Dagur - 08.12.1992, Blaðsíða 8

Dagur - 08.12.1992, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Þriðjudagur 8. desember 1992 Jobbi - saga eftir Vigfús Björnsson, úr bókinni „ Leitin“ Komin er út bókin „Leitin“ eftir Vigfús Björnsson. - Bók þessi hefur að geyma 25 sögur og þætti þar sem stiginn er dans á hinni mjóu og vandasömu línu smásögunnar. - Til að gefa einhverja hugmynd um efnið má nefna m.a. lögfræðinginn Odd og endur- komu hans á bernskustöðvar eftir 40 ára náms- og embættisframa, heima og erlendis. Þá segir frá Emmu og ástarbralli hennar við kornungan pilt - og síðar hörðum kjörum með sjálfselskum karli. Jobba, sem fer suður til dýrðarinnar Reykjavíkur að afla sér auðs og frama. Svarta hausnum. Draugnum sem giftir sig strákagullinu, Agnesi. Lilla, kamarhreinsara hjá sýslumanni - og hlunnindum nokkrum þar að lútandi. JR - karlrembu. Ámunda bisnismanni. Erótískum lagerstörfum. Valda á Brimbakka og mæðgunum Lillu og Gullu. Hinni þokkaríku og gáfuðu Guðnýju og illskufullri „Kerlingunni Vömm“. Hryssunni Lipurtá, Kolflnnu, Bárði og dramatískum skiptum þeirra. Einnig segir frá óvæntum ævintýrum í sambandi við strákinn Palla. Hér er sagan af henni Moniku, Reykjavíkurstúlkunni og menntakonunni, sem mætir forlögum sínum norður í Skagafirði - í sárasta harmi og ýtrustu sælu. Hér á eftir birtum við eina sögu úr bókinni, söguna um Jobba. Saga þessi er ekki alveg ný af nálinni en þarf þó ekki að vera neitt verri fyrir það. Hún er af honum Jobba, munaðarlausum strák. Hann var alinn upp á afdala- koti en réði sig umsvifalaust að fermingu lokinni til ríkasta bónda sveitarinnar. Jobbi þóttist sann- arlega orðinn maður með mönn- um eftir að hafa ráðið sig hjá Teiti stórbónda í Skál. Ekki var alveg laust við að Jobbi gerði sig svolítið merkileg- an við gömlu húsbænduma sína eftir að hann var kominn í krist- inna manna tölu, eins og hann orðaði það. Þau höfðu notað svo rækilega út úr honum að hann varla óx né hélt holdum þau ár sem hann var búinn að vera í kot- inu hjá þeim. Svo þegar gamli húsbóndi hans ætlaði að halda uppteknum hætti svaraði Jobbi með spekingssvip: „Þeir þóttust vera vitrir en voru heimskingjar." Og þegar sá gamli sagði að hann væri með hortugheit svaraði Jobbi enn hátíðlegri í bragði: „Sjáandi sjá þeir ekki og heyrandi heyra þeir ekki.“ Þetta var það sem sat eftir hjá Jobba eftir ferminguna. Honum fannst þetta eins og sniðið upp á húsbónda sinn í kotinu og því bjó það svo rækilega um sig í kolli hans. Þessar lærðu tilvitn- anir urðu svo til þess að húsbónda Jobba hætti að lítast á blikuna. Hann sá að strákurinn hafði allur forherst við ferminguna og taldi því vissast að losa sig við hann áður en verra hlytist af. Ótrúlega var hann pervisinn vetrarmaðurinn sem kom pjakk- andi heim túnið á Skál með al- eiguna í smá-pinkli undir hend- inni. Þessi skinhoraði og lágvaxni skrokkur hafði undarlega stór- vaxnar og þrútnar hendur, kulda- bláar. Þótt vetrarmaðurinn væri klæddur bættum og snjáðum lörf- um var hann hinn snarborulegasti á svip. Á höfðinu bar hann gamalt derhúfupottlok, skælt út í aðra hliðina - og hallaði eilítið undir flatt. Á stórbýlinu Skál var ekki annað fólk á þessum vetri en Teitur bóndi, ung kona hans og Jobbi. Jobbi sá það fljótt að ætlast var til þess að hann ynni fyrir kaupinu sínu! Það var þó strax skárra að þræla fyrir einhverjum aurum en að þræla eins og í kotinu og fá ekki einu sinni almennilega ofan í sig. - Sífellt nagg og nöldur voru launin hans þar. Á Skál fékk Jobbi að éta eins og hann