Dagur - 08.04.1993, Blaðsíða 10

Dagur - 08.04.1993, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Fimmtudagur 8. apríl 1993 Heilsupósturinn Einar Guðrnann Rangt og rétt um mataræði Það eru ýmsar hugmyndir um það að íþróttamenn borði eða eigi að borða allt annað fæði en við venjulega fólkið. Hér á eftir koma nokkrar fullyrðingar um mataræði íþróttamanna og fylg- ir sögunni hvort þær eru sannar eða ekki. 1. Það er mikill munur á mataræði íþróttamanna og venjulegs fæðis Rangt. Mataræði sem er hollt og heilnæmt á allan hátt er einn- ig gott til þess að stuðla að betri árangri íþróttamanna. Aðal- munurinn felst í því að þeir sem æfa ættu að borða meira af kol- vetnum, en þau eru orkuforði vöðvanna. Ef ekki er borðað nógu mikið af kolvetnaríku fæði þá hafa vöðvarnir hreinlega ekki næga orku til þess að kom- ast í gegnum erfiða æfingu. Mataræði hjá íþróttamönnum ætti að vera á bilinu 55-60% kolvetni. Hvað það varðar þá eru flestir sammála um að íþróttamenn ættu að borða mik- ið af ávöxtum og grænmeti og annað eins af korni. 2. Kolvetni eru fitandi Rangt. Þú þarft á kolvetnum að halda til þess að gefa vöðvunum orku og þú brennir þeim þegar þú æfir. Það að borða hins veg- ar of margar heildar hitaeining- ar þýðir það að menn geta fitnað. Til þess að sporna við því er fljótlegast að skera niður neyslu á smjöri, smjörlíki, olíum, mayjonessósum og öðrum svip- uðum fituafurðum. 3. Fita hefur fleiri hitaeiningar heldur en kolvetni Rétt. Kolvetni og prótein inni- halda fjórar hitaeiningar í gramminu en fitan er hins vegar með níu hitaeiningar í gramm- inu. íslendingar borða allt of mikið af fitu samkvæmt könnun sem Manneldisráð íslands gerði fyrir ekki alls löngu. Hlutfall fitu í fæðunni ætti að vera 30- 35% í mesta lagi í venjulegu fæði en ekki meira en 25% í fæði íþróttamanna. Ef menn vilja hins vegar létta sig ætti þessi tala að vera á bilinu 15- 20%. Staðreyndin er sú að íslendingar borða mun meira en 35% að jafnaði. 4. Þegar æfíngar eru stundaðar þarf að borða mikið af próteini Rangt og rétt. Prótein er mikil- vægt til þess að byggja upp og viðhalda vöðvum, framleiða hormón, ensím og endurnýja rauðar blóðfrumur svo eitthvað sé nefnt. Engu að síður borðar fólk yfirleitt nægilega mikið af próteini til þess að uppfylla ofangreindar þarfir. Hinsvegar í þeim tilfellum þar sem um gríðarlega miklar æfingar er að ræða og uppbyggingu gæti þurft að borða meira af próteini en venjulega, en í rauninni ekki það mikið að það breyti orku- hlutföllunum í fæðunni. Orkan sem fæst úr próteini ætti að vera um 15-20%. 5. Vítamín gefa manni orku og það ætti að borða nægilega mikið af þeim til þess að vera viss um að líða ekki skort Rangt. Ekkert af hinum 14 þekktu vítamínum gefa orku. Sum vítamín hjálpa líkamanum við það að nýta orku úr fitu, kolvetnum og próteini, en þau Hafa ber þó í huga að það sem næringarfræðingar kalia heilnæmt fæði er í rauninni ekki jafn algengt og menn vilja halda. Það að setja saman mataræði sem inniheldur nægilegt magn af vítamínum er allt annað en auðvelt. fást einnig ef borðað er heil- næmt fæði. f rauninni getur of mikil vítamínneysla undir viss- um kringumstæðum valdið því að menn líði skort á öðrum næringarefnum. Hafa ber þó í huga að það sem næringarfræð- ingar kalla heilnæmt fæði er í rauninni ekki jafn algengt og menn vilja halda. Það að setja saman mataræði sem inniheldur nægilegt magn af vítamínum er allt annað en auðvelt. Sumir vilja því tryggja sig gegn víta- mínskorti með því að borða vítamín í töfluformi. 