Dagur - 23.12.1992, Blaðsíða 19

Dagur - 23.12.1992, Blaðsíða 19
Miðvikudagur 23. desember 1992 - DAGUR - 19 Viðtal: Sigríður Þorgrímsdóttir „Nei, það er ekki hægt að segja það. Ég hef eiginlega ekki getað hreyft mig frá þessu starfi.“ Guðbrandur hefur búið á Sauðárkróki frá því hann var ungur maður. Ég spyr hann hvort honum finnist hann vera eins og innfæddur Sauðkrækingur og hann jánkar því. „Pó manni þyki auðvitað vænt um sína heima- sveit. Fljótin eru í Skagafirði svo þetta er nú sama sýslan." Við tölum um stund um nátt- úrufegurð í Fljótunum og Guð- brandur rifjar upp hve fallegt var þar áður en stíflan kom. Það eru breyttir tímar Þegar við spjöllum meira saman kemur í ljós að Guðbrandur hef- ur átt við fleira en sönginn. Hann viðurkennir að hann hafi lítillega komið nálægt starfsemi Leik- félagsins, en vill ekki gera mikið úr því. „Ég var ekkert í þessu, það var sáralítið. En ég hafði gaman af því. Þetta voru nú ekki stór hlutverk. Pað var helst í Pilti og stúlku. Ég var síðast með í íslandsklukkunni. Ég man ekki hvenær það var, en það er ekkert ógurlega langt síðan. Ég hafði „Ég hef rerið lánsmur - viðtal við Guðbrand J. Frímannsson á Sauðárkróki Sáttur við starfslokin - Nú líður að starfslokum hjá þér, hvernig líður þér með það? „Ég er sáttur við þau. Ég hef verið lánsamur í starfi. Ég hef haft góða aðstoð bæði minnar fjölskyldu og þeirra manna sem hafa starfað með mér. Ég reikn- aði með að það kæmi að þessu, en hefði kannski kosið að vera lengur af því að ég er við góða heilsu.“ - En hvað ætlarðu nú að gera við allan þennan tíma? „Ég veit það ekki. Ég er ekkert farinn að spekúlera í því, verð bara að sjá til. Ég er orðinn of gamall til að vinna í rafmagninu. Ég hef ekkert unnið í því síðan 1970 þegar ég fór á fullt í þetta starf. Petta er allt orðið svo breytt. Ég snýst sennilega í kring- um fjölskylduna.“ - Þarft þú ekki að vera þínum eftirmanni innanhandar? „Jú, ég reikna nú með því. Þetta er eflaust erfitt fyrir ókunn- ugan mann, sérstaklega ef hann verður eitthvað á sjúkrabílnum." Er bara strákur ennþá - Má ég forvitnast um hvað þú ert gamall? „Já, ég er nú fæddur 1922, 26. maí. Ég varð sjötugur síðastliðið vor. Mér finnst þetta hafa verið fljótt að líða þegar ég lít til baka. Mér finnst ég bara vera ungur strákur ennþá. Þetta er svo stutt síðan.“ - Þetta er stuttur tími, en tími mikilla breytinga ekki satt? „Jú, það er satt. Þegar ég fór úr Fljótunum þá var enginn veg- ur kominn, ekki sími, ekkert rafmagn. Þetta eru ekki nema fimmtíu ár. Hugsaðu þér bara, það tók þrjá tíma að keyra fólk úr Varmahlíð í Haganesvík, veg- urinn var bara niðurgrafinn. Það þótti gott þá að fara héðan og til Reykjavíkur á tíu tímum. Maður skilur ekki hvernig fólk komst af 1 sveitunum. ViO þurttum t.d. að labba á annan tíma í skólann þegar ég var í barnaskólanum. Og kennarinn var tvo tíma heim- an frá sér. Ég man eftir mér í torfbæ, það er ekki langt síðan þeir hurfu.“ - Segðu mér frá fjölskyldu þinni. „Konan mín heitir Hallfríður Rútsdóttir og er Skagfirðingur og hálfur Eyfirðingur. Hún er fædd og uppalin á Sauðárkróki. Við eigum þrjú börn. Margrét dóttir okkar býr í Kópavogi. Synir okk- ar tveir búa hér, Frímann sem er í Rafsjá og Guðbrandur, hann er kennari hér við Tónlistarskólann og Barnaskólann. Við eigum átta barnabörn á lífi.“ Lítill tími til tómstunda - Er tónlist í ættinni? „Það er í báðum ættum held ég. Það var mikið söngfólk í minni ætt. Langafi minn, sem söng mikið, var kallaður Sigurð- ur söngur.“ - Hefur þú eitthvað stundað söng? „Eg starfaði í Kirkjukórnum hérna og við bæði hjónin. Við hættum þegar Eyþór Stefánsson hætti sem kórstjóri, það eru lík- lega tuttugu ár síðan. Konan var nú meira í þessu en ég.“ Og nú barst talið að tómstund- unum. Það er erfitt að trúa því að Guðbrandur hafi átt lausa stund til að sinna áhugamálum. En hann hefur þó gefið sér tíma til að syngja eins og svo margir Skagfirðingar. En hvað með hestamennsku, þarf hún ekki alltaf að fylgja Skagfirðingum líka? - Ertu hestamaður „Nei, ég á enga hesta. Ég var gefinn fyrir fé og var mikið í kringum það áður fyrr.“ - Hefurðu getað sinnt ein- hverjum áhugamálum með vinn- unni? gaman af þessu þegar ég hafði betri tíma.“ - Hvenær hafðir þú betri tíma? „Áður en ég byrjaði með sjúkrabílinn.“ - Ertu „vinnualki"? „Ja, ég varð að gera þetta á sínum tíma, svona þegar ég var að alast upp. Maður varð að vinna, þetta gekk ekki öðru vísi. Þegar ég hugsa um þetta núna, vosbúðina, alltaf blautur í fæt- urna, maður átti ekki stígvél. Ég var heppinn því ég var heilsu- hraustur. Já, það eru breyttir tímar sem betur fer. Ég er hræddur um að þau gömlu hjónin hefðu þegið mæðralaun og fæð- ingarorlof. Það er ekki hægt að gera sér í hugarlund hvernig þau komust af. Mamma sagði mér að hún hefði átt vökunætur við að hafa til fötin á hópinn sinn. Það voru ekki til föt til skiptanna." Að lokum segist Guðbrandur vilja koma að þökkum til sam- starfsmanna sinna, sérstaklega Björns Sverrissonar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.