Dagur - 17.09.1994, Blaðsíða 6

Dagur - 17.09.1994, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Laugardagur 17. september 1994 Er þakklátur Guði fyrir að » hafa fengið ao ganga gegnum þessi veikindi og þroskasf - segir sr. Pétur Þórarinsson í Laufási í viðtali um sína sjúkrasögu Fáir ef nokkrir embættismenn eru eins nálægir almenningi í störfum sín- um og prestar, bæði í sorg og gleði. Einkalíf presta er fólki oft hugstætt eins og bersýnilega hefur komið fram nýverið. Þess á milli eru þeir mörg- um fjarlægir, sumir telja jafnvel að þeir og kirkjan eigi ekkert erindi við sig. Samt er það svo að með fáum, ef nokkrum fylgist fólk eins vel með daglega, og ef á móti blæs, t.d. í veikindum, er ekki aðeins viðkomandi söfnuði kunnugt um heilsufar prestsins og jafnvel hans nákomnustu, heldur miklu fleiri. Þannig er farið með sr. Pétur Þórarinsson í Laufási, en einkunnarorð hans undanfarin misseri gætu verið að erfiðleikar og veikindi væru til þess að sigrast á þeim. Reyndar ekki aðeins nú síðstu mánuði þegar hann hefur þurft að horfast í augu við það að missa vinstri fót ofan við hné, held- ur alla tíð frá níu ára aldri er hann sem ungur, fjörmikill drengur í föðurhúsum á Akureyri greindist með sykursýki á háu stigi. Hann var þá þegar orðinn mjóg virkur í öllu íþróttastarfi, bæði í knattspyrnu og á skíðum, og það hlýtur að hafa verið ungum drengnum sem og hans foreldrum mikið reiðarslag. Á þeim tíma var það reyndar al- blóðflögurnar vilja límast saman. varlegra mál að greinast meó syk- ursýki en er í dag því veikin var þá meðhöndluð á allt annan máta, t.d. voru engin tæki tiltæk til aó rann- saka blóðsykur eins og mögulegt er að gera í dag. Bæði læknum og eins foreldrum hans gekk mjög illa aó halda blóðsykrinum innan ákveðinna marka því drengurinn var ekki tilbúinn að draga úr íþróttaiókun sinni og hreyfa sig minna þótt oft væri hann beðinn um það. Þetta ástand breyttist lítið í fyrstu en svo fóru að mæta drengnum ýmsar hindranir, m.a. varð hann að leggja alla skíðaiðk- un á hilluna því mjög var af honum dregið eftir allar skíðaferðir. Þegar í menntaskóla var komið má segja aó Pétur Þórarinsson hafi verið með annan fótinn á sjúkrahúsi en um eóa eftir tvítugt fer að draga úr einkennum sykursýkinnar, kannski öðrum þræói vegna bess að úr mesta fjöri barns- og unglingsár- anna hafði dregið. Um það leyti er hann kominn í nám vió guófræði- deild Háskóla Islands. Á þessum aldri hafói þá þegar skemmst mikið af æðakerfinu í honum, þar sem blóösykurinn var löngum of hár, stundum allt of hár. Augun höfðu einnig skemmst af þessum sökum en þegar meiri ró komst yfir líkamann eftir að Pétur eltist gekk baráttan viö sykursýk- ina miklu betur og hefur síðan ekki gengið svo afleitlega að hafa stjórn á henni. En stöðugt þarf aó vera „á vakt". „Sykursýkin hefur á þessum þremur og hálfum áratug valdió mér ýmsum erfiðleikum. Ég fékk tvisvar kransæðastíflu í fyrrahaust sem tókst að lækna meó blæstri og þar áður tvisvar blóðtappa, fyrst í höfði og síðan í handlegg sem vafalaust má rekja að hluta til syk- ursýkinnar. Þetta eru orðnir sam- verkandi þættir sjúkdóma því auk þess hef ég of háan blóðþrýsing og Ég er með skerta nýrnastarfsemi og allt þetta hlýtur að stuðla að því að eitthvað gerist eða gefi sig í lík- amanum," sagði sr. Pétur Þórarins- son í Laufási í upphafi viðtals um veikindi hans. „Um áramótin kom svo upp þetta meó fótinn á mér. Ég vissi að vísu svolítið af því vegna þess að ég var farinn að verða svolítið fót- kaldur og einnig handkaldur því blóðstreymió niður í vinstri fótinn var ekki nægjanlegt, þar sem eitt- hvað af æðunum sinntu ekki Iengur sínu hlutverki og hleyptu ekki nægjanlegu blóði í gegn. Um ára- mótin gerist svo það að ég rek litlu tána utan í brún