6. Það er erfitt að fá nægt járn úr mataræðinu einu saman Rangt. í>ó að það sé erfitt að laga járnskort án þess að fá það í töfluformi þá er hægt að við- halda hæfilegu járnmagni í blóðinu með fæðinu. Bestu uppspretturnar fyrir járn eru ýmsar korntegundir, þurrkaðir ávextir, baunir, magurt kjöt, fuglar og fiskur. Samkvæmt nýlegum niðurstöðum úr rann- sóknum ættu menn að fara var- lega í það að borða of mikið af járni með bætiefnum eða í gegnum fæðuna þar sem það hefur verið tengt við hjartasjúk- dóma. 7. íþróttamaður þarf að drekka meira en 8 glös af vatni á dag Rétt. Þú þarft að drekka um átta glös af vatni á dag þó að þú stundir engar æfingar. Þegar þú ferð hins vegar að æfa þarftu að auka við það til þess að bæta fyrir þann vökva sem þú tapað- ir á æfingunni. Margir hafa örugglega upplifað það að finna fyrir einkennum uppþornunar án þess að vita hvað væri í raun- inni að gerast. Einkennin eru nefnilega oft svimi og ógleði. 8. Þorstatilfinningin er góður mælikvarði á það hversu mikið vatn þú þarft að drekka Rangt. Þorstatilfinningin segir ekki nægilega vel til um það hvað líkaminn þarfnast. Ein- faldast og fljótlegast til að kanna hvort þú drekkur nægi- lega mikið vatn er að athuga lit- inn á þvaginu og hve mikið það er. Það ætti að vera ljósgult í stað þess að vera dökkgult. 9. Æfingar örva hungur- tilfinningu Rétt og rangt. Kannanir sýna að hóflegar æfingar í tuttugu mínútur og upp að klukkustund hafa ekki áhrif á það hve mikið menn borða, og í rauninni minnkar matarneyslan upp að því marki. En ef æft er lengur þá auka æfingarnar matarlystina eins og búast má við en hins vegar sjá æfingarnar oftast til þess að þessum auka hitaeining- um er brennt. Samkórínn Björk Fyrirlestur um sorg og sorgarviðbrögð: Sr. Bragi Skúlason með fyrirlestur í Glerárkirkju Samtök um sorg og sorgar- viðbrögð verða með fyrirlest-- ur í Safnaðarheimili Akureyr- arkirkju fimmtudaginn 15. apríl klukkan 20.30 en þar mun sr. Bragi Skúlason prest- ur Ríkisspítalanna tala um sorg og sorgarviðbrögð. Dag- inn eftir verður sr. Bragi með námskeið í Safnaðarheimili Glerárkirkju um sama efni. Námskeiðið er hugsað fyrir þá sem hafa misst ástvini og er efni þess tilfinningar sorgarinn- ar, sorgarferli, missir við marg- víslegar aðstæður, dauði, kistu- lagning, útför, greftrun, verk- efni sorgarinnar o.fl. Nám- skeiðið tekur 4 tíma og kostar kr. 800,- og verður boðið upp á Iétta máltíð. Þátttökutilkynn- ingar skulu berast til Ólafar í síma 985-35829, Zophoníasar í síma 23405 eða Ástu í síma 22913. GG Félag aldraðra Akureyri: Skipað í trúnaðarstöður Samkórinn Björk starfar í Aust- ur-Húnavatnssýslu. Hann var stofnaður árið 1983 og hefur starfað með sívaxandi þrótti síðan. Árið 1986 bætíist ^tonum mikill liðsauki, þegar Kirkjukór Skagastrandar gekk allur í kórinn. Nú telur hann um sextíu söngmenn, karla og konur. Söngstjóri Bjarkar er Rose- mary Hewlett en undirleikari með kórnum er Julian Hewlett. Bæði starfa þau við tónlistar- kennslu á Skagaströnd, en Rose- mary tók við söngstjórn kórsins á síðasta starfsári. Kórinn er á söngferðalagi