Dagur - 19.12.1992, Page 12

Dagur - 19.12.1992, Page 12
12 - DAGUR - Laugardagur 19. desember 1992 „Gjöf á gjöf‘ Jólamerkimiðarnir „Gjöf á gjöf" fást f öllum bókabúðum á Akureyri: Bókabúðinni Möppudýrinu Sunnuhlíð, Bókvali, Bókabúð Jónasar, Bókabúðinni Eddu, auk þess hjá Slysavarnadeild kvenna, Akureyri. Samtals 1770 vinningar. Dregið verður 31. desember 1992. ^---------------— ■ - * Skóþrepiö er vönduö tslensk framleiösla úr krómuöu stáli. Sala og dreifinrj: Dak-mann Pöntunar- og póstkröfusími 91-686 882 Milli kl. 18-22 „Vi snakker ikke dansk!“ Hver hefði trúað því að ekki yrði dönskukennsla í Menntaskólanum á Ak- ureyri, því forna mennta- setri í gömlum „dönsk- um” bæ? Pó er því þann- ig varið í vetur - nýnem- ar læra enga dönsku. Astæðan fyrir þessu er sú að Tryggvi Gíslason skólameistari lýsti því yílr í útskriftarræðu 17. júní síðastliðinn að hann myndi einungis ráða kennara með réttindi til starfa við skólann. Þrátt fyrir ítrekaðar auglýsingar fannst enginn slíkur og því fór sem fór. Mál þetta hefur vakið töluverða athygli - og ugg - og það meðal margra sem spyrja sig hvort þetta sé það sem búast megi við í skólum landsins; fækkun námskeiða vegna skorts á hæfum kennurum. Aðrir telja að um óþarfa smámunasemi sé að ræða. - Áður hafí skólar komist bærilega af án þess að hafa einungis á skipa lærðum ein- staklingum. En hver eru rök Tryggva Gíslasonar og hvaða áhrif hefur þetta á þá nýnema er um ræðir? Þarfaþing »Skóþrepiö hlífir bak- inu þegar fariö er í skó, þeir reimaöir eöa burstaöir. Sannkallaö þarfaþing í hverju anddyrl, hvort sem er á heimiiinu eöa á vinnustaönum. Sérlega nytsöm og vönduö gjöf á abeins kr.6.900.- um að ræða sömu aðstöðu að ári? „Ég sé ekki að það hefði breytt neinu. Ég lýsti því yfir í ræðu minni 17. júní í sumar að ég myndi hvorki ráða fólk í dönsku, stærðfræði né aðrar greinar nema viðkomandi hefðu fullgilda Þetta mál er ekki bundið dönsku eða neinni annarri grein - þetta er kennaravandamál. Margt bendir til þess að það þurfi að stokka upp íslenska skólakerfið, m.a. vegna skorts á menntuðum kennurum. Þessu neita menn að trúa og segja að þetta sé allt saman að batna - það er bara ekki svo. Það eina sem bjargar okkur nú er þessi „velsignaða pest“ eins og menn hér á Islandi hafa stundum nefnt atvinnuleysið. Það er einungis vegna kreppu og aukins atvinnu- leysis að fleiri menntaðir kennarar sækja inn í skólana. Að öðrum kosti væri vá fyrir dyrum í skóla- kerfi landsins.“ „Það eru margar ástæður fyrir því að kennarar fást ekki til starfa. Meginástæður eru léleg kjör og lágt kaup. Kennarastarfið er mjög erfitt starf og slítandi þó það sé skemmtilegt. Sjálfur hef ég unnið margvísleg störf og kennarastarfið er það erfiðasta sem ég hef gegnt. Það er ekki fyrir alla að standa frammi fyrir stómm hópi fólks og gera grein fyrir flóknum málum. Nemendur geta verið grimmir, eftirgangssamir og miskunn- arlausir en það veitir líka aðhald.“ - Hver hafa viðbrögðin við niðurfellingu dönskukennslu ver- ið? „Þegar ég var búinn að auglýsa starfið þrívegis vildu þeir hjá menntamálaráðuneytinu að ég reyndi að auglýsa ennþá einu sinni. Ég sagði þeim þá að þetta væri það kennarastarf á 20.