Dagur


Dagur - 30.01.1993, Qupperneq 13

Dagur - 30.01.1993, Qupperneq 13
Laugardagur 30. janúar 1993 - DAGUR - 13 íslenska menntanetið í Reykjavík: Útibú M Kópaskeri Lára Stefánsdóttir, kerfisfræðingur á skrifstofu íslenska menntanetsins í Kennaraháskólanum: „Einn meginkostur íslenska menntanetsins er hve ódýr þátttaka í því er.“ Eldgos á Hawai, fellibylurinn Andrew, Kópasker, veðurrann- sóknir um allan heim, tölvu- pennavinir, tölvufréttabréf. Hvað á þetta sameiginlegt? Jú þetta tengist allt íslenska menntanetinu. Eg er staddur í örlitlu herbergi í Kennaraháskólanum við Stakka- hlíð. Skrifborð með tölvu kemst rétt svo fyrir í herberginu og í hill- um eru fáeinar bækur. Þar má aft- ur á móti sjá marga litla kassa sem minna helst á símsvara en heita mótöld, auk ógrynnis af snúrum. Þar er til húsa annað af tveimur útibúum íslenska menntanetsins. Höfuðstöðvar þess eru í sérsmíð- uðum bílskúr á Kópaskeri en sl. sumar voru útibú sett upp í Fræðsluskrifstofu Norðurlands- umdæmis eystra á Akureyri og í Kennaraháskólanum. Nú er búið að tengja tölvumar í miðstöðvun- um saman en við það aukast möguleikar og kostnaður minnkar. Starfsmaður Islenska menntanets- ins í Reykjavík er Lára Stefáns- dóttir kerfisfræðingur og fram- haldsskólakennari og er hún trú- lega eini íslendingurinn sem vinn- ur í Reykjavík en þiggur laun frá Kópaskeri. Framhald af Imbu Lára kom til starfa hjá íslenska menntanetinu í sumar en það er framhald á starfsemi IMBU, sem Pétur Þorsteinsson skólastjóri á Kópaskeri stofnaði og byggði upp. Lára segir að hugmynd Péturs hafi verið sú að víkka út starfssvið IMBU svo að fleiri skólar á ís- landi gætu tengst tölvusamskipt- um á ódýran hátt. Til þess að það gæti gerst þurfti að stofna útibú frá Kópaskeri með öflugar tölvu- miðstöðvar sem tengdar væm saman. „í framtíðinni er vonast til að tölvumiðstöðvar verði í hverju fræðsluumdæmi. Núna er um helmingur gmnn- og framhalds- skóla á landinu tengdur íslenska menntanetinu og eykst þátttaka dag frá degi. Fræðsluyfirvöld í Reykjavík hafa t.d. ákveðið að all- ir gmnnskólar í Reykjavík tengist menntanetinu,” segir Lára. Ný vídd Lára er beðin að útskýra hvað fel- ist í íslenska menntanetinu. „Tölvusamskipti opna nýja vídd í samskiptum við fólk um allan heim. Gegnum menntanetið geta kennarar og nemendur haft víðtæk samskipti á ódýran hátt við aðra nemendur og kennara hvar sem er í veröldinni. Samskiptin geta verið á ýmsan máta, t.d. samstarfsverk- efni, umræður, skoðanaskipti og margt fleira. íslenska menntanetið er eins konar tölvupósthús sem sendir póst og tekur við pósti. Það tekur bréf kannski ekki nema eina mínútu til tvær mínútur að fara frá notanda á íslandi til notanda í Ástralíu. Allur póstur milli ein- staklinga fer í pósthólf sem þeir einir hafa aðgang að. Menntanetið tengist erlendum netum og gefur það mikla mögu- leika. íslendingar eru t.d. þátttak- endur í alþjóðlegum samskiptum bama 10-15 ára. Bömin geta stofnað til vináttutengsla eða unn- ið að sameiginlegum verkefnum og kynnst aðstæðum hvers ann- ars.” Lára er sérstakur tengiliður við verkefnið á íslandi. Á sama hátt geta bekkir komið á tengslum við aðra bekki nánast hvar sem er í heiminum og skipst á fróðlegum upplýsingum. Miklir möguleikar - Hvaða möguleikar felast í ís- lenska menntanetinu? „Það berast hingað ótal óskir um þátttöku í ýmiss konar verk- efnum sem henta vel fyrir skóla. Ég get nefnt t.d. að nemendur í einum skóla á Suðurlandi em komnir í samstarf um umhverfis- verkefni við krakka á Hawai. Þau ætla að kanna áhrif eldgosa á um- hverfi sitt enda em frægar eld- stöðvar á báðum stöðum.” Hér em möguleikar miklir og sífellt bjóðast ný verkefni. Þá er netið mjög heppilegt til notkunar í tengslum við fjar- kennslu og nýtist því sérstaklega vel Jjar sem byggðir em dreifðar." I ár hefur Kennaraháskólinn almennt kennaranám í fjar- kennslu. „Hér kemur íslenska menntanetið að góðum notum,“ segir Lára, „þar sem nemendur geta haft samskipti og sent úr- lausnir verkefna til Kennara- háskólans