Dagur - 08.04.1993, Blaðsíða 19

Dagur - 08.04.1993, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 8. apríl 1993 - DAGUR - 19 Börnin okkar Kristín Linda Jónsdóttir Bömin okkar í i sérke nnslu Samkvæmt lögum um grunnskóla er þaö grundvallarréttur allra barna að fá kennslu við hæfí í heimaskóla sé þess nokk- ur kostur. Börn sem eiga við námsvanda að stríða, félags- og tilfínningalega örðugleika eða fötlun eiga einnig þennan rétt. Þau geta þurft á sérkennslu að halda, en sérkennsla er hluti af starfí sérhvers skóla. í reglugerð Menntamálaráðuneytisins um sérkennslu, sem gefín var út árið 1992, segir í 2. gr. „Grunnskólinn skal laga starf sitt að þroska og getu allra nemenda sinna, þannig að hver nemandi fái kennslu við hæfi . . . Með markvissu þró- unarstarfi skal stefnt að samskipan fatlaðra og ófatlaðra nemenda í heimaskóla.“ En hvað er sérkennsla og hver tekur ákvörðun um það hvort barnið okkar þarf á sérkennslu að halda eða ekki? Til að leita svara við spurningum sem þessum knúði ég dyra hjá Önnu Lilju Sigurðardóttur sérkennslufulltrúa Fræðsluskrif- stofunnar á Norðurlandi eystra, greinin er byggð á samtali okkar. í reglugerð Menntamálaráðu- neytisins um sérkennslu segir í 3. gr-: „Sérkennsla felur í sér veru- lega breytingu á námsmarkmið- um, námsefni, námsaðstæðum og/eða kennsluaðferðum miðað við það sem öðrum nemendum á sama aldri er boðið upp á. Sér- kennsla er skipulögð til lengri eða skemmri tíma eftir þörfum nemandans, jafnvel alla skóla- göngu hans.“ Sérkennsla fer ýmist fram inn- an veggja almenna grunnskólans eða í sérskólum. Þegar valið er á milli þessara tveggja úrræða er lagt mat á alla þætti, bæði af fag- fólki og foreldrum barnsins, vilji foreldranna ræður úrslitum. Sér- skólarnir eru sérstök rekstrarein- ing á vegum ríkisins en Fræðslu- skrifstofan hefur umsjón og eftir- lit með rekstrinum. Einn sérskóli er starfandi á grunnskólastigi á Norðurlandi, það er Hvamms- hlíðarskólinn á Akureyri þar eru nú níu nemendur. Blöndun Samkvæmt reglugerð um sér- kennslu segir að stefnt skuli að samskipan fatlaðra og ófatlaðra einstaklinga. Á síðustu árum hef- ur börnum með miklar sérþarfir fjölgað í grunnskólunum. Flestir eru sammála um að það sé jákvæð og eðlileg þróun. Við lifum öll í sama þjóðfélag- inu og það er eðlilegt að börn sæki sama skóla hvort sem þau eru fötluð eða ófötluð. En það kallar á vandaða kennslu og mark- viss og skipulögð vinnubrögð inn- an skólans þar sem námsefnið er við hæfi hvers og eins. Beiting fjölbreyttari kennsluaðferða kemur öllum nemendum til góða jafnt ófötluðum sem fötluðum. Nú stendur yfir samstarfsverk- efni milli Hvammshlíðarskóla, Fræðsluskrifstofunnar og grunn- skóla í fræðsluumdæminu.. Unnið er að aukinni blöndun fatlaðra og ófatlaðra og meiri samvinnu milli grunnskóla og sérskóla. Æ fleiri fötluð börn stunda nám í grunn- skólunum og í sérskólunum er til staðar mikil þekking á sérþörfum fatlaðra barna. Aukið samstarf á milli þessara eininga er því mikils virði. Hve margar sérkennslu- stundir fær hver grunnskóli? Sérkennsla grunnskólanna í hverju fræðsluumdæmi heyrir undir Fræðsluskrifstofu þess. Veitt er ein fjárveiting vegna allr- ar sérkennslu á svæðinu, sem ekki er innan sérskólanna, svo- kallaður „sérkennslukvóti“. Þetta kennslustundamagn