Dagur - 23.12.1992, Page 6

Dagur - 23.12.1992, Page 6
6 - DAGUR - Miðvikudagur 23. desember 1992 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 • SÍMFAX: 96-27639 ÁSKRIFT KR. 1200 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ KR. 110 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON UMSJÓNARMAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNAR- SON, (íþróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLIG. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SIGRÍÐUR ÞORGRÍMSDÓTTIR (Sauðárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON. LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. Hátíð fer að höndum Senn fer að höndum fæð- ingarhátíð frelsarans; stærsta og gleðilegasta hátíð ársins. Það skyggir þó óneitanlega á gleðina hve víða er hart í ári og hve víða erfiðleikar steðja að. Óvenju margir íslending- ar munu til dæmis ganga til jólahátíðarinnar án atvinnu og þar með án þeirrar örygg- istilfinningar um framtíðina, sem svo mörgum þykir sjálf- sögð og öllum er nauðsynleg. Vandinn sem að steðjar verð- ur ekki leystur á einni nóttu né heldur er hann þess eðlis að einfaldar lausnir dugi. Vandi atvinnuleysis er eng- um óviðkomandi. Það ætti heldur enginn að láta sér fátt um finnast þótt vaxandi fjöldi einstaklinga búi við afar bág kjör í allsnægtasam- félaginu og hafi vart til hnífs og skeiðar. Megininntak kristinnar trúar er samhjálp, ást og kærleikur. Það er ein- mitt í anda kristinnar trúar að hjálpa náunganum og styrkja þá og styðja sem eiga um sárt að binda. Við þurfum öll að leggjast á eitt við að finna lausnir og deila byrðun- um réttlátlega. Heilög jól marka tímamót í lífi kristinna manna um allan heim, þótt þeir undirbúi komu þeirra með mismunandi hætti. Hér á landi er jóla- undirbúningurinn jafnan umfangsmikill hjá þorra landsmanna og sumum kann að finnast nóg um allt það til- stand sem jólunum fylgir í seinni tíð. Hins vegar er eng- in ástæða til að amast við því, svo fremi sem sjálfur boð- skapur jólanna gleymist ekki í öllu vafstrinu. Boðskapur jólanna er friður á jörð, byggður á batnandi sambúð einstaklinga og þjóða. Enginn hefur komið þeim boðskap betur til skila en frelsarinn sjálfur, Jesús Kristur. Boðskapur hans er enn í fullu gildi þótt þess sjái lítil merki í heimsfréttunum. Víða um heim geisa styrjaldir og grimmd mannanna er oft og tíðum ótrúleg og ólýsan- leg. Vonandi kemst friður á um um jólin og þótt hann kunni einungis að vara um stundarsakir, kynni stutt friðarskeið að reynast upp- hafið að öðru lengra. í svartasta skammdeginu bendir kristin kirkja okkur á ljósið í myrkrinu, hið eilífa ljós sem aldrei dofnar. Um jólin gefst fjölskyldunni tæki- færi til að vera saman í nokkra daga og njóta þess friðar sem jafnan fylgir hinni miklu hátíð. í brjóstum allra býr sama þörfin fyrir ástúð og umhyggju og á helgum jólum gefst betra tækifæri en ella til að fullnægja þeirri þörf. Á morgun gengur jólahátíð- in í garð. Þrátt fyrir aðsteðj- andi erfiðleika megum við ekki missa sjónar á því að íslenskt þjóðfélag býr yfir óteljandi möguleikum, ótal tækifærum til nýrrar fram- sóknar. Því skulum við fagna jólunum líkt og börnin: af einlægni og tærri gleði. Með þeim orðum óskar Dagur les- endum sínum og landsmönn- um öllum gleðilegra jóla. BB. „Ekki Sálarrannsóknarfélagið á Akureyri var stofnað 23. októ- ber 1953. Fyrsti formaður var Steindór Steindórsson fv. skólamcistari Menntaskólans á Alureyri. Fleiri mætir menn veittu félaginu forstöðu í upp- hafí vegar, svo sem Guðmund- ur Jörundsson, skipstjóri og útgerðarmaður, sem nú er látinn, og Jón Sigurgeirsson, fv. skólastjóri Iðnskólans á Akureyri. Félagar Sálarrann- sóknarfélags Akureyrar eru um 900. Um þessar mundir er starfssemin blómleg undir stjórn formannsins Skúla Lórenzsonar, slökkviliðs- manns. „Um tíma var starfsemi félags- ins ekki burðug, en í stjórnartíð Björns Halldórssonar fengum við inni í Strandgötunni í bakhúsi við Kristjánsbakaríið gamla. Sálar- rannsóknarfélagið keypti húsið af Akureyrarbæ og hér er nú aðstaðan hin besta. Einnig höf- um við herbergi í Amaro-húsinu þar sem miðlar geta tekið á móti fólki. Herbergið í Amaró-húsinu leysir mikinn vanda, því oftast eru tveir miðlar starfandi á veg- um félagsins og i slíkum tilvikum er húsnæðið við Strandgötuna ekki nægilega rúmt. Skarphéðinn heitinn Ásgeirsson lét okkur aðstöðuna í té endurgjaldslaust