Dagur


Dagur - 05.02.1994, Qupperneq 7

Dagur - 05.02.1994, Qupperneq 7
Laugardagur 5. febrúar 1994 - DAGUR - 7 Eiður er bjartsýnn í dag, en fyrir hálfu öðru ári bar hann sig ekki eins vel. „Ég hafði það á tilfinningunni að ég gæti aldrei horft framan í nokkurn mann á iífslciðinni cftir þetta. Siík var skelfíngin innra með mér.“ algjörlcga úr tcngslum við raunveruleikann. Það cr mitt mat að við Islendingar þurfum ekki að bera kinnroða lyrir erlendum þjóðum varðandi matvælaframleiðslu og bendi ég á t.d. kjötiðnað, brauógeró og allan mjólkur- iðnað í því sambandi. Vió höfum náð stór- kostlegum árangri í þessum greinum og það er svakalegt til þess að hugsa ef öll þessi verkþekking glatast. íslendingar sem búsettir cru erlendis sækjast ntjög eftir matarsending- urn að heiman, það segir sína sögu. Eg vona að íslcndingar haldi áfram aö kaupa íslenska framleióslu svo sem þeir hafa gert fram til þcssa.“ „Eigum að reyna að vernda okkar framleiðslu“ - En finnst þér að stjórnvöld eigi að reyna aö vernda íslenska framlciöslu? „Já, mér finnst sjálfsagt að þau geri það. Ég skil ekki þau rök að vilja ekki vernda það sem íslenskt er. Hvers vegna er svona mikil ásókn í það að vilja hleypa erlendri fram- leiðslu inn í landið? Viö eigum frckar aó grípa til sömu ráða og margar aðrar þjóðir gera, til dæmis Japanir, og reyna að vernda okkar framleiðslu mcð alls konar klækjum svo önnur lönd gcti ekki flætt yfir okkur. Því miður viróist vera stór hópur innan íslenska stjórnkerfisins og í forystu neytendasamtak- anna, sem einblínir á þennan innflutning og þykist bera hag neytenda fyrir brjósti. Eg sé ekki að þaö þjóni hagsmunum neytenda að mörg þúsund ntanns gangi atvinnulausir. Mér er minnisstætt þegar Islendingar voru að senda Pólverjum í skipasmíðastöðvum í Gdansk samúðarskeyti og baráttukveðjur og daginn eftir skrifuðum við undir samninga við þá um skipakaup. Af hverju gerðunt við það? Jú, af því að vinnuaflió var svo ódýrt. Það er svona pólitík sem virðist ráða í þessu landi og samhengi milli orða og gjörða er ekkertf' Eióur segir að Islendingar verði að leggja meiri áherslu á sölumennsku og markaðsmál og einnig verði að hefja iönaðarstörf til vegs og virðingar. „Það hefur alla tíð verið litið frekar niður á iðnaðarstéttir hér á landi og mcsta áherslan hefur verið lögó á langskólanám, þótt mark- aðurinn þar sé algjörlega mettur á sumum sviðum. I mörgum öðrum löndum njóta iðn- greinar virðingar sem gjaldeyrisskapandi grein. Islendingar eru hrávinnsluþjóð. Við flytjum allt of mikið af óunnu hráefni úr landi og hér þarf að korna til hugarlarsbrcyt- ing svo hægt verði að byggja upp eólilegt iónaðarmannaþjóðfélag sem fullnýtir hráefn- ið.“ „Fór að nota áfengi meira en góðu hófí gegndi“ - Snúum okkur meira aó sjálfum þér, Eiður. Lífið hefur ekki alltaf verið rósahaf og rnér skilst að velgcngnin hafi tekið sinn toll og vinnuálagið orðið meira cn nokkrum manni er hollt. „Já, álagið tók sinn toll. Það er búið að vera skemmtilegt aó byggja fyrirtækið upp en líka gífurlega erfitt og varla á sig leggjandi. Streitan helur verið yfirþyrmandi og margar andvökunætur sern ég hef átt, sérstaklega í fyrstu. Þreytan fór aó segja áþreifanlega til sín. Ég fór að nota álengi meira en góðu hófi gegndi og síðan róandi lyf og svefnlyf í ofa- nálag. Ég var alltaf að leita að hamingjunni, eða einhvcrjum innri friö. Ég skildi ekki aó ham- ingjuna er að finna innra með ntanni sjálfum en ekki annars staðar. Þcgar streitan og sálar- angistin voru farin að leika mig grátt fór ég að ganga til lækna og fékk mikið af lyljurn. Þetta endaði mcð því að ég var alveg búinn og 5. októbcr 1992 var ég sendur suður á geðdeild Landspítalans. Þar var ég í 10 daga og síðan var ég sendur á Vífilsstaði í áfengis- meóferó og var þar alls í tvo mánuði." „Þetta var algjört helvíti“ Eiður segir að mcóferðin hafi snúiö lífi hans algjörlega við og öllunt aðstæðum. „Ég gjörbreytti lifnaðarháttunum, lor að