Dagur - 05.12.1992, Page 13
Laugardagur 5. desember 1992 - DAGUR - 13
Nýjar bækur
Gimsteinar
- nýtt ljóðasafn
frá Hörpuútgáfunni
Hörpuútgáfan hefur sent frá sér
ljóðasafnið Gimsteina, sem hefur að
geyma ljóð eftir 16 höfunda.
í frétt frá útgefanda segir m.a.:
„Hér eru saman komin í bók ljóð
höfunda sem gáfu út fyrstu bók sína
á því tímabili er ísland var sjálfstætt
konungsríki, 1918-1944. Mörg ljóð-
in spegla vel viðhorf og tíðaranda
áranna milli heimsstyrjaldanna og
tíma seinna stríðsins."
Ólafur Haukur Árnason valdi
ljóðin. Hann segir m.a. í forspjalli:
„Ég hef notið þess að skynja enn
einu sinni þann galdur sem gerir
orðræðu skálds að listaverki, notið
návistar sérhvers þeirra eins og
gamalla vina. Þá er tilgangi þessa
kvers náð ef lesendur njóta endur-
fundanna við ljóðin á svipaðan hátt
- eða stofna til nýrra kynna við
skáldskap sem auðgar sálarlíf þeirra
og dýpkar skilning þeirra á sjálfum
sér og öðrum.“
Gimsteinar er 223 blaðsíður.
Bjami Jónsson teiknaði kápu og titil-
síður.
Ævintýrabókin
umAIfreðFlóka
Bókaútgáfan Forlagið hefur gefið út
Ævintýrabókina um A/freð Flóka
eftir Nínu Björk Árnadóttur. Þar
dregur hún upp persónulega og
hispurslausa mynd eftir minningum
sínum af listamanninum, leitar
fanga í bréfum hans og frásögnum
fjölmargra vina.
í kynningu Forlagsins segir: „Al-
freð Flóki á sér engan líka í íslenskri
myndlistarsögu og persóna hans var
dregin í stærri mynd en við íslend-
ingar eigum að venjast. Persónu-
töfrar Alfreðs Flóka, hæfileikar
hans og víðfeðm þekking á afkimum
heimsmenningarinnar urðu öllum
sem kynntust honum að innblæstri.
Líf hans var eins og listaverk sem
afhjúpar jafnt fegursíu kenndirnar í
hugum mannanna og órætt myrkrið
sem býr handan hversdagsleikans."
Ævintýrabókin um Alfreð Flóka
er 202 bls. prýdd miklum fjölda
mynda - þar á meðal eru myndir af
listaverkum sem aldrei hafa birst
áður. Jón Ásgeir Hreinsson hannaði
kápu. Verð 2.980 kr.
Andartak
a jorðu
- ný ljóðabók eftir
Jónas Þorbjarnarson
Bókaútgáfan Forlagið hefur gefið út
ljóðabókina Andartak á jörðu eftir
Jónas Þorbjarnarson. Þetta er önn-
ur ljóðabók Jónasar, en árið 1989
sendi hann frá sér bókina í jaðrí
bæjarins sem hlaut góða dóma.
I kynningu Forlagsins segir:
„Ljóð Jónasar geyma skýrt dregnar
myndir af manni og heimi: landi,
sjó, stundum lágum bæ. Og svo sem
höfundi er einkar lagið að kalla
landið fram í ljóð sín, þá leikur
hann af þokkafullu öryggi með
hljóm tungunnar. Ljóðunum er það
sameiginlegt að eiga sér grunn í
undrun höfundar á því að til sé
heimur, sem og í óvenjulegu næmi
hans fyrir því hve veigamikill þáttur
af heiminum og manninum tíminn
er - sem aftur beinir athygli að
nauðsyn minnisins fyrir samhengi og
merkingu."
Veðraþytur
Bókaútgáfan Forlagið hefur gefið út
skáldsöguna Veðraþytur eftir Doris
Lessing. Þetta er sjálfstætt framhald
bókanna Marta Ouest og / góðu
hjónabandi sem út hafa komið á
íslensku og þriðja bindið af fimm í
þeim meistaralega sagnabálki sem
Doris Lessing nefndi síðar Börn
ofbeldisins. Hjörtur Pálsson þýddi
söguna.
I kynningu Forlagsins segir:
„Heimsstyrjöldin síðari er í
algleymingi. Marta Quest hefur yfir-
gefið eiginmann sinn og dóttur og
eignast pilt í flughernum að elsk-
huga. Vissan um að hann verði
sendur á vígstöðvarnar og að ham-
ingjudagar þeirra eigi sér kvöld,
eykur einungis á ljöma þeirra. Þau
eru systkini í alþjóðlegu bræðra-
bandi ungra róttæklinga og fyrirlíta
það þjóðfélág Suður-Afríku sem
þau hrærast í. En hvert stefna þau?
Til hvers er að sitja og „skilgréina
stöðuna“ endalaust í landi spilling-
ar, þar sem milljónum þeldökkra er
haldið í ógnarklóm, og allar tilraun-
ir til áhrifa virðast vonlausar?"
Veðraþyturer 302 bls. Verð 1.980
kr. ib - 990 kr. kilja.
á? ^ ...alltafþegar
erum vandlát
&
MEÐ NYJUM
JÓLA
FERNUM
B8HBRRB9
MJOLKURSAMLAG
- líka á jólunum
u tómar má breyta þeim f . njraH
(11 o 4 ^ □§
Og þegar fernurnar eru tómar má breyta þeim í
skemmtilegt /
jólaskraut