fyrir margt löngu. Að honum látnum hafa erfingjarnir haft sama hátt á, segir Skúli Lórenz- son er undirritaður hitti hann að máli fyrir nokkru til að forvitnast um starfsemi Sálarrannsóknar- félagsins og ekki þá síður um sakar að leita nýrra vídda“ segir Skúli Lórenzson, formaður Sálarrannsóknarfélags Akureyrar manninn sjálfan, sem er í forsvari þess stóra hóps sem starfar innan vébanda félagsins. Guðrún í Óskabúðinni var minn trúnaðarvinur „Markmið mitt frá upphafi hefur verið að vinna af heilum huga að málefnum Sálarrannsóknarfé- lagsins, að efla starfið sem hægt er. Öll erum við forvitin og vilj- um vita hvað okkar bíður að jarðvist lokinni. Pví er svo að starf mitt hefur beinst að því að fá til starfa hér á Akureyri trú- verðuga og góða miðla, sem hef- ur tekist með ágætum. Sjálfur hef ég haft áhuga á and- legum málefnum frá barnæsku. Móðir mín var mjög andlega sinnuð, þó svo að hún hafi sjald- an rætt andleg málefni nema við sína nánustu. Venslaður er ég Andrési heitnum Andréssyni, sem var klæðskeri á Laugarvegi 3 í Reykjavík. Þeir sem þekkja sögu Andrésar vita hvernig hann starfaði að andlegum málefnum og hafði áhrif. Sem unglingur bar ég mikið traust til Guðrúnar Sigurðardótt- ur. Ég var alinn upp á Eyrinni og kom oft við í Óskabúðinni til spjalls við Guðrúnu. Við ræddum um lífið og tilveruna og ekki síð- ur um líf að jarðvist lokinni. Mér þótti gott að vita af Guðrúnu í Óskabúðinni, hún var trúnaðar- vinur minn sem gott var að leita til með vandanál unglingsáranna. Langt er um Iiðið frá því þetta var. Guðrún er gengin á vit feðra sinna og ég sem aðir lifum ibreytta tíma.“ * Islendingar leita stöðugt þess óþekkta „Firringin í þjóðfélaginu er mikil og kallar raunar á nýjan lífsstíl. Atvinnuleysi eykst ár frá ári. Fjöldi fólks á í erfiðleikum með að framfleyta sér og sínum. Þeg- ar fólk sér ekki fram úr erfiðleik- um svo mánuðum og árum skiptir þá er voðinn vís. Því er svo að fólk verður að taka á honum stóra sínum til að finna farsæla braut úr ógöngunum. Fólk verð- ur að skoða sig sjálft hið innra. Æ fleiri leita til Sálarrannsóknarfé- lagsins og þeirra starfskrafta, miðla, sem þar vinna. Margir eru þeir sem leita til miðlanna þegar ekkert bíður þeirra annað en vist á geðdeild. Miðlarnir hafa oft á tíðum náð undraverðum árangri til hjálpar fólki í neyð. Fólk leitar einnig til okkar með líkamlega kvilla. Mikið hefur verið rætt og ritað um læknamiðla. Á vegum Sálar- rannsóknarfélagsins starfa og hafa starfað hinir færustu lækna- 'miðlar. Reynsla áranna hefur kennt okkur að starf þessa fólks hefur leitt af .sér gott og margir hafa hlotið varanlegan bata. Orkustöðvar líkamans eru ólíkar hjá fólki. Sumir eru tilfinn- ingaverur og aðrir ekki. íslend- ingar eru miklar tilfinningaverur og leita stöðugt þess óþekkta. Við hér, sem vinnum að líkams- og sálarheill fólks á Akureyri undir merkjum Sálarrannsóknar- félagsins, höfum trú á því starfi sem hér er unnið. Ég hef alla tíð sagt, að ekki á að neyða fólk til þátttöku þar sem andleg málefni eru á döfinni. Hver og einn á að taka ákvörðun þar um. Mjög misjafnt er hverju fólk vill trúa. Sem ungur maður átti ég leið um Reykjadal og fór heim að Einarsstöðum til að hitta Einar Jónsson, miðil. íþrótta- meiðsl höfðu hrjáð mig lengi. Hjá Einari, í kvistherberginu, varð ég fyrir þeirri reynslu sem seint gleymist. Ég fékk bata og hann varanlegan. Einar á Einars- stöðum hafði mjög sterka og góða stjórnendur að handan, sem ég fékk að njóta síðar þegar ég átti við bakmeiðsl að stríða. Reynsla mín af störfum Einars Jónssonar varð aflvaki þess, að síðar hóf ég störf hjá Sálarrann- sóknarfélagi Akureyrar. Þessi ár sem ég hef starfað hjá Sálarrann- sóknarfélaginu hafa verið lær- dómsrík og uppbyggjandi. Ég hef hlotnast þá vissu að líf er eftir dauðann og ýmsir eru þeir fram- liðnir sem vilja hjálpa okkur jarðvistarbúum. Þar koma miðl- arnir til sögunnar og ekki megum við gleyma mætti bænarinnar. Því er svo að ég hvet alla sem hafa áhuga á-andlegum málefn- um að hafa samband við þá sem eru í forsvari fyrir Sálarrann- sóknarfélag Akureyrar. Fólk leit- ar gjarna langt yfir skammt þegar sjúkdómar og sálarböl steðjar að. Óft er Bakkus skammt undan þegar illa stendur á. Starf innan Sálarrannsóknarfélagsins gefur nýja lífssýn. Ekki sakar að leita nýrra vídda,“ segir Skúli Lórenz- son. ój

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.