Dagur - 08.04.1993, Blaðsíða 22

Dagur - 08.04.1993, Blaðsíða 22
22 - DAGUR - Fimmtudagur 8. apríl 1993 Styrjöldin á Balkanskaga: Skípulagðar nauðganir og eyðflegging menningarverðmæta Tuttugu og níu konur - lokað- ar inni í fangabúðum. Sjö sinn- um á dag - á tveggja tíma fresti koma vörubílar. Hermenn - gráir fyrir járnum standa á paliinum. Bílarnir nema staðar fyrir framan fangabúðirnar. Hermennirnir stökkva niður og hverfa inn. Þeir leggja byss- urnar frá sér. Ekki er þörf fyrir byssur við þær aðgerðir sem þeim hefur verið fyrirskipað að framkvæma. Þeir ráða við andstæðingana - þessa tuttugu og níu - án þess að beita byssum. Þeir eiga að nauðga konunum. Sjö sinnum á dag er þessum tuttugu og níu konum nauðgað samkvæmt fyr- irskipun hernaðaryfírvalda. Þótt nauðganir á konum hafi jafnan verið fylgifiskur styrjalda hefur það fremur orðið þegar herir hafa þurft að hörfa. Verið á undanhaldi og dauðinn á hælum þeirra á bak við næstu hæð. Ef til vill engin von um undankomu og hið mannlega eðli úr skorðum gengið. Siðferðið gleymt í ógn hildarleiksins. í styrjöldinni sem nú geisar á Balkanskaga hafa þessir óhugnanlegu hlutir birst í nýrri mynd. Nauðgunum á kon- um óvinanna er beitt að því er virðist sem skipulögðum hernað- araðgerðum. Aðferð til að brjóta vilja og þrek andstæðingsins nið- ur og það sem óhugnanlegast er - hermenn eru þjálfaðir í því augnamiði. Yfír 20 þúsund konum nauðgað - eða mikið fleiri „Við heyrðum frásagnir af þess- um hlutum. Þar á meðal frásögn af tuttugu og níu konum sem lok- aðar voru inni í fangabúðum og hermenn komu á tveggja tíma fresti - sjö sinnum á dag - til að nauðga þeim,“ sagði Jónas Þór- isson, framkvæmdastjóri Hjálp- arstofnunar kirkjunnar, en hann er nýlega kominn frá ríkjum fyrr- um Júgóslavíu, þangað sem hann fór til að fylgjast með sendingum Hjálparstofnunarinnar þangað. Til að ganga úr skugga um að allt hefði komist til skila. Jónas sagði að frásagnir af því að kerfis- bundnum nauðgunum væri beitt í hernaðarlegum tilgangi séu svo magnaðar og þótt aðeins lítill hluti þeirra ætti við rök að styðj- ast væri það mikið meira en nóg til að staðfesta þann hrylling sem borgarastyrjöldin á Balkanskaga hefur leitt yfir almenning á þess- um slóðum. Jónas kvaðst meðal annars hafa rætt við lækni sem meðhöndlað hefur yfir 200 konur er hefðu orðið á þennan hátt fyrir barðinu á hernaðaraðgerð- unum og erfitt væri að rengja frásagnir manna er komið hefðu að þessu með beinum hætti. Sendinefnd sem Alkirkjuráðið sendi til stríðssvæðanna í Bosníu og Króatíu um síðustu áramót kannaði þessi mál og hefur sent frá sér viðamikla skýrslu „Rape of women in war“ þar sem talið er að ekki færri en tuttugu þús- und konum hafi verið nauðgað meðan á stríðinu hefur staðið. Þrátt fyrir að þessi tala sé gefin upp sem hugsanlegur fjöldi þá geti hann verið mikið meiri því mjög erfitt sé að fá upplýsingar um atburði af þessu tagi meðal annars vegna þess að konur vilja •ekki skýra frá því þótt þeim hafi verið nauðgað af hermönnum andstæðinganna. - segir Jónas Pórisson, framkvæmdastjóri Hjálparstofnunar kirkjunnar, sem er nýlega kominn heim frá ríkjum fyrrum Júgóslavíu Konurnar verða að bera nauðganirnar sem skömm og eru jafnvel útskúfaðar Jónas sagði að sá læknir er hann hefði rætt við um þessa atburði teldi mikinn vanda við að fást þegar hjálpa þyrfti