Dagur - 05.12.1992, Side 18
18 - DAGUR - Laugardagur 5. desember 1992
Popp
Magnús Geir Guðmundsson
ekki er laust við að vera samið
undir áhrifum frá Trúbrot.
Með þessari fyrstu plötu virðist
Jet Black Joe eiga bjarta framtíð
fyrir sér. Verður spennandi að
fylgjast með framvindu hennar,
sem án efa mun bera margt
athyglisvert í skauti sér með
meiri reynslu og er vonandi að
þarfylgi með íslenskirtextar. Eru
ensku textarnir nefnilega það
helsta sem setja má út á varð-
andi nýju plötuna. (slenskir ungl-
ingar eiga heimtingu á íslenskum
textum við þá íslensku tónlist
sem þeim er ætluð. Annars gætu
þeir bara yfir höfuð hlustað á
erlendu tónlistina
Ungir og efnilegir. Hljómsveitin Jet Black Joe.
Jet Black Joe:
Ungir menn, eldri tónn
Það þykir alltaf mikið gleðiefni
þegar nýir og ungir listamenn
koma fram á sjónarsviðið og gild-
ir þá einu hvort það er í myndlist,
tónlist eða bókmenntum. Bera
þessir ungu nýliðar oftar en ekki
með sér nýja strauma og stefnur
sem brjóta niður ríkjandi hefðir,
en byggja nýjar í staðinn. Erslík
endurnýjun á vissu bili ávallt
æskileg og kærkomin og þá ekki
hvað síst í tónlistinni, illa líður
stöðnun til lengdar. En eins og um
flest í heimi hér, þá eru þetta ekki
algild sannindi. Sköpunargáfa
ungra listamanna er nefnilega
ekki bara hneigð til nýstárlegra
verka, heldur einnig í þá átt að
vinna það gamla upp á nýtt, eða
beinlínis að endurnýja fortíðina
með nútíðarblæ.
Þetta er einmitt það sem ungu
mennirnir í hljómsveitinni Jet
Black Joe, einni þeirri nýjustu og
efnilegustu á landinu þessa
stundina, eru að gera á sam-
nefndri frumsmíð sinni sem út
kom fyrir nokkru. Hefur hljóm-
sveitin, sem skipuð er þeim Páli
Rósenkrans söngvara, Gunnari
Bjarna Ragnarssyni á gítar,
Starra Sigurðssyni á bassa, Jóni
Erni Arnarsyni á trommum og
Hrafni Thorlacius á orgel, nú
starfað í um eitt ár og voru það
þeir Páll og Gunnar sem áttu
frumkvæðið að stofnuninni.
Þrátt fyrir ungan aldur bæöi sveit-
arinnar sjálfrar og meðlima henn-
ar (þeir eru vart eldri en um
tvítugt) er það ansi hreint mikill
þroski sem finna má á þessu
jómfrúarverki og verður ekki sagt
annað en að það sé nokkuð vel-
heppnað sem slíkt. Raunin hefur
líka verið sú að ungdómur lands-
ins hefur tekið Jet Black Joe opn-
um örmum og flykkst á tónleika
sveitarinnar hvarvetna sem hún
hefur komið fram.
Áðurnefnd fortíðarendurnýjun
(Poppskrifari hefur einnig kallað
fyrirbærið fortíðarhyggju) endur-
speglast hjá Jet Black Joe í væg-
ast sagt miklum áhrifum frá
hippatímanum og sýnu mest frá
einni hljómsveit, Led Zeppelin.
Er það líka svo að þar sem
Zeppelináhrifanna gætir mest
t.d. í lögunum Rain og Coming
In, tekst sveitinni best upp að
mati Poppskrifara. Eru bæði þau
lög með fallegum melódíum sem
festast vel í minni. Upþtöku
plötunnar annaðist Eyþór
Arnalds úr Todmobile og ferst
honum það ágætlega úr hendi.
Leikur hann svo einnig á selló á
plötunni og semur eitt laganna
ellefu, Listen To The Wind, sem
KK fetar brautina fram á
við og upp á nýju plötunni.
KK bandið:
A beinni (upp)leið
Sinead O’Connor segist nú
hætt við að hætta alveg,
eins og sagt var frá hér í Poppi
fyrir skömmu. Að minnsta kosti
er þetta skilningur talsmanns
útgáfu söngkonunnar eftir að
hann hafði rætt við hana fyrir
nokkrum dögum. Segir hann að
hún hafi í raun ekki meint það
sem hún sagði í viðtali við breska
poppritið Melody Maker, að hún
„Bein leið, gatan liggur greið/
Bein leið, gatan liggur greið/Það
kostar svita og blóð/að fara
þessa slóð." Þannig eru fyrstu
hendingarnar í upphafs- og titil-
lagi nýjustu plötu KK band, Krist-
jáns Kristjánssonar og félaga,
Bein leið, sem nú nýkomin er út.