á sturtuklefa sem orsakaði rispu sem varla blæddi úr. Hún breyttist svo hægt og rólega í eitthvað sem ekki gat talist eðlilegt og því var haldið til læknis. Það var svo barist á hæl og hnakka í þrjá mánuði, bæði á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri og einnig dvaldi ég um mánaðartíma á Borg- arspítalanum í súrefniskútnum. Síðast var reynd sérstök aðgerð upp á gjörgæsludeild Fjórðungs- sjúkrahússins en um miðjan maí- mánuð kom svo sú niðurstaða að taka þyrfti af mér fótinn." Fylltist vonleysi um tíma - Var þaó ekki geysilegt áfall? „Það var visst högg, en einnig nokkur léttir því ég var sárkvalinn af vérkjum þegar fóturinn var að deyja. Eg var búinn að dvelja um mánaðartíma upp á gjörgæsludeild og hafa tíma til að meta hvað var að gerast. Ég var nánast hættur aó bera af mér og á þessum tíma vor- um við hjónin sammála um að ekk- ert væri hægt að gera annað en að taka af mér fótinn. Ég skynjaði betur eftir á hversu mikil þjáning þessi veikindi voru konu minni, börnum og foreldrum en þau höfðu að sjálfsögóu fylgst náið með þess- ari baráttu minni. Eftir að fóturinn hafði verið tek- inn af mér fyrir neðan hné kom til mín góður maður sem var í sömu aðstöðu og ég, sagöi mér hvaó væri hægt að gera með svona fötl- un og mér fannst það afskaplega mikils virði. Hann sannfærði mig um að hægt væri að yfírstíga þessa breytingu með því aó takast á við hana og því var ég ekki á nokkurn hátt hræddur við það. Það var svo tíu dögum eftir að fóturinn var tek- inn af mér sem ég fékk mesta höggió, mesta áfallið. Þegar um- búðirnar voru teknar af kom í ljós að stúfurinn var eitt flakandi sár og ekki um annað að ræða en að taka fótinn af fyrir ofan hné. Þá hófst nú þrautin þyngri að gera það upp við sig hvort ég væri tilbúinn aö fórna hné því um svo mikilvægt liöamót er að ræða. Fyrstu dagana eftir seinni að- gerðina spruttu upp alls konar veggir, mínar hugsanir ekki mjög jákvæðar, og segja má að ég hafi málaó skrattann á vegginn eins og stundum er sagt. Mér fannst þá að ýmislegt hefði verið tekið frá mér sem ég heföi getað gert, eins og t.d. að vera áfram í fótbolta, fara minna ferða í náttúrunni, sinna skepnum o.fl. Ég hafði það á til- finningunni að ég væri sestur í hjólastól fyrir lífstíð, ég yrði gjör- samlega að breyta mínum lífsstíl og þessa dagana fylltist ég í fyrsta skipti einhverju vonleysi því lífið framundan væri ekki mjög bjart. Þetta bráði innan tíðar af mér." Einhvers virði kominn á dráttarvélina „Vonleysið sem greip mig þarna er alltaf öðru hverju til staöar og þaó kemur þá fram í manni þessi nei- kvæði tónn. Þegar ég kom fyrst heim eftir aðgerðina í byrjun júní var mikill gróandi í loftinu. Konan mín og strákurinn höfðu tekið allan sauóburöinn upp á myndband og ég því getað fylgst með honum í sjónvarpi inni á sjúkrahúsi. En þegar ég kom heirn fannst mér skyndilega að ég væri ekki kominn til að vera með, heldur til þess að horfa á lífið út um glugga. Þá fóru í hönd nokkrir erfiðir dagar. Einn dag er ég kom frá endur- hæfingu að Kristnesi stóð til að slá. Sonur minn sem hefur séð um bú- skapinn kom inn og sagði: „Pabbi, viltu ekki koma út að slá?" Eg veit að sumum þeim sem staddir voru inni og heyrðu hans orð fannst þetta ekkert fyndið en ég svaraði að bragði að það skyldi ég gera. Hann keyrði mig niður á tún þar sem dráttarvélin var og þar var hækjan bundin við kúplinguna og ég ýtti á hana með hendinni. Það var eins og ég fengi vængi, settist á vélina og sló marga hektara, en þetta sannfærói mig um að ég væri enn einhvers virði og nýtanlegur, en ekki bara áhorfandi. Fjölskyld- an hefur verið mjög dugleg að framkvæma hlutina þannig að ég gæti verið þátttakandi þótt oft væri auðveldara fyrir þau að fram- kvæma hlutina sjálf. Vonleysis- hugsunarhátturinn