Dagur - 08.12.1992, Blaðsíða 12

Dagur - 08.12.1992, Blaðsíða 12
12 - DAGUR - Þriðjudagur 8. desember 1992 Mannlífsþættír úr Mjóafirði - kafli úr bókinni „Blítt og strítt“, eftir Vilhjálm Hjálmarsson Blítt og strítt, nefnist nýútkomin bók úr smiðju Vilhjálms Hjálmarsson- ar, fyrrverandi ráðherra. Bókin hefur að geyma tíu þætti um ólík efni frá Mjóafirði. I henni segir Vilhjámur frá mannfundum og félagsstarfi, veiðum á láði og legi, meinlegum örlögum og óhappaatburðum; rekur þjóðsögur, skráir þætti um kirkjur og kristnihald, skólastarf, sveitar- stjórn og búnaðarfélag. Vilhjálmur Hjálmarsson hefur áður ritað Mjófirðingasögur í þremur bindum og í „Blítt og strítt“ heldur hann áfram að varpa upp mannlífs- og þjóðlífsmyndum úr Mjóafirði. Hér á eftir fara tvö kaflabrot úr bók Vilhjálms. Við berum fyrst niður í miðjan H. kafla bókarinnar, sem nefnist „Hreppsstjórnarþáttur“. Nauðungarflutningar Hreppaflutningamir svo nefndu voru í hæsta máta nöturleg fyrir- bæri. En þá var bjargþrota fólk flutt til þeirrar sveitar sem framfærslu- skylda hvíldi á, nauðungarflutningi ef því var að skipta. Ég hef áður í mínum frásögnum (M II) greint frá einu tilviki af þessum toga. Þar var um að ræða fjölskyldu, hjón og sex böm sem flutt vom nauðug á fram- færslusveit mannsins í öðmm lands- fjórðungi eftir kröfu þeirrar sveitar. Bréf séra Jóns Brynjólfssonar, þá prests í Mjóafirði, til Hannesar Finnssonar biskups, dagsett 20. júní 1785, gefur til kynna annars konar afbrigði hreppaflutninganna. Séra Jón og kona hans áttu sjö böm þeg- ar hann ritar bréfið. Þau vom ör- snauð. „Hannes biskup Finnsson kallar hann „aumasta [þ.e. fátæk- asta] prest á íslandi“ og vesalasta prest í heimi (í bréfum 1792),“ segir Páll Eggert í Æviskrám sínum. í bréfi sínu leitar séra Jón hjálpar biskups og segir frá margvíslegum mótgangi, veikindum sínum, harð- ýðgi sumra sveitunga sinna, að- skilnaði hjónanna - og yfirvofandi hreppaflutningi á bömunum. Séra Jón skrifar: „Og svo sem engir í sókninni vildu neitt upp á mig hjálpa í fyrra sumar, þar böm mín, sem þá vom sjö að tölu, áttu hér ekki fæðingar- hrepp fyrir utan tvö þau yngstu. Hin ekki heldur vegna eymdar og ve- sældar flutningafær til sinna fæð- ingarhreppa, nefnilega Stranda norður (Skeggjastaðahrepps) og Flóa, hvar eitt af þeim er til komið. - Strandimar em hartnær af hallæri eyðilagðar og er þar nú mjög lítil bjargarvon." Hér virðist það sem sé hafa blas- að við að bömin yrðu flutt nauðung- arflutningi til fjarlægra byggðarlaga til beggja handa, fjarstæðukennt af- brigði hreppaflutninganna í okkar augum sem nú emm á dögum. Af séra Jóni er svo það að segja að hann fékk veitingu fyrir Eiðum sama árið og hann reit fyrmefnt bréf til biskups. Efnahagurinn var bágur sem fyrr en hann hélt Eiða til dauðadags 15. september 1800. Kona hans, Ingibjörg Sigurðardóttir, komst á tíræðisaldur, tíu böm þeirra komust til þroska og má það merki- legt heita svo kröpp kjör sem þeim vom búin. Er „mikill kynbálkur" af þeim kominn, „margt myndarfólk", eins og Páll Eggert Olason komst að