Dagur - 08.12.1992, Blaðsíða 1

Dagur - 08.12.1992, Blaðsíða 1
Glerárkirkja á Akureyri var vígð við hátíðlega athöfn sl. sunnudag eins og nánar er sagt frá i inu í dag. máli og myndum í blað- Mynd: Robyn Gífurlegt snjóflóð féll í Garðsdal norðan Ólafs^arðar: Tók með sér aðveituæð ásamt steyptum uppistöðum sem eldspýtur væru Gífurlegt snjóflóð féll frammi á Garðsdal vestan Ólafsfjarðar um sjöleytið á laugardags- kvöldið. Flóðið tók sundur aðveituleiðslu þar sem hún liggur yfir Garðsá að borholu frammi á miðjum dalnum sem Hólar nefnist. Snjóflóðið hrifs- aði einnig með sér steyptar uppistöður sem báru leiðsluna yfir ána. Magnið og krafturinn var slíkur að snjórinn þeyttist langt upp i hlíðina andspænis. Til þess að komast niður að endunum á aðveituæðinni þurfti að moka um 3000 rúm- metrum af snjó. Ekki varð vart við að snjóflóð féllu á öðrum stöðum á Ólafsfirði um helgina. Um fjórðungur vatns- notkunar Ólafsfjarðarbæjar fer um þessa aðveituæð en flutnings- geta hennar er 23 sekúndulítrar. Leiðslan var úr einangruðu stál- röri og hvarf algjörlega ásamt steyptum uppistöðum þannig að nú sést hvorki tangur né tetur af rörum né uppistöðum. Stálrörið tengdist plaströrum til endanna og hafa tengingarnar slitnað af þannig að endarnir stóðu út í loftið þegar að var komið. í gær var verið að flytja rör fram á Garðsdal til að sjóða við plaströrin og verður Ieiðslan hengd neðan í járnbrú sem þarna liggur yfir ána skammt frá. Vonir stóðu til að aðveituæðin kæmist í gagnið fyrir nóttina. Enginn vatnsskortur var í Ólafsfirði sam- fara þessu tjóni, en þrýstingurinn á bæjarkerfinu lækkaði þó nokkuð. Tveir aðilar fengu vatn beint úr þessari aðveituæð, bærinn Garð- ur og laxeldisstöðin Laxós hf., en með snarræði tókst að koma í veg fyrir tjón í stöðinni með því að stöðin fékk vatn úr Laugarengi, en þaðan er vatninu dælt til kaup- staðarins. Laxós hf. átti einnig leiðslu frammi á Garðsdal, nokkru neðar en sjálf aðveituæð- in, sem einnig fór í snjóflóðinu, en ekki hafði í gær unnist tími til að kanna þær skemmdir frekar. Ekki reyndist þörf á að tempra vatnsnotkun á Ólafsfirði að undanskilinni sundlauginni sem þegar var aftengd. GG Pavro-vírus í hundum: Bólusetning hefst í næstu viku - segir Elfa Ágústsdóttir, dýralæknir á Akureyri „Pavro-vírus í hundum fór eins og eldur í sinu um Evrópu árið 1978. í Skandinavíu herjaði vírusinn nokkru síðar. Þessi vírus strádrepur hundana og nú er hann kominn til íslands,“ segir Elfa Ágústs- dóttir, dýralæknir á Akureyri. Að sögn Elfu hefur vírusinn orðið tveimur hundum að fjör- tjóni í Reykjavík. Pavro-vírusinn ræðst á meltingarkerfið og hund- arnir veikjast hrottalega af niður- gangi og jafnvel uppköstum, sem leiðir til dauða. Bóluefni er til við veikinni og víðast í Evrópu eru hundar bólusettir gegn þessu fári. „Nú verður sérhver hundeig- andi að einangra hund sinn. Ekki er ráðlegt að fara með hundinn inn á svæði þar sem hundar hafa verið mikið á ferðinni. Búið er að panta bóluefni erlendis frá sem kemur til landsins í lok vikunnar. Bólusetja þarf hvern hund tvisvar með fjögurra vikna millibili. Sex til níu vikur þarf til mótefna- myndunar og síðan þarf að bólu- setja hundinn ár hvert. Auglýst verður þá bólusetning hefst á Akureyri í næstu viku,“ segir Elfa Ágústsdóttir. ój Norðurland vestra: Miklir íjármunir tapast - vegna nemenda sem stunda nám annarsstaðar Af þeim 742 nemendum frá Norðurlandi vestra sem stunda nám á framhaldsskólastigi eru 365 nemendur í heimakjör- dæmi. Því stunda 377 nemend- ur nám sitt í öðrum kjördæm- um, flestir í Reykjavík og á Norðurlandi eystra. Með þessu móti tapast miklar tekjur úr kjördæminu, segir Jón F. Hjartarson skólameistari Fjöl- brautaskóla Norðurlands vestra. Jón telur það mikilvægt atriði, bæði atvinnulega séð og fyrir vöxt og viðgang Fjölbrautaskól- ans á Sauðárkróki, að þetta vægi breytist. 