Dagur - 08.12.1992, Blaðsíða 9

Dagur - 08.12.1992, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 8. desember 1992 - DAGUR - 9 í. ■ i •m andi baðker þar sem hann mátti liggja í 20 mínútur, síðan vafinn í teppi var hann látinn moðsjóða á bekk í 30 mínútur og loks tók nuddmeðferð á hnénu, mökuðu í andamefjulýsi, 15 mínútur. Síðan köld sturta, strjúka og nudda á sér skrokkinn þar til hann var heitur, þurr og gljáandi og fara í fötin. Alls tók þetta ferðalag hátt á annan kluldcutíma. - Þrjár vikur þurfti Jobbi að ganga í þessa meðferð, en þá var hann líka al- bata. Fyrstu vikuna fór Signý með honum, hvem dag, og virtist hafa meira gaman af en leiða. Jobbi hafði komið til Reykja- víkur með það í huga að komast í Bretavinnuna og verða nkur. Hann var ekki hræddur við að grafa skurði eða vera handlangari við hvað sem var. En eitthvað var farið að dofna yfir Bretavinnunni svo Jobbi sat bara inni í herbergis- bomnni sinni og las gamla síma- skrá, sem hann hafði fundið. Honum fannst símaskráin geysi- lega spennandi aflestrar og gleymdi sér alveg yfir henni tímunum saman. Hann sá fyrir sér villur auðmannanna, bfla þeirra og matinn sem var á borðum hjá þeim. Alls staðar þar sem hann sá „forstjóri“ stansaði hann lengi við og brosti dreymið með sjálfum sér. - Hann hafði einu sinni komið upp í íbúð gamla herlæknisins þegar þau læknishjónin fóm til jarðarfarar og langi sláninn, sonur þeirra sem bílstóri. Þá sýndi Signý Jobba herlegheitin og hann rak í rogastans: Allt húsið var fullt af útskomum harðviðarmublum, her- rifflum, uppstoppuðum villi- dýmm, svo sem tigrisdýri, pardus- dýri, mannapa og krókódfl! Jobba varð hreint ekki um sel en Signý hló, létt og dillandi - og Jobbi hló þá líka. Svo var það einn dag að her- læknirinn birtist í kompunni hjá Jobba og hringluðu augun hvað ákafast í hausnum á honum. Hann sagðist vera búinn að útvega honum vinnu við að selja „Fish and chips“ skammta í herkömpum á kvöldin. Jafnframt sagði hann Jobba það að maðurinn sem gerði hann út á „Fish and chips“ gæti leigt honum herbergi og tekið hann í fæði. Jobbi hló glaðlega. „Þetta er leiðin til auðs og frama,“ sagði hann sannfærður. Um kvöldið kom Signý að fylgja Jobba vestur í Skerjafjörð, en þar var nýja heimilið hans. Þau gönt- uðust og hlógu mikið á leiðinni. Hún greip skakka pottlokið af höfði hans og lét hann elta sig langar leiðir til að ná því. - „Þú veist hvar mig er að finna, Jobbi - ef þig vantar rakstur!“ sagði hún að endingu, þegar hún skildi við hann hjá litlu og lélegu timbur- húsi, sem var væntanlegt næsta heimili Jobba. Jobbi var ekki hrifinn af nýja húsbóndanum sínum og vinnan reyndist honum harla erfið og framandi. Hann var að þvælast á stóru sendlahjóli með óhemju- stórum bögglabera framan á, þar sem á var kassi hlaðinn „Fish and chips“-skömmtum vöfðum inn í fitugljáfandi dagblöð sem rifin voru í hæfilegar stærðir. Jobbi puðaði með þetta hjól, angandi af djúpsteyktum fiski, og hrópaði „Fish and chips!“ af öllum kröft- um. Þetta var á kvöldin í svartasta myrkri þegar hermennimir voru hvað svengstir, rétt fyrir svefninn. Jobbi villtist oft bæði innan kampa og utan. Stundum lenti hann í vandræðum, bæði við varð- menn og óbreytta hermenn, en alltaf brosti Jobbi og sagði hátt og í hljóði: „Svona er leiðin til auðs og frama.