Dagur - 23.12.1992, Page 18

Dagur - 23.12.1992, Page 18
18 - DAGUR - Miðvikudagur 23. desember 1992 Nýlega var sagt frá því hér í blaðinu að slökkviliðsstjórinn á Sauðárkróki væri að láta af störfum. Þess var getið að hann hefði gegnt þeirri stöðu „eins lengi og elstu menn muna“. Þetta er stórlega ýkt, enda meira í gamni sagt en alvöru. Guðbrandur J. Frímannsson hóf störf í slökkviliðinu á Sauðárkróki árið 1949 þegar hann sótti fyrsta slökkviliðsbílinn suður til Hafnarfjarðar. Guðbrandur hefur jafnframt keyrt sjúkrabflinn í mörg ár. Guðbrandur lítur ekki út fyrir að hafa starfað svo lengi sem „elstu menn muna“. Hann er unglegur, þó sjötugur sé hann orðinn. Hann er hógvær eins og svo margt fólk af hans kynslóð, kveðst ekki hafa frá neinu að segja. En ég trúi því auðvitað ekki, enda hef ég heyrt annað. Úr stórum hópi systkina Ég fékk Guðbrand til að líta við á skrifstofunni og drekka með mér kaffi og áður en hann vissi af var ég farin að yfirheyra hann. Við byrjuðum á hefðbundnu umræðu- efni; ætt og uppruna. „Ég heiti Guðbrandur Jón Frímannsson fullu nafni. Ég er fæddur í Neskoti í Flókadal í Fljótum. Foreldrar mínir fluttu að Steinhóli og síðan að Austara- hóli. Pessir bæir eru stutt hver frá öðrum. Ég hafði gaman af búskap og var í sveitinni til átján ára aldurs. Við vorum 16 systkin- in, 14 eru á lífi ennþá. Ég er lík- lega sjöundi í röðinni. Við vorum 10 bræðurnir, þar af eru níu á lífi. Faðir minn hét Frímann Guð- brandsson. Móðir mín hét Jósefína Jósefsdóttir frá Stóru- Reykjum í Flókadal. Faðir minn flutti síðan til Siglufjarðar eftir að móðir mín dó.“ Guðbrandur segir mér að afi hans Guðbrandur og Guðmund- ur og Björn bræður hans hafi allir verið sjómenn miklir. Afabróðir hans, Björn á Karlsstöðum, var frægur skipstjóri. Guðbrandur heitir í höfuðið á afa sínum, en hann fórst í sjóslysi. Með honum fórst Jón Guðmundsson bróður- sonur hans, en Guðbrandur heit- ir einmitt Jón í höfuðið á þessum frænda sínum. Rafvirkl og slökkviliðsmaður Að lokinni ættfærslunni snerum við okkur að starfsferli Guð- brands, sem er all fjölskrúðugur. - Hvað gerðirðu þegar þú fórst úr sveitinni? „Þá var ég eitt sumar í vega- vinnu í Siglufjarðarskarði. Fór svo til Siglufjarðar og var þar í gagnfræðaskóla í tvo vetur. Hætti svo og var í byggingarvinnu þangað til ég tók bílpróf. Ég keyrði vörubíl eftir að ég tók prófið til 1944. Þá tók ég meira- próf og flutti hingað á Sauðár- krók eftir áramótin 1944-5. Þá fór ég að keyra hjá sérleyfishafa hér sem var með rútuferðir frá Varmahlíð. Fyrst til Haganesvík- ur, því fólkinu var keyrt þangað og fór á bát á milli til Siglufjarð- ar. Vegurinn yfir Siglufjarðar- skarð var ekki kominn. Mig minnir að skarðið opnist 1947, um haustið. Ég var svo heppinn að það var eftir smá kafli og ég var eiginlega fyrstur til að keyra rútubíl yfir Siglufjarðarskarð og er montinn af því. Þetta var á þessum árum þegar síldin var og miklir fólksflutningar á vorin. Þetta var ævintýri á Siglufirði á þeim árum. 1948 keypti ég mér vörubíl og var með vöruflutninga milli Reykjavíkur og Sauðárkróks. Ég átti hann ekki lengi, því 1949 byrjaði ég að vinna hjá Rafveitu Sauðárkróks. Þá var Göngu- skarðsvirkjun að komast í gagnið og þá var farið í það að breyta bæjarkerfinu hér og byrjað að setja rafmagn í jörð. Ég vann við það. Þá byrjaði ég að læra raf- virkjun og fór í Iðnskóla Sauðár- króks sem þá var byrjaður og kláraði það nám. Það var í kring- um 1950. Ég vann líka hjá Raf- magnsveitum ríkisins. Eg var aðallega í því að setja upp spenni- stöðvar, í Svarfaðardalnum og víðar. Það var um 1955. Þá var verið að rafvæða landið.“ Sótti fyrsta slökkviliðsbflinn - Hvenær hófstu störf hjá Slökkvi- liðinu? „Haustið 1949 sótti ég fyrsta slökkviliðsbílinn í Skagafjörð til Hafnarfjarðar. Það var verið að breyta þar nokkrum bílum. Ég keyrði þennan bíl síðan og sá um hann og dæluna. Fast starf hjá Slökkviliðinu hafði ég ekki fyrr en 1971 þegar Brunavarnir voru stofnaðar hér. Áður var ég bara slökkviliðsstjóri fyrir Sauðárkrók frá 1967. Brunavarnir Skaga- fjarðar voru stofnaðar af öllum hreppunum ásamt Sauðárkróki og eftir það fór ég í fullt starf sem slökkviliðsstjóri. Við erum með allt héraðið undir og svo er slökkvilið á Hofsósi og Varma- hlíð og við vinnum með þeim.