er föst stærð reiknuð út frá heildar nemendafjölda í hverju umdæmi. Sérkennslufulltrúi Fræðsluskrif- stofunnar gerir tillögu að skipt- ingu sérkennslutímanna sem umdæmið fær, milli grunnskól- anna á svæðinu. Það verk er unn- ið samkvæmt umsóknum sem berast sérkennslufulltrúa frá stjórnum skólanna að undan- gengnu mati á sérkennsluþörfinni og skipulagsvinnu innan skólans. Um þessar mundir er verið að fjalla um umsóknir vegna sér- kennslu á næsta skólaári og í byrjun maí lýkur úthlutun sér- kennslutíma til grunnskólanna I reglugerð Menntamálaráðu- neytisins um sérkennslu er skýrt kveðið á um þátttöku foreldra í allri ákvarðanatöku um málefni barnsins þeirra. Þegar um sérkennslu er að ræða er enn mikilvægara en ella að samvinnan milli starfs- fólksins í skólanum og foreldr- anna sé eins góð og unnt er. Mikilvægast er það fyrir barnið okkar, sem þarf á sérkennslu kennarans og stuðningi foreldra sinna að halda. Börnin okkar eiga öll rétt á kennslu sem hæfir þroska þeirra og getu. Umsóknir um sérkennslu fyrir skólaárið 1992-93 Skipting eftir bekkjum. Myndin sýnir hlutfall af heildarnemendafjölda hvers árgangs. 30% •/ ^ s/ ^ ^ ^ ^ vegna næsta skólaárs. Hver skóli fær úthlutað ákveðnum fjölda sérkennslustunda. Það er síðan á ábyrgð stjórnenda skólans og svokallaðs nemendaverndarráðs, að halda utan um framkvæmd- ina. Hvernig er sérkennslu- stundunum deilt niður innan skólans? Nemendaverndarráð, eða skóla- stjóri og sérkennari þar sem ekki er nemendaverndarráð, tekur ákvörðun um hvernig best sé að ráða fram úr vanda hvers nemanda og samræmir sér- kennslumál innan skólans. í Nemendaverndarráði, sem starf- ar í öllum stærri skólum, situr hjúkrunarfræðingur skólans, sérkennari, aðili frá skólastjórn, sálfræðingur skólans og fulltrúi kennara. Á hverju vori metur hver umsjónarkennari sér- kennsluþörf í sínum bekk. Nem- endaverndarráð tekur við beiðn- um kennarans og skipuleggur hvernig sérkennslunemendum skólans verði best komið til hjálpar á næsta skólaári. Ef umsjónarkennari verður þess var að einhver nemandi hans á við erfiðleika að etja, til dæmis á miðjum vetri, getur hann leitað til Nemendaverndarráðs. í fram- haldi af því er hugsanlega sótt um auka sérkennslukvóta vegna þessa nemanda til Fræðsluskrif- stofunnar. Er nóg framboð af hæfum sérkennurum til að kenna börnunum okkar? í reglugerð Menntamálaráðu- neytisins um sérkennslu 24. gr. segir: „Sérkennsla skal innt af hendi af sérkennara eftir því sem við verður komið, eða undir umsjón sérkennara ef betur þykir henta að nemandi fái sérkennslu hjá umsjónarkennara eða öðrum kennurum." Til þess að öðlast full réttindi sem sérkennari, þurfa kennarar að loknu kennaraprófi að leggja stund á tveggja ára nám í sér- kennslufræðum til BA prófs. Til þessa hefur verið verulegur skortur á sérkennurum hér á Norðurlandi en nú eru tuttugu kennarar af svæðinu í sér- kennaranámi. Þessir kennarar eru nú um það bil að ljúka námi og með menntun þeirra hefur orðið gjörbreyting á framboði menntaðra sérkennara á þessu svæði. Eftir því sem menntun og sér- þekking eykst aukast mögu- leikarnir á að sinna öllum börn- um í sínum heimaskólum. Litlu sveitaskólarnir eru síður en svo verri fyrir börn með sérþarfir ef sérþekkingin er til staðar. Á Fræðsluskrifstofunni er