“ - En Jobbi sá samt að þetta var ekki beinasta leiðin til auðs og frama þegar vinnuveit- andi hans greiddi honum enga peninga fyrir þrældóminn, heldur sagði nægilegt fyrir hann að fá fæði og uppihald. - Þá snuggaðist í Jobba svo að hann gekk burtu frá rjúkandi „Fish and chips“-kass- anum sem kominn var á sinn stað, fyrir kvöldsöluna. Hann fór með litla fatapinkilinn sinn undir hendinni og skakka pottlokið hall- andi út á hlið og svaf undir göml- um grásleppubát sem hann fann á hvolfi. Þar svaf hann um nætur og skalf svo glömruðu í honum tenn- umar. „Svona er leiðin til auðs og frama,“ tuldraði hann með sjálfum sér og lést hlæja þótt vipmr væm á vömnum. Þá var það að Jobbi fékk óvænt hermannavinnu við að moka úr rauðamöl í Kamp Knox og víðar. Svo sem upp við Baldurshaga, Rauðavatn, Lögberg og Gufunes. Þá fór Jobbi líka að sjá hina langþráðu peninga - svo mikla að hann hafði aldrei á æfi sinni séð jafn-mikla peninga. Hann leigði sér hræódýrt herbergi og lifði aðallega á rúgbrauði og skyri. „Svona er leiðin til auðs og frama,“ sagði hann kátur og Rit um hrossadóma og sýningar hrossa Ut er komið hjá Búnaðarfélagi Islands ritið „Kynbótadómar og sýningar“. Hér er um að ræða opinberar reglur, sem settar hafa verið af Hrossaræktarnefnd og staðfestar af stjórn Búnaðarfélags íslands, hvort tveggja í samræmi við ákvæði búfjárræktarlaga. Reglur þessar og forskriftir skiptast í þrjá kafla. í fyrsta lagi eru reglur um: „Framkvæmd kynbótadóma og sýninga“. Þar er m.a. kveðið á um sýningahald (mótahald), um það hvernig standa skuli að því að færa kynbótahross til dóma, hvernig þau skuli mæld og hvaða eiginleika skuli dæma, bæði hvað varðar byggingu og hæfileika. Annar kafli þessara reglna er „ Stigunarkvarði einstaklings- dóma“. Þar er lýst með orðum svo nákvæmlega sem verða má hvernig nota beri einkunnaskal- ann við dóm á hverju og einu atriði í byggingarlagi hrossins og hverjum og einum eiginleika við hæfileikadóma. Til frekari glöggvunar eru felldar inn í þennan kafla haglega gerðar teikningar frá hendi Pét- urs Behrens, myndlistar- og hestamanns, sem sýna jafnt galla sem og það æskilegasta (fegursta) í byggingarlagi í heild eða gerð einstakra líkamshluta. Þriðji kaflinn „Einkunnir og verðlaunastig‘ greinir frá þeim reglum sem gilda um meðferð einstakra einkunna, vægi þeirra í heildareinkunn fyrir byggingu og hæfileika og í hvaða viðurkenn- ingu flokka skuli hrossin í sam- ræmi við það. Auk hins íslenska texta hafa reglurnar í heild og allar skýring- ar með myndunum verið þýddar bæði á ensku og þýsku og eru reglurnar þannig á þremur tungu- málum í bæklingnum. Kristinn Hugason hrossarækt- arráðunautur hefur séð um útgáfu ritsins að öllu leyti. Enska þýðingu annaðist Karolína Geirs- dóttir en þá þýsku Marietta Maissen og Pétur Behrens. Ritið verður boðið öllum áskrif- endum „Hrossaræktarinnar" á áskriftarverði kr. 1500. í lausa- sölu kostar það kr. 1800 og fæst m.a. hjá Búnaðarfélagi íslands og hrossaræktarráðunautum bún- aðarsambandanna. klappaði seðlunum sem hrúguðust upp undir koddanum