Dagur - 08.12.1992, Blaðsíða 7

Dagur - 08.12.1992, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 8. desember 1992 - DAGUR - 7 YHr níu hundruð manns við vígslu Glerárkirkju Mikil hátíðarstemmning ríkti er biskup íslands, herra Ólafur Skúlason, vígði Glerárkirkju síðastliðinn sunnudag. Yfír níu hundruð manns voru viðstadd- ir athöfnina, sem tók hátt í þrjár klukkustundir. Með vígslu aðal kirkjunnar er mikl- um áfanga náð í byggingarsögu hennar. Ibúar Glerárhverfís hafa lyft Grettistaki með bygg- ingu hennar, en framkvæmd- um er nú nánast lokið. Auk þess að vera veglegt guðshús og glæsilegur útvörður byggð- ar Akureyrar í norðri, veitir hin nýja kirkjubygging mögu- leika til öflugs safnaðarlífs og fjölbreytilegra starfa er rúmast innan ramma kristinnar kirkju. Með kirkjubyggingunni hefur Glerársöfnuður eignast athvarf - fastan samastað um ókomna framtíð. Athöfnin hófst með inngöngu biskups, presta, sóknarnefnd- armanna, meðhjálpara og arkitekts kirkjunnar á meðan leikið var Largo, úr sónötu eftir Henry Eccles. Þá flutti meðhjálp- ari bæn og sunginn var sálmur. Því næst fór fram ritningarlestur er biskup íslands, sóknarprestur, organisti og aðilar úr sóknar- nefnd Lögmannshlíðarsóknar önnuðust. Að því loknu vígði herra Ólafur Skúlason kirkjuna með þessum orðum. „ Vér höfum heyrt orð Drottins og beðist fyrir. Guðs orð og bæn- in helga lífið og alla hluti. Drott- inn Guð vorskal tilbeðinn á þess- um stað og honum einum þjónað. Hér er Guðs hús, hér er hilið him- insins, staðurinn, sem þú stendur á, er heilög jörð. Blessað sé þetta musteri Drottins. Blessað sé allt, sem hér fer fram. Blessað sé lífs- ins orð og lífsins borð. Blessaðar séu bænir og lofsöngvar. Blessað- ur sé hver sá, er hingað leitar á Drottins fund. Ég lýsi yfir því, að þetta hús er vígt í nafni Guðs, föður og sonar og heilags anda. “ Að því búnu flutti biskup íslands bæn og sunginn var sálm- urinn, Kirkja vor milda móðir, eftir Sverri Pálsson, fyrrverandi skólastjóra, við lag Áskels Jóns- sonar, fyrrum organista og kór- stjóra Lögmannshlíðarsóknar. Eftir lestur úr heilagri ritningu, sem sóknarprestur og aðilar úr sóknarnefnd önnuðust, flutti sóknarprestur guðspjall og trúar- játningu og að því loknu var frumfluttur sálmur eftir Kristján, skáld frá Djúpalæk, sem hann nefnir, í Glerárkirkju, við lag Áskels Jónssonar. Þá flutti biskup íslands prédikun. Að prédikun lokinni söng Óskar Pét- ursson, tenórsöngvari, Allsherjar Drottinn, eftir César Franck. Vígslubiskup Hólastiftis, Bolli Gústavsson þjónaði fyrir altari eftir prédikun og annaðist aðfar- aorð að altarisgöngu. Að henni lokinni var þjóðsöngurinn, Ó, Guð vors lands, sunginn. Að lokinni sjálfri vígsluathöfn- inni fór fram afhending viður- kenninga til þeirra er lengst og mest höfðu unnið að kirkjusmíð- inni. Þá voru einnig flutt ávörp gesta. Ávörp fluttu, Pálmi Matt- híasson, fyrsti prestur Glerár- safnaðar, Pétur