Dagur - 30.01.1993, Qupperneq 3
Laugardagur 30. janúar 1993 - DAGUR - 3
Fréttir
Erlendir aðilar hafa sýnt áhuga á kaupum á dýpkunarprömmum sem áður
voru í eigu Dýpkunarfélagsins.
Framkvæmdasjóður:
Erlendir aðilar sýna
dvpkunarprömmunum áhuga
Sigurgeir Jónsson hjá Frain-
kvæmdasjóði íslands staðfestir
að erlendir aðilar hafi sýnt
áhuga á kaupum á dýpkunar-
skipi, dráttarbáti og dýpkunar-
prömmum sem Framkvæmda-
sjóður keypti á nauðungarupp-
boði í desember sl. en voru
áður í eigu Dýpkunarfélagsins
á Siglufirði.
Eins og fram kom í Degi sl.
fimmtudag hefur Dýpkunarfélag-
ið hf. á Siglufirði verið úrskurðað
gjaldþrota. Skuldir félagsins voru
eftir því sem næst verður komist
á þriðja hundrað milljónir króna,
langt umfram eignir, enda var
bróðurpartur eigna félagsins
seldur á nauðungaruppboði 17.
desember sl.
Framkvæmdasjóður keypti
Reyni, Björninn, Loka I og Loka
II fyrir rúmar 30 milljónir króna.
Sigurgeir Jónsson segir • að
erlendir aðilar hafi sýnt áhuga á
kaupum á þessum eignum, en vill
ekki greina frá því hverjir það
eru. En eftir því sem næst verður
komist er um að ræða norska
fyrirtækið Selmar AS.
Fyrirtækið íslenskur fisk-
útflutningur hf. keypti fimmta
„skip“ Dýpkunarfélagsins, Álf, á
sama nauðungaruppboði í des-
ember. óþh
Kvenfélag Húsavíkur:
Laufabrauð til London
Kvenfélagi Húsavíkur barst
fyrirspurn frá Kjötiðju Kaup-
félags Þingeyinga á dögunum,
um hvort kvenfélagskonur
lumuðu á laufabrauðskökum
sem þær væru fáanlegar til að
selja til London. Nokkrar
kvenfélagskonur brugðu snar-
lega við eitt kvöldið í vikunni
og gerðu 200 laufabrauðskök-
ur sem tróna munu á borðum
Islendingafélagsins í London
ásamt Húsavíkurhangikjötinu
á árlegu þorrablóti félagsins.
Kvenfélagið hefur í fjölda ára
unnið að laufabrauðsgerð og -sölu
til fjáröflunar fyrir jólin, en ekki
er vitað til að það hafi flutt út
slíka framleiðslu áður.
Svala Hermannsdóttir, for-
maður, sagði að íslendingar í
London fengju ekta laufabrauð á
þorrablótið, með uppbrettum
laufum. Það væri frekar leiðin-
legt að sjá laufabrauð selt sem
ekki væri búið að fullklára, það
ætti að halda þeim gamla sið að
fletta upp laufunum áður en
kökurnar eru steiktar. IM
Umsókn hreppa í Suður-Þingeyjarsýslu
til Atvinnuleysistryggingasjóðs:
Hugmyndir um ýmis
raunhæf verkefin
Ein af þeim þrem umsóknum
sem borist hafa Atvinnuleysis-
tryggingasjóði um framlög til
atvinnuverkefna er sameigin-
leg umsókn hreppa í Suður-
Þingeyjarsýslu.
Verkalýðsfélag Húsavíkur
hafði frumkvæðið að þessu máli,
en atvinnuleysisskráning og
greiðsla atvinnuleysisbóta fer
Bingó í Lóni
Karlakór Akureyrar/Geysir held-
ur bingó í félagsheimili kórsins,
Lóni við Hrísalund, nk. sunnu-
dag og hefst það kl. þrjú.
Spilað verður um marga góða
vinninga. í hléi mun kórinn
syngja nokkur lÖg. Fréttatilkynning
fram á skrifstofu félagsins. Ágúst
Óskarsson, starfsmaður Verka-
lýðsfélagsins, segir að töluvert
atvinnuleysi sé í sýslunni og því
hafi umsókn verið send til
Atvinnuleysistryggingasjóðs um
fjármagn til raunhæfra atvinnu-
verkefna. Ágúst segir mjög mis-
munandi eftir sveitarfélögum, í
hverju þessi verkefni séu fólgin,
en menn horfi nokkuð til gróð-
ursetningar og landgræðslu. í
Skútustaðahreppi, en þar eru 29
á atvinnuleysisskrá, hafi menn
einnig hugmyndir um veita
atvinnulausu fólki vinnu við
undirbúning að framleiðslu
minjagripa.