hvarf smátt og smátt." Ometanlegur stuðningur safnaðanna „Skömmu eftir að ég hafði misst fótinn komu forystumenn sókn- anna í Laufáspresakalli til mín og færðu mér stóra peningagjöf frá söfnuðunum og sögðu mér að kaupa mér sjálfskiptan bíl fyrir peningana sem ég gæti ekið sjálfur. Þaó hefur verió mér alveg ómetan- legt því ég hef getað ekið sjálfur í endurhæfingu fram í Kristnes, til preststarfa og fleira." - Var ekki viss kvíði í þér að hefja aftur preststörf og jafnvel hvarflaö að þér að þú ættir ekki afturkvæmt í preststarfið? „Mín innri tilfinning fyrir því aö vera fyrir altari, vera aó brölta fyrir framan það á annarri löppinni og nánast detta, og finna aó kirkju- gestir skynjuðu það, er mjög erfið. Eg hafði verið hvattur til að fram- kvæma þau prestverk sitjandi sem ég hafði áður framkvæmt standandi en í mínum huga kom það ekki til greina og jafnvel gera heldur betur en áður. Fyrsta prest- verkiö sem ég vann var skírn, en sr. Magnús Gunnarsson á Hálsi, sem leysti mig af, var með mér því það var einnig gifting. Við ákváð- um að hann skyldi bara grípa inn í ef ég gæti ekki meira. Við sáum þegar ég vár búinn aó skíra barnið að ég var nánast uppgefinn svo hann tók við. Þaó var geysilegur stuðningur. Mér hefur síóan vaxiö ásmegin með hverju prestverki eft- ir að ég komst á gervifót." Sá sjálfan mig á örskotsstundu kútveltast í prestskrúðanum „Ég taldi mig oröið færan í flestan sjó er ég messaði nýlega í Sval- barðskirkju en þegar ég fór niður tvær tröppur úr predikunarstólnum færði ég gervifótinn á undan. Hann gaf eftir, ég tók bakföll, og gegn- um huga mér sá ég sjálfan mig kút- veltast í prestskrúðanum fyrir framan söfnuðinn. Ég náði hins vegar meó annarri hendinni í skírn- arfontinn og gat rétt mig af. Fyrir þessi atriöi tek ég mest út. Konan mín hefur farið með mér til hvers einasta prestverks síðan ég kom aftur til starfa, leitt mig inn að altari, rétt með bækurnar og staðið við hlið mér við grafirnar þannig að ég hef verið miklu ör- uggari. Eg mundi ekki vilja horfa framan í söfnuðinn ef ég færi á eft- ir kistunni ofan í gröfína." Hef öðlast meiri ró en væri að skrökva ef ég segðist vera ánægður - Hefurðu öðlast meiri bjartsýni nú þegar þú ert farinn að sinna aftur preststörfum? „Ég hef öðlast meiri ró yfir því aó vera svona. Þegar konan mín var aó nudda á mér suifinn á kvöldin þegar gengið var til náóa og mýkja verkina, þá ræddum við oft um pað að í hugsuninni tryðum við því að þetta mundi lagast. í hvert sinn sem eitthvað hefur bját- að á þá hefur það lagast. Konan hefur þurft að fara í krabbameins- aðgerð og komist yfir þau veikindi, og því ekki þessi veikindi líka? En hugsaðu þér hvað þetta er mikil blindni, því ekki vex á mig aftur fótur. En þetta er eitthvað sem undirmeðvitundinn kyngir ekki strax, en smám saman aðlag- ast maður þessu ástandi sínu og sættir sig við þaó. Eg væri auðvit- að að skrökva ef ég segði aö ég væri ánægður með ástandió, en um leið og ég finn að ég er fær um að sinna mínu starfi með þeim hætti sem ég vil og kannski betur en áð- ur þar sem veraldlegt vafstur glep- ur ekki eins og áöur. Þaó gæti t.d. verið fólgið í því að efla samstarf okkar prestanna í prófastdæminu og vitja oftar gamla folksins." - Hvarflaði aldrei að þér að preststarfið yrði þér um megn og þú yröir að hætta? „Eg neita því ekki að á tímabili greip mig sú hugsun. Ég hef fengið á mig þaö orð að vera jafnvel of samviskusamur og hef haft sam- viskubit af því að vera fjarverandi vegna veikinda. Mér er þaö því mikill Iéttir að finna að sjálfstraust- ið er aftur til staóar og mín líkam- lega fötlun verður mér ekki Þránd- ur í Götu." Hvað á Herrann við? - Almenningur leitar frekar hugg-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.