Dagur - 08.12.1992, Blaðsíða 3

Dagur - 08.12.1992, Blaðsíða 3
Fréttir A laugardaginn var kvcikt á jólatrénu á Ráðhústorgi við hátíðlega athöfn, en tré þetta er gjöf frá Randers, vinabæ Akureyrar í Danmörku. Ávörp voru flutt, kórar sungu og hljóðfærarleikarar spiluðu. Athöfnin dróst nokkuð á langinn og var börnunum orðið kalt þegar jólasveinarnir langþráðu birtust loks, enda fremur kalt í veðri og snjó- koma. Mynd: Robyn Skattstofa Norðurlands eystra: Stærstur hluti af kærum ein- staklinga eru leiðréttingabeiðnir 830 kærur bárust skattstjóra Norðurlands eystra, Sveinbirni Sveinbjömssyni, vegna álagðra gjalda ársins 1992, þar af 694 frá einstaklingum eða 83% af heildarfjöldanum. Álagn- ingaskrá var lögð fram 1. júlí sl. og kærufrestur er samkvæmt lögum 30 dagar, þ.e. til 1. ágúst. Skattstjóra bar að úrskurða í kærumálunum fyrir 1. nóvember sl. en hefur feng- ið frest til að Ijúka afgreiðslu á þeim kærum sem enn eru óaf- greiddar til 1. janúar 1993. „Þaö er búið að svara flest öll- um kærunum og tilkynna við- komandi aðila úrskurðinn, en þau mál sem enn eru óafgreidd þurfa frekari skoðunar við. Það er þó aðeins um 5% af öllum þeim kærum sem bárust. Ef við- komandi sættir sig ekki við úrskurð skattstjóra, er hægt að kæra þann úrskurð til Yfirskatta- nefndar sem staðsett er í Reykja- vík, en það verður að gerast inn- an 29 daga frá póstlagningu úrskurðarins. í 8. grein skatta- laga segir: Yfirskattanefnd skal hafa lagt úrskurð á kærur þremur mánuðum eftir að henni hefur borist umsögn og greinagerð Ríkisskattstjóra með rökstuðn- ingi. Allar kærur til Yfirskatta- nefndar fara fyrst á borð Ríkis- skattstjóra til umsagnar,“ segir Sveinbjörn Sveinbjörnsson skatt- stjóri. Stór hluti af þeim kærum sem koma frá einstaklingum eru beiðnir um leiðréttingar, t.d. ef framteljandi hefur gleymt að færa niðurstöðutölur af Greina- gerð vegna vaxtagjalda af íbúðar- húsnæði inn á framtalsblaðið, eða gleymt að færa kostnað á móti fengnum bifreiðastyrk. Stór hluti af kærunum er því í raun aðeins leiðrétting á framtali. Undanfarin ár hafa framtöl ekki verið leiðrétt ef framteljandi hefur gleymt að færa frádráttarliði inn á sjálft framtalsblaðið, en skattstofan hefur hins vegar bætt inn á framtalið t.d. vanframtöld- um launum og þá hafa bæst á þá launaupphæð álögur lögum samkvæmt. Þessu stendur til að breyta, þ.e. leiðréttingar verða á framtölum bæði til hækkunar og lækkunar ef starfsmenn skatt- stofu sjá augljóslega að gleymst hefur að færa upphæð eða að niðurstöðutala fylgiblaðs hefur ekki verið færð á aðalskýrslu. GG Tóbaksvarnanefnd: Halldóra Bjamadóttir hjúkrunar- fræðingur skipuð formaður nefndarinnar nýveríð skipuiV '- — formaður Halldóra. Tóbaksvarnanefndar. Hún tekur við formennsku af Agli Heiðari Gíslasyni, fram- kvæmdastjóra. Að sögn Halldóru var Jón Kjartansson, forstjóri ÁTVR, formaður fyrstu samstarfsnefnd- arinnar sem skipuð var um reyk- ingavarnir. Ólafur Ragnarsson, bókaútgefandi, tók við for- mennskunni af Jóni. Árið 1976 var stofnað til Reykingavarna- nefndar. Ingimar Sigurðsson, lögfræðingur, var formaður nefndarinnar í fjögur ár, en þá tók Guðrún Guðlaugsdóttir, blaðamaður, við formennsku. Árni Johnsen, alþingismaður, veitti fyrstu Tóbaksvarnanefnd- inni forstöðu á árunum 1984 til 1988. Egill Heiðar Gíslason, framkvæmdastjóri, hefur verið formaður síðustu fjögur árin. „í Tóbaksvarnanefnd eiga sæti þrír menn og skulu að minnsta kosti tveir vera sérfróðir um skaðsemi tóbaks eða tóbaks- varnir. Varamenn eru skipaðir á Róbert Guðfinnsson, fram- kvæmdastjóri Þormóðs ramma, segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um vinnutilhögun í fyrirtækinu um jól og áramót, en ekki sé gert ráð fyrir löngu stoppi. Róbert segir að þrátt fyrir léleg aflabrögð togaranna að undan- förnu hafi verið unnt að halda sama hátt. Heilbrigðisráðherra skipar einn nefndarmann þ.e. formann. Formennskan kemur í minn