Dagur - 17.06.1994, Page 6

Dagur - 17.06.1994, Page 6
6 - DAGUR - Föstudagur 17. júní 1994 Upp er runninn merkur dagur í sögu íslenskrar sjálfstæðisbaráttu. Liðin eru nákvæmlega 50 ár frá því að íslendingar öðluðust það sem lengi hafði verið barist fyrir, lýðveldi. f dag er því hálf öld frá því að fyrsti for- seti íslendinga var kos- inn á Þingvöllum. í til- efni lýðveldisafmælis og 50 ára afmælis forseta- embættisins þótti Degi við hæfi að taka hús á forseta íslands, frú Vig- dísi Finnbogadóttur. Hún segir að hugsanlegt sé að íslendingar af yngri kynslóðinni séu ekki nægilega áminntir um hvað það er að hafa það frelsi sem í fullveldi og lýðveldi felist. Að því frelsi megi ekki ganga eins og sjálfsögðum hlut. Hún biður fólk að staldra við og líta til baka, líta til baka til þess að upplifa það sem áunnist hefur og læra að meta það. þjóðin njóti annars og meira en aðeins pólit- ískrar farsældar og einhver þarf að geta kom- ið fram sem fulltrúi þjóðarinnar á öðrum vettvangi en stjórnmálanna, hér heima og er- lendis. Pólitíkinni er alltaf skipt upp í skoö- anir þar sem hver og einn fylgir sinni skoðun sem honum þykir vitaskuld ávallt best. En þar fyrir utan eru ýmis varanleg verómæti sem ætíð þarf að minna á. Það verk er forset- ans og þaó hefur hann sem aðalstarf.“ Geðshræringar standast ekki tímans tönn Islenski forsetinn hefur þá sérstöðu meðal forseta almennt aö hér er hann kosinn af fólkinu í landinu en ekki valinn vegna pólit- ískra skoðana sinna. „Þaó er ákaflega gott til þess að vita að forsetinn er kjörinn af fólkinu sjálfu. Hann er fulltrúi fólksins, allra manna í landinu og hafinn yfir þær daglegu geðshræringar sem eru í stjórnmálunum. Surnir segja að fréttir af stjómmálum gærdagsins verði strax úreld- ar. Það verða þær ekki, heldur veröa þær aö sagnfræði og ganga inn i minningarnar. Geðshræringar úreldast hins vegar skjótt. Eftir nokkurn tíma skilja menn ekki af hverju þeir fóru í svo mikla geðshræringu út af tilteknu máli. Það er gott að eiga eina mannveru sem blandar sér ekki í þetta pólit- íska amstur, stendur fyrir utan það og fjallar um sitthvað annað sem leiða má hugann að. Athygli og aðdáun Mönnum þótti þörf á að stofna til þessa emb- ættis 1944 og enginn vafi er í mínum huga að þörfin á því er ekki síðri í dag. Nú er þjóðfélagið svo opið út á við, opið til um- heimsins. Forsetar okkar hafa haft þann starfa að kynna okkur, fara utan og segja frá landi okkar og þjóð. Það situr enginn úti í að gegna þessu veigamikla embætti. Fjórir buðu sig fram og hún fór með sigur af hólmi. Brotið var blað í veraldarsögunni. Kona hafði verió kjörin til þess að gegna starfi for- seta á íslandi. Frú Vigdís segir ekki hægt að segja til um hvaða áhrif það hafi haft á kven- frelsisbaráttuna, það geri menn sem horfi til baka á næstu öld. „Á kvennafrídeginum 1975 sönnuðu kon- ur á Islandi mátt sinn, tóku sér frí allan dag- inn og gerðu þjóðfélagið illa starfhæft. Þær sönnuðu að þær væru þeir bógar að án þeirra á vinnumarkaði væri þjóðfélagið bágt í bú- sýslu. í kjölfar þessa mikla dags fór fólk að skynja að ekki myndi sæmandi að fara út í forsetakosningar án þess að kona yrói meðal frambjóðenda. Vitanlega datt engri konu í hug að bjóöa sig fram og því var farið að leita. Mér til mikillar undrunar kom mitt nafn til umræðu í þessu sambandi. Eg var eggjuð, beðin og hvött en færðist undan, m.a. á þeim rökum að ég væri kvenmaður. Myndu menn sættast á aö kona yrði fulltrúi þeirra á sviði sem ætíð hafði verið skipað körlum?“ Þrátt fyrir að frú Vigdís skoraðist undan merkjum í fyrstu sá hún sig um hönd eftir að mikill fjöldi manna haföi haft samband við hana, lýst yfir stuðningi við hana og beðió hana að fara fram sem oddviti sinn. Sem slíkur segist frú Vigdís hafa farið fram í fyrstunni, sem oddviti ákveðins hóps. Kjör- dagur rann upp og viti menn. Forseti Islands varö kona, frú Vigdís Finnbogadóttir. Alltaf þú sjálfur „Einhver hlaut aö veröa fyrir valinu. Það kom í minn hlut og þá byrjaði vinnan fyrst fyrir alvöru. Það var mér vitanlega mikið kappsmál að standa mig, aó sýna fram á að valið hefði ekki verið lánlaust, að sanna að kvenmaóur gæti gegnt þessu starfi ekki