Dagur - 08.12.1992, Blaðsíða 13

Dagur - 08.12.1992, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 8. desember 1992 - DAGUR - 13 Körfuknattleikur, úrvalsdeild: Stólarnir ekki sannfærandi Brrmcrhavrn Tindastólsmenn sigruðu Breiða- blik 84:78, í íþróttahúsinu í Digranesi sl. föstudagskvöld. Stólarnir höfðu frumkvæðið í fyrri hálfleik, 46:40, en Blikar snéru dæminu við í þeim seinni. Tindastólsmenn voru þó sterkari á endasprettinum og hirtu stigin tvö í einhverjum slakasta leik úrvalsdeildarinn- ar í vetur. Stólarnir skoruðu tvær fyrstu körfurnar í Kópavoginum og virtust ætla að valta yfir Blikana, en annað kom á daginn. David Grissom og Pétur Guðmundsson sáu um að heimamenn voru aldrei langt undan. Tindastóll komst mest 10 stigum yfir en náði ekki að fylgja eftir góðri byrjun. Norðanmenn virtust áhugalitlir og aðeins Moore og Valur létu eitthvað að sér kveða. Mistök á báða bóga voru ein- kennandi í seinni hálfleik og það var hreint ótrúlegt að sjá leik- Coca-Cola mót í innanhússknattspyrnu: A-lið Þórs sigurvegari eftir spennandi úrslitaleik Um helgin var hið árlega Coca-cola mót haldið í íþrótta- höllinni á Akureyri. Það voru Dalvíkingar og Reynismenn sem fyrir því stóðu. Sigurveg- arar eftir spennandi keppni urðu strákarnir í A-Iiði Þórs, en þeir sigruðu Dalvíkinga í úrslitaleik, 3:2. Alls höfðu 13 lið frá 11 félög- um skráð sig til keppni en Neisti og HSÞ komust ekki á laugardag- inn vegna veðurs. í undanúrslit komust 5 lið. A- og B-lið Þórs og KA, Dalvíkingar og Laugaskóli. Úrslit leikja í undanúrslitum urðu: Þór a-KA b Laugar-Dalvík KA b-KA a Laugar-þór b Þór a-KA a Dalvík-Þór b Til úrslita um 3. sæti kepptu A- lið KA og B-lið Pórs og vann KA 4:3. í úrsltaleiknum bar síðan A- lið Þórs sigurorð af Dalvíkingum, 3:2. Dalvíkingar komust í 2:0 í fyrri hálfleik, en Þórsarar náðu að jafna á síðustu stundu. í fram- lengingu gerðu Þórsarar síðan út um leikinn. Markahæstu menn mótsins voru Örvar Eiríksson, Dalvík og Brynjólfur Sveinsson KA a, báðir með 14 mörk. Fékk hvor um sig kókkassa að launum. Sigurlið mótsins. Efri röð frá vinstri: Oddur Óskarsson liðsstjóri, Sigurður Lárusson, þjálfari, Örn Viðar Arnarson, Sigurður Orri Lárusson, Þórir Áskelsson, Sigurður Lárusson, Ragnar B. Ragnarsson, varaformaður knatt- spyrnudeildar. Fremri röð frá vinstri: Júlíus Tryggvason, Axel Vatnsdal, Birgir Þ. Karlsson, Páll Gíslason og Sveinbjörn Hákonarson. Mynd: ha Sund: Desembermót Óðins Um helgina fór fram desember- mót Óðins í sundi. Keppt var í 21 grein og náðist ágætis árangur, m.a. féll eitt íslands- met. Ómar Þorsteinn Árnason var sterkur að vanda. Hann vann sigur í 6 greinum í karla- og piitaflokki, setti 4 Akureyr- armet og var nálægt meti í 50 m skriðsundi. Ómar setti Akureyrarmet í 50 m baksundi, 50 m bringusundi, 50 m flugsundi og 200 m bak- sundi. Sif Sverrisdóttir vann sigur í 6 greinum og setti Akureyrar- met í 50 m baksundi sem gildir í flokki telpna, stúlkna og kvenna. Baldur M. Helgason setti Akur- eyrarmet í 200 m bringusundi í flokki pilta og karla. Helgi M. Tulinius vann sigur í 7 greinum á mótinu. Eitt íslandsmet leit dags- ins ljós. Rut Sverrisdóttir setti íslandsmet í 50 m baksundi í flokki sjónskertra. Nánar verður greint frá ein- stökum úrslitum í blaðinu á morgun. menn í úrvalsdeild senda boltann beint á mótherjana trekk í trekk. Leikmenn Tindastóls voru þó heldur verri og líkast því sem þeir hefðu innbyrt svefnlyf í hálf- leik. Blikar nýttu sér þetta og komust yfir og um tíma var for- skot þeirra 9 stig. Þá loks fóru Stólarnir að vakna og komust yfir í lokin, en tæpara mátti það ekki standa. Þrátt fyrir sigurinn vilja Tinda- stólsmenn örugglega gleyma þessum leik sem fyrst. Liðið var afskaplega ósannfærandi í leikn- um og getur þakkað sigurinn klaufaskap Blikanna í lokin. Annars hefðu þeir farið tómhent- ir heim. Valur