um hluta Norður- lands og hélt tónleika á Ólafsfirði laugardaginn 3. apríl. Samkórinn Björk er á margan hátt vel skipaður kór. Raddir eru almennt vel mannaðar og hafa allgóðan hljóm. Nokkuð vantar á breidd tóns í bössum og sópran mætti vera bjartari. í þessu sam- bandi er rétt að taka fram, að kórinn var ekki alveg fullskipað- ur á tónleikum þeim á Ólafsfirði, sem undirritaður sótti. Raddir kórsins falla vel saman og mynda almennt hreina hljóma. Afar lítið er um það, að einstakir söngmenn komi fram úr hljómum, en brá þó lítils háttar fyrir einkum í tenór. Innkomur voru langoftast mjög góðar og einnig hlýddi kórinn vel bending- um söngstjóra um styrkbreyting- ar, áherslur og önnur túlkunar- atriði. Túlkun kórsins er nokkuð ein- hæf. Flest lög á efnisskrá voru flutt að mestu í millistyrk og ekki notaðir sem skyldi þeir möguleik- ar í litun túlkunar, sem felst í vídd styrks. Þó sýndi kórinn vel getu sína t' styrkum, fullum söng í laginu Háfjöllin eftir Sigurð Ágústsson við ljóð Steingríms Thorsteinssonar. Einnig var ekki nóg nýttur léttleiki í túlkun og er þá ekki átt við hraða, heldur kómískan blæ, þar sem hann á við, svo sem í lögunum Smala- stúlkan eftir Skúla Halldórsson við ljóð Jóns Thoroddsens og Abba-Labba-Lá eftir Friðrik Bjarnason við ljóð Davíðs Stef- ánssonar. Það er vafalaust að Samkórinn Björk er að verða hljóðfæri, sem vert er að hlusta eftir. Hann er í greinilegri framför og hefur tekið verulegum breytingum frá síð- asta starfsári. Hann getur þegar gert mjög vel í túlkun og blæ, eins og kom fram í laginu Silungurinn eftir Fr. Schubert við ljóð ókunns höfundar. Þar var raddbeiting skemmtilega þving- unarlaus, hljómur fullur og blæ- brigði á margan hátt fínleg. Rosemary og Julian Hewlett léku á flautu og píanó á tónleik- um Bjarkar á Ólafsfirði. Einnig kom fram karlakvartett og Hall- dóra A. Gestsdóttir söng ein- söng. Þessi atriði lituðu dag- skrána skemmtilega. Tónleikagestir á Ólafsfirði tóku vel söng Húnvetninganna sem og flutningi annarra tónlist- armanna. Tónleikarnir voru þó ekki svo sóttir, sem ætla hefði mátt að yrði í svo fjölmennri byggð. Það er þeirra skaði sem heima sátu og nutu því ekki ánægjulegrar samveru með hin- um söngglöðu Húnvetningum. Haukur Ágústsson. Fram að næsta aðalfundi Félags aldraðra á Akureyri, 1994, gegna eftirtaldir nefndastörfum fyrir félagið: Kaffinefnd: Aðalbjörg Sigurðar- dóttir, Álfheiður Ármannsdóttir, Ólafía Halldórsdóttir, Hulda Ragnarsdóttir, Gestur Ólafsson, Sigríður Ágústsdóttir, Ingunn Þorvarðardóttir og Dýrleif Jóns- dóttir. Spilanefnd: Friðrika Tryggva- dóttir, Jónatan Ólafsson, Rósa Vilhjálmsdóttir, Guðbjörg Björnsdóttir og Friðrik Ketils- son. Ferðanefnd: Árni Haraldsson, Rósfríður Eiðsdóttir, Jón Frið- björnsson, Kristján Einarsson, Helga Torfadóttir og Vilborg Pálmadóttir. Skemmtinefnd: Hekla Geirdal, Sigurður Sigmarsson, Þorbjörg Jóhannesdóttir, Friðrik Ketils- son, Alda Kristjánsdóttir og Guðlaugur Halldórsson. Húsnefnd: Jóhann Sigurðsson, Jón Friðbjörnsson og Friðrik Ketilsson. Basarnefnd: Vilborg Pálmadóttir og Lára Halldórsdóttir. Bygginganefnd: Aðalmenn: Aðalsteinn Óskarsson, Gísli Konráðsson og Guðmundur Jónsson. Varamenn: Björg Finn- bogadóttir, Vilborg Pálmadóttir og Jóhann Sigurðsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.