öldinni sem best hefði verið auglýst því þetta vakti feikna athygli og ég hef fengið mikil viðbrögð. Þau hafa verið af ýmsum toga sem eðlilegt er. Þó finnst mér yfirleitt að menn skilji þetta mjög vel og langflestir styðja ákvörðunina. Algengast er að réttindalausir kennarar séu þessu andvígir því þeir óttast um hagsmuni sína. Menn gleyma því oft þegar rætt er um miklar efnahagsframfarir, t.d. í Japan, Þýskalandi og nokkrum Asíulöndum, að gald- urinn að baki þeim er ávalt bætt menntun. Ég fullyrði að hugvit og menntun eru að baki öllum fram- förum og öllum árangri - alveg sama hvar borið er niður - það er mannvitið, hugvitið og menntunin sem byggja verður á. Þetta er skoðun mín,“ segir skólameistari MA að lokum. Tryggvi Gíslason skólameistari Menntaskólans á Akureyri hefur með ákvörðun sinni beint sjónum manna að þeim vanda sem íslenskt skólakerfi virðist vera komið í. Erfitt er að fá lærða kennara til starfa, skera verður niður námskeið, o.s.frv. Tryggvi segir að því miður trúi menn á íslandi ekki á menntun. „Sem dæmi má nefna að erfiðleikarnir í íslenskum sjáv- arútvegi stafa af því að það skortir sárlega menntun en ekki þorsk.“ En af hverju tók Tryggvi Gíslason þá ákvörðun að ráða ekki til réttindalausa kennara? „í fyrsta lagi ber mér skylda til að sjá til þess að skólinn fari að settum lögum og reglum. í lögum um framhaldsskóla og í lögum um embættisgildi kennara er kveðið á um að ekki skulu aðrir ráðnir til starfa en þeir sem hafa fulla menntun og réttindi. Ég tel þetta náttúrulega vera hluta af því að reka skólann í samræmi við lög og reglur. í öðru lagi vil ég auka virðingu kennarastarfsins. Ég er búinn að fást við þetta sjálfur í 30 ár á öllum skólastigum, frá bamaskóla og upp í háskóla og mér finnst ástæða til þess að auka virðingu kennara. í þriðja lagi er ástæðan e.t.v. sú að ef líta má á starf kennarans sem Tryggvi Gíslason, skólameistari: „Það er ekki fyrir alla að standa frammi fyrir stórum hópi fólks og gera grein fyrir flóknum málum.“ fullgilda starfsmenntun þá á auð- vitað að fara eftir því. Það dettur engum í hug að leggjast undir hnífinn hjá jámsmiði eða bakara en aftur á móti virðist vera mjög algengt að fólk telji að allir geti kennt. Því fer fjarri. Einstaka maður eða kona hefur fengið þennan hæfileika í Guðs gjöf en langflesta þarf að búa til í skólum. I fjórða lagi em kjör kennara. Þetta er að mínum dómi liður í kjarabaráttu kennara. Þau kröppu kjör sem kennarar búa við em þannig í dag að við getum ekki borið okkur saman við iðnaðar- menn, hvað þá háskólamenntaða stjómarráðsfulltrúa og alþingis- menn eins og var hægt fyrir um 20 ámm. Alþingismönnum hefur ekki þótt ástæða til að standa vörð um kjör kennara." „Ég hef engum menntuðum kennara kynnst sem að ég hef getað kallað vondan kennara. Fólk, sem hefur aflað sér mennt- unar, finnur fljótlega hvort það er starfinu vaxið og hættir ef svo er ekki. Þannig er það í mínum augum mikil trygging fyrir því að fá góðan starfskraft að fá mennt- aðan kennara.“ - En hefði skólameistarinn staðið jafn fast á ákvörðun sinni ef hann hefði ekki vitað að Ragnheiður Gestsdóttir dönsku- kennari mun snúa til starfa á hausti komandi og því verður ekki Sú staðreynd að ekki er kennd danska við Menntaskólann á Akureyri í vetur, hefur beint sjónum manna að þeim vanda sem íslenskt skólakerfi virð- ist komið í. „Það skortir sárlega menntun en ekki þorsk“

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.