Dagur - 23.12.1992, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Miðvikudagur 23. desember 1992
Fréttir
Samningur um yfirtöku FSA á rekstri Kristnesspítala frágenginn í gær:
FSA fær 100 miUjónir til reksturs í Kristnesi
- ætlunin að halda uppi sem mestri starfsemi á núverandi deildum fyrir þessa fjármuni
í gær náðist samkomulag milli
heilbrigðisráðuneytisins og
Fjórðungssjúkrahússins á
Akureyri um yfirtöku FSA á
Kristnesspítala frá næstu ára-
mótum. Með þessu munu bæt-
ast tvær deildir við sjúkrahús-
ið, þ.e. endurhæfingardeild og
öldrunardeild, en FSA fær 100
milljónir króna til rekstursins í
Kristnesi. Starfsmannamál á
Kristnesi munu skýrast endan-
lega um áramót en eins og
fram hefur komið mun starfs-
fólki þar fækka frá því sem nú
er.
„Við ætlum að reyna að halda
uppi sem mestri starfsemi á þess-
um tveimur deildum fyrir þessa
fjárhæð,“ sagði Ingi Björnsson,
framkvæmdastjóri FSA, í gær og
bætti við að stefna FSA sé sú að
halda áfram uppbyggingu endur-
hæfingardeildarinnar á Kristnesi.
Eins og margoft hefur komið
fram hafa heilbrigðisyfirvöld
miðað við að ná 40 milljóna
króna sparnaði á Kristnesi og
aðspurður segir Ingi að í samein-
ingunni við FSA verði notið góðs
af hagræðingar- og sparðnaðar-
aðgerðum sem ráðist hafi verið í
á Kristnesspítala á yfirstandandi
ári. Þá verði t.d. stjórnun færð til
FSA og reynt að sinna þjónustu
við Kristnesspítala sem mest frá
FSA. „í þessum atriðum felst sá
sparnaður sem hægt er að ná. Við
erum með kostnaðaráætlun sem
Ólafsfjörður:
Elsti íbúinn 101
árs á aðfangadag
Elsti íbúi Ólafsfjarðar, Elín
Guðbjartsdóttir, verður 101
árs á aðfangadag, 24. desem-
ber. Hún flutti ung til Ólafs-
fjarðar innan úr Eyjafirði og
stofnaði heimili með Sigurði
Jóhannessyni skósmið, sem
lengi rak skósmíðavinnustofu á
Ólafsfirði.
Elín er bundin hjólastól eftir
slys sem hana henti fyrir nokkr-
um árum en er ern og fylgist vel
með öllu sem gerist í kringum
hana. Elín var ein af fyrstu íbú-
um Hornbrekku, dvalarheimilis
aldraðra á Ólafsfirði, þegar það
hóf starfsemi fyrir 11 árum síðan.
GG
r i
Schiesser®
Gœðanna vegna
úk
er ívið hærri en 100 milljónir
þannig að við verðum að vinna
að því áfram að ná kostnaði
niður. Við gætum þá þurft að
grípa til ráðstafana þegar á líður
árið til að þetta takist en leggjum
upp með þetta svona. Það er ljóst
að eitthvað af starfsmönnum
verður ekki áfram en ég get ekki
farið nánar út í þann þátt að
sinni. Við munum tala við starfs-
fólk í Kristnesi í kringum ára-
mótin,“ sagði Ingi. Aðspurður
segir hann að starfsfólk á Krist-
nesi verði eftir áramótin starfs-
fólk FSA en uppsögn nú og
greiðsla biðlauna heyri undir
Ríkisspítalana. JÓH
Flugeldasalan hefst á þriðja í jólum:
Verðbreytingar litlar mllll ára
Fyrir hver áramót kaupa lands-
menn flugelda, blys og annan
skyldan varning fyrir tugmillj-
ónir króna. Reikna má með að
í ár verði verslunin svipuð og
almennt og voru viðmælendur
blaðsins sammála um að sára-
lítilla breytinga væri að vænta
milli ára. Vegna gengisbreyt-
ingar í haust kunna þýskar vör-
ur að hækka um 5-6% en kín-
verskar, breskar og íslenskar
minna eða ekkert.
Reynsla undanfarinna ára hef-
ur sýnt að ef mikill snjór er um
áramótin er líflegasta salan í flug-
eldum, en ef snjór er lítill eða
auð jörð þá eykst sala á skotkök-
um (tertum). Sala hefst sunnu-
daginn 27. desember hjá nokkr-
um en hjá öðrum á mánudegin-
um og hjá flestum söluaðilum
verður einnig hægt að versla fyrir
þrettándann. í norðlensku kaup-
stöðunum verða eftirtaldir aðilar
með flugeldasölu en í smærri
byggðarlögum sjá björgunar-
sveitir eða þjónustuklúbbar um
söluna:
Akureyri: Hjálparsveit skáta í
Lundi, hjá Bílasölunni Stórholti
og söluskúrum við Hita og Hag-
kaup. íþróttafélagið Þór verður
með sölu í Hamri og Knatt-
spymufélag Akureyrar við félags-
heimili klúbbsins.
Húsavík: Kiwanisklúbburinn
Skjálfandi í húsnæði Trésmiðj-
unnar Borgar ofan verslunar-
húsnæðis Kaupfélags Þingeyinga.
