Dagur - 23.12.1992, Qupperneq 11
Miðvikudagur 23. desember 1992 - DAGUR - 11
Mýjar bækur
Depill fer á
grímuball
Depill fer á grímuball, nefnist
nýjasta bókin í bókaflokknum
um Depil, eftir Eric Hill.
í frétt frá útgefanda segir m.a.:
„Þetta er skemmtileg bók fyrir
yngstu lesendurna og á hverri
opnu leynist eitthvað spennandi
bak við flettiflipa."
Útgefandi er Skjaldborg.
Leynigarðurinn
Bókaútgáfan Skjaldborg hefur
sent frá sér bókina „Leynigarður-
inn“, eftir Francis Hodgson
Burnett.
Þessi heimskunna og hugljúfa
saga hefur verið kvikmynduð oft-
ar en einu sinni og minna má á að
fyrir fáum árum voru sýndir
í_ Sjónvarpinu framhaldsþættir
byggðir á sögunni.
I fyrra kom út bókin „Lítil
prinsessa“ eftir sama höfund.
Fylgsnið
Út er komin bókin „Fylgsnið“,
eftir Dean A. Koontz.
í frétt frá útgefanda segir m.a.:
„Dean A. Koontz er meðal mest
lesnu spennusagnahöfunda vest-
anhafs og hafa m.a. allar komist
á metsölulista New York Times.
„Fylgsnið" er nýjasta bók þessa
höfundar og jafnframt sú fyrsta
sem út kemur á íslandi."
Útgefandi er Skjaldborg.
Hestar og menn
Bókin Hestar og menn 1992 -
Árbók hestamanna, er komin út
sjötta árið í röð.
í bókinni segir frá ferð nokk-
urra Vestfirðinga með 60 hross
yfir Breiðafjörð með bílferjunni
Baldri; rakin er saga íslandsmóta
og sagt frá því 15. í röðinni, sem
haldið var sl. sumar í Reykjavík.
Einnig er fjallað um hrossarækt á
Vesturlandi og fjórðungsmót,
sem haldið var þar. Pá segir
einnig frá stórsigrum íslendinga á
Norðurlandamótinu í Seljord í
Noregi.
í bókinni er fjöldi mynda og
teikninga af hestum og mönnum
og margar þeirra í lit.
Höfundar bókarinnar eru
Guðmundur Jónsson og Þorgeir
Guðlaugsson. Bókin kostar 3.480
krónur. Útgefandi er Skjaldborg.
Draugahúsið
í skóginum
Draugahúsið í skóginum heitir ný
myndabók um litla stúlku sem kann
ekki að hræðast.
Hún villist úti í skógi og nornir,
draugar og skrímsli trúa ekki sínum
eigin augum þegar hún lætur sér
hvergi bregða við ólæti þeirra.
Höfundur er Kicki Stridh, Eva
Erikson myndskreytti og Árni Sig-
urjónsson þýddi. Mál og menning
gefur út bókina sem er 29 blaðsíður
og kostar kr. 880.
Betrihelmingurími
Út er komin bókin „Betri helm-
ingurinn“, en hún hefur að
geyma viðtöl við eiginkonur
fimm landskunnra manna í þjóð-
félaginu. Þetta er fjórða bókin í
þessum bókaflokki.
í frétt frá útgefanda segir m.a.:
„í bókinni lýsa konurnar lífi sínu
og starfi á fróðlegan og skemmti-
legan hátt en umfram allt tala
þær af hreinskilni og einlægni.“
í „Betri helmingnum“ að þessu
sinni er rætt við þær Margréti
Björgvinsdóttur, eiginkonu Har-
aldar Bessasonar, rektors
Háskólans á Akureyri; Hallveigu
Thorlacíus, eiginkonu Ragnars
Arnalds, alþingismanns og fyrr-
verandi ráðherra; Ágústu
Ágústsdóttur, eiginkonu séra
Gunnars Björnssonar, prests að
Holti í Önundarfirði; Dóru Erlu
Þórhallsdóttur, eiginkonu Heim-
is Steinssonar, útvarpsstjóra
Ríkisútvarpsins, og Þórhöllu
ísberg, eiginkonu Jóns ísbergs,
sýslumanns á Blönduósi.
