Dagur - 08.04.1993, Blaðsíða 3

Dagur - 08.04.1993, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 8. apríl 1993 - DAGUR - 3 Fréttir Akureyri: Bæjarmála- punktar ■ íþrótta- og tómstundaráði hefur borist afrit af undir- skriftalis'ta út af lélegu gólfi í íþróttahúsi Glerárskóla undir- ritað af 149 einstaklingum, þar sern óskað er eftir að gólfið verði endurnýjað. Bæjarráð samþykkti á fundi sínum að tillögu íþrótta- og tómstunda- ráðs að tæknideild bæjarins skili áliti um ástand gólfsins og kostnaðaráætlun um úrbætur til bæjarráðs og íþrótta- og tómstundaráðs. ■ íþrótta- og tómstundaráð hefur samþykkt að reykingar verði bannaðar í íþróttamann- virkjum í eigu Akureyrarbæj- ar frá og með 1. september nk. ■ Á fundi atvinnumálanefnd- ar 23. mars sl. voru lagðar fram tvær styrkbeiðnir að upp- hæð kr. 500 þúsund vegna til- raunaveiða á ígulkerjum í Eyjafirði. Mcð umsóknunum fylgdi skýrsla sjávarútvegs- deildar Háskólans á Akurcyri. Atvinnumálanefnd samþykkti að styrkja þetta verkefni að upphæð kr. 400 þúsund. ■ Á fundi atvinnumálanefnd- ar 23. mars sl. var lögð fram samantekt atvinnumálafull- trúa um nokkrar lciðir til að efla kynningar- og markaðs- mál á sviði ferðamála f Eyja- firði. í bókun fundarins segir að eftir ítarlegar umræður hafí veriö samþykkt að leggja það til við bæjarstjórn að stofnuð verði hiutlaus kynningar- og markaðsskrifstofa fyrir Eyja- fjarðarsvæðjð, sem jafnframt sjái um rekstur upplýsinga- miðstöðvar. Stefnt verði að því að fá önnur sveitarfélög á svæðinu til þátttöku. Á fundi bæjarráðs 1. apríl var bókað að eðlilegt væri að atvinnu- málanefnd vinni áfram að þessu verkefni á þeim grunni sem felist í tillögum nefndar- innar. ■ Á sama fundi atvinnumála- nefndar var lögð fram styrk- beiðni frá Ferðaskrifstofunni Nonna til að mæta tapi síðasta árs og áætluðu tapi 1993 af rekstri dagsferða ferðaskrif- stofunnar út frá Akureyri. Atvinnumálanefnd hafnaði erindinu. ■ Á fundi umhverfisnefndar 25. mars sl. lagði umhverfis- stjóri fram hugmyndir um nýtt tjaldstæði á Eyrarlandsholti. Nefndin fól umhverfisstjóra að kynna málið fyrir skipu- lagsnefnd. ívar Sigmundsson, forstöðumaður tjaldsvæö- anna, lagði á þessum sama fundi fram teikningar að nýbyggingu á tjaldsvæðinu. Umhverfisnefnd fól ívari að láta gera nákvæma fjárhags- áætlun. ■ Heilbrigðisnefnd telur ekki forsendur til að veita leyfi fyrir sumarhúsabyggð í landi Steðja í Glæsibæjarhreppi og er vísað til nálægðar við vatnsból Akureyrar á Hörgáreyrum. Hafnarframkvæmdir á Húsavík: Samningur við Hagvirki Klett í gildi „Samningurinn er í gildi, og álit lögfræðings er að ekki sé efni til riftunar á samningi þó fyrirtæki fái heimild til nauða- samninga,“ sagði Einar Njáls- son bæjarstjóri á Húsavík eftir bæjarstjórnarfund, þar sem rætt var um verksamning við Hagvirki Klett um hafnarfram- kvæmdir í sumar. Hafnarstjórn gerði eftirfarandi bókun á fundi sínum 3. mars sl.: „Vegna frétta í fjölmiðlum um erfiða fjárhagsstöðu Hagvirkis Kletts hf., samþykkir hafnar- stjórn að fela hafnarstjóra að láta kanna lögfræðilega stöðu Hafn- arsjóðs í málinu, með tilliti til mikilvægis þess að framkvæmdir geti hafist á réttum tíma og að þeim verði lokið á tilsettum tíma í sumar.