (safinn tekinn frá), blandað saman við kjötið, kryddað. Tómatsósan hrærð saman við rjómann og hellt yfir gumsið í mótinu. Rifinn ostur settur ofan á. Bakað við 180-200°C í klukkutíma. Grœnmetissalat 300 g kínakál 2 tómatar 44 gúrka 'ó rauð paprika 100 g rcekjur (ef til vill 1 lítil dós túnfiskur) 100 g mjólkurostur lA sítróna Allt nema sítrónan brytjað og sett í skál, sítrónan kreist yfir. Sósa: Ca. 2 dl majones, 1 dl þeyttur rjómi, ananassafi og sinnep. Borðist með ristuðu brauði. Heit smurostakaka pasta á tvo botna 1 brauðtertubotn 1 dós sveppasmurostur 1 bréf hangikjöt 1 egg soðið 1-2 msk. majones 1-2 msk. óþeyttur rjómi Skorpan skorin af brauðtertu- botninum og hann klofinn í tvennt. Hangikjötið brytjað, öllu blandað saman og smurt yfir botnana. Rifinn ostur settur yfir. Bakað við 200°C í 10-15 mín. Jórlaug skorar á Hrafnhildi Áskelsdóttur að leggja til mat- aruppskriftir að hálfum mánuði liðnum, en Hrafnhildur er einn- ig búsett á Grenivík og starfar sem verkstjóri hjá Kaldbaki hf.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.