Dagur - 08.12.1992, Blaðsíða 20
Hágæða litstækkun á 5 mínútum
^PedrGmyndir^
Skipagötu 16 - Sími 23520
Fingralangir á ferð
Lögreglunni á Akureyri bárust
þrjár kærur vegna peninga-
þjófnaðar um helgina. Samtals
munu 34 þúsund krónur hafa
komist í greipar fingralangra í
þessum tilvikum.
Helgin var fremur róleg að
sögn lögregluvarðstjóra. Þó var
allmikil ölvun á föstudagskvöldið
og ýmsir fylgifiskar hennar
svömluðu um með sporðaköst-
um. Þá var einn ökumaður tek-
inn grunaður um ölvun við akstur
en aðeins tveir árekstrar voru til-
kynntir til lögreglu um helgina.
Tíðindalítið var hjá lögreglu á
Eyj afjarðarsvæðinu. Á Siglufirði
@ VEÐRIÐ
Veðurstofan spáir því að mjög
hvöss suðaustan átt gangi yfir
landið í dag. Hvassviðri eða
stormur með snjókomu eða
slyddu átti að skella á suð-
vestanverðu landinu í nótt og
síðdegis verða ósköpin komin
norður. Heldur htýnar í bili. Á
morgun verður komin vestan
eða norðvestan átt með élja-
gangi um vestan- og norðan-
vert landið.
voru nokkrir togarar inni í vari
og var slegið upp landlegubaili en
það fór vel fram, að sögn laganna
varðar er gegndi kalli okkar. SS
Norðurland:
Flestir vegir
greiðfærir a ný
I gær var þokkalegasta færð á
vegum víðast hvar norðan-
lands. Greiðfært var miUi
Akureyrar og Reykjavíkur.
Vegurinn til Siglufjarðar var
ruddur í gærmorgun og voru
allir vegir færir í umdæmi
Vegagerðar ríkisins á Norður-
landi vestra nema Lágheiðin
að sjálfsögðu.
Fært var orðið til Ólafsfjarðar
og Grenivíkur og um Víkurskarð
til Húsavíkur og þaðan áfram
með ströndinni til Vopnafjarðar.
Skafrenningur var á Brekkna-
heiði og færð gæti hafa spillst.
Kísilvegur var fær og fært var
um Vopnafjarðarheiði og
Möðrudalsheiði til Egilsstaða.
Fljótsheiði og Mývatnsheiði voru
hins vegar ófærar. SS
Hitaveita Akureyrar:
Gengisfellingin veldur gjald-
skrárhækkun eftir áramót
- ennþá ovíst hversu mikil hækkunin
verður vegna „vasksins“
Ekki liggur fyrir hversu mikla
hækkun notendur hitaveitna í
landinu verða að taka á sig
vegna álagningar 14% virðis-
aukaskatts. Stjórnvöld hafa
fallist á það sjónarmið að
hækkunin verði svipuð óháð
búsetu og því liggur fyrir að í
prósentum verður lagður á
lægri skattur á hitaveitunot-
endur sem búa við dýrustu
hitaveiturnar þ.m.t. Akureyr-
inga og Siglfirðinga.
Gert er ráð fyrir annarri
umræðu um fjárlög næsta árs í
þessari viku og fyrir þann tíma
mun væntanlega liggja fyrir
hversu mikil hækkunin verður
hjá notendum einstakra hita-
veitna á landinu. Fjórtán prósent
virðisaukaskattur á húshitun á
Akureyri hefði skilað tæpum 58
milljónum króna í ríkissjóð á
næsta ári, en ljóst er að sú upp-
hæð verður umtalsvert lægri.
„í mínum huga er mikilvægt að
fram komi að með þessum skatti
er ekki verið að hækka gjaldskrá
Hitaveitu Akureyrar, heldur er
ríkið að taka beint til sín nýjan
skatt,“ sagði Franz Árnason,
hitaveitustjóri.
Hann sagði að hins vegar
myndi Hitaveita Akureyrar
hækka gjaldskrá sína eftir áramót
í kjölfar 6% gengisfellingarinnar
á dögunum. Gjaldskráin er bund-
in byggingarvísitölu og þess er að
vænta að hún hækki eftir áramót-
in vegna gengisfellingarinnar.
„Ég á ekki von á að heita vatnið
hækki um 6%, það gæti hugsan-
lega hækkað um 3-4%. Þetta er
þó ennþá óljóst," sagði Franz.
__________________________óþh
Dalvík:
Harður árekstur
Haröur árekstur varð á Daivík
á laugardagskvöldið og mikið
eignatjón en fólk slapp án
meiðsla og er það mikil mildi,
að sögn lögregluþjóns.
Óhappið varð með þeim hætti
að tveir bílar skullu harkalega
saman á mótum Goðabrautar og
Stórhólsvegar Iaust eftir kl. 21 á
laugardagskvöldið. Annar bíllinn
skemmdist mjög mikið og er
sennilega ónýtur og hinn
skemmdist líka töluvert.
Annað bar ekki til tíðinda á
Dalvík um helgina samkvæmt
upplýsingum lögreglunnar. SS
Akureyri:
Fremstir meðal jafningja. F.v.: Steindór Gíslason, Birgir Brynleifsson og Ingvar Björn Ingvarsson. Mynd: Robyn
:
^ÍmT^baiche
er íslensk hágæða mjólkurafurð sem
gefur ótal möguleika við matargerð.
Sýrður hentar vel m.a. í salöt, sósur,
ídýfur og með ávöxtum og tertum
Ðetra bragð
- líka á jólunum
Mjólkursamlag KEA
meo
Fyrirsætukeppni Módelmynda og Sjallans:
Tvítugur starfsmaður Mjólkur-
samlags KEA sigurvegari karla
Sjö ungir og fjallmyndarlegir
herramenn tóku þátt í fyrír-
sætukeppni Módelmynda og
Sjallans sem haldin var í Sjall-
anum sl. föstudagskvöld. Birg-
ir Brynleifsson, tvítugur Akur-
eyringur og starfsmaður Mjólk-
ursamlags KEA, þótti mestum
kostum búinn að mati dóm-
nefndar og hlaut hann því
sigurlaunin.
í 2. sæti í keppninni varð Ingv-
ar Bjöm Ingvarsson, 16 ára nemi
í MÁ, og í 3. sæti varð Steindór
Gíslason, 19 ára nemi í VMA.
Sjö manna dómnefnd með Pétur
Stein Guðmundsson í farar-
broddi hafði það vandasama
hlutverk með höndum að raða
strákunum í sæti. Allir keppend-
urnir fengu viðurkenningar og
þrír efstu sérstök verðlaun.
Þátttakendurnir í fyrirsætu-
keppninni komu fram í ýmsum
skemmtiatriðum í Sjallanum á
föstudagskvöldið og dönsuðu og
dilluðu sér fyrir áhorfendur og
dómnefnd. Boðið var upp á fjöl-
breytt atriði, tískusýningar, förð-
unarsýningu, eróbik og fleira og
síðan lék hljómsveitin Ný dönsk
fyrir dansi.
Þar með lauk fyrirsætukeppni
Módelmynda og Sjallans 1992 en
helgina áður höfðu stúlkurnar
reynt með sér eins og við höfum
greint frá. Fyrirsæturnar í efstu
sætunum munu stefna á keppni í
Reykjavík næsta vor og sumar
hugsa jafnvel enn hærra. Þessi
keppni gæti því reynst góður
stökkpallur. SS