Dagur - 08.04.1993, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Fimmtudagur 8. apríl 1993
ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF.
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI,
SÍMI: 96-24222 • SÍMFAX: 96-27639
ÁSKRIFT KR. 1200Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ KR. 110
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 765 KR.
RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
UMSJÓNARMAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON
BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON,
(íþróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585, fax 96-42285),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON,
ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SIGRÍÐUR ÞORGRÍMSDÓTTIR
(Sauðárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130), STEFÁN SÆMUNDSSON,
ÞÓRÐUR INGIMARSSON. LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF.
Með deginum í dag hefst
páskahátíð kristinna
manna. Hún er haldin til
minningar um mesta undr-
ið í öllum kristindómi; þá
trú að Kristur hafi risið upp
frá dauðum. Páskarnir eru
hátíð hinna sönnu gilda og í
raun sú hátíð sem hæst rís
með kristnum þjóðum, því
páskarnir boða sigur ljóss
og lífs yfir myrkri og dauða.
Öllum er hollt að hugleiða
boðskap páskanna. Þótt
langt sé um liðið frá því
Kristur var krossfestur er
föstudagurinn langi síður
en svo liðin tíð í mannkyns-
sögunni. Skuggar píslar-
göngunnar og krossfesting-
arinnar hvíla enn yfir sam-
félagi mannanna. Grimmd-
in og hið hróplega ranglæti,
sem föstudagurinn langi
stendur fyrir, eru enn til
staðar í heiminum. Milljónir
manna þjást vegna kúgun-
ar, ófriðar, hungurs og sjúk-
dóma og tugþúsundir láta
lífið ár hvert í stríðum, sem
háð eru af fullkomnu misk-
unnarleysi. Reynslan sýnir
að aukin menntun og sið-
væðing meðal þjóða heims
hefur ekki dregið úr þeirri
tilhneigingu mannsins að
deila og drottna og svífast
einskis til að ná settu
marki. Boðskapur Krists á
því ekki síður erindi til okk-
ar í dag en áður.
Sú langa helgi, sem nú fer
í hönd, gefur flestum ráð-
rúm til hvíldar frá annríki
hversdagsins og kærkomna
stund til að treysta fjöl-
skyldu- og vinabönd. Pásk-
arnir eru einnig stór stund í
huga hinna fjölmörgu ung-
menna, sem um helgina fá
staðfestingu kirkjunnar á
skírn sinni. Hér á landi hef-
ur löngum tíðkast að halda
fermingarbörnum veislu og
gefa þeim gjafir en því mið-
ur hefur ofrausnin smám
saman orðið allsráðandi í
þeim efnum. „Hefðbundin"
fermingarveisla nú á dög-
um kostar aðstandendur
tugi þúsunda króna og gjaf-
irnar eru oftar en ekki óhóf-
legar. Það er staðreynd að
stór hluti landsmanna eyðir
miklu meiru til ferminga en
getan leyfir. Þessu þarf að
breyta en það er hægara
sagt en gert. Frumskilyrðið
er að kirkjan beiti sér af
mun meira afli gegn óhóf-
inu en hún hefur gert til
þessa. Umgjörðin má ekki
skyggja á sjálfa fermingar-
athöfnina, inntak hennar
og tilgang, um það eru allir
kristnir menn sammála.
í von um að sem flestir
meti hin sönnu gildi lífsins
að verðleikum, óskar Dagur
landsmönnum öllum gleði-
legra páska. BB.
,Ég er svo þreyttur eftir daginn‘
Þetta eru yndislegustu verur á
jörðinni. Þeir þeytast um lífið og
híbýlin okkar og þér líður aldrei
betur en á síðkvöldum þegar rign-
ingin lemur gluggana, skuggarnir
af kertinu flökta um inni í svefn-
herbergi og öllum verkum dagsins
er lokið. Þú lítur á klettinn við
hliðina á þér og brosir blítt. Hann
horfir á þig fullur trúnaðar og
segir: „Heyrðu baby, er þér sama,
en ég er svo þreyttur eftir daginn!“
Þeir eru nytsamir á allan hátt.
Reyndar er hægt að segja nauðsyn-
legir. Þeir opna fyrir þér dyrnar,
hjálpa þér í kápuna. Strjúka kinn-
ina á þér. Eru alltaf tilbúnir að
hlusta, jafnvel þó að sé verið að
tala um fyrirtíðarspennu, börnin,
nýjustu prjónauppskriftirnar,
krabbameinsskoðunina eða bara
ferskustu kjaftasögurnar í bænum.
Svo geta þeir klórað þér á bakinu
og síðast en ekki síst, þeir hafa all-
ir hver og einn sérsmíðaðar axlir til
að gráta við.
Ostöðvandi eftir klukkan sex
við eldavélina
Þeir eru rómantískir fram í fingur-
góma. Blómvendir af tilefnislausu.
Ilmvötn ef þeir koma af stað rifr-
ildi. Og ég tala nú ekki um þessi
ljúfu morgunverðarborð sem að
bíða eftir þér á hverjum morgni.
Þeir eru óstöðvandi eftir klukkan
sex við eldavélina og töfra fram
hina girnilegustu rétti. Það leikur í
höndunum á þeim; hvítlaukslæri,
kótilettur, ýsa í raspi og alls kyns
sósur. Þeir mata og baða, lesa fyrir
þau yngstu og strauja fyrir framan
sjónvarpið gallabuxur og nærbuxur
af allri fjölskyldunni.
Mér fannst hann vera ókljúfanleg-
ur og ósnertanlegur, kletturinn
sem var fyrir framan mig. Eg hugs-
aði með mér að ef ég kæmist upp á
einhvern stallinn, þá hlyti ég að
detta og eflaust myrrdi ég slasa mig
illilega. Ég hef nú reyndar lagt í þá
nokkra og þeir hafa verið misjafn-
ir. Sumir afskaplega brattir, aðrir
svo sleipir að ég hef vart getað fót-
að mig og flestir hafa verið það
stórgrýttir að það hefur blætt úr
fótunum á mér, en allir eiga þeir
það sameiginlegt að ég hef aldrei
getað staðið á tindinum á þeim og
sungið frelsissönginn.
Klettarnir í íslenska stórveldinu
Þessir fallegu klettar sem ég er að
lýsa eru karlmenn og þar að auki
norrænir, íslenskir karlmenn.
Ljóshærðir, bláeygir, búlduleitir,
græneygðir, svarthærðir, krullótt-
ir, grannir, krúnurakaðir (það er í
tísku í dag), venjulegir, sérstakir,
öðruvísi. Þetta eru klettarnir í
íslenska stórveldinu í dag. Og ég
tek ofan fyrir þeim. Ekki fyrir að
vera öðruvísi, venjulegir eða sér-
stakir, heldur fyrir að vera bara
karlmenn. Svo stjórna þeir stór-
veldinu líka með glæsibrag. Eða
hvað?
Alltaf tilbúnir aö hlusta
Kvennaráð
Sóley Rannveig Hallgrímsdóttir
Draumur um karlmann