Dagur - 08.12.1992, Blaðsíða 4

Dagur - 08.12.1992, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Þriðjudagur 8. desember 1992 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. 1200ÁMÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ KR. 110 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMNETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON (íþróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLIG. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SIGRÍÐUR ÞORGRÍMSDÓTTIR (Sauöárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON UÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Óafsakanleg framganga heilbrigðisráðherra íslenskir ráðherrar hafa stundum verið sakaðir um að vera full yfirlýsingaglaðir í fjölmiðlum. Þær ásakanir eiga því miður við rök að styðjast. Mörg dæmi eru um það frá síðustu árum að van- eða óhugsaðar hugmyndir, sem ráðherrar setja fram í fjölmiðlum, hafi valdið taugatitr- ingi, sárindum og óánægju, innan ríkisstjórnar sem utan. Þjóðin hefur jafnvel orðið vitni að því er íslenskri ríkis- stjóm hefur verið slitið í umræðuþætti í sjónvarpi, í beinni útsendingu. Er það vafalaust heimsmet, sem seint verður slegið. Sumir íslenskir stjórnmálamenn virðast ekki ætla að læra að hlýta viðteknum venjum og siðrænum vinnuregl- um. Þeir gleyma sér í sviðsljósinu, láta sjálfsagða kurteisi og tillitssemi lönd og leið og velja sér í hæsta máta óeðli- lega boðleið til að koma viðkvæmustu málum á framfæri. Ráðherrar núverandi ríkisstjórnar hafa margoft tilkynnt ákvarðanir um stórfelldan niðurskurð fjárveitinga til ýmissa ríkisstofnana í fjölmiðlum - án þess að kynna hlutaðeigandi aðilum málið fyrst. Þeir virðast ekki láta sig það neinu varða að slíkar ákvarðanir hafa oftar en ekki í för með sér uppsagnir starfsfólks á viðkomandi stofnun- um og breytta hagi þeirra sem þurfa á þjónustu stofnan- anna að halda. Ráðherrar núverandi ríkisstjórnar hafa ítrekað virt eðli- legar boðleiðir mála að vettugi. Dæmin eru mýmörg en nýjasta og ef til vill skýrasta dæmið er einungis nokkurra daga gamalt. Síðastliðinn miðvikudag lýsti Sighvatur Björgvinsson, heilbrigðisráðherra, því yfir í fréttatíma Ríkisútvarpsins að starfsemi Kristnesspítala yrði færð undir rekstur Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Hann lýsti því jafnframt yfir að þessi ráðstöfun myndi leiða til 40 milljóna króna rekstrarsparnaðar. Þarna var ráðherr- ann að sögn að kynna niðurstöður nefndar, sem hann skipaði til að endurskoða rekstur Kristnesspítala. Það er staðreynd að hvorki framkvæmdastjóra spítalas né starf- sfólki hans, hafði verið tilkynnt um þessa niðurstöðu áður en hún var kynnt alþjóð. Það er staðreynd að fram- kvæmdastjóri spítals reyndi ítrekað í tvo daga að ná tali af formanni nefndarinnar, en án árangurs. Loks er það staðreynd að framkvæmdastjóri Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri heyrði það fyrst í útvarpsfréttum að stofnun hans ætti að taka við rekstri Kristnesspítala! Það gefur augaleið að ef ná á fram 40 milljóna króna sparnaði í rekstri Kristnesspítala mun það leiða til uppsagna fjöl- margra starfsmanna stofnunarinnar. Boðleiðin sem heil- brigðisráðherra valdi, skapaði því ekki aðeins sárindi, heldur einnig óvissu og jafnvel ótta meðal starfsfólks tveggja sjúkrastofnana við Eyjafjörð. Orð Bjarna Arthúrs- sonar, framkvæmdastjóra Kristnesspítala, í Degi sl. fimmtudag, lýsa framkomu ráðherrans afar vel: „Með þeirri framkvæmd sem höfð var á er verið að segja yfir- mönnum Kristnesspítala upp störfum gegnum fjölmiðla, “ sagði Bjarni. Ljóst er að Sighvatur Björgvinsson, heilbrigðisráð- herra, valdi ranga og óeðlilega boðleið til að tilkynna ákvörðun sína