Dagur - 23.12.1992, Blaðsíða 26
26 - DAGUR - Miðvikudagur 23. desember 1992
Minning
Sl. laugardag var sæmdarkonan
Rósa frá Ásgerðarstöðum lögð til
hinstu hvílu, að Bakka í Öxna-
dal. Það er á kveðjustundum sem
þessari að hugurinn reikar til
baka. Reikar heim í gamla dalinn
og æskuminningarnar standa
ljóslifandi fyrir sjónum. Því
fækkar nú óðum sæmdarfólkinu
sem setti svip á dalinn á þeim
árum. Af augljósum ástæðum
voru það systkinin frá Ásgerðar-
stöðum ásamt systkinunum á
Myrká sem festust okkur krökk-
unum á Bústöðum mest í minni.
Af systkinahópnum frá Ásgerð-
arstöðum eru nú aðeins systurnar
Sigríður og Ebba eftir. Rósa var
þeirra systkina næstelst, fædd
19.10. 1899 og því 93ja ára þegar
hún lést. Bræðurnir þrír,
Halldór, Búi og Skúli, eru allir
horfnir og sömuleiðis systurnar
Steinunn og Gríma. Foreldrar
þeirra voru Helga Þorsteinsdóttir
frá Engimýri og Guðmundur
Bjarnason frá Hraunshöfða í
Öxnadal, sem bjuggu myndarbúi
á Ásgerðarstöðum. Ég minnist
með söknuði allra þeirra ánægju-
legu stunda sem við áttum
saman, einkum fjölskyldurnar á
Bústöðum, Búðarnesi og Staðar-
bakka. Þau eru hreint ógleyman-
leg öll jóla- og afmælisboðin. Þá
var mikið spilað og sungið og
leikið sér.
Eðlilega voru mest samskipti
milli þessara fjölskyldna þar sem
þær bjuggu allar í dalnum, auk
Halldórs sem alla tíð bjó á
Ásgerðarstöðum. Þó var ekki
síður gott samband við hinar
systurnar og fjölskyldur þeirra þó
eðlilega væru samverustundirnar
færri, þrjár bjuggu á Akureyri og
sú fjórða, Rósa, sem lengst af bjó
í Reykjavík. Rósa var hjúkrunar-
kona og sinnti því starfi af mikilli
alúð, allan sinn starfsferil. Ekk-
ert starf hefði hentað henni
Gítartónleikar í
Akureyrarkirkju
Einar Kristján Einarsson gítar-
leikari heldur tónleika í Akureyr-
arkirkju sunnudaginn 27. des-
ember kl. 17.00. Þar flytur hann
m.a. verk eftir spænsku endur-
reisnartónskáldin Milan og Nar-
vaez, svítu eftir Johann Sebastian
Bach, Mozart tilbrigði eftir Fern-
ando Sor og æfingar eftir Heitor
Villa-Lobos, en Einar Kristján
hefur nú nýverið flutt þessa efnis-
skrá á höfuðborgarsvæðinu við
ágætar undirtektir.
Einar Kristján Einarsson er
fæddur á Akureyri og stundaði
gítarnám við tónskóla Sigur-
sveins og í Manchester á Eng-
landi. Hann hefur komið fram við
margvísleg tækifæri hérlendis og
lék með Kammersveit Akureyrar
á síðasta ári.
Aðgangseyrir er kr. 1000 og
verða miðar seldir við inngang-
inn.
betur. Það var hennar eðli að
hjálpa öðrum.
Rósa hélt alla tíð mikilli tryggð
við dalinn, þrátt fyrir áratuga
dvöl í Reykjavík. Hún naut þess
að heimsækja æskustöðvarnar.
Ég minnist þess enn hversu mikil
tilhlökkun var ríkjandi heima
þegar von var á Rósu í heimsókn
frá Reykjavík. Henni fylgdi mikill
hlátur og mikil gleði. Rósa var
mikill náttúruunnandi. Hún hafði
mikla ánægju af allri ræktun,
hafði það m.a. til siðs að gróður-
setja plöntur í ungmennafélags-
reitinn þegar hún kom í heim-
sókn. Heimili Rósu í Reykjavík
stóð okkur, frændfólkinu úr
Hörgárdalnum, ávallt opið og
þar var jafnan vel tekið á móti
okkur. Óft þáðum við mat og
gistingu hjá Rósu og það var ætíð
látið í té með mikilli gleði. Rósa
hafði allt fram á síðustu stundu
mikla ánægju af að fylgjast með
landsmálunum og hafði sínar
ákveðnu pólitísku skoðanir sem
hún rökstuddi af mikilli leikni.
Ég undraðist oft hversu vel hún
var inní málum þrátt fyrir háan
aldur.
Hún var alla tíð mjög trúuð
kona og rækti trú sína vel. Gerði
þó aldrei tilraun til að þröngva
þessari trú sinni upp á aðra.
Þannig var Rósa. Alltaf tilbúin til
að gefa, hafði sínar ákveðnu og
fastmótuðu skoðanir, sem hún
fylgdi eftir af rökvísi, en þröngv-
aði aldrei sínum skoðunum upp á
aðra.
Já, það var margt í fari Rósu
sem gerir hana ógleymanlega; ég
hygg þó að hinn mikli Iéttleiki,
hlátur og gleði, sem jafnan fylgdi
Rósu, verði mér minnisstæður.