orði. Þrætubókarlist Óhætt mun að fullyrða að flest og rúmfrekust í bréfabókum oddvit- anna báðum megin síðustu aldamóta em þrætubréf um sveitfesti þess fólks er leita þurfti aðstoðar sveitar- félaganna. Þrátt fyrir nokkuð skýr lagaákvæði um framfærslurétt manna komu upp ýmis tilvik sem túlka mátti - eða mistúlka - á ýmsa vegu. Þrætur um þessi efni gátu staðið ótrúlega lengi. Fyrst skrifuðust odd- vitamir á, þeir er hagsmuna höfðu að gæta og alls ekki alltaf „með vin- semd og virðingu"! Svo þegar ekki samdist og þrútna tók með tveimur oddvitum leituðu þeir fulltingis sýslumanna sinna og stundum var málum skotið til amtmanns líkt og nú til félagsmálaráðuneytis. Má nærri geta eins og þá var háttað samgöngum að slík málsmeðferð tók afar langan tíma þegar verst lét. Sá sem deilt var um gaf „æviferils- skýrslu“ sem færð var á þar til gert eyðublað. Og leitað var vitnisburða kunnugra (og heiðarlegra) manna. Að lokum féll úrskurður réttra yfir- valda og honum varð að hlíta. Ég treysti mér ekki til að „sýna“ slíka þrætu hér með afmörkuðu og nægilega knapporðu dæmi. En það ætla ég að reyna með annars konar ágreining sem einnig var mjög al- gengur. Tilefni hans voru þannig að maður komst í þrot fjarri fram- færslusveit. Dvalarsveit varð þá að bjarga í bili og sendi síðan fram- færslusveit reikning yfir veitta skyndihjálp. Bar þá til og eigi sjald- an að þeim sem greiða átti hjálpina sýndist hún hafa verið helst til rausnarlega úti látin. Þess háttar að- finnslum svarar oddviti Mjóafjarð- arhrepps, séra Þorsteinn Halldórs- son, jafnan hvatskeytlega og lið fyr- ir lið: Kaffi, sykur og búðarbrauð „Þá vill oddviti Leiðvallahrepps (foma) draga af hinni fyrri styrk- veitingu til Sigurveigar (94,78 kr.) 21,28 kr., vegna þess, að það sem veitt hafi verið fyrir þessar krónur, hafi ekki verið nauðsynlegt til fram- færslunnar. Að oddvitinn vill færa skuldakröfuna niður um þetta er sprottið af ókunnugleika, enda er það ekki hans, heldur hreppsnefndar Mjóafjarðar, að geta með sannsýni og sem næst réttu dæmt um hvers fjölskyldan hafi þarfnast meðan hún þurfti að sækja allt til nefndarinnar. Oddvitanum virðist sérstaklega vaxa í augum brúkun kaffis, sykurs og exports, en þegar þess er gætt að framfærslutíminn af hreppsfé var svo langur, eða fimm mánuðir, og að konan hafði við alls ekkert annað að styðjast, nema það sem bamsfað- irinn, Ingimundur, gat skotið af fuglum og viðað að í söltuðum smá- fiski, þá er engin furða þó að þessar vörur verði uppgangssamar. - Þar sem engin mjólk er og ekki annað en vatnsgrautur og saltað sjómeti í allar máltíðir mánuð eftir mánuð, þar álít ég nauðsynlegt að veita rif- lega af kaffi og sykri, og ég neita því að of mikið hafi verið veitt. Púður það sem á reikningnum stendur var veitt til þess að gefa Ingimundi tækifæri til að bæta við- urværið með fuglakjöti. (?