hans. Jobbi eyddi engu í óþarfa en sat oft, dreyminn á svip, þegar hann var ekki að vinna og taldi peninga. Svo var það, þegar Jobbi var búinn að vinna nær tvö ár í Bretavinnunni sem raunar hafði breyst í það að vera Kanavinna, að hann hafði fengið sér frí úr vinn- unni einn dag til að kaupa utan á sig föt. Hann var á leið eftir Lækj- argötu í nýju fötunum sínum þegar hann heyrði nafn sitt kallað frá Menntaskólatröppunum. Hann stansaði við og heyrði þá aftur kallað, hærra og ákveðnara. Hann þekkti þessa rödd. - Hann hallaði sér áfram og þaut af stað, útskeif- ur og hlæjandi og starði á stúlkuna sem hló á móti honum frá mennta- skólatröppunum. Hann hljóp út á Lækjargötuna og hélt höndunum fagnandi upp yfir höfði. Hann sá heldur ekki hertrukkinn sem ók eftir götunni og vissi ekki fyrr til en hann lenti á honum. Fólk kom hlaupandi og raðaði sér í kring um Jobba þar sem hann lá á götunni. Hann sá þetta fólk eins og í þoku og allt hringsnerist fyrir augum hans. Hann fann að einhver tók undir höfuð hans og strauk blóðið frá augum honum. Hann sá andlit Signýjar alveg við sitt. „Svona er leiðin til auðs og frama,“ hvíslaði hann svo lágt að varla heyrðist. Hann brosti sæll og var dáinn. Viku eftir þennan atburð fór fram útför í litlu sveitarkirkjunni þar sem Jobbi hafði verið fermdur fyrir fjómm ámm. Meðal kirkju- gesta var gamli húsbóndi hans úr kotinu. Þar vom einnig Teitur bóndi í Skál og unga konan hans. - Jobbi var alkominn heim úr henni dýrðarinnar Reykjavík. Verkin tala - starfið ber árangur AKUREYRARBÆR Akureyrarbær auglýsir tillögu að deiliskipulagi miðhverfis í Síðuhverfi Deiliskipulagstillagan er tvíþætt. Annars vegar er gerð grein fyrir megindráttum byggðar í miðhverf- inu, sem afmarkað var í Aðalskipulagi Akureyrar 1990-2010 (með síðari breytingum). Hins vegar er gert ráð fyrir lóð fyrir bensínstöð á horni Aust- ursíðu og Hlíðarbrautar með aðkomu frá Lindar- síðu. Tillagan sýnir endanlega lóðarstærð, nýt- ingarhlutfall og umferðartengingar bensínstöðv- arlóðarinnar. Miðað er við að í miðhverfinu verði að öðru leyti blanda íbúðarbyggðar og atvinnu- starfsemi og að hverfið tengist garði/útivistar- svæði austan Glerárkirkju. Skipulagstillagan, uppdrættir og greinargerð, liggur frammi almenningi til sýnis á Skipulags- deild Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð, næstu 4 vikur frá birtingu þessarar auglýsingar þannig að þeir sem þess óska geta kynnt sér til- löguna og gert við hana athugasemdir sbr. grein 4.4. í skipulagsreglugerð. Frestur til að skila at- hugasemdum er til föstudagsins 8. janúar 1993. Þeir sem telja sig verða fyrir bótaskyldu tjóni vegna samþykktar eða framkvæmdar deiliskipu- lagstillögunnar er bent á að gera við hana at- hugasemdir innan tilgreinds frests ella teljast þeir samþykkir tillögunni. Skipulagsstjóri Akureyrar. Hættum ekki við hálfunnið verk • Þróunarhjálp bætir Iífskjör þeirra sem minna mega sin • Neyðarhjálp kallar einnig á skjót viðbrögð • Verum viðbúin Framlag þitt skilar árangri <Jtr HJÁLPARSTOFNUN VirV KIRKJUNNAR - með þinni hjálp Sónialm. . . , a Balkanskaga. . . , og i Kurdistan Indlandi

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.