Dagur - 13.05.1993, Blaðsíða 2

Dagur - 13.05.1993, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Fimmtudagur 13. maí 1993 Bújörð til sölu! Til sölu bújörö í 26 km fjarlægð frá Akureyri. Jörðin er vel sett með kvóta og landmikil. Upplýsingar á kvöldin í síma 96-26758 eða 96-12093. Aðalfundur Garðyrkjufélags Akureyrar verður haldinn í kaffistofu Garðyrkjunnar (Gróðrar- stöðinni), þann 15. maí kl. 15.00. Venjuleg aðalfundarstörf. Nýir félagar velkomnir. Stjórnin. íþróttamiðstöð Glerarskóla SUND - SUND - SUND Sundnámskeiðin í Sundlaug Glerárskóla hefjast 1. júní. Skráning og allar upplýsingar verða í síma 21539. AKUREYRAR&ÆR SKÓLADAGHEIMILIN HAMARKOT 0G BREKKUKOT (Hamri v/Skarðshlíð) Munu eins og sl. sumar bjóða 7-10 ára börnum upp á skemmtilega dvöl í Hamarkoti - Hamri v/Skarðshlíð alla virka daga í 4 til allt að 9 klst. á dag, tímabilið 1. júní til 10. júlí nk. örfáum plássum er enn óráðstafað, en umsókn- arfrestur rennur út þann 20. maí. Upplýsingar gefur hverfisfóstra Glerárhverfis í síma 24600 og 24620 frá kl. 10-12 alla virka daga. Dagvistadeild. ^AKuniEVffl Háskólinn á Akureyri Fyrirlestur Tími: Laugardagurinn 15. maí kl. 14.00. Staður: Háskólinn á Akureyri við Þingvalla- stræti, stofa 24. Flytjandi: Tryggvi Gíslason skólameistari. Efni: Mál og mannshugur, hugsun og orð - um rétt mál og rangt. Öllum er heimill aðgangur. Fréttir Fjögur landssamtök iðnaðarmanna líklega í eina sæng: Starfsemi Svæðisskrifstofu iðnaðarins á Norðurlandi mun þá taka breytingum Að undanförnu hafa fjögur landssamtök iðnaðarmanna verið að ræða um sameiningu en það eru Landssamband iðnað- armanna, Félag íslenskra iðn- rekenda, Félag íslenska prent- iðnaðarins og Verktakasam- band Islands og hafa þrjú þeirra þeirra síðastnefndu þeg- ar samþykkt og gengið frá mál- inu. Landssamband iðnaðar- manna tekur ákvörðun í mái- inu á Iðnþingi, sem verður haldið í Reykjavík dagana 21. og 22. maí nk. A undanförnum árum hefur verið starfrækt á Akureyri Svæð- isskrifstofa iðnaðarins, sem rekin er í samvinnu Meistarafélags byggingarmanna á Akureyri og Landssambands iðnaðarmanna og telur Haraldur Sumarlióason, for- maóur Landssambandsins, að starfsemi þeirrar skrifstofu muni breytast nokkuð ef sameiningar- áform ná fram að ganga, en of snemmt sé að segja til um það í hvaö formi það yrði. Þó er líklegt að gerður yrði samstarfssamning- ur við hana en ekki helminga- skiptasamningur eins og gert er í dag., „I 1. tölulið laga væntanlegra heildarsamtaka segir að heimilt sé að vera með upplýsingaskrifstofu út um land og erlendis og við telj- um það algjöra forsendu fyrir því að svo stór samtök geti blómstrað að æðakerfið nái út til lands- byggðarinnar þannig að hér verði áfram rekin svæðisskrifstofa sem og í öðrum landsfjórðungum sagði Siguróur Jónsson, fram- kvæmdastjóri Svæðisskrifstofu iðnaðarins á Norðurlandi. Tölu- verðar umræður hafa lengi verið í gangi um flutning stofnana út á land eóa að landssamtök staðsetji sig eða opni skrifstofur á lands- byggóinni. Nægir þar að minna á góðan árangur af flutningi skrif- stofu Félags rækju- og hörpudisk- framleiðenda frá Reykjavík til Akureyrar. Gangi sameiningarmálin eftir á væntanlegu Iðnþingi munu hin nýju samtök taka til starfa frá næstu áramótum, en ný stjóm þeirra yrði kosin í haust til að undirbúa yfírtökuna. GG Kaupstaðarafmæli, vinabæjamót og síldarævintýri: „Ætlum að taka þetta út jafiit og þétt“ - segir Björn Valdimarsson, bæjarstjóri á Siglufírði Siglfirðingar fagna 75 ára kaup- staðarafmæli staðarins 20. maí næstkomandi og raunar verður mikið um dýrðir í sumar. Fyrstu helgina í júlí verður haldið vinabæjamót á Siglufírði og 8. júlí eru 90 ár liðin frá því fyrsta hafsíidin kom til Sigiu- fjarðar. Björn Valdimarsson, bæjar- stjóri á Siglufirði, sagði að ekki yrðu