Dagur - 08.04.1993, Blaðsíða 13

Dagur - 08.04.1993, Blaðsíða 13
Flugan Umspn: Kolbeinn Gíslason Fimmtudagur 8. apríl 1993 - DAGUR - 13 Munk- urinn Eins og ég sagði ykkur frá í síðasta þætti fáum við nú að sjá laxaflugu sem Þórarinn Agústsson framkvæmda- stjóri Samvers á Akureyri hnýtti fyrir nokkrum árum. Þórarinn hefur í mörg ár ver- ið illa haldinn af veiðibakt- eríunni og jafnan hnýtt sínar flugur sjálfur. Um fluguna sem hefur verið notuð af vin- um og ættingjum og heitir Munkurinn segir Þórarinn að sé sérlega gjöful og marg- ir vænir laxar hafa fallið fyrir henni í Laxá í Aðaldal en þar veiðir Þórarinn oftast. Nafnið er til komið vegna Bláu Nunnunnar sem bróðir Þórarins, Ólafur, hnýtti og er löngu orðin landsþekkt. Lítum á fluguna. Uppskrift: / Laxaöngull nr. 4-12 Broddur: ávalt silfur og gult flos Stél: Hausfjöður af gull- fashana Búkur: Svartur Vöf: Ávalt silfur Vængur: Svartur íkorni Vangi: Frumskógarhana- fjöður Kragi: Hringvafinn blá hanahálsfjöður Haus: Svartur Frumskógarhanafjaðrirnar eru settar á á undan kragan- um sem er hringvafinn á eftir. Frumskógarhanafjaðr- ir eru oft klofnar og þá sér- staklega þær stærri. Gott ráð er að setja dropa af glæru lakki á þumalfingur og draga fjöðrina nokkrum sinnum á milli hans og vísifingurs. Meira í næstu viku. Aðalfundur Fjarkans - félags eldri borgara í hreppunum Qórum norðan Akureyrar: Talsverð staif- semi í vetur Aðalfundur Fjarkans - félags eldri borgara í hreppunum fjór- um norðan Akureyrar, var hald- inn fyrir skömmu. Á fundinum var stjórnin öll endurkjörin en hana skipa, Steinn Snorrason, formaður, Hreinn H. Jósavins- son, gjaldkeri, Þorsteinn Jónsson, ritari og Hólmfríður Ehrat og Agnar Þórisson með- stjórnendur. Störf hins unga félags hafa ver- ið talsverð í vetur. Fólk hefur komið saman sér til gagns og skemmtunar. Fundahöld verða aflögð í sumar en fyrir dyrum standa ferðalög. Skemmtifundur verður í Víkurröst á Dalvík fyrir öll öldrunarfélögin norðan Akur- eyrar laugardaginn 17. apríl nk. Stjórn Fjarkans vill þakka öll- um þeim sem hafa stutt félagið fyrstu sporin, með láni á hús- næði, fjárframlögum og hvers kyns fyrirgreiðslu. Gleðilegt sumar og lifið heil. Stjórn Fjarkans Munkurinn. Mynd: þ.á. Hópferðabíll Geri tilboð í alla fólksflutninga. Kristján Gunnþórsson, Seljahlíð 5 c ■ Akureyri ■ Sími 96-22288 - 985-23033. Ertþú að tapa réttíndum? Eftirtaldir lífeyrissjóðir hafa sent sjóðfélögum yfirlit um iðgjaldagreiðslur á árinu 1992: Lffeyrissjóður Austurlands. Lffeyrissjóðurínn Björg. Lífeyrissjóður Bolungarvíkur. Lífeyrissjóður Dagsbrúnar og Framsóknar. Lífeyrissjóður framreiðslumanna. Lffeyrissjóðurinn Hlíf. Lífeyrissjóður Hlífar og Framtíðarinnar. Lífeyrissjóður matreiðslumanna. Lífeyrissjóðurinn Sameining. Lífeyrissjóður sjómanna. Lífeyrissjóður Sóknar. Lífeyrissjóður starfsfólks í veitingahúsum. Lífeyrissjóður Suðurnesja. Lífeyrissjóður trésmiða á Akureyri. Lífeyrissjóður verkafólks í Grindavík. Lffeyrissjóður verkalýðsfélaga á Suðurlandi. Lífeyrissjóður verkamanna á Hvammstanga. Lífeyrissjóður verksmiðjufólks. Lífeyrissjóður verkstjóra. Lífeyrissjóður Vestfirðinga. Lífeyrissjóður Vestmannaeyinga. Sameinaði lífeyrissjóðurinn. Lífeyrissjóður Vesturlands. Hafír þú ekki fengið yfírlit, en dregið hefur verið af launum þínum í einn eða fleiri af ofangreindum lífeyris- sjóðum, eða ef launaseðlum ber ekki saman við yfírlitið, skalt þú hafa samband við viðkomandi lífeyrissjóð hið allra fyrsta og eigi síðar en 1. maí nk. Viö vanskil á greiöslum iðgjalda í lífcyrissjóö cr hætta á að dýrmæt rcttindi tapist. Þar á meðal má nefna: ELLILÍFEYRI - MAKALÍFEYRI - BARNALÍFEYRI - ÖRORKULÍFEYRI. Gættu réttar þíns / lögum um ábyrgðarsjóð launa segir meðal annars: Til þess að iðgjöld launþega njóti ábyrgðar ábyrgðasjóðs launa vegna gjaldþrota, skulu launþegar innan 60 daga frá dagsetningu yfírlits ganga úr skugga um skil vinnuveitenda til viðkomandi lífeyrissjóðs. Séu vanskil á iðgjöldum skal launþegi innan sömu tímamarka leggja lífeyrissjóði til afrit launaseðla fyrir það tímabil, sem er í vanskilum. Komi athugasemd ekki fram frá launþega er viðkomandi lífeyrissjóður einungis ábyrgur fyrir réttindum á grundveili iðgjalda þessara að því marki sem þau fást greidd, enda hafí lífeyrissjóðnum ekki verið kunnugt um iðgjaldakröfuna.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.