Dagur - 08.12.1992, Blaðsíða 5

Dagur - 08.12.1992, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 8. desember 1992 - DAGUR - 5 Afmælisveislan var haldin í „kafTiteríu“ íþróttahallarinnar, sem er orðin hin vistlegasta. íþróttahöllin 10 ára: Fjöldí fólks mættí í afmæliskaíli Á laugardaginn var 10 ára afmæli íþróttahallarinnar haldið hátíðlegt, en Höllin var formlega tekin í notk- un þann 5. desember 1982. Margt góðra gesta mætti í afmæliskaffið sem haldið var í svokallaðri kaffiteríu sem nýlega hefur verið standsett. Hún er upp á 2. hæð þar sem gengið er inn á áhorfendastæði og þar er hægt að halda fundi og veislur þó keppni fari sam- tímis fram í íþróttasalnum. íþróttahöllin er ekki eina íþróttahús bæjarins sem á merkisafmæli á þessu ári. Nú eru liðin 10 ár síðan íþróttahús Glerárskóla var tekið í gagnið og 25 ár frá opnun íþróttaskemmunn- ar. Var forstöðumönnum þessara húsa færð blóm í tilefni dagsins. Að kaffi- drykkju lokinni voru húsa- kynni Hallarinnar skoðuð undir dyggri leiðsögn Aðalsteins Sigurgeirssonar, forstöðumanns, sem um leið fræddi fólk um þá starfsemi sem þar fer fram. HA Tómas Búi Böövarsson, slökkviliðsstjóri, við vcisluborðið. Fjær má m.a. sjá tvo af eigendum Bautans, þá Hallgrím Arason og Stefán Gunnlaugsson. Hermann Sigtryggsson, framkvæmdastjóri íþrótta- og tómstundaráðs Akur- eyrar, rakti byggingarsögu íþróttahallarinnar. Richard Simm hélt tónleika í Wales Richard Simm, píanisti og píanókennari við Tónlistar- skólann á Akureyri, hélt tón- leika í Wales sl. laugardag og í gær, mánudag. Á tónleikunum sl. laugardag, í Aberystwyth í Wales, lék Ric- hard Simm ásamt Philomusica- hljómsveitinni, annan píanó- konsert Rachmaninovs. Á sínum tíma var Richard Simm hljóm- sveitarstjóri þessarar hljómsveit- ar og lék með henni verk eftir Grieg og Gershwin. í gær hélt Richard Simm einleiks- tónleika í Háskólanum í Wales, þar sem hann starfaði á árunum 1977 til 1986. Á þessum tónleik- um lék hann verk eftir Chopin, Grieg, Hróðmar Sigurbjörnsson (Tilbrigði) auk þess sem hann Richard Simm við píunóið. spilaði eigin útsetningu fyrir tvö á fimm íslenskum Iögum. píanó (ásamt dr. Bernand Smith) (Fríuatiikynning) Meðal gesta í afmælisveislunni voru skólameistarar framhaldsskólanna á Akureyri, ásamt eiginkonum sínum. Fjær á myndinni má m.a. greina Gunn- ar Jónsson, formann Iþrótta- og tómstundaráðs og Halldór Jónsson, bæjar- stjóra. Nokkrir af starfsmönnum íþróttahallarinnar. Aðalsteinn Sigurgeirsson, for- stöðumaður hennar, er lengst til vinstri á myndinni. Myndír: Robyn /f-—................................ ..................................................................................................... ^ Hluthafafundur Hluthafafundur í Eignarhaldsfélagi Verslunarbankans hf. verður haldinn í Súlnasal Hótel Sögu, Reykjavík, fímmtudaginn 10. desember nk. og hefst hann kl. 16.00. Á fundinum verður samrunasamningur félagsins við íslandsbanka hf. kynntur og bor- inn upp til samþykktar, en á aðalfundi 1. apríl sl. var stjórn félagsins heimilað að undirbúa samruna þess við Islandsbanka hf. Dagskrá 1. Tillaga stjórnar félagsins um samruna við íslandsbanka hf. 2. Önnur mál, löglega upp borin. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir \ hluthöfum og umboðsmönnum þeirra í íslands- banka hf., Bankastræti 5 (4. hæð), Reykjavík, dagana 7., 8. og 9. desember nk., svo og á fundardegi. Samrunasamningur við íslandsbanka hf. ásamt fylgiskjölum og tillögum þeim, sem fyrir fundinum liggja, verða hluthöfum til sýnis á sama stað. ' , Reykjavík, 30. nóvember 1992 Stjóm Eignarhaldsfélags Verslunarbankans hf.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.