Dagur - 23.12.1992, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 23. desember 1992 - DAGUR - 13
Kynning á jóladagskránni
Jóladagskrá Sjónvarpsins og Stöðvar 2:
í mörg hom að líta fyrir sjónvarpsáhorfendur
Sjónvarpsstöðvarnar leggja að
vanda mikið upp úr dagskránni
yfír jólin og oft er það svo að
áhorfendur komast ekki yfír að
horfa á allt efni sem áhugavert
getur talist og safnast þá gjarn-
an mikið efni fyrir á mynd-
böndum. Gott er að grípa tii
þessara myndbanda þegar
dagskránni fer að hraka á ný.
En hér skulum við líta á
nokkra dagskrárliði sem búast
má við að veki athygli sjón-
varpsáhorfenda um jólin.
Fimmtudagur 24. desember
- aðfangadagur
Dagskráin á aðfangadag verður
með nokkuð hefðbundnu sniði
og efni fyrir yngstu kynslóðina
áberandi á báðum stöðvum. í
Sjónvarpinu hefst dagskráin kl.
12.40 með táknmálsfréttum og
síðasta þætti jóladagatalsins og
þar með lýkur hrakningarsögu
séra Jóns. Fréttir verða kl. 13 og
síðan barnaefni frá 13.20-16.40.
í dagskránni á aðfangadags-
kvöld má t.d. nefna þátt sem
nefnist Jólavaka 1992 og hefst kl.
21.30. Leikararnir Herdís Þor-
valdsdóttir og Róbert Arnfinns-
son lesa ljóð og annað efni tengt
jólunum og Blásarakvintett
Reykjavíkur leikur nokkur verk.
Umsjón með þættinum hefur
Sveinn Einarsson.
Á Stöð 2 verður nær samfellt
barnaefni frá kl. 9 um morguninn
og til kl. 16.10. Stuttum fréttum
verður skotið inn í dagskrána kl.
13.30 og kl. 16.10 kemur Eyfirska
sjónvarpsfélagið til skjalanna og
sendir út jólahugvekju sr. Birgis
Snæbjörnssonar.
Sjónvarpið, aðfangadagur kl. 21.30: Jólavaka 1992. Blásarakvintett Reykja-
víkur leikur nokkur verk og Herdís Þorvaldsdóttir og Róbert Arnfinnsson
lesa Ijóð og annað efni tengt jólunum.
Stöð 2, jóladagur kl. 19.55: Jólatónleikar BarnaheiIIa. Upptaka frá tónleik-
um í Hallgrímskirkju þar sem Kristján Jóhannsson söng með Sinfóníuhljóm-
sveit íslands og Módettukór Hallgrímskirkju.
Sjónvarpið, annar í jólum kl. 18.25: Seppi. Ný, íslensk kvikmynd fyrir börn.
Handritið skrifuðu Guðmundur Þórarinsson og Björn Ragnarsson. Leik-
stjóri er Ásthildur Kjartansdóttir.
Föstudagur 25. desember
- jóladagur
Mikið af góðu efni er í boði á
báðum stöðvum á jóladag. Meðal
dagskráratriða í Sjónvarpinu má
nefna leikritið Anton og Kleópatra
eftir Shakespeare (kl. 13), Á
hæstri hátíð, jólatónleika með
Fílaharmóníukórnum og Sigrúnu
Hjálmtýsdóttur (kl. 19) og fyrsta
þáttinn í sænskum sjónvarps-
myndaflokki sem gerður er eftir
skáldsögu Selmu Lagerlöf
(Föðurást).
Þættirnir nefnast Keisarinn af
Portúgal. Jan og Kattrina eru
fátæk hjón í sveit. Þau eru orðin
rígfullorðin þegar dóttirin
Klarafina fæðist og líf þeirra öðl-
ast þar með nýjan tilgang. Þegar
hagur þeirra þrengist enn fer
Klarafina til Stokkhólms að
vinna til þess að geta bjargað for-
éldrum sínum úr klípunni. Hún
er lengi í burtu og faðir hennar
saknar hennar svo mikið að hann
leitar huggunar í dagdraumum og
í gervi keisarans af Portúgal bíð-
ur hann á bryggjunni eftir henni.
Loks þegar hún kemur er hann
svo djúpt sokkinn að hann gerir
ekki greinarmun á draumi og
veruleika.
Dagskrá Sjónvarpsins lýkur
með óskarsverðlaunamyndinni
Paradísarbíóið (Cinema
Paradiso).
Á Stöð 2 birtast mörg stór-
menni á skjánum og þar fer
fremstur í flokki Kristján
Jóhannsson. Sýnd verður upp-
taka frá jólatónleikum Barna-
heilla í Hallgrímskirkju (kl.
19.55) þar sem Kristján söng með
Sinfóníuhljómsveit íslands og
Módettukór Hallgrímskirkju.