hlut næstu fjögur árin og ég á þá ósk heitasta að okkur verði vel ágengt í baráttunni við tóbaksbölið,“ segir Halldóra Bjarnadóttir. ój uppi fullri atvinnu hjá Þormóði ramma. Skýringin á því sé að hluta sú að línubátar hafi aflað mjög vel og lagt upp hjá fyrirtæk- inu. „Þrátt fyrir frekar lélegan afla hefur verið stöðug vinna á öllum vígstöðvum hjá okkur, í frystihúsinu hér, í saltfiskverkun- inni og í frystihúsinu á Króknum,“ sagði Róbert. óþh Pormóður rammi: Stutt stopp um jól o g áraxnót Þriðjudagur 8. desember 1992 - DAGUR - 3' Desembervaka Gilfélagsins á Akureyri: Yfir 100 listaverk á sýningu í GrófargOi Desembervaka Gilfélagsins á Akureyri hefst 10. desember í Listagilinu á Akureyri (Gróf- argili) með opnun sannkallaðr- ar stór-sölu-sýningar á mynd- verkum. Sextíu og fímm mynd- listarmenn víðsvegar að af landinu hafa gefíð félaginu yfír 100 listaverk. Gott tækifæri gefst til að skoða framtíðar- húsnæði Gilfélagsins en ein- mitt þar verða myndirnar til sýnis. Á Desembervökunni verður einnig boðið upp á danssýningar, söng, upplestur og fleira til skemmtunar. Haraldur Ingi Haraldsson, starfsmaður Desemberhóps Gil- félagsins, segir Gilfélagið hóp áhugamanna er vinna að upp- byggingu á lista- og menningar- starfsemi í Grófargili á Akureyri. Félagið vinnur að því að koma á fót listsýningarsal fyrir fjöl- breytta starfsemi, gestavinnu- stofu og þjónustumiðstöð og mun annast reksturinn í framtíðinni. Þetta starf er nú langt komið og af því tilefni er efnt til söluátaks með það að markmiði að fullgera húsnæði félagsins og hefja blóm- lega starfsemi þegar á næsta ári. Dagskrá vökunnar hefst á fimmtudagskvöldið kl. 20.00 með opnun myndlistarsýningarinnar sem stendur til þriðjudagsins 22. desember. Virka daga er sýning- in opin frá kl. 14.00 til 21.30, en um helgar frá kl. 14.00 til 19.01 Sjá nánar um önnur dagskrá atriði Desembervökunnar í auj. lýsingu. < Hafnarstjórn Húsavíkur Verklok við Norðurgarð 10. des lafnarstjórn Húsavíkur hefu gefið Hagvirki/KIetti frest ti 10. des. nk. til að ljúka núver andi framkæmdum við Norður- garð að fullu. Samningur kveður á um að verklok skuli vera 1. nóv. Við undirskrift samningsins var gerður fyrirvari varðandi 19 daga seink- un á verkinu og verktakar telja að verkið hafi einnig tafist um 10 daga vegna skipa er lagst hafa að Norðurgarðinum á verktíman- um. Hagvirki/Klettur lagði fram beiðni um að verklok yrðu 15. des. Hafnarstjórn benti á mikil þrengsli í fiskihöfninni þegar fiskiskipaflotinn er í höfn og að nauðsynlegt gæti reynst að geyma hluta hans við Norðurgarðinn í vondum veðrum. Hafnarstjórn gat því ekki fallist á lengri frest en til 10. des. á að ljúka verkinu að fullu. IM Sigluijörðiir: Stjóra Grásteins segir af sér Stjórn Byggingafélagsins Grásteins hf. á Siglufirði hefur sagt af sér og fáist ekki nýir stjórnarmenn fyrir framhalds- aðalfund Grásteins 18. des- ember nk. liggur ekkert annað fyrir en að fyrrum síjórnar- menn félagsins óski eftir við sýslumannsembættið á Siglu- fírði að félagið verði gert upp. Að Grásteini hf. standa Siglu- fjarðarbær, Þormóður rammi og Verkalýðsfélagið Vaka. Sigurður Hlöðvesson, fulltrúi Siglufjarðar- bæjar, var formaður stjórnar Grásteins, Hafþór Rósmunds- son, fulltrúi Vöku og Margrét Einarsdóttir, fulltrúi Þormóðs ramma hf. Grásteinn stöð að byggingu sex 130 fermetra íbúða fyrir fjórum árum, en þessar íbúðir hafa stað- ið í tvö ár, en enginn vill kaupa þær vegna þess hve dýrar þær eru. Húsnæðisstofnun lánaði 85% af byggingarkostnaði og verði Grásteinn gerður upp þykir ljóst að stofnunin verði að ráðstafa þessum íbúðum með einhverjum hætti. óþh BLACK & DECKER hynning á BLACK & DECKER rafmagnsverkfærum fimmtudaginn 10. desember kl. 13.30-18.00 Verkfæri við allra hæfí Tfívafín tfí jólagjafa LONSBflKKft - 601 flKUREYRI -xtt 96-30321.96-30326. 9G-30323 FflX 96-27813

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.