Dagur - 30.01.1993, Síða 9

Dagur - 30.01.1993, Síða 9
Laugardagur 30. janúar 1993 - DAGUR - 9 að halda áfram orgelnáminu, hafði lokið | fjórða stigi hér hjá Sigríði, en ef ég ætlaði að halda áfram við Tónlistarskólann í Reykja- vík varð ég fyrst að hafa lokið þriðja stigi í píanóleik. Ég stundaði því píanónám hér í eitt ár, lauk þriðja stigi hjá Katrínu Sigurð- ardóttur. Ég fór síðan til Reykjavíkur, fyrst í undirbúningsdeild, en síðan tók við fjög- urra ára nám í tónmenntakennaradeild. Þarna fékk ég góða undirstöðumenntun í tónlist. En það var búið að stofna tónfræðadeild við skólann, og að setja saman lög var nokk- uð sem ég hafði alltaf haft áhuga á. Nám við þessa deild tók þrjú ár, því lauk ég og það jafngilti BAprófi. í millitíðinni hafði ég dvalið eitt ár hér á Húsavík, starfað sem kórstjóri og organisti við kirkjuna og kennari við tónlistarskól- ann. Það var einum of mikið að gera en lík- lega hef ég haft gott af þeirri reynslu. Fyrir sunnan fór ég að hafa áhuga á tölvum, en áður hafði ég haft mikinn áhuga á raftónlist og hljóðgerflum. Áhuginn jókst og ég heyrði að hægt væri að nota tölvu til aðstoðar við tónsmíðar og við gerð raftón- Iistar. Tölvur var þá líka hægt að nota við nótnaskrif, á svipaðan hátt og við ritvinnslu. Ég fékk mér tölvu og hafði í fyrstu aðeins áhuga á að nota hana við nótnaskrifin, en þegar ég þurfti að hugleiða hvernig hún ynni, fannst mér það svo skemmtilegt að áhugi minn á tölvum og forritum jókst. Við háskólann í Englandi var ég að læra hvernig hægt er að notfæra sér tölvur við tónlistarkennslu, við heimsóttum líka skóla og sáum hvað verið var að gera á þessu sviði, en slíku var ekki til að dreifa hér á landi. Ég lauk MAprófi haustið ’89 í örtölvutækni við tónlistarkennslu.“ Fékk konuefnið að tölvunni - Hvernig kynntist þú konuefninu? „Okkar kynni eiga rót sína að rekja til tölvu. Ég vissi vel hver hún var og við sótt- um að hluta til sömu fyrirlestrana. Við átt- um samt sáralítil samskipti. Um sumarið þurftum við að flytja milli garða. Þá spurði hún hvort ég gæti gert henni greiða. Hún þurfti að ljúka MAritgerðinni sinni sem fyrst og hafði ekki nægan tíma í almenna tölvuverinu, það var lokað fyrr á kvöldin en hún kærði sig um að hætta að vinna. Hún vissi að ég var með tvær tölvur og bað um að fá að vinna á þá tölvu sem ég var ekki að nota. í framhaldi af þessu fórum við að spjalla saman, og ég varð mjög hrifinn af henni þó ég léti það ekki í Ijós. Við vorum vægast sagt mjög upptekin á þessum tíma. Mig langaði að kynnast henni nánar og eftir að ég kom heim til íslands fór ég að hugsa um að senda henni bréf, en varð mikið feg- inn þegar hún varð fyrri til og ég fékk bréf frá henni. Við vorum síðan í bréfasambandi, og hún kom í heimsókn sumarið eftir og þá fór sambandið að þróast. Um jólin heim- sótti ég hana til Hong Kong.“ Saknaði Englands Natalia segir að fjölskylda sín sé ekki auðug. Hún hafi sjálf unnið fyrir Englandsdvölinni, auk þess sem foreldrar hennar hafði lánað henni peninga sem hún hafi greitt aftur þeg- ar hún fór að vinna á ný. „Það var ekki auðvelt að fara til náms í landi sem er svo ólíkt Hong Kong. Svo margt er öðruvísi: veðrið, maturinn, menningin. Ég var undrandi hve ánægð ég var þetta ár í Englandi. Strax þegar ég kom til landsins fór ég til skólasystra minna og þær fóru með mig til Vatnahéraðsins. Þar er mjög fallegt og mikið af vötnum. Þegar ég horfði í kring um mig og naut hins fagra útsýnis hugsaði ég - Ó, ég elska þetta land. Flestar helgar fór ég til London, sótti m.a. óperur, söngskemmtanir, hljómleika, leikrit Shakespeares, og hafði mikla ánægju