gat í sig látið og var það fljótt að segja til sín. Hann blés út á alla kanta og híungurinn á efrivörinni tók að flæða upp eftir vöngum hans eins og silkivefur. Nefið tók að þrútna og bólgna upp. Vissir bólunabbar spruttu upp um allt andlit og báru vitni um yfirfljótandi vessastarfsemi. Teitur sagði við matarborðið að gelgjustrákar væru líklega mest þreytandi mannfígúrur sem fyrir fyndust. Jobba fannst hann þyrfti að fara að raka sig því öllum varð starsýnt á silkihíunginn framan í honum. En hann átti enga rakvél og Teitur sagði hann greinilega kominn með hvolpavit. Unga konan hans Teits hlustaði þögul á og leit viðkvæmum augum til Jobba. Teitur bóndi var mikill maður og gjörvilegur og orðlagður vinnuþjarkur. Af einhverju var hann orðinn ríkasti maður sveit- arinnar. - Eitt af verstu verkunum sem Jobbi var látinn gera var að brytja sfld úr stórri steinþró, í roll- umar. Steinþró þessi var innst í skemmunni þar sem sfldin geymd- ist allan veturinn í kuldakrapi með svolítilli íblöndun af salti. En það var kalsaverk að standa tímunum saman í skemmukuldanum og brytja slepjaða sfld í nær tuttugu blikkfötur. Rollumar vom gráðug- ar í sfldina, sem var gefin sem fóðurbætir, svo þetta var daglegt starf hjá Jobba. Óft var hann kald- ur og loppinn og tíminn í skemm- unni ætlaði aldrei að líða. En Jobbi hafði ekki vanist því að vorkenna sjálfum sér og tók upp á því að stytta sér stundir við sfld- arskurðinn með því að taka Teit bónda ögn á hvalbeinið. „Maður veit nú meir en þú heldur, Teitur Þorgeirsson,“ fliss- aði Jobbi niður í barm sér. „Það er ekki nóg að vera stórbóndi, næ, di skal mera til - eins og danskurinn segir. - Þeir þóttust vera vitrir en vom heimskingjar. - Þóttust vita en vissu ekki. - Ekki er víst að þú værir svona sjálfumglaður, ef þú vissir hvað gerist á morgnana þegar þú ert farinn út að gefa roll- unum þínum!!“ Jobbi setti sig í keng og hló pukurslega. „Ætli að það minnkaði ekki eitthvað í þér loftið! - Hu, það heyrist svo sem ágætlega í gegnum einfalt panel- þilið á milli okkar og það er enginn vandi að heyra hrotumar í þér um leið og þú leggst á kodd- ann - þó konan þín geri sitt til að halda þér uppi. - Maður hefur svo sem líka heyrt í þér brakið á morgnana áður en þú klæðir þig í leppana. - Þá ert þú úthvfldur og byrjar daginn með braki og brest- um! Hí-hí. - Þú hlærð alltaf á eftir eins og þú hafir unnið eitthvert stórvirki. - Þú ert alveg ofsalegur karl þegar þú ferð fram í eldhús að fá þér eitthvað." Jobbi nuddaði sultardropann af nefinu með bláu og köldu handarbakinu og saug jafnframt hressilega upp í nefið. „f dyrargættinni heyrir maður svo hrópin í þér um leið og þú ferð að gefa rollunum þínum: - Reyndu svo að hafa þig í fjósið strákur og sofðu ekki á þig lús! - en maður er nú ekki svo vitlaus sem þú heldur! Þú veist ekkert um gatið sem komið er á panelvegginn! Ég sló bara burt lítinn kvist og síðan get ég kíkt inn í hjónaherbergið. - Já, það er þama ágætis gægjugat og gaman að sjá hvemig þú berð þig að! Hí-hí. - Það er samt miklu skemmtilegra að horfa á konuna þína. - Þú gleymist nú alveg hjá henni. Hoj-hoj!