Þórarinsson, er var prestur safnaðarins um skeið, Birgir Snæbjörnsson, prófastur Eyjafjarðarprófastdæmis, Svanur Eiríksson, arkitekt kirkjunnar, og herra Pétur Sigurgeirsson, biskup og sóknarprestur á Akur- eyri til margra ára. Þá afhenti Torfi Guðmundsson, formaður byggingarnefndar, Gunnhildi Ásgeirsdóttur, formanni sóknar- nefndar, lykil að Glerárkirkju. Sigríður Stefánsdóttir, forseti bæjarstjórnar Akureyrar, flutti ávarp og færði hinni nývígðu kirkju peningaupphæð frá Akur- eyrarbæ. Þá færði Pálmi Matthías- son, fyrrum sóknarprestur, og Ingi Þór Jóhannsson, fyrrum for- maður byggingarnefndar og síðar sóknarnefndar, kirkjunni messu- hökul að gjöf ásamt fjölskyldum sínum. Glerárkirkju bárust auk þessa fjöldi góðra gjafa í tilefni af vígslunni. Að lokinni athöfn var kirkjugestum boðið til kaffi- drykkju í Glerárkirkju og safnað- arheimili Glerársóknar. ÞI Afsökunarbeiðni Undanfarin átta ár hafa margir aðilar unnið að uppbyggingu kirkjunnarokkar. Vegnaþessara tímamóta ákvað sóknarnefnd að veita fjölmörgum aðilum viðurkenningu fyrir vel unnin störf eða stuðning við bygging- una á þessu tímabili. Við vígsluathöfnina sjálfa var nokkrum aðilum afhent viður- kenning. Á næstunni verður öðrum send þakkarbréf og viðurkenning. Eftir vígsluna hefur sóknarnefnd fengið sterk viðbrögð vegna vals á þeim, sem fengu sínar viðurkenningar afhentar við athöfnina. Þar fengu tveir af fjórum sóknar- prestum, sem þjónað hafa Gler- árprestakalli, afhenta viður- kenningu. Viðbrögðin eru þau, að sjálf- sagt og eðlilegt hefði verið að fyrrverandi sóknarprestur okk- ar sr. Pétur Þórarinsson, fengi sína viðurkenningu afhenta við þessa athöfn. Sóknarnefnd þyk- ir mjög miður að hafa brugðist vilja safnaðarins í þessu við- kvæma máli. Sóknarnefnd biður sr. Pétur Þórarinsson opinberlega afsök- unar á þeim mistökum sínum að athenda honum ekki sína viður- kenningu við vígslu Glerár- kirkju. Jafnframt er söfnuður Lögmannshlíðarsóknar beðinn afsökunar á þessari tilhögun, sem ekki var samkvæmt vilja safnaðarins, eins og fram hefur komið. Það er von sóknarnefndar Lögmannshlíðarsóknar, að starf þessa safnaðar blómgist og eflist á komandi árum. Jafn- framt þökkum við öllum, sem stutt hafa kirkjuna okkar og starfað við hana og biðjum þeim Guðs blessunar í framtíð- inni. Sóknarnefnd Lögmannshlíðarsóknar. Herra Pétur Sigurgeirsson, biskup, Birgir Snæbjörnsson, prófastur Eyja- fjarðarprófastdæmis og Gunnlaugur Garðarsson, sóknarprestur í Lög- mannshlíðarsókn, hlýða á prédikun herra Ólafs Skúlasonar. Séð inn eftir kirkjugólfinu. Biskup íslands, herra Ólafur Skúlason, fyrir alt- ari. Glerárkirkja var þétt setin. Á myndinni er sá hluti kirkjugesta er sat í safn- aðarheimilissalnum. Kirkjukór Glerárkirkju. ■m Gunnhildur Asgeirsdóttir, formaður sóknarnefndar og Torfi Guðmundsson formaður byggingarnefndar Glerárkirkju. Myndir: Robyn

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.