“ Áætlað er að hafnarfram- kvæmdirnar hefjist eftir páska með borunum og sprengingum vegna dýpkunar í höfninni. IM Skákþing Norð- lendinga 1993 haldið á Húsavík Skákþing Norðlendinga verður haldið á Hótel Húsavík 16.-18. apríl næstkomandi og sér Tafl- félag Húsavíkur um mótshald- ið. Teflt verður í opnum flokki, kvennaflokki, ungl- ingaflokki (13-16 ára) og barnaflokki (12 ára og yngri) ef næg þátttaka fæst. Hrað- skákmót verður haldið í lok mótsins. Tefldar verða minnst sjö umferðir eftir Monrad kerfi í öll- um flokkum. í opnum flokki er umhugsunartími 15 mínútur á keppanda á fyrstu tveimur um- iferðunum en síðan 2 klukku- stundir á fyrstu 40 leikina og 30 mínútur til að ljúka skákinni. í öðrum flokkum hefur hver kepp- andi 30 mínútur í umhugsunar- tíma. Öllum er heimili þátttaka í Skákþingi Norðlendinga. Skrán- ing fer fram hjá Sigurjóni Bene- diktssyni á Húsavík og Albert Sigurðssyni á Akureyri, en hann verður skákstjóri. Skráningu í opnum flokki verður að vera lok- ið að kveldi fimmtudagsins 15. apríl en hægt verður að skrá sig í aðra flokka fram að hádegi laug- ardaginn 17. apríl. Veitt verða þrenn verðlaun í hverjum flokki. í öllum flokkum er keppt um farandbikar, auk þess verða peningaverðlaun í opnum flokki og eignarbikarar í öðrum flokkum. Þá fá allir kepp- endur minnispening um mótið.§3 Reglugerð um friðun hrygningarþorsks um páskahelgina: ,Álvarleg mistök sem ber aö leiðrétta án tafar“ - segir í greinargerð Landssambands smábátaeigenda til sjávarútvegsráðherra Mikil óánægja ríkir meðal bátasjómanna á Norðurlandi vegna reglugerðar um friðun hrygningarþorsks um páska- helgina. Landssamband smá- bátaeigenda telur að alvarleg mistök hafi átt sér stað með Kvennaráð Konur hafa ekki verið allt of fús- ar til að tjá hugrenningar sínar og skoðanir í pistlaformi á síðum blaðsins en nú verður breyting á. Sóley Rannveig Hallgrímsdóttir, ung kona sem búsett er á Akur- eyri, ætlar að skrifa pistil hálfs- mánaðarlega í helgarblað Dags og köllum við hann Kvennaráð. Þarna er alls ekki verið að vísa í málsháttinn „köld eru kvenna setningu reglugerðarinnar og nú þegar beri að leiðrétta mistökin. í reglugerðinni kveður á um, að allar veiðar með þorskfisknet- um verði bannaðar frá klukkan 20.00 þriðjudaginn 6. apríl 1993 og Flugan ráð“ en lesendur fá nú kvenlegar hliðar á ýmsum málum og vænt- anlega mega karlmenn eiga von á pillum, eins og fyrsti pistillinn ber með sér. Þá hefur þáttur um flugur og fluguhnýtingar hafið göngu sína í umsjón Kolbeins Gíslasonar og verður Flugan í hverju helgar- blaði næstu vikurnar. SS til klukkan 10.00 árdegis mið- vikudaginn 