Dagur - 30.01.1993, Blaðsíða 21
Laugardagur 30. janúar 1993 - DAGUR - 21
Bókhald - Skattframtöl.
VSK-uppgjör - Launavinnsla.
Rekstrar- og tölvuráðgjöf.
Jónas Reynir Helgason,
iðnrekstrarfræðingur.
Símar 26313 og 41175.
Akureyringar - Nærsveitamenn!
Öll rafvirkjaþjónusta, til dæmis lagn-l
ir og viðgerðir í íbúðarhús, útihús
og fjölmargt annað.
Allt efni til staðar.
Ekkert verk er það lítið að því sé
ekki sinnt.
Greiðsluskilmálar.
Gunnar Frímannsson,
rafvirkjameistari, Akureyri.
Sími 96-22015 í hádeginu og á
kvöldin. Bílasími 985-30503.
Bólstrun og viögerðir.
Áklæði og leðurlíki í miklu úrvali.
Greiðsluskilmálar.
K.B. Bólstrun,
Strandgötu 39, sími 21768.
Klæði og geri við bóistruð
húsgögn.
Áklæði, leðurlíki og leðurlúx.
Sérpöntunarþjónusta á Akureyri.
Mikið úrval. Stuttur afgreiðslufrestur.
Vísaraðgreiðslur í allt að 12 mánuði.
Bólstrun Björns Sveinssonar,
Geislagötu 1, Akureyri,
sími 25322, fax 12475.
Kenni á Nissan Sunny Sedan 4x4.
Tímar eftir samkomulagi.
Útvega öll náms- og prófgögn.
Greiðslukjör við allra hæfi.
Anna Kristín Hansdóttir,
ökukennari, sími 23837 og bíla-
sími 985-33440.
BORGARBÍÓ
Salur A
Laugardagur
Kl. 9.00 Karlakórinn Hekla
Kl. 11.00 Dýragrafreiturinn 2
Sunnudagur
Kl. 3.00 Nemo litli
(ísl. tal, kr. 500)
Kl. 9.00 Karlakórinn Hekla
Kl. 11.00 Dýragrafreiturinn 2
Mánudagur
Kl. 9.00 Karlakórinn Hekla
Þriðjudagur
Kl. 9.00 Karlakórinn Hekla
Salur B
Laugardagur
Kl. 9.00 í sérflokki
Kl. 11.00 Krakkar í kuldanum
Sunnudagur
Kl. 3.00 Tommi og Jenni
(ísl. tai, kr. 500)
Kl. 9.00 í sérflokki
Kl. 11.00 Krakkar í kuldanum
Mánudagur
Kl. 9.00 í sérflokki
Þriðjudagur
Kl. 9.00 í sérflokki
Ath! Háspennutrillirinn
Unlawful Entry með
Kurt Russel verður sýndur
í næstu viku
BORGARBÍÓ
S 23500
ÖKUKENNSLR
Kenni á nýjan Galant 2000 GLSi.
Útvega öll gögn sem með þarf.
Bók lánuð.
Greiðslukjör.
JÓN 5. RRNRSON
Sími 22935.
Kenni allan daginn og á kvöldin.
Hlýðninámskeið fyrir alla hunda.
Hlýðni I fyrir byrjendur og Hlýðni II
fyrir lengra komna.
Hundaskóli Súsönnu,
sími 96-33168.
Þórarinn Þorbjarnarson, Þórunnar-
stræti 132, Akureyri, veröur 70 ára
mánudaginn 1. febrúar.
Þórarinn verður á Kanaríeyjum á
afmælisdaginn.
Laufásprestakail.
Kirkjuskóli laugardaginn
janúar kl. 11.00 í
Svalbaröskirkju og kl.
13.30 í Grenivíkurkirkju.
Sóknarprestur.
Möðruvallaprestakall:
Guðsþjónusta verður í Glæsibæjar-
kirkju nk. sunnud., 31. jan., kl.
14.00. Kór kirkjunnar syngur,
organisti Birgir Helgason.
Barnastund í lok messunnar.
Guðsþjónusta í Skjaldarvík sama
dag kl. 16.00.
Sóknarprestur.
Akureyrarprestnkall:
Helgistund veröur á
F.S.A. nk. sunnudag kl.
10.
Sunnudagaskóli Akur-
eyrarkirkju verður nk. sunnudag kl.
11. Skemmtilegt föndur verður í
sunnudagaskólanum. Mætið vel.
Fjölskyldumessa verður í Akureyr-
arkirkju kl. 14 nk. sunnudag. Ung-
menni aðstoða. Sérstaklega er vænst
þátttöku fermingarbarna og fjöl-
skyldna þeirra.