og nefndar sinnar. Hann beitti ruddalegri aðferð til að koma boðunum á framfæri. Framganga hans í þessu máli er í senn afleit og óafsakanleg. Ákvörðunin sjálf, þ.e. að færa starfsemi Kristnesspítala undir rekstur Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri, er svo kapituli út af fyrir sig og efni í margar greinar. BB. Leiklist „Hart í bak“ á Raufarhöfti Föstudaginn 27. nóvember var frumsýnt á Raufarhöfn leikrit Jökuls Jakobssonar, Hart í bak. Leikstjóri og hönnuður búninga og leikmyndar er Guðfinna Mar- grét Óskarsdóttir. Því miður komst undirritaður ekki á frum- sýninguna vegna annarra verk- efna og sá því sýningu 1. desem- ber. Leikverkið Hart í bak felur í sér afar stórt svið mannlegra eðlis- þátta. Til þess að það njóti sín, þarf að nást dramatík og létt- Ieiki og allt sviðið þar á milli. Slíkar kröfur er ekki auðvelt að uppfylla og stendur jafnvel í þeim leikurum, sem til atvinnu- manna teljast. Heildarsvipur uppsetningar Leikfélags Raufarhafnar á Hart í bak er góður. Sviðsmynd er vel af hendi leyst og gefur góðan bak- grunn fyrir framrás sýningarinn- ar. Lýsing sviðsmyndarinnar er vel fullnægjandi. Reyndar hefði mátt biðja um örlítið meira á þessu sviði, en ýmsar aðstæður valda því, að lengra var ekki unnt að ganga. Sérlega góð er frammistaða Páls G. Þormars í hlutverki Stígs skóara og safnaðarformanns. Páll hefur greinilega til að bera ýmsa fínlega kosti góðs leikara, svo sem næmt tímaskyn, sem gerir flutning hans áhrifamikinn og markvissan. Hrólfur Björnsson fer með hlutverk Láka, sonar Áróru spá- konu. Hrólfur fer almennt vel með hlutverk sitt og á marga stórgóða spretti ekki síst í við- skiptum við Finnbjörn bissness- mann og Árdísi, ungu stúlkuna að austan. Björg Hjördís Ragnarsdóttir leikur Árdísi. Björg fer hóflega og ljúflega með hlutverk sitt og skapar sannferðuga persónu í túlkun sinni. Sigrún Guðnadóttir fer með hlutverk Guðbjargar kennslu- konu. Sigrún nær verulegum tök- um á persónu hinnar gamal- reyndu kennslukonu, sem reynir að gera mann úr fyrrum nemenda sínum og hefur til hans hlýjar taugar þó hann hafi verið baldinn og henni óþægilegur. Jónatan, fyrrverandi skip- stjóri, er leikinn af Jónasi Friðriki Guðnasyni. Hlutverkið er í sjálfu sér ekki ýkja rismikið, en nær nokkrum hápunktum, sem Jónasi tekst almennt vel að skila. Sérlega vel gerði hann í lokaatriði verksins, en þar rís persónan hvað hæst. Sigurveig Björnsdóttir er í hinu vandasama hlutverki Áróru spákonu, dóttur Jónatans. Þetta hlutverk krefst mikils af þeim, sem með það fer. Áróra sveiflast á milli sterkra geðhrifa; er svarri eina stundina en blíð eða gerir sig blíða þá næstu. Sigurveig gerir iðulega vel í þessu viðamikla hlutverki. Sem dæmi má nefna nokkur samleiksatriði með Stíg skóara og einnig atriðið, þegar rukkarinn heimsækir hana. Fyrir kemur hins vegar, að henni förl- ast nokkuð. Sem dæmi má nefna nokkur tilfelli, þegar replikkur koma ekki svo snöggt sem skyldi og einnig að í heild tekið náði Sigurbjörg ekki nógu góðum tök- um á samleik við Jónatan föður sinn. Kristján Önundarson leikur Finnbjörn, bissinessmann. Hann á góða spretti. Þannig tekst hon- um vel í atriðinu, þegar hann set- ur Áróru úrslitakosti. Því miður nær leikur Kirstjáns þó of oft ekki nógu vel þeim hálfgildings vandræða- og flóttablæ, sem persónan þarf að hafa. í smærri hlutverkum voru Angela Agnarsdóttir, Sóley B. Sturludóttir, Bergur Júlíusson og Jónas Pálsson. Öll stóðu sig vel. Guðfinna Margrét Óskarsdótt- ir, leikstjóri með meiru, hefur unnið umtalsvert afrek með þess- ari sýningu. Það kemur reyndar ekki á óvart, því að fyrri uppsetn- ingar hennar á Raufarhöfn, sem undirritaður hefur séð eða haft fréttir af, sýna, að