af. Ekkert af þessu var að finna í Hong Kong, ég hafði mína þekkingu á því af bókum. Þegar ég kom til Englands gat ég séð þetta með eigin augum, fundið það eða snert. Þar er mikill munur á. Mér fannst ég betur aðlagast vestrænni menningu en austur- lenskri. Eftir að ég kom aftur til Hong Kong var fyrsta árið mér mjög erfitt, því ég saknaði Englands svo mikið og langaði til baka eins fljótt og hægt væri. Ég var samtals hjá þremur söngkennurum þegar ég var við háskólanám í Hong Kong og Reading, en Yung Ho Do, sá sem hafði mest áhrif á mig, kenndi mér eftir það. Ég hef alltaf séð eftir því að hafa ekki sótt tíma hjá honum fyrr, því að mér finnst kennslan hjá hinum kennurunum þremur hafa verið mesta tímaeyðsla. Hann er sú tegund kennara sem, eins og læknir, getur læknað nánast allar tegundir kvilla. Hann getur kennt allt frá colorotuna sópran til dýpsta bassa. Hann er útskrifaður frá hinum fræga Santa Cecilia Conservatory í Róm á Ítalíu. Hann er það góður að eftir inntökuprófið kallaði skólastjórinn hann fyrir í sérstakt viðtal og tók hann síðan með sér til að koma fram og syngja vítt og breitt um Ítalíu. Hann útskrifaðist með 96 stig sem er nálægt hámarki og var hann sá eini sem náði svo hárri einkunn, ekki einu sinni ítölsku nem- endurnir náðu svo langt. Ég hafði tileinkað mér marga slæma ávana í söng áður en ég fór til hans. En það var fyrst eftir að ég hóf nám hjá honum sem ég gerði mér grein fyrir því hvernig á að syngja á réttan og heilbrigðan hátt. Rödd mín gjörbreyttist til hins betra eftir með- ferðina hjá honum. Ég er mjög stolt í hvert skipti sem ég minnist á hann og ég sakna mikið kennslustundanna hjá honum og er hreint ekki viss um að mér auðnist að fá jafn góðan kennara nokkursstaðar í heiminum aftur. Fellur vel viö íslendinga Áður en ég fór frá Englandi var ég mjög þreytt, þá höfðu atburðirnir á Torgi hins himneska friðar átt sér stað, þegar lögreglan skaut stúdentana sem voru þar með mót- mælaaðgerðir. Ég tók þátt í mótmæla- aðgerðum vegna þessa í London, auk fjölda kínversks fólks alls staðar að af Bretlands- eyjum. Það kom með flugvélum snemma á morgnana til að mótmæla. Við Kínverjarnir mótmæltum, þó ekki sé hefð fyrir slíku í Kína. Vegna þessara atburða fór ég strax að hugsa um að Hong Kong væri ekki leng- ur staður fyrir mig, því samningar eru um að Hong Kong sameinist Kína 1997. Fólk í Hong Kong hefur því verið að flytja til Kanada, Ástralíu, Englands, Ameríku og Singapore. Ég sótti um vinnu í Englandi og fékk boð um vinnu við kennslu í heimavist- arskóla. Ég tók því ekki strax heldur fór til Hong Kong til að kynna mér ástandið þar, en vegna þess að ég var með kínverskan ríkisborgararétt fékk ég ekki vegabréfsárit- un til Englands aftur og því var erfitt að taka stöðunni þar. Ég varð því að finna mér vinnu í Hong Kong og halda áfram að lifa lífinu. Við Helgi vorum í bréfasambandi og þegar ég nefndi hugmynd um að sækja tón- listarráðstefnu í Evrópu, bauð hann mér í heimsókn til íslands. Þegar ég kom að heimsækja Helga sumarið ’91 fór ég að elska þetta land, þó illa gengi að fá hér mat sem mér líkaði. Mér fellur vel við fókið hérna, það er með hlýlegt viðmót og mjög indælt, mikið indælla en Bretar, og hér eru ekki sömu kynþátta- fordómarnir og í Bretlandi. Mér þótti þetta því álitlegur staður að búa á, þrátt fyrir mikla erfiðleika í sambandi við tungumál, veður og vinnu.“ „Eftir að hún var farin aftur til Hong Kong urðu bréfaskiptin jafnvel enn þá örari,“ segir Helgi. „Það má segja að það hafi verið flókið mál að hún flytti hingað og auðvitað voru þetta ástarbréf í leiðinni. Við þurftum mörgu að velta fyrir okkur, sjá hvaða erfiðleikar kæmu upp og hvernig best væri að taka á þeim. Það þurfti að útvega atvinnuleyfi, dvalarleyfi og búferlaflutning- urinn var heilmikið mál.