Dagur - 08.12.1992, Blaðsíða 2

Dagur - 08.12.1992, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Þriðjudagur 8. desember 1992 Fréttir Nefndarmenn atvinnumálanefndar Akureyrarbæjar, fulltrúar bæjarstjómarflokkanna og fulltrúar, stjómir og trún- aðarmenn verkalýðsfélaga á Akureyri héldu uppi stífum áróðri á helstu verslunarstöðum á Akureyri sl. laugardag og svo verður næstu tvo laugardaga. „Framtíðin er í þínum höndum, veldu íslenskt“, voru slagorðin. Á myndinni eru Sævar Frímannsson, starfsmaður Einingar og Hildur Sigurgeirsdóttir, ásamt fríðu föruneyti í Sunnuhlíð í Gler- árhverfi, og Sævar var ánægður með viðbrögð bæjarbúa. Mynd: -kk Sauðárkrókur: Fundur um málefni unglinga könnun um tómstundir unglinga kynnt Einar Gylfi Jónsson forstjóri Reykingar nemenda í áður- Unglingaheimilis ríkisins og töldum bekkjum hafa aukist um Arnar Jensson lögreglufulltrúi héldu fundi með foreldrum, nemendum og skólamönnum á Sauðárkróki í síðustu viku. Fundarefni voru vímuefnamál og samskipti unglinga, foreldra og kennara. Jafnframt voru kynntar niðurstöður úr könn- un sem Matthías Viktorsson félagsmálastjóri á Sauðárkróki hefur gert meðal nemenda í 8., 9. og 10. bekk. Þeir Einar Gylfi og Arnar héldu fund með foreldrum og starfsmönnum í Gagnfræða- skólanum á miðvikudag. Að sögn Matthíasar mættu 150 manns, sem var mjög góð mæting. Vill hann sérstaklega þakka það nýstofnuðu Foreldrafélagi. „Allir eru sammála um að þessi mál verði best unnin í gegnum For- eldrafélagið og foreldra og heim- ilin sjálf,“ sagði Matthías í samtali við blaðið. Á fimmtudag hittu Einar Gylfi og Arnar nemendur í 8., 9. og 10. bekk og því næst var fundað með nem- endafélagi Fjölbrautaskólans. Síðdegis var fundur með kennur- um og skólastjórum skólanna og starfsmönnum félagsmiðstöðvar. Loks var haldinn fundur með félagsmálaráði, áfengisvarna- nefnd, íþróttaráði, heilsugæslu, sóknarpresti og lögreglu og fleiri aðilum. Samanburðarkönnun Matthí- asar Viktorssonar náði til nemenda í 8., 9. og 10. bekk á árunum 1990 og 1992. í könnun- inni er spurt um tómstundir ungl- inga, um vímuefni og útivistar- tíma. Margt forvitnilegt kemur fram í niðurstöðum. Þátttaka f íþróttum er umtalsverð, en hefur þó minnkað lítillega. Öðrum áhugamálum hefur fjölgað, þannig segjast 41% nemenda vera í öðru félagsstarfi en íþrótt- um, á móti 16% 1990. Þar er sér- staklega um að ræða það tóm- stundastarf sem Félagsmiðstöðin býður upp á. Nemendum Tónlist- arskólans hefur fækkað um 7% á þessum tveimur árum, mest í 9. bekk, um 12%. Af áhugamálum var tónlist í fyrsta sæti, því næst íþróttir. Kvikmyndir og ferðalög/ útilegur voru einnig ofarlega á blaði. 