Dagur - 08.04.1993, Blaðsíða 2

Dagur - 08.04.1993, Blaðsíða 2
Fréttir 2 - DAGUR - Fimmtudagur 8. apríl 1993 í Kaffihlaðborð Engimýri í Öxnadal Bjóðum okkar vinsœla kaffihlaðborð alla hótíðisdagana fró og með skírdegi til annars póskadags. ★ Athugið! Alltaf opið fyrir gistingu. Góð aðstaða fyrir fundi og fjölskyldusamkvœmi. Verið velkomin. Gistiheimilið Engimýri, sími 26838. Barnaverndar- sjóður Hlutverk Barnaverndarsjóös er aö stuöla aö forvörn- um á sviði barnaverndar og að upplýsa almenning um barnavernd. Ákveðið hefur verið að úthluta úr Barnaverndarsjóði til verkefna sem samrýmast framangreindum markmiðum sjóðsins. í umsókn skal tilgreina verkefni og tilgang þess og á hvaða tímabilí það verði unnið ásamt upplýsingum um umsækjanda. Umsóknum um framlög úr Barnaverndarsjóði skal skila til skrifstofu Barnaverndarráðs að Laugavegi 36,101 Reykjavík fyrir 25. apríl 1993. Stjórn Barnaverndarsjóðs. Páskar í MM Allt til páskanna Páskaegg í úrvali Svínakjöt á tilboðsverði í kjötborðínu okkar finna allir eitthvað við sitt hæfi Opið skírdag (fimmtudag) kl. 10.00-22.00 Föstudaginn langa lokað Opið laugardag kl. 10.00-22.00 Páskadag lokað Opið annan í páskum ki. 10-00-22.00 Matvöru- markaðurinn Kaupangi Opið virka daga kl. 9-22 Laugardaga og sunnudaga kl. 10-22 Niðurstaða iðnaðar- og umhverfisráðherra um framhald kísilgúrnáms úr botni Mývatns: Kísilgúmámi verði hætt eigi síðar en í lok ársins 2010 - kísilgúrnám fram að þeim tíma bundið við afmarkað svæði í Ytriílóa Jón Sigurðsson, iðnaðarráð- herra, og Eiður Guðnason, um- hverfisráðherra, áttu í gær fund í Mývatnssveit með fulltrúum í stjórn Kísiliðjunar, sveitar- stjórn Skútustaðahrepps og landeigendum á vatnasvæði Mývatns og Laxár, þar sem þeir tilkynntu þá ákvörðun að kísilgúrnámi af botni Mývatns verði hætt eigi síðar en í iok ársins 2010 og að kísilgúrnám fram til þess tíma verði bundið við afmarkað svæði í Ytriflóa Mývatns. Fram kom hjá ráðherrunum að með hliðsjón af sameiginlegri niðurstöðu umhverfis- og iðnað- arráðuneytis hafi umhverfisráð- herra látið semja drög að frum- varpi um breytingu á lögum um verndun Mývatns og Laxár sem hann hyggst leggja fram nú á vor- þingi. Þar eru staðfestar þær heimildir sem nú eru veittar Kís- iliðjunni hf. til frekara kísilgúr- náms á botni Mývatns til ársins 2010 með eftirfarandi ákvæði: „Kísilgúrnám á botni Mývatns er óheimilt. Þó er heimilt að vinna kísilgúr úr botni á tilteknu svæði í Ytriflóa til ársloka 2010. Svæði þetta er skilgreint nánar í náma- leyfi til Kísiliðjunnar hf. útgefnu af iðnaðarráðherra 7. apríl 1993.“ Eiður Guðnason sagði á fundi með fréttamönnum í gær að sú ákvörðun að takmarka náma- vinnslu við tiltekin svæði í Ytri- flóa eigi að tryggja, á grundvelli þeirrar vitneskju sem nú liggi fyr- ir um dýr og gróður og um eðli og umfang strauma og setflutninga í vatninu, að ekki verði um veru- 'lega röskun á lífríki vatnsins að ræða vegna kísilgúrnáms í fram- tíðinni. Eiður sagði ennfremur að að mati umhverfisráðuneytis- ins hafi því náðst ásættanleg lausn þar sem í senn sé tekið tillit til umhverfisverndar og atvinnu- sjónarmiða. Eins og áður kom fram gaf iðn- aðarráðherra að höfðu samráði við umhverfisráðherra út í gær nýtt námaleyfi fyrir Kísiliðjuna. Núverandi námaleyfi verksmiðj- unnar rennur út árið 2001 og við útgáfu nýs námaleyfis er það endurnýjað en jafnframt fram- lengt til ársloka 2010. Iðnaðar- ráðherra orðaði það svo að með því væri verið að eyða óvissu um framtíð fyrirtækisins ekki síst vegna þeirra félagslegu og fjár- hagslegu hagsmuna sem í húfi væru fyrir íbúa svæðisins og þjóð- félagsins í heild. Hins vegar telji ráðunevtið að ákvörðun um að hefja úamavinnslu í Syðriflóa jafngildi ákvörðun um að hefja námavinnslu í nýju stöðuvatni og ekki sé talið rétt að taka þá áhættu fyrir lífríki Mývatns. Af þessum sökum verði námaleyfi verksmiðjunnar því bundið við kísilgúrnám á botni Ytriflóa Mývatns. í námaleyfinu er ákvæði