Dagur - 08.04.1993, Side 8

Dagur - 08.04.1993, Side 8
8 - DAGUR - Fimmtudagur 8. apríl 1993 Eg hafði ímyndað mér að starf deildarstjóra Ríkisútvarpsins á Akureyri væri nokkurskonar kontóristastarf og því væri ekkert mál að fínna tíma til að setjast niður með Arnari Páli Haukssyni, deildarstjóra RUVAK, og rekja úr honum garnir. Það varð að samkomulagi að við hittumst í hádeginu á þriðjudegi í síðustu viku, en skömmu fyrir hádegi hringdi Arnar og bar sig aumlega. Hann gæti ekki hitt mig sökum þess að hann þyrfti að bruna austur í Mývatnssveit til þess að „dekka“ Kísiliðjumálið. Fréttamaðurinn í Arnari Páli hafði semsagt tekið völdin og viðtalið vék fyrir hasarmáli dagsins. En daginn eftir hafði mesti hamagangurinn í kringum Kísiliðjuna gengið yfir, að minnsta kosti í bili, og Arnar Páll hafði tíma aflögu. Við ræddum málin yfir kaffibolla á Teríunni. Ætlaði ekki í blaðamennsku „Ég stefndi alls ekki á blaðamennsku, en hins vegar hafði ég alltaf geysilega mikinn áhuga á henni. Nám mitt í Noregi tengdist blaðamennskunni ekki beint, en aftur á móti eru landafræði, félagsfræði og umhverfisfræði, sem ég lærði ytra, góður bakgrunnur fyrir blaðamennsku. Kunningi minn starfaði á DV á þessum tíma og margir af kunningjunum úti voru í blaðmannahá- skólanum í Osló. Ég kynntist blaðamanns- starfinu því óbeint, auk þess sem ég hafði brennandi áhuga á fréttum, var einskonar fréttafíkill. Pegar ég kom til íslands árið 1983 hafði ég augastað á kennslu, reyndar hafði ég tekið uppeldis- og kennslufræði í Osló skömmu áður en ég fluttist heim. Ég sótti um nokkrar kennarastöður en fljótlega kom í ljós að ekki var um auðugan garð að gresja og ég fékk hvergi kennslu. Ég gat ekki hugsað mér að vera atvinnulaus og fór því einn góðan veðurdag og sótti um vinnu hjá mínum gamla vinnuveitanda, ístaki hf., sem ég ég hafði unnið hjá við virkjunar- framkvæmdir hér á árum áður. Það varð úr að ég fór að vinna við að steypa upp grunn nýju prentsmiðju Morgunblaðsins. Ég segi því gjarnan að blaðamennskuferillinn hafi byrjað á Mogganum!" Reif kjarnorkuvopnamerkið af töskunni „En áhuginn á blaðamennskunni blund- aði ennþá í mér og því ákvað ég að slá til og sótti um starf á DV. Fyrst hitti ég fyrir Jónas Haraldsson, fréttastjóra, og hann sagði mér að hitta nafna hans Kristjánsson, ritstjóra, klukkan átta daginn eftir. Á þeim tíma átti ég að vera mættur í steypuvinnuna. Ég pakkaði vinnugallanum niður í tösku og fór í betri fötin. Ég man eftir því að á töskunni var merki þar sem stóð „Nej til atomváp- en“. Mér fannst ekki vera líklegt til árang- urs að hafa merkið á töskunni og tók það því af áður en ég fór á fund Jónasar. En hvað sem því líður, þá réði Jónas mig og ég hóf fljótlega störf.“ Til að byrja með hafði Arnar Páll umsjón með lesendasíðunni, en vann sig síðan upp í umsjónarmann neytendasíðunnar. Hann segist vera á þeirri skoðun að gott sé fyrir nýgræðinga í blaðamennsku að byrja á grunninum. „Að mínu mati er of mikið um að blaðamenn séu settir beint í hasarinn. Mér finnst ekki virka nægilega vel þegar nýliðar eru sendir beint á vígvöllinn, þ.e.a.s. í stóru fréttirnar, til þess að tala við forsætisráðherra eða aðra toppa þjóðfélags- ins.