Dagur - 19.12.1992, Blaðsíða 4

Dagur - 19.12.1992, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Laugardagur 19. desember 1992 Láttu rætast draum: Kvennakórimi Ussý með plötu og gelsladlsk Þeir eru margir geisladiskarnir og plötumar sem koma út fyrir þessi jól. Mest ber þar að sjálf- sögðu á dægurlögum ýmiskon- ar en minna ber á öðra. Ein undantekning er geisladiskur, plata og kassetta með nafninu „Láttu rætast draum“. Hér er á ferðinni kvennakórinn Lissý sem fyrir löngu hefur getið sér gott orð fyrir söng sinn. Því má kannski segja að tími hafi verið kominn til að koma söng kórs- ins í fastara form, ef svo má segja. Hér er um mikið stór- virki að ræða og enn ein rósin í hnappagat kvennanna þing- eysku. Kvennakórinn Lissý var stofn- aður árið 1985. Tilefnið var 80 ára afmæli Kvenfélagasambands - ber söngstarfi í Suður-Þingeyjarsýslu fagurt vitni Suður-Þingeyinga og var þetta framtak ekki síst að þakka ötulu starfi Jóhönnu Steingrímsdóttur frá Árnesi í Aðaldal. Kórinn er nefndur eftir skosku söngkon- unni Lissý á Halldórsstöðum í Laxárdal, sem varð goðsögn í lifanda lífi fyrir sönghæfileika sína. Kórfélagar hafa lengstum verið í kringum 60 og ávallt stöðugur og góður kjarni. Konurnar í Lissý koma úr öllum 14 aðildar- félögum Kvenfélagasambandsins og hafa þær verið ótrúlega dug- legar við að sækja æfingar, oft í misjöfnum veðrum. Eru margar sögur til af ferðalögum kórfélaga við hinar ýmsu aðstæður. Fyrsti söngstjóri var Hólmfríður Bene- diktsdóttir söngkennari frá Húsa- Anna Snæbjörnsdóttir, Sigrún Hauksdóttir, Rannveig Jónsdóttir, Lilja Skarphéðinsdóttir og Sigrún G. Jónasdóttir með plötuna og geisladiskinn. Mynd: IM ER FRAMLENGD TIL 30.DES MYNDLISTASÝNINGIN ER í HÚSNÆÐI GILFELAGSINS SUNNAN MEGIN í LISTAGILI OG ER OPIN HELGIDAGA FRÁ KL 14 - 19 UIRKA DAGA FRÁ KL.14-22 IÓLAMARKAÐUR 21.- 23.DES. ALLIR UELKOMNIR MED UÖRUR SÍNAR SÍMI DESEMBERUÖKUNNAR ER 12355 SKEMMTIDAGSKRÁ 27.DES - KL 16. TIARNARKVARTETTINN OG „DAGSKRÁ UM MENN, BLÓM OG LIOÐ í UMSIÁ BIARNA GUÐLEIFSSONAR Lissýkórinn í Bonn vorið 1992, þegar Þjóðverjar og Frakkar voru sóttir heim. vík og var hún með kórinn í tvö' ár. Þá tók við honum Margrét Bóasdóttir, en Margrét er Þing- eyingur að ætt og uppruna, frá Stuðlum í Mývatnssveit. Hún hefur að allra mati unnið ómetanlegt starf fyrir kórinn. Dugnaður hennar og framtaks- semi, ásamt listamannshæfileik- um og frábærri þekkingu á tónlist og öllu sem henni viðkemur, gerði það að verkum að útkoman gat ekki orðið annað en góð. Margrét hefur nú látið af stjórn kórsins og býr í hinu forna bisk- upssetri Skálholti, þar sem mað- ur hennar Kristján V. Ingólfsson veitir Skálholtsskóla forstöðu. Næsti stjórnandi kórsins verð- ur Ragnar L. Þorgrímsson, söng- kennari og kórstjóri. Ragnar hef- ur lengi verið á Laugum í Reykja- dal og hvarvetna getið sér gott orð fyrir störf sín. Sjálf starfsemi kórsins mun halda áfram á næsta ári en Lissýjarkonur standa í stórræðum þessa dagana við að selja nýútkomna plötu og geisla- disk sem tekinn var upp síðastlið- ið sumar, en Ragnar er einmitt annar tveggja undirleikara á plöt- unni, ásamt Guðrúnu A. Krist- insdóttur. Kórinn hefur á þeim árum sem hann hefur starfað, haldið fjöl- margar söngskemmtanir, jafnt innan héraðs sem utan og hvar- vetna hlotið frábæra dóma. Þar má t.d. nefna tónleika í Lang- Gefðu lfienni ilmandi jólagjöffrá Guerlain paris *er~ Umslagið á plötunni og geisladisknum hannaði Runólfur Elentínusson. Myndin er eftir Hólmfríði Bjartmarsdóttur. holtskirkju vorið 1991 og í fram- haldi af því söngferð til Þýska- lands og Frakklands. Sú ferð þótti vel heppnuð í alla staði og var samfelld sigurganga, því hvarvetna sem hinar þingeysku konur komu fram voru viðtök- urnar frábærar. Ekki hafa kórfé- lagar setið auðum höndum frá því komið var heim. Af verkefn- um kórsins á þessu ári má nefna fyrsta kvennakóramót á íslandi sem Lissý stóð fyrir síðastliðið vor í Ýdölum í Aðaldal. Nýjasta stórvirki Lissýjar- kvenna er svo sem fyrr segir, nýútkominn geisladiskur, en tón- listin er einnig gefin út á plötu og kassettu. Ber hann nafnið „Láttu rætast draum“. Á geisladisknum eru 25 lög, langflest eftir inn- lenda höfunda. Upptökustjórn var í höndum Sigurðar R. Jóns- sonar. Öll eru lögin vel þekkt. Þar má t.d. nefna Máríuvers eftir Pál ísólfsson og Davíð Stefáns- son, Hver á sér fegra föðurland eftir Emil Thoroddsen og Huldu og Kvennaslag eftir Sigfús Ein- arsson og Guðmund Guðmunds- son og þá er bara fátt eitt nefnt. Þarna má líka finna íslensk þjóð- lög eins og Á sprengisandi eftir Grím Thomsen. Þá get ég ekki stillt mig um að nefna Spunakór úr Hollendingnum fljúgandi eftir Richard Wagner, bráðskemmti- legt lag sem fær nýjan blæ í flutn- ingi Lissýjarkórsins, en lagið hef- ur lengi verið eitt vinsælasta lag kórsins á tónleikum. Það er mikið verk að samræma 60 söngraddir svo þær hljómi vel á geisladiski. Þetta verkefni hefur Margrét Bóasdóttir samt leyst með miklum ágætum. Góður kórstjóri getur þó ekki bjargað lélegum kór og á endanum bygg- ist þetta allt á hinum þingeysku konum sem nú hafa látið rætast draum. Um ókomin ár munu lög- in á plötunni hljóma og bera söngstarfi í Suður-Þingeyjarsýslu fagurt vitni. HA

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.