“ - Hvernig var að starfa fyrstu árin? „Slökkvilið var stofnað hérna 1917. Það var aftur á móti búið að vera að fjalla um þessi mál. Fyrsta slökkvistöðin var í kjallar- anum á gamla barnaskólanum, þar sem Feykir er nú með aðstöðu. Eftir að keypt var slökkvidæla fór slökkvistöðin þarna inn. Þegar ég kom hingað var hér þessi gamla dæla, sem nú er horfin því miður. Það var ekk- ert annað hér fyrir nema dælan og nokkrar slöngur. Ég man að fyrst eftir að ég kom hérna sá ég þegar karlarnir hérna voru að draga dæluna, sem var á hjólum, um göturnar." Gamli slökkviliðsbfllinn, árgerð 1943, Það þóttu góðir bílar „Svo fóru hrepparnir í það að kaupa þrjá bíla 1970. Stærsti bíll- inn var staðsettur hérna á Sauð- árkrók, hitt voru rússajeppar sem voru staðsettir í Varmahlíð og Hofsósi. Það var meiningin að við færum í sveitirnar og hjálpuð- um hinum, á stóra bílnum." - Var gamli bíllinn þá ónýtur? „Nei, nei, hann var notaður áfram. Nú er þetta bara forngrip- ur sem við verðum að eiga, hann er geymdur fram í Varmahlíð eins og er. Það hefur verið erfitt með húsnæði hérna, en það er að lagast.“ - Þykir þér ekki svolítið vænt um þennan bíl? „Jú, mér þykir það nú. Hann var það fyrsta sem ég kynntist í þessu starfi. Ég hef heyrt að þetta hafi verið amerískir bílar sem hafi verið á skipi sem strandaði á söndunum fyrir sunnan. Þeir voru keyptir af Erlendi Halldórs- syni sem átti heima í Hafnarfirði og segja má að hafi verið bruna- málastjóri á þessum tíma, þó að Brunamálastofnun væri ekki til. Hann var í eftirliti um allt land. Hann breytti þessum bílum í siökkvibíla. Þetta voru herbílar, þessi bíll var árgerð 1943. Það eru fleiri slíkir bílar hér á Iandi og ég held að þeir séu í notkun sumsstaðar. Þetta þóttu full- komnir bílar í þá daga. Nýi bíll- inn var auðvitað fullkomnara tæki, meiri dælukraftur og sæmi- legur vatnstankur." Brunavarnir eru mikflvægar - Var ekki talsverð áhætta að sinna slökkvistarfi hér áður? „Það var það náttúrulega og tækin voru ekki eins fullkomin. T.d. við reykköfun, menn voru illa varðir fyrir reykeitrun. Þá þekktust að vísu ekki þessi eitr- uðu efni sem nú eru mikið notuð í byggingar." - Hvað er stærsti bruninn sem þú hefur lent í? „Við höfum verið heppnir hérna. Mesti bruninn sem ég man eftir var 1980 í Varmahlíð. Þá brann verslunarhús K.S. Það var ansi mikið tjón, það voru alls konar efni þarna.“ - Hvernig er þekking manna á brunavörnum? „Við erum með fræðslu og för- um í fyrirtæki og skoðum ástand brunavarna. Þetta er orðið allt öðru vísi, það eru komin tæki eins og slökkvitæki og reyk- skynjarar. Það er sérstaklega mikilvægt í fyrirtækjum að fólk kunni að nota þetta. Það var kona hér sem hreinlega bjargaði húsi af því að hún brást rétt við. Það er náttúrulega mikilvægt að missa ekki kjarkinn. Ég held að menn séu farnir að skilja að það þarf að hafa bruna- varnir í lagi. Það vantaði alveg reglugerð, en síðan hún kom hef- ur verið miklu auðveldara að eiga við þetta. Menn eru farnir að skilja hvað þetta er mikið öryggi.“ Langur vinnudagur - Hvað hefurðu keyrt sjúkrabíl- inn lengi? „Ég er búinn að gera það nokk- uð lengi. Ég man ekki hvað er langt síðan ég byrjaði, það var fyrir 1980. Við höfum verið tveir í þessu.“ - Hvernig er þinn vinnudag- ur? „Það má segja að ég sé á vakt allan sólarhringinn. Við erum á Slökkvistöðinni frá 8-5 á daginn og svo erum við á brunavakt til skiptis og á sjúkrabílnum til skiptis. Við megum náttúrulega aldrei fara báðir úr bænum. Ann- ar okkar verður að vera til staðar.“ - Eru þetta ekki stressandi störf? „Ja, það er það náttúrulega með sjúkrabílinn. Annars hef ég verið heppinn. Ég hef lítið fundið fyrir stressi, nema hvað að ég veit aldrei í hverju ég lendi í útkalli. Maður hugsar sem svo að þetta gæti verið vinur manns eða jafn- vel manns eigin börn.“ - Ertu eldhræddur? „Ég veit það ekki. Ég hef sæmilegar taugar." sem Guðbrandur sótti suður til Hafnarfjarðar árið 1949.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.