Æskulýðsfundur verður í Safnaðar-
heimilinu nk. sunnudag kl. 17.
Biblíulestur verður í Safnaðar-
heimilinu nk. mánudagskvöld kl.
20.30.
Glerárkirkja:
Laugard. Biblíulestur og bænastund
verður kl. 13.00.
Sunnud. Fjölskylduguösþjónusta
verður kl. 11.00. Foreldrar eru
hvattir til að mæta með börnum
sínum.
Messað verður kl. 14.00. Guðmund-
ur Ómar Guðmundsson flytur hug-
leiðingu og kynnir Gideonfélagið.
Molasopi verður í kirkjunni að
messu lokinni.
Fundur Æskulýðsfélagsins er kl.
17.30.
Sóknarprestur.
Efst í huga
Rórður Ingimarsson
Að komast að
kjarna málsins
Athygli hefur vakið haganlega gerð aug-
lýsing Morgunblaðsins, sem birst hefur í
auglýsingatímum sjónvarpsstöðvanna
að undanförnu. Slagorð hennar er „að
komast að kjarna málsins" og er því ætl-
að að vekja athygli á blaðinu sem þörf-
um miðli í hinni daglegu umræðu. Fyrir
nokkru hefði því vart verið trúað að
Morgunblaðið þyrfti að beita auglýsinga-
tækninni með þessum hætti þvílíka yfir-
burði sem það hefur haft á fslenskum
dagblaðamarkaði.
A undanförnum mánuðum hefur ann-
að dagblað - síðdegisblaðið Dagblaðið
og Vísir - sigið á vinsældir og út-
breiðslu Morgunblaðsins. Áskrifendum
DV hefur stöðugt fjölgað á meðan Morg-
unblaðinu hefur ekki tekist að halda sín-
um hlut í hlutfalli við sölu dagblaða í
landinu.
Augun hljóta því að beinast að efni og
uppbyggingu þessara tveggja blaða.
Morgunblaðið hefur leitast við að halda
uppi fjölbreyttri umræðu um málefni líð-
andi stundar og landsins gagn og
nauðsynjar. Blaðið hefur oft birt vel unn-
ar fréttaskýringar um mál er marga varð-
ar og verið trúverðugt þeirri stefnu sinni
að hafa upplýsingagildið í hávegum.
Blaðið hefur eftir því sem föng hafa veriö
reynt að komast að kjarna fjölmargra
mála. DV leggur á hinn bóginn minni
áherslu á notkun hefðbundins texta.
Sagt er frá mönnum og málefnum í stutt-
um fréttaskeytum þar sem aðeins er tæpt
á fréttnæmum viðburðum og yfirborði
mála en öll efnisuppbygging miðast við
sem minnsta lestrarþörf. ( stað þess er
áhersla lögð á myndmál og feitt fyrir-
sagnaletur. Málum er oft slegið upp en
sjaldnast reynt að komast að kjarna
þeirra.
Þessar staðreyndir af blaöamarkaði
vekja upp spurningar um á hvaða vett-
vangi hin almenna umræða í þjóðfélag-
inu eigi að fara fram eða hvort hún eigi
yfir höfuð ekki að eiga sér stað. Þessar
staðreyndir vekja einnig upp spurningar
um hvort fólk hafi ekki lengur áhuga á
upplýsingum - áhuga á að kafað sé I
efni hinna margvíslegu mála og reynt að
komast að kjarna þeirra. Sú þróun hefur
orðið í hinum vestrænu samfélögun á
undanförnum árum að áhugi á almenn-
um lestri hefur dvínað. Aukið framboð á
myndrænni fjölmiðlun á þar ákveðinn
hlut að máli og hafa ýmsir orðið áhyggjur
af þeirri þróun. Eiga dagblöðin að berast
með straumnum og reyna að breyta
textum sínum í myndmál eins og mörg
síðdegisblöð hafa freistast til að gera.
Eða geta þau barist á móti þeirri óheilla-
þróun er stafar af minnkandi lestri og
margir frömuðir menntamála vara nú við.
Að sjálfsögðu er hlutverk blaða að við-
halda upplýsingamiðlun og umfjöllun
um hin ýmsu málefni. Síður þeirra eru
einnig tæki til almennra skoðanaskipta. í
því sambandi verða þau að nota letrið —
það táknmál sem þeim er áskapað.
Hvernig framsetningu efnis er háttað
getur skipt sköpum en blöðin mega ekki
flýja af hólmi og hætta að komast að
kjarna málsins.
Samkomur
KFUM og KFUK
* Sunnuhlíð.