“ Dregin öfug gegnum grenjandi byl „Ég flutti til landsins seint í apríl í fyrravor. Ég fór ekki strax að vinna, en undirbjó tón- leika. Um haustið fór ég til Hong Kong til að ganga frá ýmsum málum og þegar ég kom til baka fór ég að vinna við tónlistar- skólann og grunnskólann. Þá gerði ég mér grein fvrir að marga erfiðleika þarf að yfir- stíga. Ég kynntist þó erfiðleikum áður en ég fór að vinna í sambandi við reynsluheim, menningu, fæðið. Fæðið hér er ekki það sama og ég er vön svo ég á daglega við melt- ingarörðugleika að stríða. Ég gerði mér ekki grein fyrir áður hve matur er lífsnauð- synlegur. Tungumálaerfiðleikarnir urðu augljósari þegar ég fór að kenna. Um sumarið sem ég kom í heimsókn töluðu allir hérna ensku, en við nánari kynni kom í ljós að enskan dugði ekki til náins samstarfs. Ég hef lagt mig hart fram við íslenskunámið núna og gengur vel. íslenskan er mjög erfið fyrir Kínverja, ensk- an er það líka, en ekki eins. Mörg hljóðin í íslensku eru ekki til í kínversku og við not- um ekki tíðir, kyn eða föll. Mállýskan sem við tölum í Hong Kong er kentonska. En ég er söngvari, og þeim er ætlað að vera góðum í tungumálum. 1 háskólanum er okkur ætlað að syngja á fimm tungumálum á prófinu. Og svo má náttúrlega ekki gleyma því að ég hef góðan íslenskukennara. Ég hugsa að þetta komi með tímanum, ef ég legg hart að mér. Því meira sem ég læri í íslensku, því meiri ánægju hef ég af að læra málið og það er mér hvatning. Fram að jólum töluðum við Helgi saman á ensku en þá sagði ég honum að hér eftir skyldum við tala saman á íslensku." - Síðustu vikurnar hefur allt verið á kafi í snjó hjá okkur. Hvernig líst þér á? „Þetta var fyrsta reynsla mín af hvítum jólum. Aldrei á æfinni hef ég lifað slík jól. í Hong Kong fer hitinn sjaldan niður fyrir 10 gráður og þá finnst okkur mjög kalt. Þegar ég sá snjóinn langaði mig svo mikið að reyna að fara á skíði, en það hef ég ekki gert enn. Inni er hlýtt og þetta er ekki svo slæmt ef ég klæði mig vel þegar ég fer út. Ég er að venjast þessu, það er ekki svo slæmt. Ég fer samt ekki út í mjög slæm veður. Viku fyrir jól var stórhríð að loknum tónleikum hjá tónlistarskólanum. Ég gat ekki gengið og Helgi og faðir hans drógu mig á milli sín afturábak. Nemendatónleikar í undirbúningi Veðrið er ekki það versta. Ég er vön miklu úrvali af ávöxtum og grænmeti og er orðin mjög leið á kínakálinu sem fæst hérna. For- eldrar mínir hafa sent mér mikið af þurrk- uðum kínverskum mat. Stundum sakna ég matarins heima svo hræðilega að mig langar til Hong Kong bara til að borða. í Englandi eru þetta ekki svo erfitt því þar er mikið af kínverskum veitingahúsum." Texti: Ingibjörg Magnúsdóttir Þegar Natalia er spurð hvernig henni þyki hegðun íslenskra barna hlær hún og vill sem minnst segja. Hún er vön gjörólíku uppeldi, t.d. að jafnt yngri sem eldri nemendur sýni kennurum sínum mikla og skilyrðislausa virðingu. Þetta byrjar strax á heimilunum þar sem börnin sýna foreldrunum virðingu,; ávarpa þau aldrei með nafni og komast ekki upp með neina háreysti. Natalia segir að þessar umgengnisvenjur séu þó ekki aðalatriðið. Henni þyki ekki ónotalegt að umgangast nemendurna hérna, þau séu í rauninni góðir krakkar sem hafi ekkert illt í huga þrátt fyrir óróleikann. í sumum skólanna í Hong Kong séu ekki fyrirmyndamemendur, unglingar neyti eitur- lyfja, berjist, myndi óaldarflokka og eigi við erfiðleika að stríða í þjóðfélaginu. Krakk- arnir