Dagur - 20.11.1993, Page 10
10 - DAGUR - Laugardagur 20. nóvember 1993
PÓSTKORT FRÁ ÞÝSKALANDI
HLYNUR HALLSSON
HANN
Steinlagðar göturnar eru ekki
upplagðar fyrir reið-hjól með
mjóum dekkjum. Ég hef ekki
rekist á nasista ennþá, nema í
sjónvarpinu og á Sögusafninu.
Þar eru þeir á veggspjöldum
með feitu letri og fallegum
myndum. Við hliðina eru
svart/hvítar myndir af
rústum gömlu húsanna
sem aldrei voru endurbyggð. í
staðinn eru komnir bankar í
glæsilegum gler og stein-
steypu byggingum. En hér í
gamla bænum standa þau
enn, gömlu húsin. Og göturnar
steinlagðar með grófum
steinum með of miklu bili á
milli fyrir mjó reiðhjóla-dekk.
Heima, eftir hálftíma í
sporvagni, brosir Björk í MTV
og svarar spurningum og
syngur nokkur lög með vinum
sínum en velur svo JJ Cool
sem rappar um stelpurnar í
henni Cali-Cali-forniu. Og
skömmu síðar eru íslenskir
kraftakarlar aö lyfta grjóti og
monta sig á annarri stöð.
Maður þarf þó yfirleitt að leita
lengi til að finna íslending hér í
höfuðstað Neðra-Saxlands.
Við erum samt umkringd
öðrum innflytjendum. En hér
eru engir nýnasistar svo okkur
er sennilega óhætt.
Skinheads gegen
Rasissmus" láta meira á sér
bera og líka kínverska
stúdentagrúbban svo ekki sé
talað um samtök byltinga-
sinnaðra íranskra verka-
manna sem bjóða uppá úrval bæklinga
og kaffi í homi háskólagarðsins einn
napran eftirmiðdag að hausti. Þaó er
meira að segja farió aó skyggja enda
löngu búió að flýta klukkunni um einn
tíma og þannig kominn vetrartími.
Ég loka augunum í spor-vagninum
þegar hann fer ofan í jörðina
og ímynda mér að ég sé
kominn til Austurlanda í alvöru
stórborg. "Bitte Aussteigen"
segir önug rödd úr hátalar-
anum og bindur enda á þetta
ferðalag.
Skólinn er ennþá í fimmtán
mínútna fjarlægð jafnvel þó
maóur sé kominn á mið-
punktinn "Kröpcke". Það er
eins gott að fara að fjárfesta í
hjóli á uppboði hjá löggunni.
Dekkin verða bara að vera
nægilega breið.
ísverksmiðjan er aflögö líkt og
Mjólkursamlagið í Gilinu
heima og hér hefur mynd-listin
líka komió sér fyrir.
Japanskættaðir mynd-
bandaskúlptúrar og inn-
setningar eru hér þessa
stundina. Og hér eru ekki
heldur neinir hægri öfga-
menn, bara saklausir Þjóð-
verjar, bongóleikari frá Afríku
og listamaðurinn, kominn frá
Japan með VÍðkomu í New
York. Hinsvegar eru nýnasist-
arnir til staðar og haga sér illa
en það er óneitanlega kald-
hæðnislegt að þegar þeir
gerast svo djarfir að berja á
bandarískum íþróttaköppum
ætlar fyrst allt að verða
vitlaust þó að Tyrkir séu
barðir á hverjum degi og
jafnvel drepnir. Það er bara
vonandi að þessar barsmíðar
á stóra bróður í vestri verði til
þess að komið verði í veg fyrir
frekari uppivöðslu hægri
öfgamanna og aó Tyrkirnir og
allir hinir útlendingarnir sem
búa í þessu landi geti verið
óhultir í framtíðinni.
Það er þungskýjað í dag
og þrátt fyrir tíu stiga hita er
íslendingum kalt og ekki gott
að fá sér ís úr gömlu ís-
verksmiójunni heldur heitt
kakó lagaó úr ekta súkkulaði
úr tollinum.
OVER
H E I LSU PÓ5TU RINN
Skurðaðgerð í gegn
um skráargat
Sú þróun sem á sér stað í skráar-
gatsskurðaógeróum þýðir aó að-
gerðir eru sársaukaminni, valda
nánast engum örum og stytta
verulega dvölina á sjúkrahúsinu.
Skurólækningar eru nokkuð
sem hefur tekið stórum framför-
um á undanförnum árum og eru í
slíkri útþenslu í dag aó menn
hafa áhyggjur af því að tæknin
sé á undan þjálfuninni sem þörf
er á til þess að ráða við hana.
