Dagur - 08.04.1993, Blaðsíða 23

Dagur - 08.04.1993, Blaðsíða 23
Fimmtudagur 8. apríl 1993 - DAGUR - 23 Efst íHUGA Óskar Þór Halldórsson Krummamálið og siðferði íslenskra stjórnmálamanna „Krumminn á skjánum" - sjálfur Hrafn Gunn- laugsson. Um hann snýst öll þjóðfélagsumræð- an þessa dagana. Þjóöin hefur steingleymt samningaviðræðum aðila vinnumarkaðarins. Allt snýst um Krumrha. Ekki fer á milli mála að þar fer einn umdeildasti maður þjóðarinnar. Ekki ætla ég að dæma um hvort Hrafn Gunn- laugsson er hæfur til að gegna starfi fram- kvæmdastjóra Sjónvarpsins. Manninn þekki ég ekki nokkurn skapaðan hlut og get því á engan hátt lagt dóm á hvort hann sé hæfur fram- kvæmdastjóri. Tíminn einn leiðir í Ijós hvort ráðning hans verður Sjónvarpinu til heilla eða ekki. Hitt er svo annað mál að aðdragandi að ráðn- ingu Hrafns er með hreinum ólíkindum og þeim stjórnmálamönnum sem að ráðningunni stóðu til skammar. Almenningi í landinu er gróflega mis- boðið og það ekki að ástæðulausu. í umræðum á Alþingi sl. mánudag sögðu þeir sjálfstæðismenn, sem vörðu gjörðir mennta- málaráðherra (athygli vakti að Þorsteinn Pálsson, settur menntamálaráðherra, var ekki í þeirra hópi), að ekkert hafi verið athugavert við þessa ákvörðun ráðherrans. Miklu fremur væri gagnrýnivert að útvarpsstjóri hafi vikiö Hrafni Gunnlaugssyni úr stóli dagskrárstjóra innlendrar dagskrárgerðar á Sjónvarpinu vegna þess eins að hann hafi látið í Ijós skoðanir sínar í margum- ræddum sjónvarpsþætti. Þessi málflutningur dæmir sig sjálfur og er viðkomandi til vansa. Staðreynd málsins er þessi: Fram kom í máli útvarpsstjóra að ummæli Hrafns hafi verið „korn- ið sem fyllti mælinn". Þetta skilja allir sem vilja. Menntamálaráðherra sagði sjálfur að útvarps- stjóri hefði vald til þess að segja dagskrárstjóran- um upp, en samt sem áður varaði hann útvarps- stjórann við. Hvað fólst í þeirri aðvörun? Auðvit- að ekkert annaö en það að útvarpsstjóri skyldi hafa verra af ef hann dirfðist að hrófla við Hrafni. Hvað kom á daginn? Menntamálaráðherra refs- aði útvarpsstjóra með því að setja Hrafn í valda- meira embætti við sömu stofnun og hann hafði nokkrum dögum áður verið rekinn frá. Þvílíkt og annað eins siðleysil! Þetta mál segir okkur því miður eina ferðina enn að siðferði íslenskra stjórnmálamanna er á svo lágu plam að engu tali tekur. (sland er ban- analýðveldi hvað siðferði margra stjórnmála- og embættismanna varðar. í siðmenntuðum lönd- um leyfi ég mér að fullyrða að slíkur valdahroki og vinargreiði myndi aldrei líðast. (Trúir því ann- ars einhver að Davíð Oddsson, Matthildingur og vinur Hrafns Gunnlaugssonar, hafi ekkert komið nálægt þessu máli?) Hvað eftir annað hafa íslenskir stjórnmála- og embættismenn sukkað með almannafé og ráðið vanhæfa kunningja og samflokksmenn í hin og þessi störf. Því miður hafa þeir oftast komist upp meö það. Magnús Thoroddsen, þáverandi for- seti Hæstaréttar, fékk aö vísu að fjúka um árið, enda full ástæða til. ( Danmörku hafa stjórnmála- menn manndóm í sér til að segja af sér embætt- um, jafnvel forsætisráðherraembætti, ef þeir lenda í slæmum málum. Ég er ansi hræddur um að þyrfti mikið til að forsætisráðherra íslands segði af sér! Mál Hrafns Gunnlaugssonar snýst ekki og á ekki að snúast um hvort hann sé hæfur fram- kvæmdastjóri og kvikmyndagerðarmaður. Þetta snýst miklu fremur um og staðfestir dómgreind- arleysi og siðferðisbrest þeirra stjórnmálamanna sem að þessu dæmalausa máli stóðu. er opinn laugardaginn 10. apríl frá kl. 11.00-15.00. Akureyringar, ferðamenn! Sannkölluð markaðsstemmning. Vandaðar norðlenskar vörur á frábæru Bólumarkaðsverði. Hattar, plötur, sælgæti, páskaskraut, skartgripir, lopapeysur, prjónavörur, brauð og margt fleira. Það borgar sig að versla á Bólumarkaði. Hjúkrunarfræðingar Sjúkra- og dvalarheimilið Hornbrekka Ólafsfirði óskar eftir hjúkrunarforstjóra frá og með 1. júní 1993. Upplýsingar um starfiö og starfskjör veitir forstöðu- maður Kristján Jónsson í síma 96-62482. Skriflegar umsóknir sendist fyrir 21. apríl nk. PÓSTKORT FRÁ PAU Verðir siðgæðis og laga Innilega þakka ég þeim sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfum og skeytum á sjötugsafmæli mínu, HARALDUR KRISTINSSON, Öngulsstöðum I. Kæri