—..................... Hluthafafundur Hluthafafundur í Eignarhaldsfélaginu Iðnaðarbankinn hf. verður haldinn í Súlnasal Hótels Sögu, Reykjavík, föstudaginn 11. desember nk. og hefst hann kl. 16.00. Á fundinum verður samrunasamningur félagsins við. íslandsbanka hf. kynntur og bor- inn upp til samþykktar, en á aðalfundi 1. apríl sl. var stjórn félagsins heimilað að undirbúa samruna þess við Islandsbanka hf. Dagskrá 1. Tillaga stjórnar félagsins um samruna við íslandsbanka hf. 2. Önnur mál, löglega upp borin. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum þeirra í íslands- banka hf., Bankastræti 5 (4. hæð), Reykjavík, dagana 8., 9. og 10. desember nk., svo og á fundardegi. Samrunasamningur við íslandsbanka hf. ásamt fylgiskjölum og tillögum þeim, sem fyrir fundinum liggja, verða hluthöfum til sýnis á sama stað- Reykjavík, 1. desember 1992 Stjórn Eignarhaldsfélagsins Tónaflarbankinn hf ^ .............. ........................ Gamlir kunningjar. Bókarhöfundur, Vilhjáhnur Hjálmarsson við plóg sinn árið 1991. (Ljósmynd Garðar Eiríksson) Það litla sem veitt var af búðar- brauði áleit nefndin nauðsynlegt vegna hinna ungu bama þareð fæðið var svo ónotalegt. En 2 p. hveiti, 1/2 p. rúsínur og 1 deild gerpúlver er veitt fyrir jólahátíðina til þess að þetta fólk eins og annað gæti gjört sér litla tilbreytingu þá daga. Þetta nemur aðeins 66 aurum og er varia hugsanlegt að nokkur - nema þá hreppsnefndarmaður - gjöri „vrövl“ út af svo litlu." (Úr bréfi 15.12. 1900). Þessi bréfkafli minnir á dapur- lega, algenga og talsvert nálæga at- burði Islandssögunnar. Og bréfin vom mörg. - Rösklega tveimur ámm seinna eiga sömu oddvitar orðastað saman. Og enn er oddviti Mjóafjarðar í vöm og lýsir matar- æði þurfandi fjölskyldu: „...Engin mjólk og hvorki fiskur né kjöt eða slátur, heldur aðeins komvara, þvesti (af hval), tólg og lítið eitt af kartöflum er allt sem fólkið hefur til að lifa af. - Þegar svona stendur á sýnist mér mega telja kaffi og sykur nauðsynjavöm; og að heimta að hjón með tveim bömum á 2. og 4. ári, með því við- urværi sem að framan er lýst, lifi al- gjörlega án kaffis og sykurs, það verð ég að álíta í frekasta máta ómannúðlegt, hvort sem það er sýslumaður eða læknir eða hrepps- nefnd sem heimta sl£kt.“ (Úr bréfi 23. 2. 1903). I fjórða kafla bókarinnar er fjallað um mannfundi og félags- líf. Við skyggnumst í þann hluta kaflans er fjallar um aldamóta- hátíð Mjóflrðinga. Aldamótahátíðin Vorið 1901 var aldamótanna minnst með veglegum hátíðahöldum sem lengi vom í minnum höfð. í frásögn Bjarka, 6. árg. 17. tölubl., kemur m.a. fram að Bindindisfélagið hafi að þeim staðið: „Sumardag fyrsta héldu Mjófirð- ingar fjölmenna aldamótasamkomu á Brekkumöl við Mjóafjörð. Ræður héldu Benedikt Sveinsson og Sveinn Ólafsson. Söngflokkur vel æfður skemmti með samsöng og tvísöng undir forystu Jóns Ámason- ar organleikara. Til skemmtana var að öðm leyti haft: Bændaglíma, höfmngshlaup, dans og lifandi skák, er mun hin fyrsta af því tagi hér á landi. Konráð Hjálmarsson léði hús- rúm, tæki og trjávið til girðingu og skákar, en Bindindisfélag Mjóa- fjarðar kostaði að miklu leyti há- tíðahaldið og vom veitingar ókeyp- is. Hátíðin byrjaði kl. 11 f.m. og sótti hana á þriðja hundrað manna, en leikslok vom