1% og þeim sem neytt hafa áfengis um 11%. Stelpum sem neytt hafa áfengis hefur fjölgað um 20% meðan sambærilegar tölur fyrir stráka eru 1%. Af þeim sem neytt hafa áfengis eru 30% sem aðeins hafa neytt þess einu sinni, en 41% segjast hafa orðið „dauðadrukkin“ einhverju sinni. Þar eru stelpur líka í meiri- hluta. Hvað útivistartíma unglinga um helgar varðar segjast 21% vera heima allt kvöldið, 24% koma heim um miðnætti og 14% koma heim kl. 3 að nóttu eða síðar. Nemendur reyndust nokk- uð ánægðir með félagsmiðstöðina og vildu helst hafa þar diskótek, böll og klúbbastarf, en margt fleira var nefnt. Þegar spurt var hverju þau vildu helst breyta í félagsmálum unglinga nefndi mikill meirihluti að ljúka þyrfti íþróttahúsi og fjölga tímum þar. Jafnframt vildu þau fá stað til að hittast á um helgar. Matthías tók fram að tölur um áfengisneyslu væru ekki frá- brugðnar því sem gerist annars staðar. Hann kvaðst afar ánægð- ur með fundina og sagði þá „góða byrjun“ og sagðist vonast til að aftur yrði haldinn slíkur fundur að ári og þá jafnvel með börnum og foreldrum saman. sþ íslensku bókmenntaverðlaunin: Þroskakostir tilnefiid Bók Kristjáns Kristjánssonar lektors við Háskólann á Akur- eyri, Þroskakostir, var í gær til- nefnd til íslensku bókmennta- verðlaunanna í flokki fræðirita og bóka almenns efnis. Fimm bækur hlutu tilnefningu í þess- um flokki og er þetta mikill heiður fyrir hinn unga heim- spekidoktor. Aðrar bækur sem tilnefndar voru í þessum flokki eru Bók- menntasaga eftir Véstein Ólafs- son, Dómsmálaráðherrann eftir Guðjón Friðriksson, Fjarri hlýju hjónasængur eftir Ingu Huld Hákonardóttur og Utanríkis- þjónusta íslands og utanríkismál eftir Pétur Thorsteinsson. í flokki fagurbókmennta hlutu tilnefningu Klukkan í turninum eftir Vilborgu Dagbjartsdóttur, Kynjasögur eftir Böðvar Guð- mundsson, Mold í Skuggadal eft- ir Gyrði Elíasson, Sæfarinn sof- andi eftir Þorstein frá Hamri og Tröllakirkjan eftir Ólaf Gunnars- son. SS Námsstefna um gæðastjórnun: Kastljósinu beint í auknum mæli að þjónustunni - segir Magnús Pálsson Magnús Pálsson, fram- kvæmdastjóri verkefnisins „Þjóðarsókn í gæðamálum“ sagði á námsstefnu um gæða- stjórnun á Akureyri í síðustu viku að kastljósi gæðastjórn- unar sé nú beint að þjónustu- fyrirtækjum. Hafa verði í huga að 9 af hverjum 10 störfum sem nú verði til í hinum vestræna heimi séu í þjónustu. Hér sé um eftirtektarverða þróun að ræða en fram til þessa hafi framleiðslufyrirtæki verið í far- arbroddi á sviði gæðastjórnun- ar. Meðal framsögumanna á námsstefnunni var Arni Laugdal, nemandi við gæðastjórnunar- braut Háskólans á Akureyri, og kynnti hann 7 hjalla umbótaferli í leitinni að bættum gæðum. í erindinu kom fram að mikil- vægt sé að öll umbótavinna sé vel ígrunduð og skipulega unnin. Aðalatriðið sé að taka eitt skref í einu. Gott sé að staldra stöku sinnum við og líta um öxl, fara yfir einstaka liði aftur til að Félag útlendinga í Eyjafirði í undirbúningi: Fræðir félagsmenn um réttindi og skyldur í íslensku þjóðfélagi Til stendur að stofna félag útlendinga sem búsettir eru á Akureyri og nágrenni og er til- gangurinn sá að gefa útlend- ingum búsettum hérlendis tækifæri til að hittasít reglu- lega. Send hafa verið út um 120 bréf, en Ijóst þykir að fleiri útlendingar dvelja hér á svæð- inu. í fyrra var stofnað í Reykjavík félag sem heitir Society of New Icelanders - SONI og er hug- myndin að starfsemi þessa félags verði á svipuðum nótum. Laugardaginn 12. desember nk. kl. 20.00 er boðaður fundur með