vinur. Mikið líður tíminn nú hratt. Veturinn runninn sitt skeið á enda og við tekið vor, í það minnsta hérna megin Atlantsála. Ekki laust við að ég sé farinn að hlakka til að trampa niður íslenskan nýgræðing þegar ég kem heim, en þangað til verða fætur mínir að gera sér að góðu gras í pauverskum almennings- görðum. Annars er útlit fyrir að ég haldi mig mest inni við þessar síðustu vikur útlegðarinnar, því veðurguðirnir virðast ætla að halda í gamlar hefðir og hafa hellirigningu fram í júní. Um daginn kom þó slík rjómablíða að ég, íslendingurinn, dreif í að kaupa mér stuttbuxur, sólgler- augu og sólarolíu. Smurði mig síðan hátt og lágt og hneykslaði franskan almenning með því að spóka mig um, eins lítið klæddur og leyfilegt er. Lagðist meira að segja í sólbað í einum almenn- ingnum. Blessaðir Frakkarnir svitnuðu fyrir vikið þeim mun meira í sínum frökkum og Ieður- jökkum, enda útilokað fyrir þá, með alla sína íhaldssemi, að fækka fötum í marsmánuði. Annars virðast gilda hér strangar reglur um fækkun fata á almannafæri, a.m.k. fyrir kven- þjóðina. Meðan ég flatmagaði á stuttbuxum einum fata, Iá annar Norðurlandabúi, kvenkyns, hald- inn sömu löngun og ég til að brúnka örlítið á sér kroppinn í suðrænni sólinni og því kominn úr bolnum, á toppinn. Eitthvað fór það hins vegar fyrir brjóstið á tveimur laganna vörðum, sem áttu leið framhjá og skipuðu þeir henni að hafa sig í snatri í spjar- irnar. Hræddur er ég um að eitthvað myndi heyrast í íslensk- um konum, ef þær mættu ekki lengur spóka sig um á brjósta- haldaranum í norðlenskri sumarblíðu. Annars er þetta í samræmi við jafnrétti kynjanna hérlendis, sem er heldur af skornum skammti miðað við á íslandi. Get ég nefnt sem dæmi, að til eru lög í Frakklandi sem banna konum að vinna seint á kvöldin og á nóttunni, nema í þágu heilbrigðis eða þjónustu. En ekki orð um það meir. Fyrst að ég minntist áðan á franska laganna verði, sem orð- lagðir eru fyrir þrjósku og þjóð- arstolt, er ekki úr vegi að ég láti fylgja reynslusögu norsks skóla- bróður míns, sem fékk að kynn- ast klefanum eina nóttina. Þann- ig var mál með vexti, að Norsar- inn, sem enn hefur ekki náð almennilegum tökum á franskri tungu, fór út að skemmta sér eina kvöldstund. Eins og góðra Norðmanna er siður, fékk hann sér einn, tvo, þrjá, fjóra og jafn- vel fimm og var síðan kominn í fangið á löggunni áður en varði, sakaður um að hafa brotið rúðu í einhverjum bíl úti í bæ. Piltur- inn, sem yrði allra manna síðast- ur til spellvirkja, var því næst færður á stöðina, ásamt mexí- könskum vini sínum, sem var með honum á skrallinu. Þar voru þeir teknir í yfirheyrslu, en þegar þeir gátu lítt tjáð sig á franskri tungu var þeim bara sagt að í Frakk- landi töluðu menn frönsku og ef þeir gætu það ekki, hefðu þeir ekkert þar að gera. Síðan var þeim stungið í steininn. Morgun- inn eftir voru þeir aftur teknir á beinið, en sama sagan endurtók sig og það var ekki fyrr en frönsk vinkona þeirra, sem þekkti ein- hvern á stöðinni, mætti á svæðið, að þeir fengu að fara. Sem betur fer, hefur mér enn sem komið er, tekist að sleppa við of náin kynni af þessum vörð- um siðgæðis og laga. Ekki þar með sagt að ég haldi ekki við ýmsum siðum íslendinga sem bregða sér til útlanda, en eins og þú veist manna best, er sá einn saklaus, sem ekki kemst upp um. Ton ami. SBG. t Ástkær eiginmaður minn, faðir, afi og langafi, SIGURÐUR HALLDÓRSSON, Víðilundi 24, fyrrv. starfsmaður Rafveitu Ak., andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 3. apríl. Jarðarförin verður miðvikudaginn 14. apríl kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hins látna er bent á Dvalarheimilið Hlíð. Guðrún Árnadóttir, Bára Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Maðurinn minn, TRYGGVI BENEDIKTSSON, Vöglum, Eyjafjarðarsvelt, andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, laugardaginn 3. apríl. Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 13. apríl kl. 13.30. Hrafnhildur Jóhannsdóttir. Innilegar þakkir færum við öllum þeim er sýndu okkur samúð og vinarhug, við andlát og útför bróður okkar, föður, tengda- föður, afa og langafa, HALLGRÍMS BJÖRNSSONAR, Sultum. Systkini, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.