“ Úr neytendamálunum var Arnar Páll færður í almennar fréttir og þaðan í þing- fréttir. „Ætli ég hafi ekki verið kominn á þing árið 1984 og þar var ég í tvö ár. Síðar annaðist ég þingfréttir fyrir Ríkisútvarpið. Þú sérð að ég hef setið töluvert iengi á þingi,“ sagðí hann og hló. Árin á DV sagði Arnar Páll hafa að mörgu leyti verið afar lærdómsrík. Að vísu verði að segjast alveg eins og er að yfirmenn DV hafi ekki verið mikið fyrir að hlú að sínu starfsfólki og af þeim sökum hafi verið mikil hreyfing á blaðamönnum. „Á DV var mikil hreyfing á starfsfólki. Þegar blaða- menn voru að ná tökum á starfinu fóru þeir gjarnan yfir á aðra miðla.“ Hasarinn á Bylgjunni Árið 1986 færði Arnar Páll sig yfir á útvarpsstöðina Bylgjuna, sem þá hafði nýlega hafið útsendingar. „Þetta var geysi- lega skemmtilegur og lærdómsríkur tími. Þarna var nýtt fólk í fréttamennskunni, sem reyndar er áberandi í fjölmiðlaheiminum í dag. Ég nefni Árna Þórð Jónsson, frétta- mann sjónvarps, Elínu Hirst á Stöð 2, Árna Snævarr, sem nú er fréttamaður Ríkisút- varpsins í Kaupmannahöfn, Karl Garðars- son á Stöð 2 og Bjarna Vestmann, sem áður var fréttamaður Ríkissjónvarpsins en starf- ar nú í utanríkisráðuneytinu. Þetta var harðsnúið lið og við unnum baki brotnu. Menn hugsuðu ekki mikið um kaffitíma eða launakjör, vinnan var númer eitt, tvö og þrjú. Fram til þessa hafði Ríkisútvarpið ver- ið einrátt á markaðnum, en takmarkið var að veita því eins harða samkeppni og við gátum. Við höfðum þá aðstöðu að geta sent fréttir út strax og þær urðu til, en Ríkisút- varpið var bundnara við fyrirfram tímasetta fréttatíma. Dæmigert fyrir mun á Bylgjunni og útvarpinu var þegar tilkynnt var um leið- togafund Reagans og Gorbatsjovs á íslandi. Menn vissu að eitthvað var að gerast og höfðu samband við Magnús Torfa Ólafsson, þáverandi blaðafulltrúa ríkisstjórnarinnar Svör hans voru á þann veg að fréttamenn skyldu fylgjast með fréttaskeytum á Reuter um tvöleytið. Það stóð heima að Reuterinn kom með þessa tilkynningu og hún fór strax í loftið á Bylgjunni. Á útvarpinu hins vegar komst þessi stórfrétt ekki strax í loftið vegna þess að þulurinn var á klósettinu þeg- ar hún var send út um heimsbyggðina!“ Omar á fjórum fótum Arnar Páll orðaði það svo að gífurleg „keyrsla“ á Bylgjunni hafi ekki gengið til lengdar og sá dagur hafi komið að hann hafi verið búinn að fá nóg. „Ég ákvað að hætta og við hjónin keyptum miða til Majorka og slöppuðum þar af í þrjár vikur. Áður en við fórum út hringdi Atli Rúnar Halldórsson, sem þá var að taka tímabundið við stöðu varafréttastjóra á fréttastofu útvarps, og bauð mér vinnu á útvarpinu, sem ég þáði. Ég réði mig fyrst í einn mánuð í afleysingar á sjónvarpið og aflaði mér ágætrar reynslu þar, en fór síðan í þingfréttir á fréttastofu útvarps. í samanburði við útvarpið var um margt athyglisvert að prófa frétta- mennskuna