mikil hátíóarhöld á 75 ára af- mælinu, enda í mörg hom að líta hvað skemmtanir varðar í sumar. „Við verðum með kaffisamsæti á hótelinu en ekki nein stórkost- leg hátíðarhöld af því það er svo mikió aó gerast í sumar, bæði vinbæjamótið og síldarævintýriö. Við ætlum að taka þetta út jafnt og þétt,“ sagði Björn. I maímánuði 1903 kom norska seglskipið Cambria með efnivið í fyrstu síldarsöltunarstöðina á Siglufirði, síldarbryggju, söltun- arpall og birgðahús og 8. júlí sama ár lagði Marsley fyrstu haf- síldina á land. Þar meó hófst síld- arævintýrið á Siglufirði og 8. júlí nk. eru því 90 ár liðin frá þessum merka atburði. Bjöm Valdimarsson sagði að síldarafmælið 8. júlí yrði fellt inn í aðrar hátíðir. Síld verður söltuð á Siglufirði 1.-4. júlí, en þá verður haldið vinabæjamót meö þátttöku fulltrúa vinabæja Siglufjarðar á Norðurlöndunum. Síóan verður ‘f blásið til síldarævintýris um verslunarmannahelgina og er stefnt að hliðstæðu ævintýri og á síðasta ári, en sú uppákoma þótti takast fádæma vel og komu fleiri gestir en nokkur þorði að vona. SS Aðalfundur Ferðaskrifstofunnar Nonna hf.: Iitilsháttar tap á liðnu ári Aðalfundur Ferðaskrifstofunn- ar Nonna hf. á Akureyri var haldinn nýverið. Lítilsháttar tap varð á rekstrinum á liðnu ári, en afkoma félagsins er þó mjög vel viðunandi, þegar tekið er til- lit til þess að verulegir fjármun- ir hafa verið lagðir í uppbygg- ingu ferðaþjónustu og afþrey- ingarmöguleika á Eyjafjarðar- svæðinu. Ferðaskrifstofan Nonni hf. var stofnuð árið 1989. Megin mark- mið skrifstofunnar hefur verið frá upphafi að laða ferðamenn til Ak- ureyrar meö raunhæfum tilboðum um þjónustu og afþreyingu. Ahersla hefur verið lögð á að taka vel á móti ferðamönnum utan hins hefðbundna ferðamannatíma og gott samstarf hefur verið með skrifstofunni og öðrum aðilum í ferðaþjónustu á Akureyri. Nokkur árangur hefur þegar áunnist. Nonni hf. hefur annast fímm ráð- stefnur á Akureyri frá stofnun fé- lagsins og þar af voru tvær á sl. ári, sem tókust í alla staði vel. „Nonni hf. hefur náið samstarf við nokkrar þekktar erlendar ferðaskrifstofur og í vetur hefur félagið m.a. annast móttöku ferða- manna í dagsferðum til Reykja- víkur og er nú unnið að því að slíkir hópar leggi leið sína hingað til Akureyrar næsta vetur,“ seg- ir framkvæmdastjórinn Helena Dejak. Hjá fyrirtækinu vinna tveir starfsmenn allt árið um kring, en yfir sumarmánuðina starfa þar að jafnaði 7 starfsmenn. Að sögn framkvæmdastjórans hefur Nonni hf. einkaumboð fyrir farþegaflutninga Grímseyjarferj- unnar Sæfara og hefur straumur ferðamanna þá leióina til Gríms- eyjar farió vaxandi. Fyrirtækið hefur frá upphafi annast móttöku og alla fyrirgreiðslu þeirra ferða- manna sem til Akureyrar koma meó beinu flugi frá Sviss og jafn- framt annast Nonni hf. sölu ferða frá Akureyri til Sviss. A síðast- Samið hefur verið við Trésmiðj- una Rein um framkvæmdir við Safnahúsið á Húsavík. Um er að ræða gerð innkeyrslu og dyr á kjallara nýbyggingar við safnið. Þrjú tilboð bárust í verkið. Rein bauó 1.296 þúsund, Aðalsteinn liðnu ári keyptu samtals 4800 manns einhverja þjónustu af fyrir- tækinu og í fréttatilkynningu frá Nonna hf. hvetur aðalfundurinn stjómir sveitarfélaga við Eyjafjörð að hlúa að ferðaþjónustu á svæð- inu, en fara þó með fullri gát á þessum viðkvæma og tiltölulega litla markaði. Ennfremur er hvatt til þess að hinir mörgu aðilar í ferðaþjónustu við Eyjafjörð snúi bökum saman og bæti með því af- komu greinarinnar í heild. ój Skarphéðinsson bauð 1388 þús- und og Trésmiðjan Bjarg bauð 1540 þúsuns. Kostnaðaráætlun Tækniþjónustunnar hf. nam 1345 þúsundum. Framkvæmdir við gerð stígs að húsinu, sem BSH hf. annast, standa yfir. IM Safnahúsið á Húsavík: Þqú tilboð í framkvæmdir

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.