Húsvíkingar hafa einnig sent
Atvinnuleysistryggingasj óði um-
sókn, en þar í bæ eru nú um 80
manns á atvinnuleysisskrá. óþh
Vinna í Mum gangi að stofnun félags um sorpeyðingarstöð
í Suður-Þingeyj arsýslu:
Hugsanlegt að sameiginleg
sorpeyðing heflist á árinu
Sigurður Rúnar Ragnarsson,
sveitarstjóri Skútustaðahrepps
og formaður starfshóps um
sorpeyðingarstöð í Suður-
Þingeyjarsýslu, segir vel hugs-
anlegt að á þessu ári verði haf-
in sorpeyðing á einum stað fyr-
ir alla hreppa í sýslunni. Til að
byrja með verði sorp væntan-
lega brennt í sorpbrennsiustöð
Húsvíkinga, en síðar verði
fundin önnur lausn. Gert er
ráð fyrir að starfshópurinn
leggi fram drög að stofnun
félags um sorpeyðingarstöð í
apríl nk.
Starfshópur um sorpeyðingar-
stöð í Suður-Þingeyjarsýslu, sem
í eiga sæti auk Sigurðar Rúnars
Pálmi Porsteinsson, bæjartækni-
fræðingur á Húsavík og Skarp-
héðinn Sigurðsson, oddviti Bárð-
dælahrepps, skilaði áfanga-
skýrslu í ágúst í fyrra og hún var
rædd á fundi Héraðsnefndar Suð-
ur- Þingeyinga. Á þeim fundi var
starfshópnum falið að undirbúa
drög að stofnun félags um sorp-
eyðingarstöð og þau mun hann
leggja fram í apríl nk.
„Markmiðið er að safna saman
sorpi í allri Þingeyjarsýslu og
farga því á einum stað. Það er
augljóst að því fylgir töluverður
kostnaður fyrir dreifbýlissveitar-
félögin og af þeim sökum sjáum
við fram á að við munum nýta
okkur þá heimild í lögum að
leggja á sorphirðugjöld," sagði
Sigurður Rúnar.
Hann sagði að um tvo kosti
væri að velja; annaðhvort að
urða sorpið eða brenna það. „Ef
okkur tekst að hefja sameigin-
lega sorpeyðingu í byrjun sumars
er ljóst að til að byrja með mun-
um við gera samning við
brennslustöðina á Húsavík,“
sagði Sigurður Rúnar. Hann
sagði að í áliti starfshópsins, sem
verður skilað í apríl, muni nær
örugglega verða lagt til að brenna
sorp í fyrstu á Húsavík „og gera
síðan úttekt á því með rannsókn
hvort sé hagkvæmara fjárhags-
lega í framtíðinni að brenna
sorpið eða urða það og taka síð-
an afstöðu til þess samanburðar.
En að mínu mati ættu menn að
horfa til þess í framtíðinni að sett
verði upp ein allsherjar brennslu-
stöð fyrir Eyjafjarðarsvæðið og
Suður-Þingeyjarsýslu,“ sagði
Sigurður Rúnar Ragnarsson.
óþh
Blönduós:
Fasteignaskattar lækka
- hjá elli- og örorkulífeyrisþegum
Á fundi bæjarstjórnar Blöndu-
óss 20. jan. var samþykkt að
lækka fasteignaskatta elli- og
örorkulífeyrisþega og annarra
með skertar tekjur. Þetta er
gert með því að hækka há-
marksniðurfellingu um 5% frá
fyrra ári.