klukkan 9 síðdegis. Engar vínveitingar vom hafðar um hönd og virtust þó allir skemmta sér vel pg taka nýju öldinni og sumrinu með vongleði og ánægju." Ég heyrði oft talað um aldamóta- hátíðina og Jón I. Jónsson í Þinghól segir frá henni í 2. hefti Múlaþings 1967. Ætla ég að bæta nokkmm atr- iðum við frásögn Bjarka og styðst þá m.a. við grein Jóns Ingvars. Aðalsamkomusvæðið var í tún- fætinum út og niður frá Brekku, innan og ofan við Konráðstjöm, og þar fór manntaflið fram. Þar tefldu tveir bræður og hét hvor tveggja Sveinn, Benediktssynir frá Borgar- eyri. Haraldur Jónsson bókbindari hafði gert höfuðskraut á hina lifandi taflmenn og auðkenndi það tign hvers og eins á taflborðinu. Kóngar í taflinu vom Jóhann Jó- hannsson og Vilhjálmur Benedikts- son, „báðir stórir og konunglegir menn,“ segir Jón Ingvar og drottn- ingar Helga Jónsdóttir ljósmóðir og Gunnþómnn Jónsdóttir Þinghól, einnig glæsilegar persónur. Keppendur, fyrmefndir bræður, stóðu á tómum tunnum sem reistar vom upp á endann svo þeir sæju betur yfir hið víðáttumilda skák- borð. Mátti ekki á milli sjá í fyrstu hvoram betur vegnaði. En skyndi- lega kvað við brestur og Sveinn eldri súnkaði niður í sína tunnu. Litlu seinna var sagt hann yrði mát! Nú var fylkt liði og gengið inn á Sand eftir nýlögðum þorpsveginum. Einar Ámason á Hofi fór fyrir göng- unni og lék sönglög á harmóniku og mannfjöldinn söng vorvísur og ætt- jarðarljóð. Á Sandinum var háð bænda- glíma og farið í leiki. Bændur vom Benedikt Sveinsson á Borgareyri og Sveinn Ólafsson í Firði og tólf glímumenn í hvom liði. Sveit Bene- dikts fór með sigur af hólmi. Að leikjum loknum var gengið til baka sömu leið „með harmóniku og söngflokk í fararbroddi, mikið sungið," segir Jón Ingvar sem vafa- laust var með í göngunni. Stað- næmst var við Konráðshús en þar var kaffi á borðum í þremur stofum. Einnig vom veitingar fyrir böm og unglinga í Stefánshúsi rétt hjá. Um undirbúning samkomusvæð- is sáu þeir bræður, Konráð Hjálm- arsson kaupmaður og Vilhjálmur á Brekku „forseti" Bindindisfélagsins sem fyrr greinir. Hér getur komið amen eftir efn- inu. Sundurlausar heimildir mínar um Bindindisfélag Mjóafjarðar enda þar sem Benedikt í Fjarðarkoti getur um fund í félaginu 11. maí 1911 og fyrr er frá sagt. Þó er þess enn að geta að á almennum sveitarfundi 22. júní 1944 upplýsti Sveinn Ólafsson „að hið foma Bindindisfélag Mjóafjarðar mundi, gefa „Fram- færslusjóði" innstæðu þá er það nú á.“ - Af því varð þó ekki. Ljóst er að Vilhjálmur á Brekku, Benedikt á Borgareyri og Sveinn í Firði og systkini hans, þau er heima vom, hafa verið félagar allan tím- ann. Um aðra félaga er allt á huldu. Það er eftirtektarvert hvað Bind- indisfélagið starfar lengi samhliða Góðtemplarastúkunni. Gott hefur verið með þessum bræðrafélögum. Sést það meðal annars á því að for- seta Bindindisfélagsins og konu hans, Svanbjörgu Pálsdóttur, er oft- ar en einu sinni boðið heiðursgest- um á afmælisfagnað stúkunnar, auk þess sem félögin áttu fundahús í sameiningu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.