Aðrir liðir eru m.a.: Mjallhvít
(talsett kvikmynd), Hnotubrjót-
urinn (ballett), Jólatöfrar
(kvikmynd), Kiri Te Kanawa
(þáttur um þessa heimsþekktu
söngkonu), Stórkostleg stúlka
(kvikmynd), Uppvakningar
(kvikmynd) og Peningaliturinn
(kvikmynd).
Laugardagur 26. desember
- annar í jólum
Ekki er síður margt í boði á öðr-
um degi jóla. Þá hefst nýjung hjá
Stöð 2, annar í jólum kl. 14.40: Gilda. Gömul og góð kvikmynd með kyn-
bombunni Ritu Hawyorth þegar hún var á hátindi frægðar sinnar.
Sjónvarpið, jóladagur kl. 21.20: Keisarinn af Portúgal. Fyrsti þáttur í
sænskri sjónvarpsþáttaröð sem gerð var eftir skáldsögu nóbelsverðlauna-
höfundarins Selmu Lagerlöf frá 1914.
Stöð 2, aðfangadagur kl. 10.55: Litli
tröllaprinsinn er skemmtilegt ævin-
týri með íslensku tali um lítinn
tröllaprins sem lendir í spennandi
ævintýrum.
Sjónvarpinu, Morgunsjónvarp
barnanna kl. 9. í þessum fyrsta
þætti verður sýnt íslenskt efni,
m.a. úr Stundinni okkar á liðnum
árum og erlent efni með íslensku
tali.
Eftir hádegi er boðið upp á
Svanavatnið, hinn víðfræga
ballett, í uppfærslu Kirov- og
Bolshojballettsins í Þjóðleikhús-
inu í október sl.
Kl. 18.25 er á dagskránni ný,
íslensk kvikmynd fyrir börn og
heitir hún Seppi. Myndin fjallar
um lítinn flækingshvolp sem býr
með mömmu sinni undir gömlum
bát við Reykjavíkurhöfn.
Mamma hans er vön að leita að
æti handa þeim á hverjum degi
en svo gerist það dag einn að hún
skilar sér ekki til baka. Seppi litli
verður hræddur og fer að leita að
henni og lendir í ótal ævintýrum.
Um kvöldið verður Keisarinn
af Portúgal á dagskrá og kvik-
myndin Óvinir - ástarsaga svo
fátt eitt sé nefnt.
Barnasjónvarp Stöðvar 2 hefst
að vanda kl. 9. Af öðru efni má
nefna Ævintýri Munchausens,
geggjaða kvikmynd (kl. 12.30),
kvikmyndina Gilda með kyn-
bombunni Ritu Hayworth (kl.
14.40), Jól í Vín með José
Carreras, Díönu Ross og Placido
Domingo (kl. 19.45) og um
kvöldið verður Imbakassinn á
dagskrá svo og kvikmyndirnar
Hafmeyjar, Sekur eða saklaus og
Arthur 2 - á skallanum.
Sunnudagur 27. desember
Lítum að lokum á nokkra dag-
skrárliði á sunnudaginn (þriðja í
jólum). Sjónvarpið verður með
Morgunsjónvarp barnanna og kl.
13 verður Jólaóratoría Bachs á
dagskrá. Eftir að tónlistarunn-
endur hafa hlýtt á þetta stórvirki
fá íþróttaðdáendur eitthvað fyrir
sinn snúð cn kl. 15.50 verður
bein útsending frá landsleik
íslendinga og Frakka í hand-
knattleik og kl. 17.20 verður
sýndur þáttur um Ólympíumót
fatlaðra í Barcelona.
Um kvöldið má sérstaklega
nefna leikna heimildamynd um
síðustu daga Jónasar Hallgríms-
sonar, Tíminn vill ei tengja sig
við mig. Jónas fótbrotnar í
stiganum heima hjá sér í Kaup-
mannahöfn og er fluttur á
Friðriksspítala. Á hann sækja
ljóðbrot og myndir að heiman.
Áuk þess er fléttað inn í þáttinn
minningabrotum Konráðs Gísla-
sonar og fundum Fjölnismanna á
Hviids vinstue. í hlutverki Jónas-
ar er Jóhann Sigurðarson.
Á Stöð 2 verður dagskráin að
mestu með hefðbundnu sunnu-
dagssniði. Af frávikum má nefna
óperuna Kovanschina eftir
Musorgsky sem er á dagskrá kl.
12.15. Um kvöldið verður sýnd
stórmyndin Purpuraliturinn með
Whoppy Goldberg í leikstjórn
Stevens Spielbergs. SS
Sjónvarpið, sunnudagur 27. desember kl. 20.25: Tíminn vill ei tengja sig við
mig. Leikin heimildamynd um síðustu daga Jónasar Hallgrímssonar. Jóhann
Sigurðarson er í hlutverki skáldsins.