Skrásetjarar eru Jón Daníels-
son, Sólveig Jónsdóttir (tveir
þættir), Önundur Björnsson og
Kristján Björnsson.
Útgefandi er Skjaldborg.
Hreintogbeint
Bókaútgáfan Skuggsjá, Hafnarfirði,
hefur sent frá sér bókina Hreint og
beint-Ljóð og ljóðlíki eftir Þorgeir
Ibsen í Hafnarfirði.
Á bókarkápu segir m.a.: „Nýr
ljóðahöfundur ýtir hér úr vör - þótt
seint sé - með ljóðabók, sem hann
kallar Hreint og beint. Þar eru farn-
ar troðnar slóðir í hefðbundnum
stíl, en nýstárlegum þó um sumt.
Höfundur á það til að víkja af al-
faraleið í ljóðum sínum, einkum í
þeim ljóðum sem hann nefnir ljóð-
líki en ekki ljóð með því fororði að
ljóðltki geti ekki kallast ljóð fremur
en smjörlíki smjör. En ljóðlíki hans
eru samt allrar athygli verð og virð-
ast standa vel fyrir sínu.“
Sykurmolarnir
Árni Matthíasson blaðamaður hefur
skráð sögu Sykurmolanna fyrir
bókaútgáfuna Örn og Örlyg.
í bókinni rekur Árni söguna allt
frá sokkabandsárum á hjara verald-
ar til heimsfrægðar. í bókinni er
fjöldi ljósmynda af hljómsveitinni,
einstaklingunum, umboðsmönnum,
áhorfendum, blaðamönnum, bíl-
stjórum, þjóðhöfðingjum, pönkur-
um, stúdíómönnum, kvikmynda-
leikstjórum, rokkurum og smekk-
leysingjum.
Höfundur bókarinnar, Árni Matt-
híasson blaðamaður við Morgun-
blaðið, hefur fylgst með ferli Sykur-
molanna innanlands sem utan.
Fyrirtækið
Iðunn hefur gefið út bókina Fyrir-
tækið eftir John Grisham.
f kynningu útgefanda segir m.a.:
„Þeir gerðu honum tilboð sem hann
hefði átt að hafna. Fyrirtækið býður
honum gull og græna skóga, en illur
grunur læðist brátt að. Hvað dylst á
bak við tjöldin? Enginn lögfræðing-
ur hefur nokkru sinni hætt störfum
hjá fyrirtækinu - en fimm hafa látist
af slysförum... Þegar alríkislögregl-
an setur honum kosti rennur upp
fyrir honum að hann er flæktur í
víðtækt og óhugnanlegt samsæri þar
sem fáum er að treysta.“
Ólafur Grétar Kristjánsson og
Nanna Rögnvaldardóttir þýddu.
Jólagetraun
Matvörudeildar KEA:
Bjartmar hlaut
vöruúttektina
Bjartmar Sigurjónsson, Víði-
lundi 12g á Akureyri, hlaut vöru-
úttkekt fyrir kr. 10.000 í verðlaun
í jólagetraun Matvörudeildar
KEA. Getraunin var birt í jóla-
blaði Matvörudeildar og var í því
fólgin að svara rétt fjórum lauf-
léttum spurningum.
Svörin við spurningunum voru
þessi: 1.) 1995 kr., 2.) KEA
Sunnuhlíð, 3.) KEA Byggðavegi,
4.) 895 kr. Bjartmar hafði öll
svörin rétt og hafði heppnina
með sér er dregið var úr innsend-
um lausnum en gífurlegur fjöldi
svarseðla barst.