í Margréti er ekki á ferð nein venjuleg leikhús- áhugamanneskja, heldur kona með stálvilja til verka, næmt auga og ekki síst getu til þess að hrífa með sér þá, sem með henni starfa. Verk sitt við uppsetningu Leik- félags Raufarhafnar á Hart í bak hefur Margrét unnið af mikilli kostgæfni. Afar sjaldan kemur fyrir, að dauðir punktar séu í sýn- ingunni - fyrir utan þau stuttu og reyndar leiðinlegu smáhik, sem stafa af því að viðbragð kemur heldur seint á eftir áreiti. Mjög fátítt er einnig, að leikarar líkt og bíði. Sem dæmi um slíkt má þó nefna óhóflega lítil viðbrögð Láka, þegar Áróra hendir rukk- aranum út. í heildina litið, hefur Margrét enn einu sinni skapað heildstæða sýningu og mjög vel frambæri- lega úr þeim lítt reynda og í mörgum tilfellum óreynda efni- við, sem hún hefur í áhugasömu fólki um leiklist á Raufarhöfn. Það er lofsvert og gott dæmi um það, hverju má áorka, þegar áhugi er vakinn og margar fúsar hendur leggja saman til góðra verka. Sýningunni á Raufarhöfn fylgir efnismikil leikskrá. Á meðal efn- is í henni er grein eftir G. Mar- gréti Óskarsdóttur, sem hún nefnir Til umhugsunar. Þar segir hún meðal annars: „Fólkið verð- ur að vilja leikfélag - vilja leikhús," því að „Leiklist vex ekki af sjálfri sér, heldur af krafti og trú fólksins á sjálft sig.“ Viljinn, krafturinn og trúin virð- ast vera fyrir hendi á Raufarhöfn. Haukur Ágústsson. Vilhjálmur Ingi Árnason: Er óeðlilegt afskiptaleysi í iimferðarlöggæslu á Akureyri? „Umferðarmáti Akureyringa er staðreynd, en ekki liggur jafn Ijóst fyrir hvort kenna megi þar um vísvitandi og vítaverðu afskiptaleysi lögreglu,“ segir Vilhjálmur Ingi m.a. í grein sinni. Heiðursmennirnir Árni Valur Viggósson og Brynjólfur Brynj- ólfsson hafa að undanförnu gert umferðarmálum okkar Akureyr- inga og afskiptum eða öllu heldur afskiptaleysi lögreglu af þeim nokkur skil. Brynjólfur varpaði í síðustu grein sinni fram þeirri spurningu hvort Neytendafélag Akureyrar og nágrennis geti tekið á þessum málaflokki. Hann leiðir jafn- framt hugann að þeirri ágiskun sinni, að yfirmaður í lögreglunni sé hugsanleg orsök vandans með því að innprenta ungum lögreglu- mönnum afskiptaleysi hvað varð- ar þennan þátt löggæslunnar. Neytendafélög leitast við að styðjast við staðreyndir og forð- ast ágiskanir. Umferðarmáti Akureyringa er staðreynd, en ekki liggur jafn ljóst fyrir hvort kenna megi þar um vísvitandi og vítaverðu afskiptaleysi lögreglu. Svar mitt við spurningunni verður því að vera á þá leið, að hingað til hefur Brynjólfur ein- ungis komið fram með ágiskun og hugleiðingu um að orsökin liggi í innrætingarstarfi eins Iög- regluþjóns og ekkert umfram það. Sé hægt að sýna fram á að ein- hver yfirmaður í lögreglunni hvetji undirmenn sína til að nota blinda augað meir en góðu hófi gegnir, þá er það að sjálfsögðu neytendamál, en ég hef enga haldbæra vitneskju um slíka inn- rætingu, og get því ekki snúið mér að þeim vanda ef hann er þá yfir höfuð fyrir hendi. Hins vegar veit ég að við erum margir ökumennirnir á Akureyri, sem væri hollt að líta í eigin barm og leita orsakanna þar, á ég þar ekki við félagana Brynjólf og Árna, því þeir reyna örugglega að aka í samræmi við orðtakið „sá skal ekki grjóti kasta...“. Ef ég þekki þá rétt. Það stendur síðan upp á lög- regluna sjálfa að svara því, hvort ágiskun Brynjólfs um eðli og innihald innrætingarstarfseminn- ar eigi við rök að styðjast eða ekki. Ég varpa því boltanum yfir í Þórunnarstræti, ef vera skyldi að einhver á þeim bæ gripi, og kæmi með frekara innlegg í þess- ar hugleiðingar um umferðarmál. Fyrir hönd Neytendafélags Akureyrar og nágrennis, Vilhjálmur Ingi Árnason.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.