öllum útlendingum á svæð- inu, en einnig þeir sem ekki hafa fengið bréf eru velkomnir sem og þeir útlendingar sem hafa öðlast íslenskan ríkisborgararétt. Fund- urinn fer fram í Háskólanum við Þingvallastræti. Tilgangurinn með þessari félagsstofnun er m.a. að veita félagsmönnum upplýsingar um lög, réttindi og skyldur sem og skattamál og tryggingamál svo eitthvað sé nefnt. Nánari upplýs- ingar veita Patti Turner í síma 11102/11780 og Cees van de Ven. GG Akureyri: Umferðarhnútiir í símkerfinu í vikunni er leið var sett upp nýtt stýrikerfi í símstöðina á Akureyri. í fyrrinótt var sams- konar stýrikerfi sett upp í Mið- bæjarsímstöðina í Reykjavík. í gær gekk símnotendum á Akureyri treglega að ná til staða er tengjast Miðbæjar- stöðinni og gott betur en það, því erfitt reyndist einnig að ná línum innanbæjar. „Stýrikerfi þau sem búið er að setja upp á Akureyri og í Mið- bæjarstöð eiga að koma í allar símstöðvar í landinu. í Mið- bæjarstöðinni kom upp villa í upplýsingum er forrit vinna eftir. Af þeim sökum má segja að umferðarhnútúr hafi skapast í símakerfinu. Unnið er hörðum höndum að lausn mála og villan finnst á næstu klukkutímum,“ sagði Ragnar Benediktsson, yfir- deildarstjóri sjálfvirku símstöðv- arinnar í Reykjavik, um miðjan dag í gær. ój skerpa heildarmyndina. Fyrstu 3 hjallarnir séu í rauninni rann- sóknarstig en næstu 3 hjallarnir úrbótastig. Á sjöunda hjallanum sé farið yfir farinn veg og skoðað hvað hafi áunnist við verkefnið. Magnús Pálsson benti á að mörgum stjórnendum reynist erf- itt að dreifa valdinu en gæða- stjórnun sé í raun valddreifingar- leið. Stjórnendur megi ekki gleyma liðsheildinni og þeim fyrirtækjabrag sem þurfi til að góður árangur náist. JÓH Akureyri: Innbrotm óupplýst Innbrotin á Akureyri í síðustu viku eru óupplýst en rannsókn- arlögreglan vinnur að lausn þessara mála. Brotist var inn í Hvítasunnu- kirkjuna og stolið þaðan pening- um. Einnig var brotist inn í hús- næði Dagsprents hf. og óveruleg- ar skemmdir unnar. Að sögn Gunnars Jóhannsson- ar, fulltrúa hjá rannsóknarlög- reglunni á Akureyri, er talið víst að ungmenni hafi farið inn í kirkju Hvítasunnusafnaðarins og gramsað í samskotabaukunum. Sá sem fór inn í húsnæði Dags- prents hefur hins vegar verið mjög ölvaður og lítið vitað hvað hann átti af sér að gera þar inni. ______________________SS Húsavík: Fyrsti fundur Listaverkasjóðs Stjórn Listaverkasjóðs Húsa- víkurkaupstaðar hélt sinn fyrsta fund í nóv. sl. Stjórnin var kjörin eftir kosningarnar 1990, en það ár var sjóðurinn stofnaður í tilefni af fertugs- afmæli bæjarins. Á fundinum var Stefán Har- aldsson (B) kosinn formaður og Þorvaldur Vestmann (D) ritari. Farið var yfir skipulagsskrá sjóðsins og hugsanlegt hlutverk sjóðsins gagnvart núverandi lista- verkaeign Húsavíkurbæjar, skráningu listaverka, ávöxtun fjármuna og hugsanlegar tekju- öflunarleiðir. Á afmælinu 1990 var veitt 500 þúsund króna framlag til sjóðsins, en síðan skal hann árlega hafa tekjur er nemi 0,1% af tekjum bæjarsjóðs og bæjar- fyrirtækja. IM

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.