um ráðstöfun á leyfisgjaldi verk- smiðjunnar sem nota skal til að kosta rannsóknir og eftirlit en einnig skal hluti þess renna í sér- stakan sjóð, sem varið verður til að kosta undirbúning að aðgerð- um til þess að efla atvinnulíf í sveitarfélögum þar sem íbúarnir FlskmlWun Norðurlands á Dalvik - Flski rerð á markaí 1 vikuna 28 .03-3.041993 Tegund Hámarks- Lágmarks- Meðalverð Magn Verðmæti verð verð (kr/kg) (kg) Grálúða 70 50 68,45 1.932 132.245 Hlýri 35 18 30,30 47 1.424 Hrogn 90 90 90,00 36 3.240 Hrogn 94 94 94,00 613 57.622 Karfi 45 16 43,75 278 12.162 Keila 30 30 30,00 6 180 Lúða 350 350 350,00 15 5.250 Rauðmagi 30 25 25,78 762 19.635 Rauömagi ósl. 25 25 25,00 167 4.175 Skarkoli 40 40 40,00 14 560 Steinbítur 38 18 37,94 952 36.116 Ufsi 20 16 17,07 45 768 Ufsi, ósl. 26 26 26,00 136 3.536 Undirmál þ. 37 37 37,00 521 19.277 Ýsa 95 20 69,19 93 6.435 Þorskur 77 54 • 68,98 7.203 496.827 Þorskur ósl. 77 65 68,29 3.912 267.167 Þorskur db. 57 55 56,32 593 33.397 Samtals 63,49 17.325 1.100.016 15|i iiii a töflu yflr 1 vtkunnl i évarafurða daatmeð hh ikmiðlun Norftu gert í l|6$l þes ftum skreftim o erft* 6 ftski hér tands á Dalvi s aft hlutverk fi þvl sjftllsagi á Norfturlandi k og grelnlr þar frá flakmarkafta i verft- aft gera lesendum Kvenria- MZé bridge Laugardaginn 17. apríl verður haldið hið árlega kvennamót í bridge í starfsmannasal Sunnuhlíð, stundvíslega kl. 10.00 f.h. Allar konur velkomnar. Áríðandi er að tilkynna þátttöku í síma 25974 Jónína og 24744 Una fyrir fimmtudaginn 15. apríl. eiga verulega hagsmuni undir starfsemi Kísiliðjunar. Á síðari hluta leyfistímans verður náma- gjaldið aukið og rennur aukning- in öll í sjóðinn, sem verður undir stjórn fulltrúa heimamanna, verksmiðjunnar, umhverfisráðu- neytisins, samgönguráðuneytis- ins og iðnaðarráðuneytisins. Þá kom fram á fréttamanna- fundinum í gær að iðnaðarráð- herra hafi ákveðið að beita sér fyrir rannsóknum í samvinnu við hagsmunaaðila á nýrri vinnslu- tækni við kísilgúrnám í vatninu og á hugsanlegri nýtingu á kísil- gúr sem lenti undir hraunið sem rann út í vatnið í Kröflueldum á 18. öld. Friðrik Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Kísiliðjunnar, sagð- ist í gær vera mjög sáttur við þessa niðurstöðu. Mikilvægast teldi hann að búið væri að eyða óvissu um rekstur verksmiðjunnar næstu 17 árin. Friðrik sagði að með þessari ákvörðun væri aflétt takmörkunum sem í gildi hafi verið um kísilgúrnám í Ytriflóa. Þá sagði hann að þrátt fyrir að ákveðið hefði verið að hætta kís- ilgúrnámi af botni Mývatns eigi síðar en 2010, þá væri ekki þar með sagt að Kísiliðjan yrði þá lögð niður. Vísaði hann í því sambandi til áðurnefndrar ákvörðunar iðnaðarráðherra um rannsóknir á nýrri vinnslutækni við kísilgúrnám í vatninu og hugsanlegrar nýtingar á kísilgúr sem lenti undir hraunið sem rann út í vatnið í Kröflueldum á 18. öld. Eysteinn Sigurðsson, bóndi á Arnarvatni í Mývatnssveit, sagð- ist lítið getað tjáð sig um málið að afloknum fundi með ráðherr- unum í gær en þó væri í sínum huga mikilvægt að Syðriflói hafi nú verið friðaður. óþh Zikk-Zakk og Jet Black Joe í1929 í kvöld og á laugardagskvöld skemmtir hópurinn Zikk-Zakk í 1929 á Akureyri, en hópinn skipa Pálmi Gunnarsson, Kristján Edelstein, Sigfús Óttarsson og Karl Olgeirsson. Þeir leika bræð- ing af hinum ýmsu tónlistarstefn- um, s.s. fönk, blús og jass. Húsið verður opnað kl. 21 og er að- gangur ókeypis. Aðfaranótt annars dags páska hefst dansleikur 00.01 með hljómsveitinni Jet Black Joe. (Úr fréttatiikynningu) Sigrún Eva og Birgir í Sæluhúsinu Sigrún Eva, söngkona Þúsund andlita, og Birgir Jóhann Birgis- son, munu spila í Sæluhúsinu á Dalvík eftir miðnætti á páskadag. Á efnisskránni eru lög úr öllum áttum svo sem með Edit Piaf og hinum ýmsu söngleikjum en áberandi er þó gamla góða rokk- ið og mikið af íslenskum lögum. Sem sagt eitthvað fyrir alla. (Fréttatilkynning)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.