síóur en karlmenn. ísinn hafði verið brotinn og allt kapp varð að leggja á að dæmið gengi upp. Það var í sjálfu sér ekki svo erfitt fyrir mig að taka við embættinu í fyrstunni. Ég hugsaði þaó aldrei beinlínis þannig að ég væri í háu embætti og að það væri eitthvað öðruvísi, eitthvað fínna en hvað annað. Eg hef aldrei metió fólk eftir starfsheitum. Ég hafði unnið kosningar og ekkert annað. I byrjun reyndist mér erfitt að ganga um meðal fólksins og þurfa að hugsa um að mikill fjöldi þess hafði ekki kosið mig. Ég gerði mér strax grein fyrir því að það voru margir sem hlutu að vera ósáttir við niður- stöóuna, þar sem fjöldi manns hafði kosið aðra frambjóóendur en mig. En því gat ég ekki breytt úr því sem komið var, heldur að- eins reynt aö gera gott úr. Innviðum sjálfs sín breytir maður ekki þótt ytri aðstæður breytist. Þú ert alltaf þú sjálfur. Þótt þú farir austur til Kína breytist ekkert innra með þér, þú ferð með sjálfan þig meó þér.“ Sjálfstraustið og krafturinn Þótt frú Vigdís segist ekki vera í aðstöðu til þess að meta það hvaða áhrif það hafi haft á jafnréttisbaráttu kvenna aó kona skyldi veróa fyrir valinu sem forseti Islands, viöurkennir hún þó að þau hljóti að hafa verið mikil. „Þaö sem mér þykir ekki síst vænt um er hve mikil áhrif þetta hefur haft úti í heimi. Ég kem hvergi svo ég sé ekki innt eftir þess- um málum. Sérstaka ánægju hef ég haft af því þegar erlendir stórnmálaforingjar hafa komið að máli við mig og bcðið um ráö til þess að virkja konur í sínum flokkum. Þeir hafa sagst þurfa á þeim að halda en eigi erfitt með að fá þær til aó starfa. Þarna er fyrst og fremst um suðræn lönd aó ræóa því þar halda konur sér mjög til baka og er haldið til baka. Vió vitum að við kvenfólkið í heimin- Með frelsi og lýðræði að leiðarljósi Fátt er það í veröldinni sem er meö þeim hætti að allir menn geti verið sammála um það. Eitt af því sem deilt hefur verið á er sjálft embætti forseta íslands. Raddir heyrast um að embættið sé óþarft, það sé þjóðinni dýrt og ástæða sé til aó leggja það niður. Forseti Islands getur vitaskuld ekki tekið undir umræðu af þessu tagi. „Islendingar gerðu rétt með að koma sér upp þessu embætti á sínum tíma vegna þess að einhver hlýtur að þurfa að vinna þau verk sem forsetinn vinnur. Við getum auðvitað velt því fyrir okkur hvort einhver annar gæti unnið það starf meó öðru. Gæti til að mynda forsætisráðherrann gert það í hjáverkum, nú eða rektor Háskóla Islands? Ég veit aó for- sætisráóherrann gæti það ekki vegna mikilla stjómmálaanna og rektor hefur auðvitað nóg með að stjóma sínum skóla. Vió viljum að hinum stóra heimi með alfræóiorðabækur á hnjánum og flettir upp á Islandi. Komi hins vegar fulltrúi þjóðarinnar kemst það á dag- skrá.“ Frú Vigdís segir ljóst að afkomumögu- leikar okkar aukist til muna sé landið kynnt erlendis. Stór þáttur í starfi hennar hefur fal- ist í því að kynna landið og engum ætti að blandast hugur um hvílíka athygli og aðdáun hún hefur notió hvar sem hún hefur komið. „Ég hef gcrt mér far um að kynna landió hvar sem ég kem. Það ber kaldranalegt nafn og ég hef reynt að breyta ímynd þess, reynt að segja frá því að hér búi hlýtt og gott fólk, fólk sem býr yfir þekkingu, tækni, kunnáttu og hæfni.“ Brotið blað í sögunni Árið 1980 var frú Vigdís fyrst kjörin til þess - forseti S Islands, frú Vigdís Finnboga- dóttir, á 50 ára afmæli lýð- veldisins um eigum langa leið fyrir höndum til að ná þessu svonefnda jafnrétti, að öðlaast þá við- urkenningu að við getum til jafns við karla. Það merkilega er að þessu svipar dálítið til frelsisbaráttunnar okkar. Við fengum heimastjórnina 1904 og frelsió árið 1918 en við uróum ekki fullfrjáls fyrr en 1944. Meó því frelsi fengum vió sjálfstraustið og með sjálfstraustinu kraftinn. Nú fór heil þjóó að hugsa að hún gæti sjálf. Rétt eins og börnin segja. Eins er þetta með jafnréttisbaráttuna. Ef ein kona sýnir að hún getur þá fara fleiri aó hugsa: „Já, nú get ég“.“ Menn eru fljótir að gleyma Allir vita að forseti íslands er eftirsóttur gestur og stór þáttur í starfi hans cru ferða- lög, innanlands og utan. Trúlega vita færri að

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.