þessum konum. Flestar þeirra væru músl- imar þar sem skipulagðar nauðg- anir virtust einkum stundaðar af serbneskum hermönnum þótt enginn stríðsaðili væri undanskil- inn grun um þvílíkt athæfí. í músl- imsku samfélagi væri nauðgunin mikil skömm, sem konurnar þyrftu sjálfar að bera og því væru þeim nánast allir vegir lokaðir. í mörgum tilfellum yrði að fara með konur, er orðið hefðu fyrir þessari ógæfu, sem annarskonar sjúklinga til að villa um hvað raunverulega hefði komið fyrir. Þessar konur væru fyrirlitnar. Þær væru ekki taldar gjaldgengar á hjónabandsmarkaði og eigin- menn giftra kvenna, er nauðgað hefur verið, vildu skilja við þær þar sem þær væru óhreinar. Þótt reynt hafi verið að bregðast við þessu með þeim boðskap að líta beri á konur er orðið hafi fyrir nauðgunum sem stríðshetjur, séu margar þeirra á varðbergi og treysti ekki að það sjónarmið verði ríkjandi gagnvart þeim. Lúterska heimssambandið hefur aðstoðað eigendur um 100 húsa í þorpi nálægt Sisak í Króatíu við að endurbyggja híbýli sín. Maðurinn til vinstri er einn þeirra. Með honum á myndinni eru bæjarstjórinn í bænum og Johan Wood, starfsmaður Lúterska heimssambandsins. Eyðileggingin blasir hvarvetna við á stríðssvæðunum á Balkanskaga. Hið gróna múslimska samfélag muni ekki líta þær réttu auga og refsa þeim fyrir hluti er þær gátu á engan hátt að gert eða varast. Lög banna ættleiðingar - börnin á uppeldisstofnanir Margar þessara kvenna hafa orð- ið ófrískar og vegna þessara aðstæðna vilja fæstar þeirra vita neitt af börnum sínum - jafnvel ekki sjá þau eftir fæðinguna. Jón- as sagði að samkvæmt þarlendum lögum megi ekki gefa börn og því sé ekki hægt að verða við óskum margra Vesturlandabúa er vilji ættleiða börn er orðið hafi til með þessum hætti. Börnunum sé nú komið fyrir á sérstökum stofn- unum þar sem þau alist upp án foreldra - að minnsta kosti enn sem komið er og á engan hátt sé unnt að sjá fyrir hvað verði um þau í framtíðinni. Sérstök áhersla á að eyði- leggja menningarverðmæti Þótt svívirðilegt ofbeldi gagnvart konum sé það sem umheimurinn stendur á öndinni yfir þegar málefni Balkanskaga ber á góma, þá hafa aðrar hörmungar og eyði- legging einnig gengið yfir íbúa þessara svæða. Jónas Þórisson sagði eyðilegginguna af völdum stríðsins vera mikla. Mörg mann- virki - híbýli fólks og heimili hafi verið eyðilögð og einnig beri mikið á eyðileggingu sérstakra menningarverðmæta á borð við táknrænar og listrænar bygging- ar. í heild sé talið að meiri menn- ingarverðmæti hafi þegar verið eyðilögð í þessu stríði á Balkan- skaga en í Þýskalandi í allri síðari heimsstyrjöldinni. Svo virðist sem skipulögð eyðileggingarstarfsemi fari fram og búið sé að stór- skemma eða eyða yfir 800 bygg- ingum og öðru er til menningar- verðmæta geti talist. Margvíslegt hjálpar- starf nauðsynlegt Tilgangurinn með ferð Jónasar Þórissonar til Bosníu og Króatíu var fyrst og fremst sá að fylgjast með að aðstoð frá Hjálparstofn- un kirkjunnar og íslenska ríkinu hefði komist á leiðarenda og orð- ið að tilætluðu gagni. Hann sagði að enda þótt greinargóðar upp- lýsingar hefðu legið fyrir um hjálpargögnin þá væri nauðsyn- legt að einhver fulltrúi héðan að heiman færi og sæi með eigin augum á hvern hátt framlögum héðan væri varið. Ýmiskonar hjálparstarf færi nú fram er íslendingar hefðu lagt fjármuni til. Mætti