Rósa frá Ásgerðarstöðum skip-
aði sérstakan heiðurssess í hug-
um okkar systkinanna á Bústöð-
um.
Ekkert lýsir betur hug Rósu til
æskustöðvanna en sú ákvörðun
hennar að vilja hvíla að Bakka í
Öxnadal, við hlið foreldra sinna,
að lífsgöngunni lokinni. Þrátt fyr-
ir áratuga dvöl í Reykjavík, var
tryggð hennar við dalinn órofin.
Eg minnist þessarar öldnu
heiðurskonu með söknuði. Megi
hún hvíla í friði heima á æsku-
slóðunum, sem hún mat svo
mikils.
Guðmundur Búason.
Um leið og við óskum
viðskiptavhmm okkar
gleðilegrajóla ogárs ogfriðar
miimum við á opmmartíma
yffr hátíðimar
23. desember, Porláksmessa, opið
24. desember, aðfangadagur, lokað
25. desember, jóladagur, lokað
26. desember, armar íjólum, lokað
27. desember, lokað
28.-30. desember, opið
31. desember, lokað
l.janúar, einkasamkvæmi
Borðapantanir í síma 27100
Fólk í gjafahugleiðingmn!
Mtrnið gjafakort FIÐLARAN S
Skemmtileg gjöf við öll tækifæri
Verðlaun veitt í jólagetraun
- Umferðarráðs og lögreglunnar
Á aðfangadag mun lögreglan á
Akureyri nú sem endranær
heimsækja heppna krakka sem
unnu til verðlauna í jólagetraun
Verkamannafélagið
Fram á Sauðárkróki:
Mótmælir álögum
á láglaunafólk
Á almennum fundi í Verka-
mannafélaginu Fram fyrir
helgina, var samþykkt að segja
upp gildandi kjarasamningum
og að þeir falli úr gildi 1.
febrúar nk. Þá var samþykkt
ályktun þar sem lýst er þung-
um áhyggjum yfír versnandi
afkomu láglaunafólks og alvar-
legu atvinnuástandi sem nú
hefur skapast og líkur á að fari
versnandi.
Fundurinn mótmælir álögum á
iþetta fólk í formi skattahækkana,
aukinni kostnaðarhlutdeild í heil-
brigðisþjónustu og verðlags-
hækkunum sem dynja yfir í skjóli
gengisfellingar. Fundurinn harm-
■ ar að nú virðist sem rofnað hafi
það víðtæka samstarf sem leiddi
af sér stöðugleika og verðbólgu-
laust þjóðfélag undanfarna mán-
uði. Éinnig er harmað að ríkis-
stjórnin skyldi ekki ganga til sam-
starfs við verkalýðsfélögin um
þær efnahagsráðstafanir sem
kynntar voru í síðasta mánuði.
Þá mótmælir fundurinn áform-
um um hækkun vaxta í húsnæðis-
kerfinu og lækkun vaxtabóta og
bendir á að í þeim tekjusam-
drætti sem stafar af minnkandi
vinnu er stórhætta á að greiðslu-
þoli þeirra sem skuldugir eru
vegna húsnæðis, verði ofboðið.
Umferðarráðs og lögreglunnar.
Lögregluþjónarnir munu færa
hinum heppnu glaðning sem gef-
inn er af öllum tryggingafélögum
á Akureyri og Bókvali.
Umferðargetraunin var fyrir
krakka á aldrinum 6-12 ára og
var þátttaka mjög góð og þá sér-
staklega hjá 11 og 12 ára
Fyrir skömmu fór fram þriðja
15 mínútna stigamótið hjá
Skákfélagi Akureyrar á þess-
um vetri og voru úrslitin ekki
sérlega óvænt.
Rúnar Sigurpálsson sigraði og
fékk 6 vinninga af 7 mögulegum.
Annar varð Jón Björgvinsson
með 6 vinninga einnig en færri
stig. í þriðja sæti er síðan nýtt
Skákmenn ætla ekki bara að
liggja á meltunni yfír jólin því
tvö mót eru fyrirhuguð á veg-
um Skákfélags Akureyrar,
jólahraðskákmót og hverfa-
keppnin árlega.
Jólahraðskákmótið verður
sunnudaginn 27. desember kl. 14
krökkum. Veittar eru alls 75
viðurkenningar og dró Erlingur
Pálmason, yfirlögregluþjónn,
vinningshafana úr öllum innsend-
um lausnum.
Lögreglan og Umferðarráð
vilja koma á framfæri sérstöku
þakklæti til allra þeirra sem þátt
tóku í getrauninni og einnig
þeirra sem styrktu þetta framtak.
nafn, Guðbjörn Elvarsson. Hann
fékk 4*/6 vinning eins og Þór Val-
týsson sem varð að sætta sig við
fjórða sætið.
Eftir þessi þrjú stigamót eru
tveir skákmenn langefstir að
stigum. Jón Björgvinsson er með
24 stig og Rúnar Sigurpálsson 17,
en aðrir hafa mun færri stig. SS
og þá er tilvalið að rífa sig upp úr
jólabókunum og grípa í tafl.
Miðvikudaginn 30. desember
verður hin árlega hverfakeppni á
dagskrá kl. 19.30 og leiða þar
fimm sveitir úr bæjarhlutum
Akureyrar saman hesta sína. SS
Skák
Stigamót Skákfélagsins:
Rúnar og Jón í toppbaráttunni
Skákfélag Akureyrar:
J ólahraðskákmót
og hverfakeppni