á sjónvarpinu. Óft fannst mér ekkert gerast allan daginn, en síðan var allt á fullu rétt fy'rir útsendingu og á meðan á henni stóð. Áhorfendur gera sér auðvitað ekki grein fyrir þeim hamagangi sem er að tjaldabaki á fréttastofu sjónvarps, jafnvel eftir að útsending hefst. Eg man einu sinni eftir því að Ómar Ragnarsson var á síðasta snúningi og náði ekki að ljúka við frétt fyrr en eftir að fréttaútsending hófst. Hann greip til þess ráðs að skríða á fjórum fótum inn í stúdíóið og rétt náði að stinga spólunni með fréttinni í útsendingartækið í tæka tíð.“ Ekki nóg aö hafa próf í fjölmiðlun frá Bandaríkjunum Þegar hér var komið sögu beindum við samtalinu að þeim hugmyndum sem almenningur gerir sér um störf blaða- og fréttamanna og afstöðu fólks til þeirra. „Ég heyri stundum að fólk veltir fyrir sér hvort það sé virkilega fullt starf að vera frétta- maður. Þeir sem hafa þessar ranghugmyndir vita ekki hversu mikil vinna liggur að baki fréttaöflun. Lítil frétt getur verið árangur margra daga erfiðis. Frá gamalli tíð er almennt neikvætt viðhorf almennings í garð Texti: Oskar Þór Halldórsson. blaðamanna. Sá sem segir við mig að ég sé fréttasnápur á ekki von á góðu. Ég man í þessu sambandi eftir því að bæjarfulltrúi hér á Akureyri spurði mig fljótlega eftir að tók við starfi deildarstjóra RÚVAK, hvort ég væri þessi fréttasnápur sem væri nýkominn í bæinn. Ég brást hinn versti við og ég hugsa að bæjarfulltrúinn segi þetta ekki aftur. Til þess að breyta viðhorfi almennings til frétta- manna tel ég afar mikilvægt að þeir hafi víð- tæka reynslu og þekkingu. Það er ekki nóg að hafa próf í fjölmiðlun frá Bandaríkjun- um. Lykilatriði er að mínu mati að búa yfir reynslu úr atvinnulífinu og kunna að tala máli sjómanna, bænda, fiskverkafólks o.s.frv. Á dagblöðunum fer fréttaöflun að stórum hluta fram í gegnum síma, en ég tel að því ætti að breyta. Blaðamenn eru of rígbundn- ir við símann. Þeir eiga að fara miklu meira á vettvang og nálgast atburðina á þann hátt. Þetta gildir einnig um útvarpið, þar sem símaviðtöl eru of mikið notuð. Gott dæmi er þegar fréttamenn á fréttastofu útvarpsins í Efstaleiti hringja í veðurfræðinga á Veður- stofu íslands, sem eru í næsta húsi, í stað þess að labba nokkur skref og taka viðtölin á Veðurstofunni.“ Jákvæð og neikvæð viðbrögð Arnar Páll segist oft hafa fengið neikvæð viðbrögð við sínum fréttum og það sama gildi örugglega um bróðurpart blaða- og fréttamanna. „Til þess að vera góður frétta- maður er gjarnan sagt að maður þurfi að hafa þykkan skráp. Til að byrja með tekur maður skammir nærri sér, en það breytist með tímanum. Maður þarf að meta viðbrögð, neikvæð eða jákvæð, í hverju til- felli. Stundum er sagt að þegar menn sem tengjast ákveðnu fréttamáli rífist og skammist, þá sé það örugg vísbending um Vissi að ég vœri kominn með fréttina - Arnar Páll Hauksson, deildarstjóri Ríkisútvarpsins á Akureyri, í viðtali um fréttamennsku, brennivínsmál Magnúsar Thoroddsen o.fl.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.