þar meðal annars nefna aðstoð við fólk til að gera híbýli sín íbúðarhæf að nýju auk þess sem unnið er að byggingu há- skóla. Þá hafa matvæli og fatnað- ur verið send héðan til átaka- svæðanna á Balkanskaga. Sérfræðiþörf skortir auk lyfja og tækjabúnaðar Þrátt fyrir hinar miklu hörmung- ar sem fólk hefur mátt þola af völdum stríðsins eru málefni þeirra kvenna er orðið hafa fórn- arlömb þess með viðbjóðslegum hætti efst í huga kirkjunnar manna. Alkirkjuráðið hefur nú stofnað sjóð sem fjármagna á aðstoð við þessar konur og börn þeirra. Áformað er að reyna að breyta almenningsálitinu í þá veru að fjölskyldur kvennanna og samfélag þeirra líti ekki niður á þær fyrir jjað sem þær hafa mátt þola heldur líti upp til þeirra. Það er erfitt verk og ljóst að miklum tíma og sérfræðiaðstoð þarf að verja til að gera þessum konum lífið bærilegt að nýju. Mest er þörfin fyrir menntaða lækna, sál- fræðinga og félagsráðgjafa auk lyfja. Jónas Þórisson sagði að vestrænir fræðingar á þessum sviðum væru nauðsynlegir til að aðstoða starfsbræður sína á Balk- anskaga og veita þeim ráð. Auk þess væri mikill skortur á lyfjum og önnur hjálpargögn séu einnig af skornum skammti. Þá væri mjög mikið álag á öllu heilbrigð- iskerfinu í hinni gömlu Júgóslavfu og væri ástandið einna erfiðast í Króatíu. Króatía virðist hafa fallið í skuggann og gleymst Jónas kvaðst hafa orðið var við að eftir að styrjöldin í Bosníu hafi brotist út hafi Króatía fallið í skuggann og gleymst. Svo virðist sem margir haldi að átökum sé lokið á þeim svæðum og allt í góðu gengi. Svo sé þó víðsfjarri þótt kastljós fjölmiðlanna hafi fremur beinst að hinum óhugnan- legu atburðum í Bosníu að und- anförnu. Hann kvaðst hafa hitt aðstoðarráðherr;|_ í ríkisstjórn Króatíu að máli og þótt hann hafi verið mjög önnum kafinn hafi reynst auðvelt að fá viðtal við hann þegar hann frétti að þar færu forstöðumaður Hjálpar- stofnunar kirkjunnar og blaða- maður frá íslandi. íslendingar hafi verið fyrsta þjóðin til að viðurkenna sjálfstæði Króatíu líkt og Litháen og væru Króatar vel meðvitaðir um þann stuðning. Meira þurfi þó til því Króatar búi við margháttuð vandamál og langt sé frá að stríðinu sé lokið á þeim hluta Balkanskagans. Páskasöfnun Hjálpar- stofnunar - til kaupa á varahlutum í lækningatæki í Zagreb Páskasöfnun Hjálparstofnunar kirkjunar er nú að hefjast. Að þessu sinni verður sjónum beint að þeim konum er þolað hafa mátt svívirðingar af völdum stríðsins og eiga nú við ómælda erfiðleika að stríða - bæði sálar- lega, samfélagslega og líkamlega. Jónas Þórisson sagði að á kven- lækningadeild Holy Spirit Maternity Hospital í Zagreb í Króatíu fari nú fram umfangs- mikil meðferð kvenna er orðið hefðu fyrir nauðgunum. Af þeim sökum sé mikilvægt að spítalinn hafi yfir að ráða góðum tækja- búnaði til rannsóknarstarfa. Þar vanti nú varahluti í sónartæki sem notað sé til alhliða skoðunar á legi, leggöngum og eggjastokk- um, til að ganga nákvæmlega úr skugga um ástand móðurlífs. Spítalinn hafi ekki fé til að kaupa umræddan varahlut í þetta tæki, sem sé þó mjög nauðsynlegt til þess að það nýtist sem skyldi. Hjálparstofnun kirkjunnar hygg- ur nú á að kaupa þennan hlut er orðið getur til þess að fjöldi kvenna, er nú þjáist af ýmsum sjúkdómum í móðurlífi fái bót meina sinna. ÞI

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.