“ Jobbi lagði frá sér hnífinn og stóð gleiður og útskeifur frammi fyrir hnakknum hans Teits, sem hékk þama í skemmunni. „Hún er líka fimmtán ámm yngri en þú en ekki nema sjö ára munur á mér og henni! - Þú heldur að þegar þú ert búinn að fá það sem þú vilt að þá sé hún ánægð! - Ánnað er nú samt að sjá í gegnum kvistgatið! - Jobbi litli tók þá til sinna ráða og bætti um betur. - Það var sko engin hand- vömm á því. - Af hverju heldur þú að hún vilji ekki að ég fari út á morgnana um leið og þú? - Að ég þurfi að sofa ögn meir! -Já, gettu bara. - Þú ímyndar þér að það sé vegna þess að ég sé unglings- ræfill! - Nei, hún hefur sko annað í huga en að láta mig sofa, unga konan þín. - Hemm! Hún segir að ég sé jafnoki þinn og vel það. - Já, og sittu svo bara með það Teit- ur Þorgeirsson óðalsbóndi!” Eftir að Jobbi fór að ræða svona skemmtilegt málefni við sjálfan sig var hann alltaf jafn- hissa á því hvað hann var fljótur að brytja sfldina - og átti jafnvel erfítt með að slíta sig úr skemm- unni að verki loknu. - Jobba var það ljóst að hann yrði aldrei neitt meir en vinnumannsnefna meðan hann væri í Skál, hjá Teiti bónda. Hugur hans stefndi hærra. Hann stefndi til dýrðarinnar í Reykjavík og fyrir þá drottningu ætlaði hann að fóma öllu. - Um vorið setti hann upp skakka pottlokið sitt. Tók pjönkur sínar, hristi úr sér hrollinn og stefndi suður til henn- ar Reykjavíkur. Jobbi hafði aldrei séð neitt því líkt sem hana Reykjavík, þegar hann kom þangað skröltandi í langferðabfl síðla kvölds. Ljósin flæddu um allt svo fagurleg, eins og í himnaríki. Hann stóð þama stirður og vegalaus, en brosið datt samt ekki af andliti hans. Hann gekk örfá skref, hingað eða þang- að eða til baka, með litla pinkilinn sinn undir hendinni. Hann mændi á alla bflana og þessa glæsilegu strætisvagna og stóm klukkuna á Lækjartorgi. Einhvem veginn barst hann svo í Austurstræti og hringsnerist þar dolfallinn, tím- unum saman. Og þar sem hann vafraði um í undmn og hrifningu fram og aftur um Austurstrætið álpaðist hann fyrir glæsilegan gljáandi fólksbfl. Hann var næst- um hreykinn yfir því, en gat ekki staðið upp. í bflnum var gamall herlæknir úr Malæjalöndum ásamt syni sínum sem var við stýrið. Herlæknirinn var ölvaður og hringsnemst augun glæfralega í hausnum á honum, meðan hann skoðaði Jobba, svo við lá að Jobbi skellti upp úr. Hringanórinn, eins og Jobbi kallaði herlækninn með sjálfum sér, vegna þess hvað augun hringsnemst í höfðinu á honum, komst að þeirri niðurstöðu að hnéð á Jobba væri illa tognað og nokkuð úr lagi gengið, þannig að Jobbi yrði að liggja hreyfingar- laus í réttum umbúðum mán- aðartíma eða svo! Þegar herlækn- irinn frétti að Jobbi ætti ekkert athvarf að leita til og væri rétt að koma til höfuðborgarinnar utan af landi, rak hann í rogastans. „Hvað ert þú eiginlega að álpast hingað til Reykjavíkur án þess að hafa nokkurt víst athvarf að leita til?“ spurði hann hálf- þóttalega og glennti upp glym- umar svo sást í hvítt, hringinn í kringum glamrandi sjáöldrin. „Eg er kominn hér til að afla mér auðs og frama,“ svaraði Jobbi að bragði með drýldnu glotti, þótt kvalimar í hnénu ætluðu alveg að drepa hann. Það varð því úr að herlæknirinn tók hann heim í kjallarann til sín, til bráðabirgða. Innan um tómu brennivíns- flöskumar í kjallarakompunni hans Jobba var í geymslu íburð- armikið rúm. Það var úr svörtum harðvið, allt útskorið svo Jobbi hafði aldrei séð neitt því líkt. „Ég er bara strax kominn í rúm eins og kóngur," sagði hann yfir sig hreykinn þegar hann lagðist í rúmið. Herlæknirinn athugaði meiðslin nánar eftir að Jobbi var kominn upp í hið konunglega rúm. Hann ranghvolfdi í sér augunum og glennti þau upp svo sá í hvítuna allan hringinn og tuldraði eitthvað óskiljanlegt meðan hann þuklaði og þreifaði hnéð. Þegar hann ætlaði að segja Frostrásin FM 98,7 Útvarp á Norðurlandi með aðsetur á Akureyri. Erum komnir í loftið! Frostrásin FM 98,7 Sími 27687 ★ Útvarp með sál íbúð tíl sölu! Til sölu, nú þegar, á afar hagstæðu verði, 3ja herbergja ris- íbúð á Oddeyrinni (Reynivellir 4). Hún hefur sérhita, og all- ar raflagnir eru nýlega yfirfarnar. Fallegt útsýni. - Góð lóð. - Lán fylgja! Eigandi er lögbúandi í Reykjavík og er þar meö nýstofn- aða fjölskyldu og er þess vegna mikið í mun að koma íbúðinni í verð og hefur slegið allverulega af núverandi matsverði. Nánari upplýsingar er að fá hjá Fasteignasölunni hf., Gránufélagsgötu 4. eitthvað á íslensku mundi hann ekki orðin og Jobbi flissaði í barm sér. Eftir að hafa skoðað hnéð og gert á því sársaukafullar tilraunir, tók hann púða sem þama var, gerðan úr hlébarðaskinni - eða einhverju slíku, og lét undir hné Jobba. í þeim stellingum skyldi svo Jobbi liggja hreyfingarlaus í hálfsmánaðartíma, eða svo. Síðan rigsaði herlæknirinn burt og Jobbi sá engan í tvo sólahringa. Hann gat ekki sofið fyrir kvölum í hnénu, en hann var yfir sig hreyk- inn af harðviðarrúminu og fannst hann hafa verið ógurlega heppinn. Svo var það á þriðja degi að inn til hans kom unglingsstúlka með smurt brauð og mjólkurglas. Hún sagði að pabbi sinn hefði steingleymt að Jobbi væri þama í kompunni og ekki sagt neinum frá því - þar til allt í einu að það rann upp fyrir honum áðan! „Hann er orðinn svo hroðalega gleyminn hann pabbi og oftast dmkkinn til að halda niðri malaríunni." Stúlkan hló og Jobbi hló á móti. Hann hámaði í sig brauðið, strauk mjólkina úr silkiskegginu og hló. - Stúlkan fór út með tóman brauð- diskinn og tómt mjólkurglas. Jobbi var enn glorhungraður en hafði ekki orð á því. Stúlkan sagðist koma aftur á morgun - og hún ætti raunar að færa honum næringu meðan hann væri rúmfastur. „Ég heiti Signý,“ sagði hún um leið og hún lokaði kompuhurðinni á eftir sér. Nú sofnaði Jobbi með bros á vör, en hafði varla sofið lengi þegar drepið var á dymar hjá honum. Þar var þá komin Signý með þónokkum útbúnað í fanginu. Jobbi reif upp augun og starði á hana. „Ég stal rakhníf frá pabba, hann á eina tíu, svo er hér raksápa og sjóðandi vatn í máli og rakkústur,” sagði hún í hálfum hljóðum. Ég skal raka þig - ég er vön að raka pabba." Jobbi glotti við tönn. „Hu, svona er að vera á hraðferð til auðs og frama,“ skríkti hann stórhrifinn. Signý setti stórt hand- klæði framan á hann og skrúbb- aði á honum kjammana með rak- burstanum freyðandi sápuskúmi svo að sápukúlur flugu um alla kompuna. Það var ekki laust við að Jobba kitlaði svo hann gaf frá sér stöðugt hláturstíst. Þegar Signý hafði skrúbbað hann nægi- lega með burstanum kom hún með rakhnífínn. Jobbi starði á hann og varð ekki um sel. Hann hafði aldrei séð svona áhald áður, bara rakvélar, en hann róaðist fljótt þegar hann fann ömgg handtök Signýjar og mjúka hönd hennar á vanga sér. Hann hló og skríkti allan tímann sem hún var að raka hann og strauk hróðugur yfir kjammana á eftir. Signý skildi eftir rakhnífinn hjá honum og sagði honum að raka sig einu sinni í viku! Þegar Jobbi fékk loks leyfi herlæknisins til að klæða sig var hnéð kreppt. Þannig staulaðist hann um í hálfan mánuð með kreppt hné. Herlæknirinn rang- hvolfdi voðalega í sér glamrandi lausum glymunum og sendi Jobba til náttúrulæknis á Grettisgötunni. Signý var látin fylgja honum og styðja hann á milli strætisvagna. Jobbi tók öllu sem sjálfsagðri upphefð og var með gamanyrði á vör og undarleg tilsvör svo Signý var stöðugt að missa út úr sér hlát- urinn. Hún beið eftir Jobba meðan læknirinn dembdi honum í sjóð-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.