var með góða nýt- ingu í þriggja stiga skotum og eins Iék Moore þokkalega en aðr- ir voru slakir. Pétur og Grissom voru skástir Blika sem hafa á að skipa slakasta liði úrvalsdeildar- innar. Gunnar R. Sveinbjörnsson. Gangur leiksins: 0:4, 8:18, 26:28, 38:40, 40:46, 49:48, 63:54, 67:67, 78:78, 78:84. Stig UBK: Pétur Guðmundsson 28, David Grissom 10, Björn Sigtryggsson 6, fvar Webster 4, Hjörleifur Sigþórsson 2, Hjörtur Arnarsson 2 og Kristján Jónsson 2. Stig Tindastóls: Chris Moore 35, Valur Ingimundarson 32, Páll Kolbeinsson 7, Haraldur Leifsson 4, Pétur V. Sigurðsson 4 og Hinrik Gunnarsson 2. Þýska knattspyrnan: Chris Moore fór oft illa með Pétur Guðtnundsson og félaga. Hann og Valur Ingimundarson skoruðu 67 af 84 stigum Tindastóls. Mynd: gbs Spennan eykst a toppnum - Bayern Munchen heppið að ná jafntefli gegn Bockum Meiri spenna hefur nú færst í þýsku úrvalsdeildina eftir leiki helgarinnar. Bayern Múnchen, sem verið hafði á miklu skriði og var komið með þriggja stiga forystu, hefur nú gert tvö jafn- tefli í röð og hefur nú aðeins eins stigs forskot á Eintracht Frankfurt. ■ Á laugardaginn sótti Bayern botnlið Bochum heim. Bochum, sem aðeins hefur unnið 1 leik í vetur, lék sinn lang besta leik á keppnistímabilinu og leikmenn Bayern máttu þakka fyrir að ná öðru stiginu. Eftir aðeins 17 sek- úndur lá tuðran í netinu hjá Bayern. Bochum sótti síðan allan fyrri hálfleikinn og átti bæði skot í stöng og þverslá. Bayern jafn- aði í upphafi síðari hálfleiks en á 71. mínútu náði Bochum aftur forystunni. Á síðustu mínútu leiksins náði hins vegar Lothar Mattheus, besti maður vallarins, að jafna leikinn með glæsilegu skoti frá markteig. ■ Á Neckar leikvanginum tóku leikmenn Stuttgart á móti Saar- brucken fyrir framan 18 þúsund áhorfendur. Fritz Walter kom nú að nýju inn í lið Stuttgart í stað Buck. Heimamenn náðu foryst- unni á 25. mínútu með skalla- marki frá Knup. Walter kom síð- an Stuttgart í 2:0 6 mínútum síðar. Eftir markið drógu leik- menn Stuttgart sig til baka og leyfðu Saarbrucken að komast inn í Ieikinn. Þeir náðu líka að jafna með tveimur mörkum úr aukaspyrnum. Eftir jöfnunar- markið vöknuðu leikmenn Stutt- gart til lífsins en náðu ekki að skora. Eyjólfur lék allan tíman í stöðu varnartengiliðs og tók lft- inn þátt í sóknaraðgerðum. Hann átti ágætan dag. ■ Frankfurt er nú aðeins 1 stigi á eftir Bayern Munchen, eftir góð- an sigur á Kaiserslautern á úti- velli, 2:0. Mörk Frankfurtarliðs- ins, sem lék án leikstjórnanda síns, Uwe Bein, gerðu þeir Uwe Rahn og Roth. ■ Fjörugasta viðureign helgar- innar var leikur Bayer Leverkus- en og Borussia Dortmund. Leikurinn endaði 3:3 og geta leikmenn Leverkusen þakkað dómara leiksins fyrir annað stigið, en tvö marka Leverkusen voru vægast sagt vafasöm. Umdeildasta atviks leiksins kom á 86. mínútu. Kirsten lék boltan- um með hendinni fram hjá Schulz, varnarmanni Dortmunt og síðan skullu þeir saman. Allt skeði þetta greinilega fyrir utan vítateig. í stað þess að dæma hendi á Kirsten, dæmdi dómar- inn brot á Schulz og færði það auk þes inn í teiginn og dæmdi vítaspyrnu sem Kree skoraði jöfnunarmarkið úr. ■ Mönchengladbach gerði góða ferð til Nurnberg þar sem liðið lagði heimamenn að velli, 1:0. í Karlsruhe lögðu heimamenn lið Wattenscheid, 2:1. Á sunnudags- kvöldið fór síðan síðasti leikur 16 umferðar fram. Þá áttust við Schalke og Köln. Schalke vann sinn fyrsta heimasigur í vetur, 1:0, með marki Mihajlovic á 23. mínútu. Opið í íjallinu Nú er komin nægur snjór í fjallið og því hægt að bregða sér á skíði. Nú í vikunni verða a.m.k. 2 lyftur opnar frá 14 til kl. 17 og um helgina frá kl. 11 til 16. Jafnvel stendur til að opna Stromplyft- una. Allt er þetta þó að sjálf- sögðu háð veðri. Nú veröur hægt að bregða sér á skíði ef veðrið verður skaplegt.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.