Dagur - 08.12.1992, Blaðsíða 19

Dagur - 08.12.1992, Blaðsíða 19
Þriðjudagur 8. desember 1992 - DAGUR - 19 Dagdvelja Stiörnuspá ^ eftir Athenu Lee Þriðjudagur 8. desember G Vatnsberi (20. Jan.-18. feb.) 5 I dag snýst allt um málefni þinna nánustu og þú kannt að þurfa að breyta áætlunum þínum vegna þess. Þér mun farast þetta vel úr hendi. Fiskar (19. feb.-20. mars) ) Þú verður fyrir einhverri heppni í dag sem aðrir njóta með þér. Hún verður í formi gjafar eða uppákomu og líklega tengist þetta ferðalagi á einhvern hátt. C 5 Hrútur (21. mars-19. aprtl) Óvenju mikil samvinna í dag ger- ir að verkum að þú áorkar miklu, sérstaklega í peningamálum. Notaðu afgangstíma í að hreinsa upp gömul verkefni. Naut (20. apríl-20. mal) ) Þú nýtur samúðar annarra og átt því auðvelt með að fá fólk til að hlusta á þig. Notaðu tækifærið vel. Búðu þig undir útgjöld f einkalffinu. d Tviburar (21. mal-20. júnl) 3 Dagleg störf verða fyrir truflun og taka því lengri tíma en venju- lega. Þú lendir því í tímahraki síðdegis en ekki láta það bitna á vinnubrögðunum. (1 Krabbi (21. Júnl-22. Júll) ) Þú gætir þurft að taka skjótar ákvarðanir þar sem velferð ann- arra er í húfi. Sem betur fer ertu skýr í hugsun þessa dagana og því ferðu vel frá þessu. Idón (23. Júll-22. ágúst) ) Reyndu að útkljá öll mál sjálfur svo þú ávinnir þér athygli og samúð annarra. Hæfileiki þinn til að heilla aðra og telja þeim hughvarf, nýtist vel í dag. (3 Meyja (23. ágúst-22. sept.) ) Ef þú getur valið, skaltu frekar snúa þér að erfiðisvinnu í dag en þar sem andlegra krafta er þörf. Þú átt erfitt með að einbeita þér og gætir því gert mistök. G Vog (23. sept.-22. okt. D Þér hættir til að vera móðursjúk- ur gagnvart viðbrögðum fólks við hugmyndum þínum. Reyndu frekar að efla sjálfstraustið og vinna hina á þitt band. G Sporödreki) (23.okt.-21.n6v.) J Fréttir varpa nýju Ijósi á eitt- hvað og létta af þér vissum áhyggjum. Þú verður ekkert sér- lega atorkusamur í dag en bjóddu til þín gestum í kvöld. í rfV Bogmaður ) V (22, n6v.-21.des.) J Fortíðin tengist þér sterkt og óvenjuleg samskipti færa þér fréttir sem gera að verkum að þú rifjar uþp liðna atburði og hittir ef til vill gamlan kunningja. Steingeit D (22. des-19. Jan.) J Dómgreind þín kemur þér skemmtilega á óvart. Ef þú vilt notfæra þér hana frekar, er síð- degið besti tíminn til þess. Þér verður launað ríkulega. * m . Jæja, Jói, hvað gerist ettir að báturinn kemur yfir og ég dett 250 fet niður í vatnið? Þú ætlar þó ekki að fara að lesa þessa vitleysu, Geiri? ©KFS/Distr. BULLS Hvað meinar þú með vitleysu? Kínverskar spákökur eru oft mjög trúverðugar. / ] „Þú færð Eg sagði í bráðlega | slæman þér að 1 maga- sleppa H verk.“ þessu. I 1 1 1 * ' \ i \^\ m _ ; A nótunum Fjárhættuspil Útsjónarsemi Skota í peningamálum er annáluð. Eftirfarandi saga ertil marks um það: Prófessor í Aberdeen í Skotlandi vildi gjarnan spila á spil við nemend- ur sína. Allir lögðu tíu penný undir, nema prófessorinn. Nemendurnir kunnu ekki við að segja honum það beint að hann ætti eftir að leggja undir, svo þeir þóttust fara að kýta um það hver hefði „gleymt" að borga. „Ef þið ætlið að fara að rífast," sagði prófessorinn, „þá tek ég bara peningana mína og fer.