starf- rækt kennslu-, sérkennslu- og sál- fræðiráðgjöf og geta kennarar og foreldrar leitað þar aðstoðar. Sérkennsla þarf að vera fyrirbyggjandi starf Það er hægt að fullyrða að nú er lögð aukin áhersla á sérkennsl- una sem fyrirbyggjandi starf. Það er að segja reynt er að bregðast við um leið og barn þarfnast stuðnings en ekki beðið þangað til vandi barnsins er orðinn veru- legur. Nokkur hópur barna hefur fengið sérþjónustu áður en skóla- ganga þeirra hefst og er skóla- byrjun þeirra skipulögð sérstak- lega. Við upphaf skólagöngu standa börn almennt misvel að vígi og því er nauðsynlegt að fylgjast vel með og grípa strax inn í sé aðstoðar þörf. Umsjónar- kennarar leitast við að meta stöðu barnanna í daglegu skóla- starfi, en einnig er unnt að beita ýmisskonar athugunum í því skyni. Til dæmis svokallaðri teikniathugun Tove Krogh, sem hefur verið notuð í talsverðum mæli til að finna börn sem þarfn- ast aðstoðar. Þessi athugun er lögð fyrir börn í 1. bekk. Æski- legast er að um leið og einhver frávik greinast, taki foreldrar, kennari barnsins og sérfræðingar skólans ákvörðun um það á hvern hátt best sé að hjálpa barn- inu. í flestum tilfellum er ekki um neinar rótækar aðgerðir að ræða heldur miklu fremur mark- vissan stuðning sem getur skipt sköpum um líðan og framtíð barnsins innan skólans. I sérkennslunni er kennt sam- kvæmt einstaklingsáætlun. Form sérkennslu getur verið með ýms- um hætti og er miðað við þarfir livers nemanda fyrir sig. Til dæm- is getur verið um að ræða sér- kennslu inn í bekk, þá starfar 1 sérkennari með bekkjarkennar- anum, sérkennslu í litlum hóp ! eða einstaklingskennslu. Aðeins lítill hluti nemenda þarf á sér- kennslu að halda í gegnum alla sína skólagöngu, flestir þarfnast sérkennslu um skamman tíma til dæmis í einn til tvo vetur. Algengustu ástæður þess að barn þarf á sérkennslu I að halda? í áætlun skólanna í fræðslu- umdæminu vegna skólaársins 1992-1993 var óskað eftir sér- kennslu fyrir tæplega 700 nemendur. Um fjórðungur hópsins var til- greindur með lestrar- og skriftar- örðugleika á einhverju stigi. Stærsti hluti þessa hóps eru nemendur sem ná valdi á lestri og skrift á fáeinum árum, hinir gætu átt við þennan vanda að stríða til lengri tíma. Þeir greinast þá hugsanlega með sértæka lestrar- örðugleika sem á erlendum mál- um er nefnt dyslexia. Hópur barna þarfnast sér- kennslu vegna almennra náms- erfiðleika sem getur verið vegna seinkaðs þroska eða fötlunar. Einnig má nefna nemendur með félags- og tilfinningalega örðug- leika, sem geta komið fram sem lítil einbeiting, samskiptavandi og fleira í þeim dúr. Áð mati margra kennara fer þessi hópur stækkandi. Þetta eru algengustu orsakir fyrir beiðni um sér- kennslu en sérþarfir barna geta einnig verið af ýmsum öðrum ástæðum t.d. vandi tengdur máli og tali og seinkaður hreyfiþroski. Nemendur sem hafa dvalið langdvölum erlendis og börn inn- flytjenda eiga rétt á sérkennslu í íslensku og aðstoð við aðlögun í nýjum skóla. Börn sem eru frá skóla um lengri tíma vegna veik- inda eiga einnig rétt á kennslu á sjúkrahúsi eða í heimahúsi. Minnumst þess að hjá börnun- um okkar ræður samspil margra þátta úrslitum um líðan þeirra og gengi í námi. Næsti þáttur: Samvera

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.