Dagur - 20.11.1993, Page 15

Dagur - 20.11.1993, Page 15
SKOLALI F Laugardagur 20. nóvember 1993 - DAGUR - 15 Fjórir svangir í mötuncytinu. Margrét Níelsdóttir tciknaði. Margrct Níelsdóttir tciknaði. Geimverur Það voru cinu sinni tveir menn scm loru á Snæfellsjökul til aö sjá geimverur. Þcir fóru meö nesti og nýja skó. I heila viku biöu þeir eftir geimverunum og loksins þegar þær komu voru þcir orðnir svo stífir í höndunum að þeir náðu ekki niynd og geimverurnar fóru aftur heim. Og þegar þeir voru komnir heim og sögðu frá öllu héldu allir aó þeir væru vitlausir og þeir voru því sendir á hæli. Ólafur Eiríkur Þórðarson og Jóhann Símon Björnsson. Sólin vermir björt og heit, í skýjum flýgur lóa feit. Það hvín í trjánum, lóa hrædd og hún er inn í vorið fædd. Heiða Björk Pétursdóttir. Grenivíkurskóli 1993 Fyrir rúniuni tólf árum eða nánar tiltekið 13. október 1981 flutti Grenivíkurskóli í núver- andi húsnæði úr gamla skólan- um þar sem voru bara tvær kennslustofur. Lóan Fyrsta veturinn voru í skólan- um áttatíu nemendur en þeint fór fjölgandi og urðu níutíu og þrír þegar tlest var. Síðan fækkaði þeint aftur og eru núna sjötíu og fimm. Vorið 1986 útskrifaði skól- inn í fyrsta skipti nentendur úr 9. bekk sem jafngildir 10. bekk nú. Fram að því voru unglingar sendir til hcimavistar að Stórutjörnum. Fjölmennustu bekkirnir í skól- anurn í ár eru 8. bekkur sent hel'ur fimmtán nemendur og 10. bekkur með cllefu. Vegna lámennis veró- ur að kcnna tvcimur og tveimur aldurshópum santan í Ilestum til- Grcnivíkurskóli. fellunt. Við skólann cru starfandi átta kcnnarar með skólastjóra. Mötuneyti er í skólanum fyrir krakkana úr sveitinni og aðra sent ekki komast heim í hádeginu. Eitt er sérstakt við okkar skóla. I öðrum skólunt eru skólastofur númeraðar en í okkar skóla eru þær nefndar nöfnum eins og Hóla- kot, Hornhús, Bakkabúð, Jaðar og Kaðalstaðir. Þessi nöl'n eru fengin frá göntlum eyðibýlum eða horfn- um húsunt í hreppnum. Nú er veriö að byggja nýtt íþróttahús við Grenivíkurskóla. Salurinn sem við höfum þurft að notast við er svo lítill að við höf- um verið sneydd öllum tækifærum til að geta spilað handbolta, körfu- bolta og aðrar vinsælar íþróttir. Eina íþróttin sent hefur verið hægt að æfa með einhverjum árangri er borðtennis. Þaö hefur gengið vel. Til þessa höfum við eignast átta Islandsmeistara í borðtennis. Skólaferðalagið í vor hjá 8., 9. og 10. bekk veróur til Noregs. Við grípum til ýmissa bragóa til að safna fyrir ferðinni. Vió gefum út l'rétta- og skemmtiritið Sncpil og scljuni í lausasölu og til fastra áskrifenda. Einnig höldurn við basara og við seljum siginn fisk og heimabakaö brauð í báta og hcimili. Grenivíkurskóli hefur sl. 25 ár veriö átta mánaða skóli en starfar í níu rnánuði í fyrsta sinn nú á þessu ári. Inga Steinlaug. Edward Fogln lciðbcinir ncmcndum í málun. Kata í málvcrkinu. Draumaherbergið Draumahcrbcrgið mitt á að vera 40 fcrmetrar að stæró. Suður- og austurveggirnir ciga að vera úr rauðu og kóngabláu gleri cn hinir klæddir speglunt. Loftið á að vera úr marglitu gleri í munstri og ein og cin spcgilplata inni á milli. Ur loftinu eiga að hanga gróskuntikl- ar plöntur á hvítum ntarmarahill- um. A speglaveggjunum eiga að vera hillur úr speglum fyrir blónt og skrautmuni. Skápar eiga að vera innfelldir í veggina og einnig meó speglahurðum. I horni þar sern mætast speglar og glcr á aó vcra fuglabúr, þrír nietrar á alla kanta og ná alla leið upp í loft, fullt af páfagaukum og öðrum skrautlcgum fuglum. A miðju gólfinu (sem á aó vera úr marrn- ara) á að vera stór hornsófi sem hægt er að breyta í rúnt. Fyrir framan hann á að vera sjónvarp með 40 tommu skjá, afruglari og myndbandstæki og skápur fullur af myndbandsspólum. Einhvers staðar í herberginu á að vera stórt vinnuborð undir saumavélar og aðstaða til aó sníða föt og annað. Rétt hjá því eiga að vera græjur með 300 vatta hátöl- ururn og fullt al' geisladiskunt. Svo vildi ég hafa stóran ísskáp fullan af einhvcrs konar drykkjar- föngum og annan skáp fullan af sælgæti og öðru matarkyns. Svona vildi ég að herbergið mitt liti út en það verður áreiöan- lcga dálítið þangað til sú ósk ræt- ist. Að minnsta kosti verður þaó ekki fyrr en ég eignast fullt af peningum og búðunt. Meira hef ég ekki að segja fyrr en ég skipti unt skoðun og vil eitt- hvað annað. En þetta er draumur minn núna. Dúi. Tréð sem gat talað og gengið Það var einu sinni tré sem gat talað og gengið. Dag einn var það í gönguferð. Þá sá þaó ann- að tré sem gat talað og gengið. Þá byrjaði það að elta tréð og elti það út unt allt, yfir fjöll og dali. Eftir tvær vikur náði tréð því loksins og þá giftust þau og lifðu sæl til æviloka. Þorsteinn Björnsson.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.