Sálnarusk
Sr. Svavar A. Jónsson
Refsing Kains
Kára dreymdi einkennilegan draum nóttina
fyrir afmælisdaginn sinn.
Afmælisgestirnir mættu allir stundvíslega til
veislunnar. Þeir höfðu með sér margar gjafir og
stórar. Þá gerðist nokkuð undarlegt. Þeir gáfu
hver öðrum gjafirnar, héldu upp á afmælið
saman, glöddust yfir gjöfunum og skemmtu sér.
Enginn lét sér annt um afmælisbarnið. Að
nokkrum tíma liðnum fóru gestirnir heim til sín,
glaðir og sælir. Afmælisbarnið sat eftir með sárt
ennið, í miðri hrúgu af gjafapappír og skraut-
borðum. Damaris Reichenbach
Myndina gerði Lilja Hauksdóttir, nemandi á síðasta ári I málunardeild Myndlistaskólans á Akureyri. Myndin
er unnin undir þeim hughrifum sem sálnarusk sr. Svavars kallaði fram.
í einni bóka sinna rifjar rithöfundurinn Elie
Wiesel upp gamla gyðinglega sögn: Hvernig var
Kain refsað fyrir að hafa myrt Abel? Jú, hann
var látinn gleyma hinu raunverulega inntaki
hvíldardagsins.
Stefið, sem leikið er í sögunni hér að ofan,
heyrist oft á þessum tíma ársins. Jólahald nútím-
ans gefur oft berlega til kynna að þar hafa
umbúðirnar borið innihaldið ofurliði. Ég er
samt hissa á því þegar fólk veður hissa á því
hvernig landinn heldur jól. Hvernig getur jóla-
hald í þjóðfélagi eins og okkar orðið öðruvísi en
það er? Er nokkuð tilefni til að ætla að það geti
orðið annað en það er? Hver eru þau gildi, sem
mest eru metin í verki í þjóðfélaginu? Hverjir
eru raunverulegir mælikvarðar fólks? Hvers
vegna ættu þeir endilega að breytast á þessum
örstutta tíma heilagra jóla?
Og kannski gerist ekki annað um jólin en það
að einkenni samfélagsins koma vel í ljós?
Skefjalaus neysla, hraði, streita og fyrirgangur.
Við ömumst gjarnan við þessum fyrirbærum, að
minnsta kosti svona rétt yfir blájólin, en sá söng-
ur hljóðnar um leið og þau eru Iiðin og heyrist
varla endranær.
Rétt eins og fólk grípi aðeins kaupæði á jólun-
um, og aðeins þá beri það ekki skynbragð á
raunveruleg gildi.
Það er í sjálfu sér ekkert rangt við að gefa
gjafir og hafa það gott. Ég er enginn meinlætis-
maður. En hvernig er hægt að ætlast til þess að
maður upplifi helgi heilagra jóla, ef manni er
ekkert heilagt? Og hvernig á að vera unnt að
skynja sanna helgi jólanna, ef maður er alla
aðra daga að sækjast eftir vindi og hégóma?
Hvernig á maður að halda heilög, kristileg jól,
ef maður hefur gleymt raunverulegu inntaki
hvíldardagsins, allra helgra daga og hátíða, eins
og Kain?
Það hefur verið mikið spurt í þessum pistli en
við höfum öll gott af því að nota þessa daga til
þess að spyrja okkur sjálf út úr, vera svolítið
ágeng við okkur sjálf og ærleg. Við höfum öll
gott af því að hlusta á okkur sjálf og hlusta eftir
þeim, sem kemur á jólunum.
Þannig jól óska ég þér og þínum.
„Yerið óhræddir, því sjá, ég boða yður
mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum:
Yður er í dag frelsari fæddur,
sem er Kristur Drottinn, í borg Davíðs.“
(Lúkas 2,11)