hér séu hreinlyndir og alin upp í góðu umhverfi, en vammleysi varðveitist almennt síður í stórborgunum. Natalia hætti kennslu við grunnskólann um áramót en kennir áfram söng við tónlist- arskólann og líkar vel. Nemendur koma til hennar bæði frá Öxarfjarðarhreppi og Reykjadal. Hún er að undirbúa nemenda- tónleika sem væntanlega verða haldnir í apríllok. Verið er að æfa nokkur atriði úr óperettunni Mikado eftir Gilbert og Sullivan til að flytja á tónleikunum og hún vonar að nemendurnir hafi gott af þeirri reynslu og tækifærinu til að koma fram. Helgi og Natalia eru með sumartónleika á áætlun, vonast til að geta haldið þá í kirkj- um á Húsavík, Akureyri, í Mývatnssveit og víðar. Einnig eru þau tilbúin að koma fram við ýmsar athafnir og skemmtanir. Og söng- fuglinn frá Hong Kong gæti t.d. skapað svo- lítið óvenjulega stemmningu á þorrablótinu. Langar aö syngja inn á plötur Aðspurð um framtíðina segir Natalia: „Nú einbeiti ég mér að því að læra málið og þeg- ar ég verð farin að geta talað það vel er ég viss um að ég fæ mörg verkefni til að takast á við. Ég hef mjög mikinn áhuga á kórstjórn og starfaði við hana í Hong Kong í mörg ár. Ég hafði mikla ánægju af slíku starfi og mér líkar að þjálfa raddir og láta þær hljóma vel. Ég hef áhuga á að láta hljóðrita og gefa út plötur með söng mínum. Ég vonast til að geta sungið inn á röð af plötum, plötur með íslenskum lögum, plötur með ausurlenskum lögum, ég vona að ég geti þetta eins fljótt og mögulegt er. Ég vildi að ég hefði fleiri nemendur og meiri mannafla til að geta sett upp óperett- ur. Og mig langar að koma á fót nemenda- kór fólks sem ég hef þjálfað, til að syngja fallega með þjálfuðum röddum. Spurningin er um að hafa nægum nemendafjölda á að skipa. Ég furða mig á hvað það eru margir sem syngja í kórum en fara ekki í raddþjálf- un. Ahuginn er almennur en eins og fólk hafi sig ekki í að læra að syngja sér til ánægju. í Hong Kong er fólk á biðlistum eftir að komast í raddþjálfun, en fólk hér með áhuga og hæfileika drífur sig ekki í að læra söng, og ég á svolítið erfitt með að skilja það.“ - Hvað ert þú að gera núna, Helgi? „Ég kenni við tónlistarskólann, á píanó og orgel, og tónfræðigreinar. Á þessu skóla- ári var sett á stofn tónlistarbraut fyrir nemendur framhaldsskólans og þar er kennd hljómfræði og tónlistarsaga, auk tónfræðinnar sem hingað til hefur aðallega verið kennd á fyrstu stigum námsins. Einnig er ég stjórnandi jazzkórsins NA12.“ - Hvað um framtíðina. Þið hafið mennt- un sem gæti nýst ykkur víða um heim, ekki satt? „Maður skapar sér tækifærin sjálfur, það er meira tilviljunum háð ef þau detta upp í hendurnar á manni og því borgar sig ekki að bíða mikið eftir þeim. Við búum við marga kosti hérna. Ég vil álíta mig frekar værukær- an og því er samfélagið héma ákaflega hent- ugt fyrir mig. Þetta er umhverfi sem ég er vanur og þekki mjög vel og finnst gott að búa í. Hér veit maður að hverju maður gengur, og það er ekki lítils virði. Eins og er, þá er ég nokkuð ánægður með það sem ég er að gera. Mér finnst Natalia frekar fljót að átta sig á hvemig hlutimir virka hérna. í bili er mér mikið í mun að hún geti hrint sínum áformum í fram- kvæmd, því það hlýtur að vera niðurdrep- andi fyrir manneskju að koma á nýjan stað og geta ekki framkvæmt það sem metnaður- inn stendur til. Það er ekki hægt að ætlast til að henni líki vel að vera hérna nema hún fái svolítið jákvæð viðbrögð." 1M „Dauðleið á Kínakálinu“ — segir eini Kínverjinn á Húsavík — Natalia Chow og Helgi Pétursson, tónlistarfólk í helgarviðtali

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.