365.000,- kr. vegna uppihalds brottfluttra nemenda af Norðurlandi og að rúmar 45 kennarastöður og rúmar 76 millj- ónir í kennaralaun tapast af Norðurlandi öllu. Af þeim 377 nemendum sem stunda nám ann- ars staðar eru 143 í Reykjavík o 123 á Norðurlandi eystra. Norðurlandi vestra eru 79 aðkomunemendur. Að sögn Jóns tapast rúmar 147 milljónir króna á ársgrundvelli vegna brottfluttra nemenda af Norðurlandi vestra. Hann tók fram að þessar tölur gefi vísbendingar, séu ekki „heil- agar“. „Svona veikist landsbyggðin og það sem verra er að aðaláform um stækkun skóla er í Reykja- vík. Og annað sem er ógnvekj- andi er að það gengur mjög hægt að fá fjármuni til uppbyggingar hérna“, sagði Jón. Mikil aðsókn er að Fjölbrautaskólanum á Sauðárkróki og hefur skólinn sprengt utan af sér allt húsnæði, bæði á heimavist og í kennslu- rými. Hefur ítrekað verið sótt um stækkun á heimavist til ráðuneyt- is, en ekkert svar fengist. „Ég hef á tilfinningunni að maður tali fyr- ir daufum eyrum þegar maður er að benda á þetta“, sagði Jón. Hann sagðist gera sér ljóst að ekki takist að endurheimta alla þá sem burt fara. Jón tók fram að eðlilegt sé að hluti nemenda sæki úr kjördæminu, vegna eðlis þess náms sem þeir stunda, en gera megi miklu betur til að halda í nemendur. sþ Flugfélag Norðurlands: Grænlandsflugið hefst í dag - flogið vikulega á milli Keflavíkur og Kulusuk í dag hefst áætlunarflug Flugfélags Norðurlands milli íslands og Grænlands. Metro Fairchild vél FN fer frá Akur- eyri kl. 11 til Keflavíkur og þaðan verður flogið til Kulusuk, sem er eyja austur af Ammassalik. Vélin fer síðan aftur frá Keflavík til Akureyr- ar kl. 18.30. Flugfélag Norðurlands gerði samning um að fljúga áætlunar- flug fyrir Grönlandsfly einu sinni í viku fram til febrúarloka milli Keflavíkur og Kulusuk. Að þeim tíma liðnum mun Grönlandsfly taka við þessari áætlunarleið, en Grönlandsfly er grænlenskt flugfélag sem var stofnað 1960 og hefur auk innanlandsflugs haldið uppi áætlunarflugi til íslands og Danmerkur. Að sögn Friðriks Adolfssonar hjá Flugfélagi Norðurlands mun félagið nota hina hraðskreiðu Metro vél í þetta áætlunarflug og verður vélin í 15 sæta útgáfu í fluginu, en annars tekur hún 19 farþega. Flogið verður á þriðju- dögum í vetur, eða fram í lok febrúar eins og áður segir. SS Útgerðarfélag Húsavíkur: Stjómin viD sam- eininguviðHöföa Aðalfundur Útgerðarfélags Húsavíkur hf. var haldinn sl. laugardag. Á fundinum kynnti stjórn félagsins hugmyndir um að sameina félagið útgerðarfélag- inu Höfða hf. Stjórninni var veitt heimild til að skoða þessi mál nánar. Ef mönnum lýst sameining fýsilegur kostur mun tillaga verða lögð fram á næsta aðalfundi. Hann gæti orðið í byrjun næsta árs, eða eftir um það bil tvo mánuði, að sögn Þráins Gunnarssonar, starfsmannshjáHöfðahf. IM Húnaþing: Tveir teknir á stolnum bíl -aðeins 14ára gamlir Lögreglan á Blönduósi stöðvaði tvo 14 ára unglinga á stolnum bfl um hádegi á mánudag. Piltarnir voru frá Unglingaheimili ríkisins. Lögreglan hafði afskipti af piltunum eftir að tilkynnt var um undarlegt ökulag þeirra. Þeir reyndust vera 14 ára gamlir og höfðu stolið bíl í Reykjavík. Þeir skildu þann bíl eftir í Borgarnesi og stálu þar öðrum bíl sem þeir keyrðu á norður. Piltarnir voru sendir suður með lögreglubíl eftir yfirheyrslur. Þeir fara aftur til Unglingaheimilisins. sþ Húsavík: Tveir ölvaðir við akstur Tveir ökumenn á Húsavík voru teknir vegna gruns um ölvun við akstur aðfaranótt sunnudags. Rólegt var um helgina og önnur afskipti þurfti lögregla ekki að hafa af umferðarmál- um. Eitthvað var um að ýta þyrfti bílum og gefa þeim straum, ekkert sem orð var á gerandi að sögn lögreglu. Leiðindafærð var víða í bæn- um sökum krapa og bleytu. IM

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.