Dagur - 09.07.1994, Side 11
IÞROTTIR
HALLDÓR ARINBJARNARSON
Laugardagur 9. júlí 1994 - DAGUR - 11
Þrír strákar úr Akureyrarliðunum KA og Þór voru valdir í Landsliðið og Pressuliðið á Shellmótinu. í landsliðið var
valinn Jóhann Helgason úr KA sem er á myndinni til vinstri ásamt fclaga sínum Sölva G. Jónssyni sem var valinn í
Prcssuliðið. Þar var líka Hreggviður Gunnarsson úr Þór sem er á myndinni til hægri.
Shellmótiö í Vestmannaeyjum:
Prúðir Akureyringar
Hið árleg Shellmót knattspyrnu-
félagsins Týs í Vestmannaeyjum
fór fram um síðustu helgi. Þar
keppa sem kunnugt er knatt-
spyrnukappar í 6. aldursflokki.
Mótið tókst vel í alla staði enda
veður mjög gott. FH sigraði í
flokki A- og C-liða en Fylkir hjá
B-liðum.
Þór og KA sendu bæói lið til
mótsins. Þau léku um 11. sæti
mótsins í flokki A-liða og þar sigr-
aði KA 4:1. Þau mættust aftur í
flokki C-liða, léku þar um 9. sætið
og gerðu jafntefli 1:1. I flokki B-
liða vann KA Val 3:2 í leik um 15.
sætið en Þór tapaði 0:1 fyrir Sel-
fyssingum í leik um það 17.
Einnig var keppt í innanhússfóL
bolta í flokki A- og B- Iiða. í
flokki A-liða datt Þór út í 8 liða úr-
slitum á móti IR en KA komst í
leik um 3. sætið og tapaði 0:1 fyrir
HK. í flokki B-liða komst Þór í
undanúrslit og lék um 3. sætið við
Val. Þar sigruðu Þórsarar 1:0 og
tryggðu sér þar meö bronsverð-
launin.
Einnig var keppt í ýmsum
knattþrautum. Þar sigruðu til að
mynda Þórsaramir Daði Kristjáns-
son og Vilberg Brynjarsson í eldri
flokki í keppni um að skalla á
milli.
Einn af hápunktum mótsins cr
viðureign Landsliðsins og Pressu-
liðsins sem þjálfarar liðanna sjá
um að velja í. Þar áttu Akureyrar-
liðin 3 fulltrúa. Jóhann Helgason
úr KA var valinn í Landsliðið og í
Pressuliðið þeir Sölvi G. Jónsson
úr KA og Hreggviður Gunnarsson
úr Þór. Liðin gerðu jafntcfli 1:1.
Akureyrarliðin fengu cinnig
tvær viðurkenningar sem jafnt leik-
mcnn, þjálfarar og fararstjórar geta
verið ákaflega stoltir af. C-lið KA
fékk viðurkenningu fyrir háttvísi,
þ.e. heiðarlegan leik og góða hcgð-
un innan vallar og Þór var valið
prúðasta liðið ásamt Þrótti Reykja-
vík. Það er því ljóst að strákamir
hafa verið góðir sendihcrrar Akur-
eyrar í Vestmannaeyjum.
B-lið Þórs vann til bronsvcrðlauna á innanhússknattspyrnumótinu.
Fígúran sem Heimir Björnsson
heldur hér á var lukkudýr KA og
það varð alltaf að vera til staðar
þegar liðið spiiaði.
Þór og KA lcntu hvort á móti öðru í tveimur leikjum um sæti á mótinu, bæði hjá A og C-liðum. Hér eru það C- liðin
sem kljást en jafntefli varð niðurstaðan, 1:1. Myndir: Björn Kr. Björnsson/Peter Jones.
Vertu með
■ draumurinn gæti orðið að veruleika !
GRAFÍSK HÖNNUN: MERKISMENN HF