„Það var ákveðið að hafa sömu
regluviðmiðun. Það var bara
breytt með tilvísan til þess í
fyrsta lagi að Tryggingastofnun
hækkaði bætur á árinu um 1.7%
og bæjarstjórnin ákvað 3.3% til
viðbótar. Þannig að hækkun á
niðurfellingum er 5% frá fyrra ári
og hækkun í tekjuviðmiðun er þá
líka 5%“, sagði Ófeigur Gestsson
bæjarstjóri á Blönduósi. Þetta
þýðir að hámarksniðurfelling
hækkar úr 20.000 kr. í 21.000
krónur. „Þessi niðurfelling kem-
ur til framkvæmda strax við
álagningu gagnvart þeim sem ein-
göngu hafa tekjur frá Trygginga-
stofnun ríkisins. Þeir sem hafa
lífeyrissjóðstekjur og aðrar
tekjur, en falla inn í þessi tekju-
viðmiðunarmörk, geta sótt um
lækkun og fengið þá eftir atvik-
um 80% eða 50% lækkun m.v. 21
þúsund. Eftir því hvað þeir fara
hátt í tekjum“, sagði Ófeigur. sþ
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins:
Salan nam 12 miHjörðum á síðasta ári
- samdráttur í sölu á flestum tegundum áfengis og tóbaks
Á síðasta ári seldi Áfengis- og
tóbaksverslun ríkisins vörur,
þ.e. áfengi og tóbak, fyrir ríf-
lega 12 milljarða króna. Heild-
arsalan nam 12,1 milljarði
rúmum, þar af nam áfengissal-
an 7,9 milljörðum og tóbaks-
salan 4,2 milljörðum króna.
Heildarsala áfengis nam
8.132.000 lítrum eða 927.906
alkóhóllítrum. Sambærilegar töl-
ur fyrir árið 1991 eru 8.675.000
eða 996.895 alkóhóllítrar. Sam-
dráttur milli ára nemur því
6,27% í lítrum en 6,92% í lítrum
af hreinu alkóhóli.
Sala á léttum vínum jókst held-
ur milli áranna 1991 og 1992 en
sala á bjór og sterkum vínum
dróst saman. Bjórsalan minnkaði
um 7,23% í lítrum og af einstök-
um tegundum af sterkari vínum
má nefna að sala á vodka dróst
saman um 11,32%, á brennivíni
um 10,31% og samdráttur í sölu
á öðrum sterkum vínum er yfir-
leitt 7-9%, nema hvað sala á
rommi jókst um 7,64%.
Heildarsala vindlinga 1992
nam 402.785.000. Sambærilegar
tölur fyrir 1991 eru 416.939.000.
Samdráttur í magni er því
3,39%. Heildarsalan er 9,93%
minni en hún var 1984 þegar hún
var hvað mest. Sala á vindlum
dróst saman um 5,19% og á
reyktóbaki um 3,26%. Sala á nef-
og munntóbaki jókst hins vegar
um 1,97%.
Samkvæmt þessum tölum frá
ÁTVR er neysla á áfengi og
tóbaki að dragast saman hér á
landi en hér er ekki tekið tillit til
þess áfengis eða tóbaks sem
áhafnir skipa og flugvéla flytja
inn í landið, eða þess magns sem
ferðamenn taka með sér frá
útlöndum eða kaupa í fríhöfn.
SS
Skattstofumálið:
Ástæður breytinganna
aldeilis fráleitar
Aformum Skattstjórans í
Norðurlandsumdæmi eystra
hefur verið harðlega mótmælt
af Héraðsráði Norður-Þingey-
inga. Aformin eru um að flytja
úrvinnslu skattgagna fyrir
Fyrsta hjálp:
Bók um skyndihjálp
Út er komin bókin Fyrsta hjálp. í
bókinni eru upplýsingar um
skyndihjálp auk annarra gagn-
legra leiðbeininga. Bókin er
prentuð í fullum lit.
Ritstjórn var í hönum Sólveig-
ar Þráinsdóttur sjúkraþjálfara en
myndskreytingu annaðist Ragnar
Lár. Allt efni bókarinnar er yfir-
lesið af fagfólki.
Söluaðili bókarinnar á Akur-
eyri er knattspyrnudeild KA.
Bókin er seld á kostnaðarverði
kr. 400.-. Útgefandi er Samherj-
ar í ReykjaVÍk. Fréttatilkynning
Norður-Þingeyjarsýslu
Húsavik til Akureyrar.
frá
í ályktun Héraðsráðs kemur
fram að þau áform sem nú eru
uppi gangi í þá átt að draga úr
starfseminni á Húsavík, sem
muni auðvelda eftirleikinn við að
leggja starfsemina niður. Héraðs-
ráðið telur þær ástæður sem fram
eru færðar fyrir breytingunum
aldeilis fráleitar, en þær eru að
einn starfsmanna sé að flytja til
Akureyrar. í ályktuninni eru
einnig notuð öll sömu rök og
fram komu í frétt í Degi sl.
fimmtudag, er greint var frá
ályktun sem Bæjarstjóm Húsa-
víkur samþykkti um sama efni.
IM