“ Afmælisbam dagsins Árið verður tiltölulega árangursríkt ( hefðbundnum störfum, þótt hægagangs gæti í byrjun seinni hluta þess. Á næstunni verður hins vegar rólegt hjá þér og þá skaltu nota timann til að vinna upp það sem setið hefur á hakanum. Einhverjar breytingar eru fyrirsjá- anlegar, en þær tengjast frekar efnislífinu en einkalífinu sem verð- ur stöðugt og ánægjulegt. Þetta þarftu aft vltal Hverfandi líkur Stærðfræðileg líkindi gegn því að maður fái 13 spil af sömu sort eru 158 753 389 899 á móti einum en líkurnar gegn því að fá alla spaðana á eina hönd eru 635 013 559 599 á móti einum. Líkurnar gegn því aö allir fjórir þátttakendur í spili fái 13 spil af sömu sort (þ.e.a.s. hver sína sort) eru hvorki meira né minna en 2 235 197 406 895 366 368 301 559 999 á móti einum! Orötakiö Að fara fyrir ofan garð og neðan Orðtakið merkir að eitthvað sé ofvaxið skilningi manns; fari fram hjá manni. Eiginleg merking orðsins „garður“ er í þessu samhengi bær eða bæjarstæði. Orðtakið merkir því í rauninni „að fara fram hjá bæjum, koma ekki við á bæjum, þ.e. fara fyrir ofan einn bæinn og neðan annan. Hjónabandiö Altarisfórnir „í gamla daga voru fórnirnar færðar við altarið og þeim sið hefur verið haldið við.“ Helen Rowland. STORT Svo kvað Guðmundur Guðmundur Halldórsson, hagyrðingur á Húsavík, fylgdist vel með tillögum um svokallað- ar björgunar- aðgerðir eða viðreisnar- aðgerðir stjórnvalda. Fannst honum þær svona eins og skrautið á jólatrjánum, þó ekki stirndi nú á. Guðmundur fylgd- ist með umræðuþætti um efna- hagsaðgerðirnar í sjónvarpi og fannst að ekki væru allir sáttir. Þá datt honum í hug þessi vísa: Fjöldans trausti er fyrirgert, friðinn útiloka, öll er gjörðin eyrnamerkt oflátungsins hroka. Dýrt að deyja Guðmundi skiidist að efna- hagsráðstafanirnar ættu ekki að hafa áhrif á verðlag í land- inu. En siðan heyrði hann ( fréttum að útfararkostnaður hjá Kirkjugörðum Reykjavíkur hefði hækkað um kr. 22.500. Þá varð þéssi vísa til: Enn við reynum þorrann þreyja, þessi stjórn er engu lík. Nú er orðið dýrt að deyja Drottni sínum í fíeykjavik. Meindýravarnirnar Forsíðufrétt Dags miðviku- daginn 2. des. sl. þess efnis að Bæjarstjórn Húsavikur hefði sam- þykkt að veita Heilbrigðiseft- irlitinu í Norðurlandi eystra aukafjár- veitingu til greiöslu reiknings fyrir vargfuglseyðingu, varð Guðmundi að yrkisefni. Reikn- ingurinn var búinn að þvælast nefnda á milli mánuðum sam- an og illa gekk að finna greið- anda. Þeir sem krafðir voru greiðslu höfðu ekki beðið um að verkið yrði framkvæmt og vísuðu ábyrgö af höndum sér. Þar að auki þótti reikningurinn nokkuð hár. Talið var að kost- að hefði 859,15 kr. að eyða hverjum vargfugli, og næmi það rjúpna- eða kalkúnaverði. En visa Guðmundar til mein- dýraeyðisins er á þessa leið: Meindýranna svæfir safn, í sóknum snar í höndum flinkur. Ekki vildi ég vera hrafn, veiðibjalla eða minkur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.