stunda sund, minnka við mig vinnu og taka öðruvísi á öllum málum. Ég fór loks aö geta sofið og slakað á án áfengis og lyfja og ég get varla lýst því með orðum hvað það hefur Viðtal: Stefán Þór Sæmundsson Myndir: Robyn Redman ■ orðið mikil breyting innra með mér, hvað mér líöur ntiklu bctur. Hitt var ekkert líf, þaó var helvíti, algjört helvíti. Ég fæ hroll þegar ég hugsa til þess lífernis sem ég lifði. Ég átt- aði mig ekki á því þá að ég var kominn við dauðans dyr og það er hart að eitthvað þurfi að henda mann til þess að maður sjái að sér, en það þurfti aó hcnda mig." - En þú segist hafa drukkið mikið í mörg ár, hvarfiaði aldrei að þér aö þetta væri sjúk- legt ástand? „Nci, ég áttaöi mig engan vcginn á því að ég væri alkóhólisti. Menn misskilja oft áfeng- issýki. Ég var ckki cinn af þeim sem drakk dag eftir dag. Ég notaöi vín aðallega um hclgar, þótt þaó sé teygjanlegt hugtak, með svona mikilli vinnu og ég þoldi það ekki. En ég var bullandi alkóhólisti og hélt þess vegna áfram að drekka þrátt fyrir allar hörmungam- ar. Þegar ég var inni á geðdeild Landspítalans lannst mér það vera hroðaleg niðurlæging. Mér fannst fólkió sem þar var lokað inni ekki samboðiö mér og ég hafði það á tilfinning- unni aö ég gæti aldrei horft framan í nokkurn mann á lílsleióinni eftir þetta. Slík var skelf- ingin innra meó mér og misskilningurinn. Mér fannst öllu vera lokió hjá mér.“ „Maður þarf að leita inn á við“ Á Vífilsstöðum rann það upp fyrir Eiði hvað í rauninni felst í því að vera alkóhólisti með öllum þeim óæskilcgu fylgifiskum sem áfengissýkin leiðir yfir rnenn. „Ég hef farið eftir ráóleggingum þeirra sem hafa gengið í gcgnum þetta víti sjálfir og hef sótt í félagsskap slíkra nianna eftir að ég kom hcim. Ég er mjög hrifinn af þeirri hug- myndafræði sem þar er haldið á lofti og það hefur líka hjálpað mér mikið með reksturinn á fyrirtækinu að hafa getaó tileinkað mér þessa hugmyndafræði. Lífið allt veróur miklu léttara þegar maóur er raunveruleikatengdur og það má segja að þessi fræði spanni yfir allt lífsferlið. Þótt það virðist ógerningur aó leita að hamingjunni innra meó sér þá finnur maður hana ekki annars staðar. 011 erum vió leita eftir hamingjunni, friði og ró. Við erum að leita eftir öryggi og reyna aó forðast kvíða, ótta og óþægilegar tilfinningar. Maöur þarf að leita inn á við til að finna þessi gæöi, ekki út á við eins og ég gerði. Ég áttaöi mig ekki á því aó það var vínið sem ég þurfti fyrst og frcmst aó forðast. Þá kænti hitt á eftir.“ - En það gerist ekki sjálfkrafa, eóa hvað? „Nei, þaó batnar ekki allt um leið og mað- ur hættir að drekka. Maður þarf að breyta al- gjörlega um lífsstíl, eins og ég minntist á áð- ur. En þaó er frumskilyrðið aó rækta sjálfan sig svo manni sjállum líði vel. Þá fer öðrum að líða vel í kringum mann og aðstæður veróa allt aðrar en þær voru.“ „Óðs manns æði að taka sér aldrei frí“ Eiður er kvæntur Sigríði Sigtryggsdóttur, sem ættuð er úr Saurbæjarhreppi. Þau eiga þrjú börn, Gunnlaug 14 ára, Sigríði Þóru 12 ára og Helgu 8 ára. Fjölskyldan hefur auðvit- að beint og óbeint lent í þeim vítahring sem Eiður var fastur í og oft höfðu vinnan og víman forgang. „Ég hef aldrei tekiö ntér sumarfrí síðan ég byrjaði með Kjarnafæði og ég ætla alls ekki að mæla því bót. Þetta er auðvitað óðs manns æói því öllum er hollt að taka sér frí og ég verö að gera það líka. Ég hef bara verið hérna á staðnum og aldrei farið með fjölskyldunni í ferðalag eins og venjulegt fólk gerir. Konan er farin að þreytast á þessu sem von er.“ Þótt rekstur lyrirtækisins skipti miklu máli kvcðst Eiður vera farinn aö átta sig á því að þaö er margt fleira sem er mikilvægt í lífinu, ntörg gildi sem hann sá ekki í áfengisþok- unni. Þcssi gildi er hann aó tileinka sér með nýjum lífsstíl og hann segist hugsa meö hryll- ingi til baka þegar skelfingin, vanlíðanin og ánauó vímunnar ætluðu hann lifandi að drepa.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.