ímyndaðu þér að geta farið í
stóran uppskurð án þess að
nokkurt ör sjáist. Vissulega hafa
skurðlæknar náð það góðum ár-
angri aó sífellt minna sést af ör-
um. Nú er hins vegar að koma
fram ný aðferð sem byggist að
miklu leyti á tölvutækninni. Það
er ekki nóg með að meö henni sé
kleift að framkvæma svokallaðar
stóraógerðir í gegnum sentimet-
ers skurðarop, heldur minnka öll
óþægindi og eftirköst til muna.
Hægt verður aó skreppa í tals-
verða aðgerð og vera komin
heim innan sólarhrings.
Um er að ræða ofurlitla smá-
sjá sem hægt er að stinga inn um
skurðarop. Skurðlæknirinn sér
síðan hvað hann er aö gera á
sjónvarpsskjá.
Hvað sjúklinginn varðar þá
hefur þetta mikið að segja. Eftir-
köstin eru minni og ör eru alger-
lega í lágmarki. Blóömissir er
mjög lítill og í mörgum tilfellum
veður hægt að notast eingöngu
við staðdeyfingu.
Annað jákvætt við þessa
tækni er að hún losar menn við
ýmsa þá galla sem fylgt hafa
stórtækum skurðaðgeröum, en
þeim vilja fylgja bólgur og
ígerðir. Hægt er að víkka út at-
hafnasvæðió sem vinna skal á
innan líkamans með því að dæla
carbon díoxid gasi inn í maga-
veggina eða notast við saltlausn í
kringum liði til þess aö gera að-
gerðina auðveldari. Síðan eftir
aðgerðina er gasinu eða salt-
lausninni hreinlega dælt út aftur.
Þróun þessarar „skráargats“
aðferðar hefur orðið samhliða
aðferóum sem hafa verið í notk-
un um árabil þar sem notast er
við allan meltingarveginn til
þess að komast að líffærum.
Hægi er að komast aó blæð-
andi skeifugarnarsárum, hægt er
að taka sýni úr æxlum og jafnvel
skera þau í burtu. Hægt er að
gera skurðaógerð innan gall-
blöðrunar.
Þjálfun lækna er ekki alltaf í takt
við hina hröðu þróun tækninnar.
Ef eitthvað er að í lungunum
er hægt að skoða öndunarvegina
og taka sýni af óeðlilegum vefja-
myndunum. Þannig er öll sjúk-
dómsgreining fljótlcgri og ör-
uggari.
Fyrir vcnjulega skurðlækna
þýðir „skráargatsaðferðin" það
að þeir geta fjarlægt gallsteina
og jafnvel komist fyrir sumar
tegundir af kviðsliti.
Fyrir kvensjúkdómalækna er
þetta alger bylting. Þeir geta
framkvæmt sjúkdómsgreiningar
af meiri nákvæmni og auðveldað
þeim ýmis störf.
Þegar um er að ræða óútskýr-
anlega magaverki er hægt að
komast að upptökunum á örugg-
an hátt. Það á vel við um botn-
langabólgu og utanlegsfóstur ef
um það er að ræða.
Bæklunarskurðlæknar geta
fjarlægt rifið brjósk úr hnénu án
verulegra óþæginda. Sjúklingur-
inn ætti jafnvel að geta gengið
samdægurs. Axlir, olnboga, úln-
liói, mjaðmir og ökkla er hægt
að skoða með lítilli smásjá. Með
lasergeisla er auk þess hægt að
fjarlægja óæskilega „diskntynd-
un“ á milli hryggjarliðanna.
Þrátt fyrir viðleitni þessarar
aðferðar til þess að gjörbylta
þeim aðferðum sem notaðar eru í
læknavísindunum á hún sína
gagnrýnendur. Skurðlæknar sem
flestir þurfa að leggja sig fram
við að geta framkvæmt hinar
hefðbundnu skurðaðgeröir þurfa
að ná tökum á einstaklega há-
tæknilegum tækjum. Ymsar
raddir innan læknastéttarinnar í
Bandaríkjunum, þar sem þcssi
tækni tekur örum framförum,
nefna í því sambandi að þjálfun
sé ekki í takt við hina öru fram-
þróun tækninnar.
Það er cngu að síður augljóst
mál að þegar tæknin tekur þess-
um framförum, þá munu læknar
sem sérhæfa sig í slíkunt aðgerð-
um og tækjum sjá um að fram-
kvæma þessar „skráargatsað-
gerðir.“ Það er ekki ólíklegt að
með tilkomu nýrra aðferða í
geislafræði og segulsviðsmynda-
töku að allar skurðaðgerðir verði
brátt framkvæmdar með aðstoð
tölvu. En eins og Peter Molitor
segir, þá er ekki nokkur ástæða
til að óttast. Það er hrein og bein
vísindaskáldsaga að ímynda sér
að skipt verði á skurðlækninum
og einhverjum örtölvukubb.