Dagur - 03.04.1993, Blaðsíða 8

Dagur - 03.04.1993, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Laugardagur 3. apríl 1993 Stefán Jónsson er fram- kvæmdastjóri Atvinnu- þróunarfélags Þingeyinga. Hann fluttist til Húsavíkur í ágúst sl. ásamt eiginkonu sinni, Þóru Guðrúnu Samúelsdóttur og syni þeirra, Samúel Inga. Og fjölskyldan stækkar ört, því nú eru tvíburar á leið- inni. Stefán er atvinnuráð- gjafi á félagssvæðinu og ekki er úr vegi að spjalla aðeins við manninn, því atvinnuleysið og atvinnu- horfurnar eru ofarlega í huga margra. aðra tvo vetur lauk hann námi í iðnrekstrar- fræði og sl. vor tók hann próf í iðnaðar- tæknifræði. Stefán hefur starfað við ýmsa þætt atvinnulífsins, fyrst í línuvinnu hjá trillu- körlum á Siglufirði, svo útskipun og saltfisk- verkun en síðar vann hann við byggingu bensínstöðva víða um land. Hann starfaði hjá Hagvirki Kletti og fleiri verktökum, og vann m.a. við auglýsinga- og skiltagerð. „Ég fór 16 ára að heiman til náms. For- eldrar mínir sáu fram á það að börnin færu hvert af öðru suður, og ekki var of mikla atvinnu að hafa fyrir föður minn sem var iðnaðarmaður. Foreldrar mínur fluttu því til Reykjavíkur. Ég fór til baka út á land að námi loknu, næstelsta systir mín fór til Bíldudals og þriðja systkinið, systir, er kom- in til Ítalíu sem skiptinemi. Foreldrar mínir eru því barnlausir eftir í Reykjavík, en börnin farin til baka á landsbyggðina." Þóra Guðrún ólst einnig upp á lands- byggðinni, á Fáskrúðsfirði og Hellissandi og um tíma bjó hún í Afríku. Hvers vegna varð Húsavík fyrir valinu hjá þeim hjónum til búsetu? „Það voru ákveðnir staðir úti á landi sem fjármagn. Einstaklingar eiga einnig hlut í félaginu en Húsavíkurbær er stærsti hluthaf- inn. Félagið á að beita sér fyrir atvinnuupp- byggingu á öllum sviðum sem það getur hugsanlega beitt sér á. Ég veit ekki hvort fólk hefur gert sér þá hugmynd að félagið eigi að stofna fyrirtæki. Það er ekki megin- tilgangur félagsins, heldur er það þjónustu- aðili sem á að veita fyrirtækjum og einstakl- ingum á svæðinu þjónustu. Hún felst m.a. í því að aðstoða menn við að yfirfara sín rekstraráform, vinna sínar hugmyndir áfram og skoða hvort þær séu raunhæfar. Sem sagt, að veita þeim sem vilja stofna og reka fyrirtæki sérfræðiþjónustu. Eins er með sveitarfélögin, við störfum með atvinnumálanefndunum og fleiri aðilum. Unnið er að auknum samskiptum við Land- búnaðarráðuneytið, því oft erum við að vinna að svipuðum málum. Meginhlutverk félagsins er þó að styðja atvinnulífið eins vel og það getur. Því miður leita aðilar oft ekki til félagsins fyrr en allt er komið í óefni, en mættu leita aðstoðar áður en þeir eru komn- ir í miklar ógöngur. Ég er eini starfsmaður fyrirtækisins, nema skapa sér atvinnu og fara út í rekstur, átt þú hugmyndir? „Ég get búið til hugmyndir í massavís. Við getum párað hugmyndir niður á blað og unnið út frá þeim. Alltaf þegar ég fæ hug- mynd þá skrifa ég hana niður. Það er ekki gott að sjá hversu gáfulegar þær eru svona í fyrstu, en það þarf að skoða hverja og eina og það er töluverð vinna. Það er ekkert vandamál að hjálpa fólki að finna hugmynd- ir, en það er dálítið háð því hvaða þekkingu það hefur, t.d. til að vinna við sérhæfðan iðnað eða einhverja iðngrein. Þetta er erfið- ara ef fólk hefur ekki sérmenntun eða sér- þekkingu. En það er um að gera fyrir fólk að skoða hugmyndir, sérstaklega ef þær eru framkvæmanlegar. Það þýðir náttúrlega ekki að fara út í framleiðslu eða rekstur sem ekki skilar hagnaði. Það er mikil vinna sem liggur að baki því að stofna fyrirtæki og oft er erfitt