21. apríl 1993. Lands- samband smábátaeigenda hefur ritað sjávarútvegsráðherra, Þor- steini Pálssyni, bréf þar sem sjón- armið sambandsins eru áréttuð. Þar segir m.a.: „Samanber til- vitnaða reglugerð eru allar neta- veiðar bannaðar í 15 daga í apríl. Af fyrirsögn reglugerðarinnar má ráða að þetta sé gert til að friða hrygningarþorsk. í fréttatilkynn- ingu sem dreift var með reglu- gerðinni er greint frá því að þessi tími þyki sérlega hentugur þar sem þorskurinn sé kominn að því að hrygna. í því sambandi er ein- göngu talað um Suðurland og Vesturland, en úti fyrir þeim landshlutum telja fiskifræðingar að séu mikilvægustu hrygning- arslóðir þorsksins. Þá eru fiski- fræðingar þeirrar skoðunar að staðbundin hrygningarsvæði séu í Stöðvarfirði og á Gunnólfsvík. Ekki er minnst einu orði á hvers vegna sú ákvörðun er tekin, að loka fyrir netaveiði útifyrir Aust- urlandi, Norðurlandi og Vest- fjörðum. Landssamband smá- bátaeigenda lítur svo á að þarna hafi átt sér stað mistök sem beri tafarlaust að leiðrétta með útgáfu nýrrar reglugerðar. í henni verði netaveiðibann á svæðinu frá Stokksnesi norður um og vestur að Bjargtöngum einungis látið gilda í 6 til 7 daga um páska“. ój Úthlutun starfslauna listamanna: Sigurður Árni fær laun í 1 ár Uthlutunarnefndir listamanna- launa hafa lokið störfum. AIls bárust 434 umsóknir um starfs- laun listamanna. Listasjóði bárust 88 umsóknir, Launa- sjóði myndlistarmanna 162, Launasjóði rithöfunda 153 og Tónskáldasjóði 31. Allmargir listamenn sem fædd- ir eru á Norðurlandi eða hafa starfað þar eru í hópi þeirra sem fá listamannalaun. Skal nokkurra þeirra nú getið. Örn Magnússon, píanóleikari frá Ólafsfirði, og Arnaldur Arn- arson, gítarleikari af norðlensku bergi brotinn, fá 6 mánaða laun úr Listasjóði. Þá fær Einar Krist- ján Einarsson, gítarleikari frá Akureyri, ferðastyrk úr sama sjóði. Sigurður Árni Sigurðsson, myndlistarmaður frá Akureyri, fær 1 árs laun úr Launasjóði myndlistarmanna. Hringur Jó- hannesson frá Haga í Aðaldal, Þorvaldur Þorsteinsson frá Ólafs- firði, Kristín Gunnlaugsdóttir og Kristján Steingrímur Jónsson frá Akureyri fá 6 mánaða laun. Þá Helgar-Dagur: fær Margrét Jónsdóttir, leirlista- kona frá Akureyri, ferðastyrk. Úr Launasjóði rithöfunda fær Sauðkrækingurinn Gyrðir Elías- son 1 árs laun og Norðlending- arnir Guðlaugur Arason, Ingi- björg Hjartardóttir, Jónas Þor- ibjarnarson, Kristján Kristjáns- >son og Sigfús Bjartmarsson fá 6 mánaða laun og eflaust eiga fleiri rithöfundar ættir að rekja norður. Enginn Norðlendingur er á blaði yfir þá sem fá laun úr Tón- skáldasjóði en í hópi þeirra lista- imanna sem eru orðnir 60 ára og eldri og fá styrk eru nokkrir Norðlendingar. SS Aðalfundur Foreldrafélags barna með sérþarfir Akureyri verður haldinn laugardaginn 17. apríl kl. 14.00 að Botni, Eyjafirði. Nýir félagar og áhugafólk um málefnið vel- komið. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.