Sunnudaginn 31. janúar:
Almenn samkoma kl.
20.30. Ræðumaður Bjarni Guðleifs-
son. Tekið á móti gjöfum í hússjóð.
Allir velkomnir.
SJÓNARHÆO
W HAFNARSTRÆTI 63
Laugardagur 30. jan.: Laugardags-
fundur á Sjónarhæð kl. 13.30.
Ástirningar og aðrir krakkar vel-
komnir.
Unglingafundur á Sjónarhæð kl. 20.
Allir unglingar velkomnir.
Sunnudagur 31. jan.: Sunnudaga-
skóli í Lundarskóla kl. 13.30.
Krakkar, reynið að fá aðra með
ykkur í sunnudagaskólann!
Samkoma á Sjónarhæð kl. 17. Allir
eru hjartanlega velkomnir.
HVITASUtlHUKIRKJAíl uwwdsw/é>
Laugardagur 30. janúar kl. 21.00
samkoma fyrir ungt fólk.
Sunnudagur 31. janúar kl. 11.00
barnakirkjan, allir krakkar vel-
komnir.
Sama dag kl. 15.30 samkoma, ræðu-
maður Jóhann Sigurðsson, samskot
tekin til tækjakaupa, barnapössun
meðan á samkomu stendur.
Allir eru hjartanlega velkomnir.
Hjálpræðisherinn.
Sunnud. 31. jan. kl. 11:
Helgunarsamkoma, kl. 13.30
sunnudagaskóli, kl. 19.30 bæn, kl.
20.00 almenn samkoma.
Mánud. 1. febr. kl. 16.00: Heimila-
samband, kl. 20.00 hjálparflokkur.
Miðvikud. 3. febr. kl. 17 fundur fyr-
ir 7-12 ára.
Fimmtud. 4. febr. kl. 20.30: Biblía
og bæn.
Allir hjartanlega velkomnir.
□ HULD 5993217 VI 2.
I.O.O.F. 15 = 174 22816 =
OA fundir í kapellu Akureyrar-
kirkju mánudaga kl. 20.30.
Frá Sálarrannsóknarfé-
lagi Akureyrar.
Opinn fundur verður í
/ húsi félagsins, Strand-
9 götu 37 b, fimmtudag 4.
febrúar kl. 20.30.
Ræðumaður kvöldsins séra Pétur
Þórarinsson. Rætt verður um sorg-
ina.
Allir hjartanlega velkomnir.
Stjórnin.
íitfAi>iow Konur’konur!
'O1 V1 „Aglow“, kristileg sam-
tök kvenna, halda fund á
Hótel KEA mánudaginn
1. febrúar kl. 20.00.
Ræðumaður verður Janice Dennis.
Mikill söngur, lofgjörð og fyrir-
bænaþjónusta.
Veitingar kr. 500.
Allar konur hjartanlega velkomnar.
Stjórn Aglow Akurcyri.
Afmælisfundur Kvenfélagsins Hlíf-
ar verður haldinn að Hótel KEA
fimmtud. 4. febrúar nk. kl. 20.
Þátttakendur láti vita í síma 23050
og 24316 fyrir þriðjudagskvöld.
Gengið
Gengisskráning nr. 19
29. janúar 1993
Kaup Sala
Dollari 63,17000 63,31000
Sterllngsp. 95,67100 95,88300
Kanadadollar 49,71900 49,82900
Dönsk kr. 10,31390 10,33670
Norsk kr. 9,34400 9,36470
Sænsk kr. 8,77760 8,79710
Flnnskt mark 11,62280 11,64860
Fransk. franki 11,75910 11,78520
Belg. franki 1,93390 1,93820
Svissn. franki 43,23450 43,33040
Hollen. gyllini 35,39630 35,47470
Þýskt mark 39,82350 39,91170
ítölsk lira 0,04258 0,04267
Austurr. sch. 5,66220 5,67470
Port. escudo 0,43860 0,43960
Spá. peseti 0,55790 0,55910
Japanskt yen 0,50896 0,51009
irskt pund 104,49600 104,72700
SDR 87,53400 87,72800
ECU, evr.m. 77,65490 77,82700
Laus staða
Staða fangavarðar við fangelsisdeildina á Akur-
eyri er laus til umsóknar. Veitist til næstu ára-
móta.
Laun eru samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkis-
ins.
Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun og
fyrri störf óskast sendar undirrituðum fyrir 15. febrú-
ar 1993.
Umsóknareyðublöð fást hjá yfirlögregluþjónum, sem
veita upplýsingar um stöðuna.
Sýslumaðurinn á Akureyri, 28. janúar 1993.
Elías I. Elíasson.