Ekki er gott að segja hvort þetta
á við um tónlistarferil Kristjáns í
bókstaflegri merkingu (textinn
fjallar ekki beinlínis um það) en
það er víst að hann hefur þurft að
hafa fyrir því að komast á beinu
brautina, sem hann teljast verður
kominn á nú í íslensku tónlistar-
lífi.
Það vissu nefnilega ekki margir
hver þessi náungi, sem leyfði sér
að kalla sig KK, aðdáendum
þess eldra til mikillar hneykslun-
ar, var er hann sló í gegn í fyrra
væri búin að gefast upp á popp-
inu vegna þeirra rauna sem hún
hafi orðið fyrir að undanfömu.
Hins vegar er ekki víst að hún
hljóðriti fleiri plötur, heldur ein-
beiti sér eingöngu að því að
koma fram og syngja. Siöustu
fregnir herma svo að hún hafi aft-
ur birst á sviði í London í siðustu
viku. Þá hefur það einnig fregn-
ast að Sinead hafi gefið einbýlis-
hús sitt í Hollywood, til hjálpar
bágstöddum í Sómalíu, sem
mun vera andvirði 48 milljóna ísl.
kr. Ekki amaleg gjöf það.
með fyrstu þlötunni Lucky One.
Hafði Kristján áður um árabil ver-
ið búsettur erlendis þar sem
hann flakkaði um með gítarinn,
spilandi á götum úti sér og sinum
til viðurværis.
Eins og kunnugt er hefur KK og.
félögum í kjölfar útgáfunnar á
Lucky One, gengið áfram vel.
Náði lag Kristjáns Vegbúinn úr
leikritinu Þrúgur reiðinnar miklum
vinsældum fyrr í ár, sömuleiðis
sem túlkanirnar á Ó borg, mín
borg eftir Hauk heitinn Morthens
og gamla Flowerslaginu Slapp-
aðu af í bíómyndinni Sódóma
Reykjavík, hafa notið hylli. Eru
þau öll þrjú að finna á Beinni leið
auk níu annarra. Með Kristjáni í
bandinu er sem fyrr Þórleifur
Guðjónsson á bassa, en á
trommum er nú Kormákur Geir-
Þær fregnir hafa nú borist frá
Bandaríkjunum að W. Axl
Rose söngvari Guns n’ Roses
hafi verið fundinn sekur varðandi
margumtalað uppþot sem varð á
tónleikum hljómsveitarinnar í St.
Louis í fyrra. Var hann nánar til-
tekið ákærður fyrir að hafa ráðist
á einn tónleikagesta með barsmíð-
um, sem í leyfisleysi var að taka
myndir af hljómsveitinni og fékk
hann dóm upp á tveggja ára
skilorð. Þá mun. hann einnig
þurfa að greiða um þrjár milljónir
íslenskra króna í sekt (50.000
harðsson, Kommi, í stað
Matthiasar Hemstock sem barði
húðir á Lucky One. Er um eigin
útgáfu að ræða, en Japis sér um
dreifingu.
Það verður ekki annað sagt en
að um framför sé að ræða hjá KK
band á Beinni leið frá Lucky One.
Fyrir það fyrsta að textarnir eru
nú á íslensku, sem skiptir ekki
svo litlu máli auk þess sem tón-
listin er nú almennt betur unnin
en á Lucky One. Ekki er þó nein
teljandi breyting á tónlistarstefn-
unni, nema hvað að kántrí/þjóð-
lagaáhrif eru enn meiri en áður á
kostnað blúsins sem þó er
ennþá vel fyrir hendi. Verður
Bein leið að teljast rökrétt fram-
hald af KK bandinu á tónlistar-
ferlinum. Er hún með öðrum orð-
um bein leið upp á við.
dollara), en slapp hins vegar við
fjárkröfu upp á tólf milljónir vegna
skemmdanna sem unnar voru á
tónleikasvæðinu í kjölfar árásar-
innar. Neitaði Rose sakargiftum,
en var fundinn sekur á grundvelli
myndbandsupptöku af atvikinu.
Ekki er gott að segja á þessu
stigi hvaða áhrif dómurinn muni
hafa á starfsemi Guns n’ Roses,
en svo lítur út fyrir að hljómsveit-
in geti ekki a.m.k. haldið tónleika
utan Bandaríkjanna þ.e. með
Rose innanborðs. Úr því mun
væntanlega verða skorið fljótlega.