að finna einu réttu hugmyndina. Það hafa verið í gangi verkefni til að reyna að örva fólk upp. Frumkvöðull er aðili sem vill reyna eitthvað nýtt, þetta er ákveðið viðhorf og hann verður að vera viljugur til að takast á við hlutinn og vinna á vandamálunum. Það Stefán segir að forsvarsmenn fyrirtækja mættu leita meira til sín, og það áður en vandamálin verða mjög erfið úrlausnar. Atvinnulausu fólki ráðleggur hann að afla sér menntunar, undirbúa sig fyrir ný störf og athuga vel hvaða þekkingu það hefur að bjóða atvinnurekendum. Var búinn að gleyma snjónum Stefán er fæddur og uppalinn á Siglufirði. Hann lærði húsasmíði, en slíkt mun algengt í ættinni. Áður en Stefán tók sveinsprófið brá hann sér þó til Finnlands sem skiptinemi í eitt ár, stundaði skógarhögg við mjög frumstæðar aðstæður í 15 gráðu frosti um veturinn en kornrækt í 30 gráðu hita um sumarið. Svo skrapp hann í eftirminnilega ferð til Moskvu og seldi gömlu gallabuxurn- ar sínar fyrir fúlgur fjár. Hann mun þó hafa haft aðrar buxur í farteskinu. Eftir heimkomunu og sveinsprófið tók við nám í Tækniskólanum. Að tveggja vetra námi loknu tók Stefán raungreinapróf, eftir ég hafði áhuga á að fara á. Húsavík var einn af þeim. Húsavík er mikill þjónustubær, stór bær á landsvísu og hálfgerð miðstöð fyrir svæðið. Það var þokkalegasta veður hér framan af vetrinum en svo fór að rifjast uþp vetrar- veðrátta. Þegar ég var að alast upp á Siglufirði setti oft niður gríðarlega mikinn snjó, en ég var búinn að gleyma þessu. Fyrst eftir að ég flutti til Reykjavíkur beið ég alltaf eftir vetr- inum, en hann kom aldrei. Mér finnst því mjög gaman að sjá svona mikinn snjó aftur, og drengurinn var mjög hrifinn af þessu.“ * A ad beita sér fyrir atvinnuuppbyggingu - Hverjir standa að Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga? „Þetta er hlutafélag í eigu Byggðastofn- unar og sveitarfélaganna á svæðinu frá Ljósavatni á Langanes. Sveitarfélögin hafa gert samstarfssamning og leggja félaginu til að Signý Vilhjálmsdóttir færir fyrir mig bók- haldið. Það mæðir því oft mikið á, en félag- ið hefur ágætis tengsl við rannsóknastofnun og góða möguleika á að afla sér upplýsinga. Við getum aðstoðað menn við að afla sér upplýsinga erlendis frá, og við reynum að aðstoða á flest allan hátt. Það var rólegt hjá mér fyrst til að byrja með, en vinnan hefur stórlega aukist og í dag er mjög mikið að gera.“ - Nú er atvinnuleysi í bænum og háar töl- ur nefndar. Verður þú mikið var við atvinnulausa fólkið í þinni vinnu? „Nei, ég verð ekki mikið var við það, en atvinnulausir menn hafa þó hringt í mig. Félagið er ekki með atvinnumiðlun og starf- ar ekki sem ráðningaskrifstofa. Atvinnu- lausir geta samt komið til mín með sínar hugmyndir um framleiðslu og rekstur, og athugað hvort þær séu raunhæfar.“ Hugmyndir í massavís - En ef fólk kemur til þín og langar að - segir Stefán Jónsson, hja Atvinnu- iróunarfélagi Mngeyinga er oft mikil vinna í kring um þetta og það er oft erfitt að stofna fyrirtæki frá grunni, erf- iðara en að fyrirtæki sem fyrir eru komi með nýjungar. í eldri fyrirtækjum er til ákveðin þekking og sérhæfing, markaðsþekking og þekking á umhverfi og þau eru betur í stakk búin en aðilar sem eru að koma nýir á mark- aðinn. Því þarf að gera kröfur til þeirra fyrirtækja sem fyrir eru, að þau séu dálítið vakandi. Það vantar til dæmis nokkurskonar frumkvöðla, til starfa inn í fyrirtæki á ís- landi. Starfsmann sem fær smá svigrúm til að afla sér þekkingar og fylgjast með nýjungum. Þetta þarf ekki að kosta svo

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.