á einfaldan og ódýran hátt. Þá er verið að athuga hvort netið henti til fjarkennslu í fram- haldsskólum til að nýta sem best námskeið sem fáir nemendur í hverjum skóla sækja og samnýta námskeið milli skóla.” Aðgangur að erlendum gagnabönkum Menntanetið getur veitt aðgöngu að erlendum gagnabönkum en í þá er hægt að sækja gögn eða leita upplýsinga. Enn sem komið er eru gagnabankar fáir en úr því rætist vonandi. „Nú nýverið vorum við t.d. að tengjast dönskum gagnabanka sem ætti að geta nýst vel til dönskukennslu hér á íslandi,” álít- ur Lára. Þá hefur danska mennta- málaráðuneytið boðið íslenskum skólum aðgang að gagnasafns- þjónustu sinni. Það er líka mögulegt að nota samskiptanetið til að halda ráð- stefnur yfir lengri eða skemmri tíma. Menntanetið gefur mögu- leika til innlendra sem erlendra ráðstefna. Ráðstefnugögn berast sem tölvupóstur milli einstak- linga. - Hversu mikið er menntanetið notað? „Það byggist á áhuga innan hvers skóla hve vel möguleikar ís- lenska menntanetsins eru nýttir. Við erum enginn „stóri bróðir” sem blandar sér í samskiptin í net- inu,“ segir Lára, „en við leitum að samstarfsaðilum í verkefni þegar óskir um það berast til okkar. Það geta bæði verið óskir innan lands og utan frá. Við aðstoðum að sjálfsögðu notendur þegar þess er óskað. Netið býður upp á marga möguleika, bæði fyrir nemendur og kennara, fyrir samstarf um all- an heim með sáralitlum tilkostn- aði. Maður getur verið í jafngóð- um tengslum við skóla í Ástralíu og á íslandi,” segir Lára. Ódýr kostur - Er ekki dýrt að vera áskrifandi að netinu? „Nei, einn meginkostur ís- lenska menntanetsins er hve ódýr þátttaka í því er. Hér hefur sú regla verið sett að aðgangur að menntanetinu er seldur í fastri áskrift, óháð notkun. Áskriftar- gjöld eru mismunandi há eftir stærð skóla og því hversu langt notandi er frá miðstöð netsins. Þeir sem eru langt frá miðstöð, t.d. á Vestfjörðum, greiða lægra gjald þar sem símakostnaður við teng- ingu í netið er meiri. Einstaklingar geta einnig komist inn í íslenska menntanetið gegn vægu gjaldi eða u.þ.b. það sem áskrift að dagblaði kostar. Allt sem þörf er á er tölva, PC, Arcimedes eða Macintosh með samskiptaforriti og mótaldi, og að hafa samband við einhverja miðstöð íslenska menntanetsins til að geta verið með.” Stendur fyllilega jafnfætis erlendum tölvunetum Lára segir að íslenska menntanet- ið gefi mikla möguleika því að uppbygging þess sé einstaklega vönduð af hálfu stofnandans, Péturs Þorsteinssonar. „íslenska menntanetið er í þró- un en stendur fyllilega jafnfætis erlendum netum. Það er í raun stórmerkilegt hvemig einn maður hefur getað komið því upp í sam- starfi við kennara á Norðurlandi. Með ráðningu þriggja starfsmanna núna er þess vænst að útbreiðsla og notkun verði almennari í grunn- og framhaldsskólum landsins. Það ætti að vera mögu- legt þar sem þjónustan er mun meiri nú en þegar einn maður á Kópaskeri þjónustaði IMBU,” segir Lára Stefánsdóttir að lokum. Vigfús Hallgrímsson. Vigfús Hallgrímsson Vigfús er 32ja ára Kópavogsbúi. Hann lauh BA-prófi í uppeldisfrœði árið 1985 auk kennsluréttináanáms. Að loknu námi fiefur Vigfús unnið með börnum og unglingum sem grunnskóla- kennari, æskulýðsfulltrúi og meðferðarfull- trúi. Höfundur er nemandi í hagnýtri fjölmiðlun við Háskóla íslands. SKATTFRAMTOL fyrir einstaklinga og minni fyrirtæki Rolf Hannén, Norðurbyggð 15. Sími 27721. Isuzu Trooper LS 2,6 i .. árg. 1992 Isuzu Trooper SE 2,6 i .. árg. 1992 Ch Corsica ......... árg. 1992 Opel Astra.......... árg. 1992 Opel Vectra ........ árg. 1992 Komið og kynniö ykkur verð og greiðsluskilmála. ÞÓR5HAMAR HF. söluumboð Glerárgötu 36 * Símar 11036 - 30470. Þolfimi + Tækjasalur + Tölvustýrðar stígvélar + Þolfimi + Pallar + Þrekhringir + Karlatímar + Kvennatímar + Fyrirlestrar um næringu Fullkomnasta æfingastöð á Norðurlandi Upplýsingar og innritun í síma 25266. Nýkrýndur Norðurlandameistari í þolfimi, Magnús Scheving kemur til okkar 10. febrúar.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.