Ólafsfjörður. Björgunarsveitin
Tindur í Sandhóli, húsi Slysa-
varnafélagsins.
Dalvík: Kiwanisklúbburinn
Hrólfur, Slysavarnafélagið og
Ungmennafélagið sameiginlega í
Jónínubúð og austan Kaupfélags-
ins og Hjálparsveit skáta í hús-
næði sveitarinnar á Sandskeiði.
Siglufjörður: Björgunarsveitin
Strákar og Kiwanisklúbburinn
Skjöldur í Þormóðsbúð, húsi
Slysavarnafélagsins.
Sauðárkrókur: Björgunarsveit-
Kaupmenn á Norðurlandi
vestra segja að salan fyrir jólin
verði Iíklega svipuð og fyrri ár.
Óveðrið hefur þó sett strik í
reikninginn, bæði til ills og
góðs.
Fólk verslar í heimabyggð fyrir
jólin, þó alltaf sé eitthvað um
ferðalög til Akureyrar eða
Reykjavíkur. Slíkar ferðir hafa
þó líklega verið færri í ár en ella
vegna ótíðar. Kaupmenn eru
sammála um að ófærðin geri að
verkum að fólk versli fremur
heima. En sumir segja að ófærðin
geri líka að verkum að fólk kom-
ist heldur ekki í búð í heima-
byggð, a.m.k. fólk úr sveitunum.
Þetta sagði t.d. Brynjar Pálsson í
Bókabúð Brynjars á Sauðár-
króki. Hann kvaðst þó ekki vita
ennþá um söluna, en taldi ólík-
legt annað en ófærðin hafi dregið
úr henni. Ómar Bragi Stefánsson
sagði hins vegar að salan hjá
Kaupfélaginu á Sauðárkróki sé
svipuð og önnur ár, meira sé um
fólk úr sýslunni, en minna um
aðkomufólk m.v. fyrri ár. Ingunn
Gísladóttir kvaðst þokkalega
ánægð með söluna hiá Kaup-
félaginu á Blönduósi. I fámenn-
in Skagfirðingasveit og Skátafé-
lagið Eilífsbúar í húsi Trésm.
Hlyns, Sæmundargötu 8.
Blönduós: Hjálparsveit skáta í
Björgunarstöðinni, Efstubraut 3.
Þar verður einnig selt í nágranna-
sveitunum. GG
ari þéttbýlum er salan dræmari,
enda færri og smærri verslanir.
sþ
Akureyri:
Aldrei verið
fleiri á atvinnu-
leysisskrá
Ennþá sígur á ógæfuhliðina
með atvinnuleysið á Akureyri.
Samkvæmt skráningu hjá
Yinnumiðlun Akureyrarbæjar
sl. föstudag voru 455 manns á
atvinnuleysisskrá, sem er
hæsta tala sem sést hefur hjá
Vinnumiðlun frá upphafí.
Þær upplýsingar fengust hjá
Vinnumiðlun í gær að nánast á
hverjum degi fjölgaði á atvinnu-
leysisskrá og væri verkafólk mest
áberandi.
í lok desember í fyrra voru 260
á atvinnuleysisskrá og því hefur
fjölgað um hátt í 200 manns á
atvinnuleysisskrá á árinu. óþh
Norðurland vestra:
Fólk verslar í heimabyggð
- kaupmenn sæmilega ánægðir
Eldvarnaeftirlitið:
Gæta verður vel að jólaskreytíngum
- nauðsynlegt að yfirfara allar jólaseríur
Umjólin eykst eldhætta á heim-
ilum til muna. Margskonar
skreytingar bjóða hættu heim -
einkum þegar kerti eru hluti
skreytinganna. Þá er einnig
nauðsynlegt að huga að öllum
rafmagnsbúnaði, eins og jóla-
trésseríum og öðru og gæta
þess að tengja ekki of mörg
rafmagnstæki við hverja inn-
stungu.
Víkingur Björnsson, hjá eld-
vamareftirlitinu á Akureyri, sagði
í samtali við Dag að brýna þyrfti
fyrir fólki að fara með allri gát
við jólaskreytingar. Einkum
verði að viðhafa aðgát þegar um
kertaskreytingar sé að ræða eins
og aðventukransa. Gæta verði
þess að slökkva á kertum áður en
þau brenni of nálægt skreyting-
unum og einnig að kerti komist
hvergi í snertingu við eldfim efni
á borð við gluggatjöld.
Þá sagði Víkingur að gæta
verði vel að öllum rafmagns-
búnaði. Yfirfara jólaseríur og
aðgæta hvort þær séu trosnaðar
og einangrun ábótavant. Þá sé
einnig nauðsynlegt að gæta þess
að tengja ekki of mörg tæki við
eina og sömu innstunguna - með
öðrum orðum að nota ekki fjöl-
tengi við hverja innstungu. Af
því geti hlotist að innstunga og
fjöltengi hitni og valdi íkveikju.
Víkingur sagði að til væru sér-
stakar lokur er setja mætti á kerti
er virkuðu á þann veg að þegar
kertið væri brunnið hæfilega
langt niður leggðist lokan yfir
kveikinn og skökkti á því áður en
hætta hlytist af. Hjá Blómabúð-
inni Laufási fengust þær upplýs-
ingar að slíkar lokur hefðu verið
til og nokkuð selst af þeim fyrir
síðustu jól en nú hefði ekki tekist
að útvega þær. pi
dagur
til jóla